Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 25
EM 2020 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Andrúmsloftið var nokkuð þungt á blaðamannafundi íslenska karla- landsliðsins í fótbolta á Laugardals- velli í gær. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu þá fyrir svörum. Fjölmennur hópur tyrkneskra blaða- manna mætti á fundinn og voru til- búnir að krefjast svara um þá með- ferð sem tyrkneska liðið fékk við komu sína hingað til lands á laug- ardagskvöld. Hvorki Hamrén né Aron Einar vildu tjá sig mikið um atvikið og sner- ist fundurinn sem betur fer meira um fótbolta, þótt einn tyrkneskur blaða- maður hafi verið ósáttur eftir fund- inn. Tyrkland hefur byrjað gríðarlega vel í undankeppninni og unnið alla þrjá leiki sína, skorað í þeim átta mörk og ekki fengið á sig eitt einasta. Íslandi hefur hins vegar gengið vel á móti Tyrkjum í gegnum tíðina, sér- staklega á Laugardalsvelli. Alls hafa liðin mæst ellefu sinnum og hefur Ís- land unnið sjö leiki og aðeins tapað tveimur. Ísland vann Tyrkland m.a tvisvar sannfærandi í undankeppni HM í Rússlandi, en Tyrkneska liðið er sterkara nú en síðustu ár. „Ég ber mikla virðingu fyrir tyrk- neska liðinu. Við erum hins vegar líka með gott lið og þetta verður spenn- andi leikur. Ég er spenntur að sjá hvernig gengur hjá okkur. Tyrkir voru flottir á útivelli á móti Albaníu og enn flottari á móti Frökkum,“ sagði Erik Hamrén á fundinum. Tyrkir hafa unnið fimm síðustu leiki sína og þar á meðal 2:0-sigur á heims- meisturum Frakka á heimavelli á laugardaginn var. Aron Einar var hrifinn af tyrk- neska liðinu gegn Frakklandi en benti á að íslenska liðið muni leika öðruvísi leik en Frakkland. „Tyrkirnir líta mjög vel út og þeir voru flottir á móti Frökkum. Þeir hleyptu Frökkum ekki í þeirra leik. Þeir sátu aftur og það virkaði vel hjá þeim. Við spilum öðruvísi en Frakk- arnir og vonandi gengur það upp hjá okkur. Það er uppgangur og meðbyr hjá Tyrkjunum,“ sagði fyrirliðinn. Birkir og Jóhann tæpir Hamrén greindi frá því að allir leikmenn íslenska liðsins æfðu í gær, en þeir Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson æfðu létt með Friðriki Ellerti Jónssyni, sjúkraþjálf- ara liðsins. Jóhann Berg hefur verið að glíma við meiðsli og þurfti að fara snemma af velli í seinni hálfleik gegn Albaníu. Birkir lék allan leikinn en hann birti mynd af sér á Instagram í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara eftir leikinn. Allir leikmenn tyrkneska liðsins sem spiluðu á móti Frakklandi á laug- ardaginn eru heilir heilsu og sam- kvæmt tyrkneskum fjölmiðlum mun Senol Günes landsliðsþjálfari Tyrkja stilla upp sama byrjunarliði gegn Ís- landi. Ísland mætir sterkari Tyrkjum  Ísland mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM í dag  Tyrkir unnið alla leiki sína til þessa og ekki fengið á sig mark  Jóhann og Birkir tæpir Morgunblaðið/Eggert Upphitun Albert Guðmundsson, Ari Freyr Skúlason, Hörður Björgvin Magnússon og fleiri landsliðsmenn hita upp fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Laugardal í gærmorgun. Stórleikurinn við Tyrki fer þar fram í kvöld. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Undankeppni EM karla 2020 H-RIÐILL: Ísland – Albanía........................................ 1:0 Moldóva – Andorra .................................. 