Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019
olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
maxipodium 500
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Minna vatn en elstu menn muna
„Hamfaraástand“ í laxveiðiám í Borgarfirði Lax ratar ekki upp í árnar Leysingar snemma valda
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
„Áin er algerlega vatnslaus. Ég hef aldrei séð
hana svona,“ segir Þórður Þorsteinsson, leið-
sögumaður við Þverá og Kjarrá og tíðindamað-
ur Morgunblaðsins á staðnum. Laxveiðiár á
vesturhluta Íslands sýna þess ótvíræð merki að
miklir þurrkar hafa verið síðustu daga og vik-
ur. Veiðin í þeim ám sem þegar hafa opnað í
Borgarfirði hefur verið sögulega lítil. Vatns-
leysið er verulegt áhyggjuefni. Opnunardaginn
í Norðurá í Borgarfirði 4. júní veiddust sjö lax-
ar og síðan hefur ekki veiðst einn einasti, eins
og komið hefur fram í Sporðaköstum á mbl.is.
Svipað ástand ríkir í Kjarrá og Þverá, sem
eru sama á. Þar er ástandið slíkt að elstu menn
í sveitinni hafa ekki séð annað eins, að sögn
Þórðar. Í opnunarhollinu kom einn lax á land
og það er allt og sumt. Þórður segir að vatns-
magnið sé minna í ánni en elstu menn í sveit-
inni muna til að hafa séð. Nokkur silungur hafi
veiðst en aðeins einn lax frá því að áin var opn-
uð á laugardaginn, 8. júní. Þórður bendir á að
oft hafi vart verið veiðandi í ánni út af flóðum
við opnun hennar í byrjun sumars. Slíku er
ekki að heilsa nú.
Aðrir eins þurrkar hafa svo sem sést en
vandinn er sá að í ár voru vorleysingar helst til
snemma. Það veldur því að þegar vorið er síðan
sjálft eins þurrt og raunin er, geta árnar ekki
reitt sig á vatnið úr leysingunum, sem vanalega
koma sterkar inn í maí eða jafnvel júní. Árnar
eru því sums staðar verulega skrælnaðar og
jafnvel þó fari loks að rigna, sem ekki er séð
fram á að verði fyrr en um næstu helgi, mun
jarðvegurinn í kringum árnar þá fyrst þurfa að
sækja í sig nokkuð af vatni áður en hann getur
farið að miðla því í árnar.
Þegar svona lítið vatn er í ánni liggur laxinn í
súrefnislitlu vatni á dýpstu stöðum árinnar og
hefur engan áhuga á að taka flugur frá veiði-
mönnum. Fiskurinn sem er í ánni núna er að
mestum hluta fiskur sem gekk upp í árnar í
maí, því ekki getur hann gert það núna í þurrk-
inum. „Þetta er hamfaraástand, sem verður
bara verra og verra. Fiskurinn nær ekki að
komast upp í árnar,“ segir Þórður og bætir því
við að þegar svo verði sé þó hugsanlega ekki að
vænta mikils lax upp í árnar, þar sem ekki hafi
verið að veiðast mikið í ósunum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þurrkur Veiðin er mjög léleg í vatnslítilli
Kjarrá og Þverá. Einnig í Norðurá.
Kríuvarp hefur farið seint af stað á
þeim stöðum sem mælingar hafa far-
ið fram á landinu. Þetta segir dr.
Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur
sem hefur áralanga reynslu af kríu-
rannsóknum og stundar m.a. mæl-
ingar á kríuvarpi á Suðvesturlandi.
Segir Freydís varpið nú formlega
hafið en það hafi byrjað viku seinna
en áður. Hún segir enn of snemmt
að segja til hvernig varpið muni
ganga en tekur fram að lykilatriði sé
að æti sé til staðar þegar ungarnir
klekjist.
Freydís segir góðs viti að kríur
sýni árásargirni í nálægð við varps-
væði sín enda gefi það vísbendingu
um að þær séu í góðu líkamsástandi
og að varpið sé farið af stað.
Kríuvarp seint í gang í ár
„Góðs viti að kríur
sýni árásargirni“
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Árás Kría steypir sér yfir konu skammt frá kríuvarpi við Skálanes.
Eins og sjá má á myndinni til hliðar er
á milli Hveragerðis og Selfoss unnið
að breikkun vegar. Þar var umferð
nokkuð mikil í gær eftir að fjölskyldu-
og tónlistarhátíðinni Kótelettunni
lauk, sem haldin var í tíunda skipti á
Selfossi um helgina. Hátíðin hófst á
föstudag og stóð fram á mánudags-
morgun þegar tónleikum lauk um
fimmleytið.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Einar Björnsson, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, allt hafa gengið vel og að
um tvö þúsund manns hefðu sótt böll
hátíðarinnar, sem haldin voru öll
kvöld. Þá sagði hann að óformlegar
mælingar bentu til þess að um tuttugu
þúsund manns hefðu sótt hátíðina á
laugardaginn, en þá átti eiginleg
grillhátíð Kótelettunnar sér stað, þar
sem Guðni. Th. Jóhannesson forseti
var á meðal þeirra sem munduðu grill-
töngina.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar
höfðu 12.242 bílar farið um Hellisheiði
á milli miðnættis og klukkan 21 í gær-
kvöld.
Aðspurður sagði Einar að umferð
hefði gengið nokkuð vel fyrir sig á leið
út úr bænum í gær, enda hefðu ferða-
langar verið að tosast úr bænum yfir
allan daginn. Hann sagði umferð hins
vegar óneitanlega hafa verið nokkuð
þunga á leið inn í bæinn á föstudag og
laugardag, og sagði að á tímabili á
laugardag hefði maður sennilega verið
fljótari fótgangandi en á bíl á milli
Hveragerðis og Selfoss. teitur@mbl.is
Fyrstu ferðahelgi sumars lokið
Á tímabili fljótari fótgangandi en á bíl á milli Hveragerðis og Selfoss Um 20.000 manns heim-
sóttu Kótelettuna á laugardag Umferð gekk nokkuð vel fyrir sig á leið frá Selfossi í gær
Morgunblaðið/Eggert