Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 ✝ Svava Stef-ánsdóttir fædd- ist á Raufarhöfn 27. nóvember 1937. Hún lést á Land- spítalanum 1. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Arnþrúður Margrét Hallsdóttir frá Langanesi og Stefán Guðmunds- son úr Eyjafirði. Systkini voru Óskar Stef- ánsson, Hulda Stefánsdóttir, Halldóra Stefánsdóttir og Guðný Soffía Stefánsdóttir sem öll eru látin. Fyrri eiginmaður hennar var Erling Ragnarsson frá Hall- grímshúsi á Eskifirði og eign- uðust þau fimm börn; Rúnar 1958, Örnu Margréti 1960, Guð- nýju Soffíu 1962, Ragnar Þór 1967 og Írisi 1971. Seinni eigin- maður Svövu var Sveinn Einars- son frá Búðinni, Raufarhöfn. Börn Sveins frá fyrra hjónabandi eru Sigríður Hellen 1955, Hjördís Erla 1957, Páll Baldvin 1961 og Geir Grétar 1966. Eftir barnaskóla hóf Svava að starfa sem ráðskona í Öx- arfirði og í Reykja- vík. Hún lauk námi frá húsmæðraskól- anum á Laugalandi. Hún starf- aði við síldar- og fiskvinnslu á Raufarhöfn, einnig nokkur ár á saumastofu. Svava var mjög virk í kirkju- og félagsstörfum öll sín búsetuár á Raufarhöfn. Hún var starfsmaður á leikskóla bæði á Raufarhöfn og í Reykjavík eftir að hún flutti þangað. Hún vann við matreiðslu í Fossvogsskóla til starfsloka. Útförin fer fram frá Linda- kirkju í Kópavogi í dag, 11. júní 2019, klukkan 11. Síminn hringir og klingjandi rödd Svövu segir: „Það er búið að leggja á borð fyrir ykkur, ég veit vel að það er enginn tími til að hugsa um mat.“ Þetta var ekki í eitt skipti heldur mörg, árin tvö sem við hjónin störfuðum á Raufarhöfn. Annríkið var sennilega tengt kórsöng þar sem hún hafði líka verið með, en hún hafði alltaf tíma til að búa til dásamlegan mat og kökur og gestrisnin og hlýjan var einstök. Þau Erling tóku okkur að sér þegar við kom- um, og vináttan hélst alla tíð. Þau komu meira að segja með yngstu börnin í heimsókn til okk- ar í Heidelberg, þegar utan- landsferðir voru ekki sjálfsagðar og þar var margt skoðað og gætt sér á vínarsnitzeli sem fyllti út diskinn sem það var borið fram á. Svava var stoð og stytta kirkjukórsins og eftir að hún fékk nokkra tilsögn í söng fékk hún fleiri tækifæri til að gleðja samfélagið með sinni glæsilegu rödd og músíkaliteti. Við áttum ótal góðar stundir saman í söng- kennslu og kórstarfi og það var gaman að hlæja með Svövu. „Já, heldurðu að þetta sé viskulegt,“ sagði hún og við veltumst um af hlátri. Börnin fimm, hvert öðru glæsilegra, sungu í kór hjá mér eða lærðu á hljóðfæri og hafa erft lífsgleði og hlýju Svövu og alltaf er eins og árin tvö á Rauf- arhöfn séu nýliðin þegar við hitt- umst. Það voru forréttindi að koma beint úr námi til starfa á Rauf- arhöfn og kynnast öllu því góða fólki sem hefur borið uppi sam- félagið þar. Svava var fyrir mig miðpunktur þess alls sem við fengum að njóta af vináttu og elskusemi. Síðar var gott að hitta þau saman Svövu og Svein hér fyrir sunnan og finna hve samrýnd þau voru. Við hittumst auðvitað allt of sjaldan en hinn sterki þráður var alltaf samur. Guð blessi Svövu og allar góðu og skemmtilegu minningarnar og gefi stórfjölskyldunni styrk og huggun við fráfall hennar. Margrét Bóasdóttir. Svava Stefánsdóttir Við sjálfstæð- ismenn sem styðj- um þriðja orku- pakkann (OP3) höfum af ýmsum verið sakaðir um svik við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Við bætist undirlægjuháttur við ESB, stuðn- ingur við stjórn- arskrárbrot o.fl. o.fl. Síðan er gerður hræringur úr Ice- save og innflutningi á meng- uðum mat svo fátt sé talið og við bendlaðir við það allt. Allt framanritað er sagt gert gegn betri vitund. Og til vitnis er leiddur