Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Fataherbergi – Tæki í eldhúsi fylg ja • Sérgarður með einkasundlaug • Sameiginlegur sundlaugargarður • Fallegt útsýni • Flott hönnun – vandaður frágangur • Golf, verslanir, veitingastaðir í göngufæri HÚSGÖGN AÐ EIGIN VALI FYRIR Ikr. 500.000,- fylg ja með í kaupunum Alg jör GOLF paradís Verð frá 46.400.000 Ikr. (339.000 evrur, gengi 1evra/137Ikr.) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR GOLFVILLUR LA FINCA golfvöllurinn Fallegt umhverfi – stutt frá flugvelli Heilbrigðisráðherra fagnaði ádögunum nýrri heilbrigð- isstefnu. Sá fögnuður kemur ekki á óvart enda hafði Alþingi þá sam- þykkt, með miklum stuðningi og mótatkvæðalaust, þingsályktun- artillögu ráð- herrans um stefn- una. Fögnuðurinn er þó ekki sá sami hvert sem litið er. Verulegar efasemd- ir hafa komið fram hjá þeim sem starfa í einkageiranum að heilbrigð- ismálum, sem þarf ekki að koma neinum á óvart miðað við andstöðu núverandi heilbrigðisráðherra við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.    Þórarinn Guðnason, formaðurLæknafélags Reykjavíkur, sagði meðal annars um stefnuna í samtali við Morgunblaðið: „Það hefur verið kallað eftir heilbrigð- isstefnu sem geti ríkt viðtæk sátt um í samfélaginu. Að sú stefna og sú sátt lifi lengi, sé nothæf á hverj- um tímapunkti og að það verði ekki kollsteypur með nýjum ráð- herra. Því miður er þetta ekki sú breiða stefna sem heilbrigð- isstarfsfólk og þjóðin var að kalla eftir.“    Hjálmar Þorsteinsson, læknirog framkvæmdastjóri Klínik- urinnar, sagðist ósáttur við tilurð heilbrigðisstefnunnar og að þetta virtist eingöngu vera innanbúð- arvinna í ráðuneytinu en að fag- aðilum hefði markvisst verið hald- ið frá vinnunni við stefnuna og athugasemdir „algjörlega hunds- aðar“.    Þetta eru alvarlegar athugs-emdir frá þeim sem starfa í einkageiranum og sérstaklega um- hugsunarverðar í ljósi þess að heil- brigðisstefnan var samþykkt mót- atkvæðalaust. Svandís Svavarsdóttir Umdeild stefna samþykkt í sátt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Við viljum gera þetta aðeins snyrtilegra fyrir gesti og gangandi. Það er öllum til hagsbóta að þarna sé tekið til hendinni,“ segir Ásmundur Þór Sveinsson, einn eigenda Session Craft Bar sem stendur við Bankastræti. Ásmundur fékk úthlutað einni og hálfri milljón króna úr Miðborgarsjóði á dögunum til að efla Sveinstorg, svæðið fyrir framan Bankastræti 14 - hús sem hefur verið lengi í eigu fjölskyldu Ás- mundar. Sveinn Zoega, langafi Ásmundar, byggði húsið og hefur fjölskyldan nefnt svæðið Sveins- torg eftir honum. „Húsið átti upphaflega að standa framar í lóðinni en í ferlinu kom í ljós að það var ekki hægt að sjá upp að Hallgrímskirkju frá Húsi málarans. Þá var húsið fært aðeins til baka. Svo var settur upp blómapottur fyrir framan það sem Reykjavíkurborg sá lengi vel um en torgið hefur verið svona frá aldamótum,“ segir Ásmundur. Hann segir að umrætt svæði, gatnamót Lauga- vegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis, sé einn fjölfarnasti staður landsins. „Þetta er voða grátt og leiðinlegt núna. Við ætlum að hressa aðeins upp á Sveinstorgið og gera þarna skemmtilegt afdrep í sumar.“ hdm@mbl.is Hressa upp á grátt torg í bænum  Ein og hálf milljón til að efla Sveinstorg í sumar Morgunblaðið/Eggert Grátt Ásmundur Þór Sveinsson á Sveinstorgi við Bankastræti 14. Svæðið verður lífgað við í sumar. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, segir að enn sé spáð töluverðum hlýindum í vikunni. Segir hann líklegt að hæsti hiti náist upp í 20 gráður inn til landsins í dag. Hlýjast verði í inn- sveitunum á Norðausturlandi og á hálendinu. Haraldur segir að gangi spáin eft- ir geti hiti farið upp í 24 gráður, á Suður- og Suðausturlandi á miðviku- dag. Haraldur staðfestir að útlit sé fyr- ir skýjað og kólnandi veðri á Suð- vesturlandi í vikunni. Hann segir að áfram verði bjart veður á höf- uðborgarsvæðinu næstu daga þó ekki verði jafn sólríkt og síðustu daga. Hann segir þó líkur á þoku fyrir hádegi í dag. Segir Haraldur hafgolu og norðvestanátt ástæðu fyrir kólnandi veðri á Suðvest- urlandi í vikunni. „Það verður ágætisveður en ekki svona háar hitatölur eins og við munum væntanlega sjá á Suðurlandi á miðvikudaginn,“ segir Haraldur. Enn spáð yfir 20 stiga hita víða á landinu Morgunblaðið/Eggert Blíða Líklegt er að hæsti hiti nái upp í 20 gráður inn til landsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.