Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Hari Lestur Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri bókmennta hjá Borgarbókasafninu, segir fullorðna oft vanmeta áhuga ungmenna á bókmenntum. „Við látum eins og þau séu ekkert að lesa vegna þess að þau hafa kannski ekki áhuga á Laxdælu en þau eru alltaf að lesa og eru umvafin skáldskap.“ Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Okkur finnst vera kominn tími á að skapa eitthvað fyrir unglinga með virkri þátttöku þeirra,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, verk- efnastjóri bókmennta hjá Borg- arbókasafninu. Safnið leggur nú grunn að gagnvirku sýningar-, þátttöku- og samverurými í Gerðu- bergi sem byggt er á dönsku skáld- sögunni NORD sem unnin er upp úr sameiginlegum sagnaarfi Norð- urlanda, norrænni goðafræði. Skáldsagan NORD hefur verið gefin út sem stafræn skáldsaga, en um slíkar sögur segir Guðrún: „Þá fikrar þú þig í gegnum frásögnina með því að nota öll skilningarvitin. Þú ert að hlusta því það er verið að lesa söguna fyrir þig en þú getur líka lesið textann og það er mynd- efni sem hreyfist með sögunni.“ Sýning Borgarbókasafnsins mun bæta enn fleiri þáttum við hina stafrænu frásögn. „Við sköpum enn eina vídd í þessa frásögn með því að nota skynjun á áferð og öðru slíku hér í rýminu. Til þess notum við einnig gagnvirka tækni en um sýningarstjórn sér Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Borgarbókasafninu.“ Tæknin eykur möguleika Guðrún segir jákvætt að stafræn- ar frásagnir séu farnar að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum. Þær hafa þó lítið sést hérlendis. „Þetta er bara eitt form bók- mennta og við megum ekki alltaf hugsa að tæknin sé slæm heldur frekar að reyna að tvinna þetta saman, þar sem þetta er veruleik- inn sem við búum öll í. Tæknin býður upp á marga möguleika í miðlun bókmennta.“ Sýningin verður eins konar „upp- lifunarrými“ fyrir unglinga, en hún verður sett upp í Gerðubergi í Breiðholti. „Unglingar geta komið á skóla- tíma með kennurunum sínum og frístundaleiðbeinendum og svo geta þau líka komið eftir skóla og fengið að hanga og vera,“ segir Guðrún. Staðsetning sýningarinnar er mikilvæg, að sögn Guðrúnar, en nú þegar hafa áttundu bekkingar í Fellaskóla verið fengnir í rýnihóp sem hefur áhrif á sýninguna. „Hér í Breiðholti er ótrúlega fjöl- breytt og skemmtilegt samfélag og menning og hér stendur fólk mikið saman. Það er mikil auðlind og ég á norrænni goðafræði en fjallar að stórum hluta um loftslagsbreyt- ingar „og þetta samspil manns og náttúru og hvernig við erum að fara með jörðina okkar. Á sama tíma fjallar skáldsagan um ung- lingsstelpu sem líður stundum illa og glímir við sín vandamál eins og aðrir unglingar,“ segir Guðrún. Höfundar NORD eru Camilla Hübbe og Rasmus Meisler, en þau gáfu bókina út í Danmörku fyrir þremur árum. „Við kynntumst höf- undi bókarinnar fyrir tilviljun fyrir fimm árum þegar hún byrjaði að vinna bókina. Ásta Þöll Gylfadóttir, sem þá vann hjá okkur, þróaði verkið með höfundunum og við höf- um því alltaf haldið mjög góðu sambandi,“ segir Guðrún. Verkefnið á sér því langan að- draganda. „Við höfum haft mjög mikla trú á þessu verkefni frá upp- hafi. Við vissum að það væri hægt að tengja það á marga vegu, svo við misstum ekki trúna þó að verk- efnið hafi stundum verið komið frekar djúpt ofan í skúffu,“ segir Guðrún. Sýningin verður opnuð í desem- ber og stendur út árið 2020. Nú þegar hefur Ísland fengið lands- aðgang að stafrænu frásögninni á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Út- gáfan Dimma gefur NORD út í ís- lenskri þýðingu á prenti í lok nóv- ember. Fjöldi vídda í einstakri frásögn  Gagnvirkt sýningarrými unnið úr stafrænni skáldsögu opnað í Borgarbókasafninu  Safnið hlaut rúmlega 18,5 milljónir í styrk vegna verkefnisins  Verkefnastjóri segir ábyrgð fylgja styrknum Teikning/Rasmus Meisler Hetja Aðalsöguhetja bókarinnar NORD er samnefnd unglingsstúlka. held að það væri ekki hægt að skapa svona verkefni hvar sem er.“ Ungmennin höfðu ýmislegt til málanna að leggja. „Unglingar hafa margt um heim- inn að segja sem við fullorðna fólk- ið sjáum stundum ekki. Við ætlum því líka að gefa þeim stórt hlutverk í þessu, alveg frá upphafi til enda.“ Borgarbókasafnið fékk hæsta styrkinn þegar úthlutað var úr Barnamenningarsjóði nýverið, eða rúma átján og hálfa milljón til þess að vinna verkefnið. „Við erum mjög spennt yfir þessu en því að fá stærstu úthlutunina fylgir líka mik- il ábyrgð,“ segir Guðrún, sem sam- sinnir því að miðað við fjármagnið sem kemur inn í verkefnið sé sagnaheimur NORD eitt af stærstu verkefnum sem Borgarbókasafnið hefur tekið sér fyrir hendur. Loftslagsmál og goðafræði Verkefnið er umfangsmikið og það sama má segja um efni NORD. Bókin er, eins og áður segir, byggð 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Hópur aðgerða- sinna sem berst fyrir réttindum gagnkynhneigðs fólks hefur tekið mynd af leik- aranum Brad Pitt af síðunni hjá sér vegna kvartana frá leikaranum. Tímaritið The Guardian greinir frá þessu. Hópurinn, Super Happy Fun America, sem „talar fyrir hönd gagnkynhneigða samfélagsins“, hafði gert Pitt að eins konar lukku- dýri. Hópurinn hafði áður óskað Pitt til hamingju með að vera „andlit þessarar mikilvægu réttindabar- áttu“ og fylgdu hamingjuóskunum tvær myndir af Pitt og var önnur þeirra af honum og eiginkonu hans fyrrverandi, leikkonunni Angelinu Jolie. Super Happy Fun America hefur nú fundið sér nýtt lukkudýr, rithöfundinn og öfgahægrimanninn Milo Yiannopoulos. Kvartaði yfir því að vera lukkudýr Brad Pitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.