sjálfur Þor- steinn Pálsson og ekki lýgur hann! Ég legg nú til, satt best að segja, að myndin af honum í Valhöll verði tekin niður, en ekki til hans vitnað. Og við fátt vil ég síður vera kenndur í pólitík en flokkinn sem tók heiti einnar bestu ríkisstjórnar sem hér hefur verið frjálsri hendi. Af þessum sökum ætla ég að segja nokkur lokaorð um efnið. Hvers vegna styðja sjálfstæðismenn þriðja orkupakkann? Ég hef kynnt mér efni þriðja orkupakkans allít- arlega. Ég hef hins vegar orðið þess var í málflutningi andstæðinga hans að það fer því fjarri að þeir allir hafi haft fyrir því. Að mínu mati eru í stuttu máli engar sér- stakar hættur fólgnar í sam- þykkt OP3. Fyrir þessu hef ég gert grein og endurtek ekki. Ég les gagnrýni Tóm- asar Inga Ol- rich og ann- arra sem mark er á tak- andi svo að þeir telji tíma til kominn að spyrna við fót- um; að EES sé ekki sama og ESB, ekki þannig að OP3 feli í sér neina stórfellda yf- irvofandi hættu út af fyrir sig. Gagn- rýni annarra er af öðrum toga. Gagnrýni andstæðinga EES Ég ætla ekki að eyða púðri í ómerkilegan áróður Mið- flokksins sem árum saman fór fyrir innleiðingu OP3 (eða forystumenn hans). Einn þeirra sem jafnan tjá sig með gífuryrðum um okk- ur er Gunnar nokkur Rögn- valdsson. Hann telur m.a. brýna nauðsyn fyrir Ísland að geta niðurgreitt rafmagn (selt á kostnaðarverði) til stóriðju til að skapa hér störf. Ég hef alltaf verið andstæðingur stóriðju á grundvelli ríkisstyrkja. Þarna erum við einfaldlega ósammála um grundvall- aratriði. Dæmi svo hver fyrir sig hvor afstaðan samrýmist betur sjálfstæðisstefnunni. Gagnrýni náttúru- verndarsinna Margir vina minna lá mér mjög fyrir stuðning við virkjunarstefnu. Þeir telja OP3 munu greiða fyrir lagn- ingu sæstrengs sem ekki stenst. En það er ekki O3 né strengurinn sem þeir óttast, heldur framhaldið. Landinu verði breytt í einn stóran virkjunarpoll; freistingin verði einfaldlega of mikil fyrir landann. Við þá vil ég segja að hér breytir O3 engu; verði hér almennur vilji til að leggja strenginn þá verður vöntun á O3 engin fyrirstaða þegar að kemur. Eigum við þá að fallast á allt sem kemur frá ESB? Sum mál eru þess eðlis að um grundvallarhagsmuni Ís- lands er að tefla. Þá er það ljóst frá upphafi. Ríkið eða a.m.k. einhverjir stjórn- málaflokkanna mun þá viðra afstöðu sína. Þá mun and- staðan liggja fyrir allt inn- leiðingarferlið innan EES. Færi svo að slíkt mál slysað- ist í gegn þrátt fyrir and- stöðu meirihluta þjóðar og þings, þá myndi koma upp sú staða að þingið hafnaði EES gerð. Sama kynni að gerast ef EFTA dómstóllinn færi í auknum mæli að taka sér vald sem honum ekki var ætlað svo sem um eign- arhald og yfirráð orkuauð- linda (líkt og Róbert Spanó, dómari við MDE, hefur orðið uppvís að, sér til ævarandi minnkunar). Þriðji orkupakkinn – að lokum Eftir Einar S. Hálfdánarson » Við sjálfstæð- ismenn sem styðjum þriðja orkupakkann (OP3) höfum verið sakaðir um svik við stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstarétt- arlögmaður. Bréfaskriftir geta verið hættu- legar af því þær koma upp um mann, - lýsa því í hvaða sálarástandi maður er þá stundina. Og auð- vitað hefnir það sín, ef illa liggur á manni, - þá miklar maður hlutina fyr- ir sér og freistast til að fara ekki rétt með. Faðir minn kenndi mér að senda ekki slík bréf frá mér fyrr en að morgni, sem var holl ráðlegg- ing og olli því að þau voru aldrei send. Áður en lengra er haldið rifja ég upp, að afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins að Val- höll var mjög vel heppnuð. Þar var fjöldi fólks og renn- ingur, þannig að stöðugt bætt- ust gamlir