Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratug a reynsla Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is 38% hjúkrunarfræðinema töldu sig vera að miklu eða mjög miklu leyti útbrunnin vegna námsins að því er fram kemur í frumniðurstöðum gagnaöflunar meðal hjúkr- unarfræðinema sem útskrifuðust ár- ið 2018 úr Háskóla Íslands og Há- skólanum á Akureyri. Með- alstreitustig voru 17,8 á PSS- skalanum (Per- ceived Stress Scale). 7% fundu fyrir lítilli streitu (0-10 stig), 62% fundu fyrir miðl- ungs streitu (11- 20 stig) og 31% fundu fyrir mikilli streitu (21-42 stig). Þeir nemendur sem höfðu ver- ið sjúkraliðar áður en þeir hófu nám í hjúkrunarfræði fundu marktækt fyrir minni streitu en aðrir. 82 af 116 tóku þátt í rannsókninni og svarhlutfall var 71%. Flestir þátt- takenda voru á aldrinum 25-29 ára og langflestir unnu 10-30% starf við hjúkrun samhliða námi. Ekki var marktækur munur á streitustigum eða kulnun milli nemenda í HÍ og HA. Fyrstu árin viðkvæmt tímabil Erlendar rannsóknir sýna að fyrstu 12-24 mánuðir í starfi nýút- skrifaðra hjúkrunarfræðinga séu viðkvæmt tímabil þegar sýn þeirra á starfinu mótist og hafi áhrif á þá ákvörðun að starfa við hjúkrun í framtíðinni. Einnig sýna rannsóknir að verk- legur hluti námsins sé talinn sér- staklega streituvaldandi. Þá þurfi hjúkrunarfræðinemarnir oft að tak- ast á við flókin heilbrigðisvandamál t.d. sjúklinga með mikla verki, sjúk- linga sem glíma við alvarleg veikindi og deyjandi sjúklinga. Þá er streita í verklegu námi líka talin vera vegna þess að nemendur fari títt milli deilda og þurfi stöðugt að laga sig að nýju vinnuumhverfi. Námstengd streita getur leitt til kulnunar ef háskólanemar búa ekki yfir þeim bjargráðum sem þarf til að takast á við streituvalda, að því er fram kemur í samantektinni. Náms- tengd kulnun mældist hæst af þrem- ur þáttum kulnunar, en hinir þætt- irnir eru persónutengd kulnun og kulnun tengd samnemendum. Erlendar rannsóknir sýna að kulnun í námi hefur áhrif eftir að hjúkrunarfræðinemendur eru út- skrifaðir. Kulnun hefur verið tengd við lakari faglega færni í starfi eftir útskrift, upplifun nemenda að þeim finnast þeir ekki tilbúnir að takast á við starfið og þá ákvörðun að hætta að starfa við hjúkrun. Kanna ýmsar hliðar málsins Gagnaöflunin er fyrsti hluti rann- sóknar þar sem tilgangurinn er m.a. að skanna almenna streitu, streitu tengda námi, kulnun, bjargráðum við streitu, framtíðaráformum í hjúkrun og bakgrunnsbreytur meðal hjúkrunarfræðinemanna. Enn frem- ur að kanna vinnu og vinnuumhverfi, streitu og klunun, bjargráð við streitu, aðlögun, starfsánægju, festu í starfi, hversu krefjandi og faglegt starfið er fyrstu þrjú árin eftir út- skrift í þeim tilgangi að sjá hvaða þættir í hjúkrunarnáminu og hjúkr- unarstarfinu hafa áhrif á ákvörðun ungra hjúkrunarfræðinga að hætta að starfa við hjúkrun. Að rannsókninni standa Birna G. Flygenring, lektor og Herdís Sveinsdóttir prófessor. Þá unnu þær Rakel Dís Björnsdóttir og Salome Jónsdóttir, lokaverkefni til BS- gráðu úr gögnunum undir leiðsögn Birnu. 38% töldu sig útbrunnin vegna námsins  Kulnun meðal nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga  31% nemendanna fundu fyrir mikilli streitu  Verklegi hlutinn sérstaklega streituvaldandi  Minni streita hjá þeim sem höfðu verið sjúkraliðar Morgunblaðið/Golli Kulnun 38% hjúkrunarfræðinema töldu sig vera að miklu eða mjög miklu leyti útbrunnin vegna náms síns. Birna G. Flygenring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.