vinir og kunningjar í hópinn. Margir söknuðu þess þó, að sjá ekki sína gömlu for- menn, þig og Þorstein Páls- son. Hvorugur ykkar sýndi sig en hefði þó farið vel á því að þið hefðuð komið saman, - jafnaldrar og slituð barns- skónum á Selfossi og bjugguð meira að segja um hríð við sömu götuna hvor á móti öðr- um. Ég hef fundið það glöggt, að meðal sjálfstæðismanna er mikil ánægja yfir stöðu þjóð- mála og forystu flokksins. Þrátt fyrir gjaldþrot Wow-air og hrun loðnu- stofnsins er svigrúm til að bæta lífskjör og lækka skatta. Menn taka eftir því að það er traust milli for- manna stjórn- arflokkanna, sérstaklega Katrínar Jak- obsdóttur og Bjarna Bene- diktssonar, og skilja af reynslunni að það er forsendan fyrir því, að áfram megi vel takast um stjórn þjóðmála. Saman fer sterk staða þjóðarbúsins, meiri kaupmáttur og jafnvægi í efn- hagsmálum. Í Reykjavíkurbréfi gerir þú orð Jóns Hjaltasonar að þín- um. Það var ógætilegt og það hefðir þú ekki gert, ef betur hefði legið á þér. Í grein Jóns er mikið af rangfærslum og raunar bein ósannindi. Ég tek dæmi en af nógum er að taka. Jón skrifar til forystu Sjálf- stæðisflokksins: Þið réðuð Má Guðmundsson sem seðla- bankastjóra ekki einu sinni heldur tvisvar. Hið rétta er, að Már var ráðinn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í land- inu. Már var síðan endurráð- inn eftir auglýsingu 2014 og skipaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í stöðuna. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson var þá forsætisráð- herra og hafði um það að segja. Rétt er að rifja upp, að hann var formaður Fram- sóknarflokksins í byrjun árs 2009 þegar allur þingflokkur þess flokks greiddi atkvæði með því að breyta lögum um Seðlabankann til þess að losna við þá seðlabankastjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Oddsson. Margt fellur mér illa í þessu þínu síðasta Reykjavíkurbréfi en verst þó, að þú skulir halda því fram að í þriðja orkupakkanum felist framsal á yfirráðum yfir ís- lenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambands- ins. Það er ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu. Og það er raunar athyglisvert, að þú skulir setja hana fram. Þjóðin á það þér að þakka, að samn- ingar tókust um hið Evrópska efnahagssvæði og þú sann- færðir mig og aðra um, að sá samningur rúmaðist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Sömuleiðis fyrsti og annar orkupakkinn. Þar vannstu gott verk og þarft. Mér liggur meira á hjarta en það verður að bíða næstu greinar sem birtist innan fárra daga ef guð lofar. Eftir Halldór Blöndal » Saman fer sterk staða þjóðarbús- ins, meiri kaup- máttur og jafnvægi í efnhagsmálum. Halldór Blöndal Höfundur var ráðherra í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Orð til Davíðs Oddssonar Ég kynntist Sig- urði Örlygssyni þegar ég hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1967. Ég hafði áður heyrt af honum í út- varpsþætti þar sem hann sagði frá áhuga sínum á varðveislu gamalla húsa. Í því samhengi lýsti hann hann módelsmíði sinni af Reykjavík fyrri tíma. Fljótlega tókst með okkur góð vinátta og það var ýmislegt brallað í skólanum. Strax í byrj- un kom í ljós hvað hann var stór í sinni sköpun. Hann var hafsjór þekkingar um myndlist og aðalsprautan í ýmsum við- burðum innan skólans s.s. ljóða- og kvikmyndakvöldum o.þ.h. Oftast voru kvikmyndirnar fengnar að láni frá sendiráðum þáverandi austantjaldslanda. Sýnd voru verk eins og t.d. Po- temkin, Alexander Nevsky, myndir eftir Carl Dreyer og fleira íþessum dúr, þetta voru skemmtilegir tímar. Við áttum því láni að fagna að Hörður Sigurður Örlygsson ✝ Sigurður Ör-lygsson fæddist 28. júlí 1946. Hann lést 30. maí 2019. Útförin fór fram 6. júní 2019. Ágústsson listmál- ari og þáverandi skólastjóri MHÍ fékk okkur Sigga og Ómar Skúlason til að vinna ákveðið verkefni sem hann hafði á sínum snærum. Það var að mæla og teikna upp hús í Reykja- vík sem voru á vál- ista eða átti að rífa. Auk þess áttum við að smíða stórt módel af skipulagi Árbæj- arsafns í þrívídd með hæðarlín- um og öllu tilheyrandi þar sem húsin voru sett upp, þetta var sem sagt æðisleg sumarvinna. Við höfðum aðsetur í húsnæði MHÍ í Skipholti 1, nema þegar við gengum um miðborgina með pappír upp á það að við værum á vegum hins opinbera til þess að mæla upp viðkomandi hús- næði sem voru ansi mörg s.s. Uppsalir, Fjalakötturinn, o.fl. Mér er ofarlega í minni að þeg- ar við við félagarnir bönkuðum upp á í húsi í Hafnarstræti 16 sem var gamla Hótel Alexandra þar sem SÍM hefur aðsetur. Þar lá maður uppi í sófa og hraut hátt án þess að rumska á meðan við gerðum okkar mæl- ingar. Á þessum tíma komst lít- ið annað að hjá þáverandi borg- aryfirvöldum en að fletja út miðbæinn og „sterilsera“ eins og dæmin sanna. Einn morg- uninn þegar við félagar mætt- um til vinnu sagði Siggi, þetta gengur ekki við verðum að gera eitthvað. Við vorum sam- mála, það þarf að benda yf- irvöldum á að við erum með menningarverðmæti í borginni sem eru látin grotna markvisst niður þannig að hægt sé að losna við þau á auðveldan hátt. Þá var ákveðið að gera stór skilti sem á stóð; Verndum svip borgarinnar! og Leyfum gömlu húsunum að standa! auk mynda af Bernhöftstorfunni sem málaðar voru á skiltin. Nokkrir höfðu bæst í hópinn, Jón Reykdal var með mynda- vélina eins og alltaf og „dókú- mentaði“ gjörninginn. Við gengum Laugaveginn niður á Bernhöftstorfu og negldum skiltin niður í svörðinn fyrir utan Torfuna þar sem þau stóðu síðan um nokkurn tíma en þetta var fyrir tíma Torfu- samtakanna. Eftir námsárin í MHÍ skildi leiðir okkar í bili, við fórum báðir í framhalds- nám. Eftir það vorum við alltaf í sambandi sem hefði þó mátt vera meira. Þú fórst þína leið og ég mína. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman, hann var alltaf upp- byggilegur og gefandi. Við Þorbjörg sendum fjölskyldunni okkar innilegustu samúðar- kveðjur, minningin lifir í myndlist hans. Þórður Hall. Soffía Ólafsdóttir ✝ Soffía Ólafs-dóttir fæddist 8. ágúst 1924. Hún lést 14. maí 2019. Útför Soffíu fór fram 21. maí 2019. ani á Engjaveg 12. Ég þorði varla fram úr herberg- inu þegar mér var boðið að borða og ég man að hún sendi hann inn til mín með brauð og mjólk í bláu glasi. Hún vissi hvernig mér leið og gaf mér þann tíma sem ég þurfti. Hún tók mér strax af mikilli hlýju og umhyggju. Ung urðum við for- eldrar, nýlega orðin 18 og 19 Soffía Ólafsdótt- ir er fallin frá, kona sem var mér mjög kær. Ég var 17 ára sveitastelpa, þegar leiðir okkar Soffu lágu fyrst saman. Ég var bæði feimin og vandræðaleg þegar ég kom fyrst með Kjart- ára og alltaf áttum við vísan stuðning við þetta nýja hlut- verk og börnin aufúsugestir hjá ömmu og afa. Alltaf hélst um- hyggjan fyrir okkur og þó að leiðir okkar Kjartans hafi skilið var oft hringt til okkar, svona til að heyra í okkur hljóðið þeg- ar við bjuggum í öðrum lands- fjórðungi. Nú er komið að leið- arlokum hjá Soffu, næstum 95 ár eru löng ævi. Þó að sam- skipti okkar hafi ekki verið mikil í seinni tíð, þá er hlýjan og væntumþykjan sem ég naut í rösklega 50 ár mér efst í huga. Ég kveð Soffíu Ólafsdótt- ur með einlægri þökk fyrir samveruna. Sigríður Ása Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.