1:0 Tyrkland – Frakkland ............................. 2:0 Staðan: Tyrkland 3 3 0 0 8:0 9 Frakkland 3 2 0 1 8:3 6 Ísland 3 2 0 1 3:4 6 Albanía 3 1 0 2 3:3 3 Moldóva 3 1 0 2 2:8 3 Andorra 3 0 0 3 0:6 0 I-RIÐILL: Rússland – San Marínó............................ 9:0 Belgía – Kasakstan................................... 3:0 Skotland – Kýpur ..................................... 2:1 Staðan: Belgía 3 3 0 0 8:1 9 Rússland 3 2 0 1 14:3 6 Skotland 3 2 0 1 4:4 6 Kýpur 3 1 0 2 6:4 3 Kasakstan 3 1 0 2 3:7 3 San Marínó 3 0 0 3 0:16 0 J-RIÐILL: Armenía – Liechtenstein ........................ 3:0  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Finnland – Bosnía .................................... 2:0 Grikkland – Ítalía ..................................... 0:3 Staðan: Ítalía 3 3 0 0 11:0 9 Finnland 3 2 0 1 4:2 6 Bosnía 3 1 1 1 4:5 4 Grikkland 3 1 1 1 4:5 4 Armenía 3 1 0 2 4:4 3 Liechtenstein 3 0 0 3 0:11 0 2. deild karla Þróttur V. – Fjarðabyggð........................ 2:1 Tindastóll – Leiknir F.............................. 1:2 Vestri – ÍR ................................................ 2:1 Selfoss – KFG........................................... 2:0 Staðan: Selfoss 6 4 1 1 14:4 13 Víðir 6 4 1 1 15:9 13 Leiknir F. 6 3 3 0 12:6 12 Völsungur 6 3 1 2 8:9 10 Fjarðabyggð 6 3 0 3 10:8 9 KFG 6 3 0 3 9:10 9 Vestri 6 3 0 3 9:10 9 Þróttur V. 6 2 2 2 7:8 8 Dalvík/Reynir 6 1 4 1 7:7 7 ÍR 6 1 2 3 6:9 5 Kári 6 1 2 3 8:13 5 Tindastóll 6 0 0 6 4:16 0 3. deild karla Vængir Júpíters – Einherji ......................0:3 Höttur/Huginn – Augnablik.................... 2:2 KV – KF .................................................... 2:1 Sindri – Skallagrímur ...............................5:2 Staða efstu liða: KV 6 5 0 1 15:7 15 Kórdrengir 6 4 2 0 13:5 14 KF 6 4 1 1 13:6 13 V. Júpiters 6 3 0 3 9:9 9 2. deild kvenna Völsungur – Álftanes ............................... 2:1 Staða efstu liða: Völsungur 3 3 0 0 7:3 9 Grótta 3 2 1 0 8:1 7 Álftanes 3 2 0 1 11:3 6 KNATTSPYRNA Sindri Magnússon vann til brons- verðlauna í tugþraut 20 til 22 ára á Norðurlandameistaramótinu í fjöl- þrautum sem fór fram í Uppsala í Svíþjóð um helgina. Sindri varð þriðji í 110 metra grindarhlaupi og fjórði í kringlu- kasti en Ari Sigþór Eiríksson var þar fjórði. Ari Sigþór stökk svo næst hæst allra í stangarstökki og var Sindri fyrstur í 1.500 metra hlaupi á tímanum fjórar mínútur og 41 sek. Ari Sigþór varð fjórði og Gunnar Eyjólfsson hreppti fimmta sætið. sport@mbl.is Sindri fékk brons á NM í Uppsala Ljósmynd/FRÍ Brons Sindri Magnússon hafnaði í þriðja sæti á NM í tugþraut. Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, báru sigur úr býtum á Síma- mótinu í golfi á Hlíðavelli í Mos- fellsbæ sem fram fór um helgina. Dagbjartur, sem vann einnig Eg- ils Gull-mótið í síðasta mánuði, spil- aði þriðja og síðasta hringinn á fimm höggum undir pari en hann lauk keppni á alls sex höggum und- ir. Ragnhildur lék hringina þrjá á samtals tíu höggum undir pari eftir frábæra spilamennsku á lokadeg- inum. Saga Traustadóttir var önn- ur á 18 höggum yfir pari. Dagbjartur og Ragnhildur efst Ljósmynd/GSÍ Best Ragnhildur Kristinsdóttir og Dagbjartur Sigurbrandsson. Gestrisni Íslendinga og upp- þvottaburstar hafa verið helsta um- ræðuefni síðustu daga, frekar en knattspyrnan í aðdraganda leiks Ís- lands og Tyrklands á Laugardals- vellinum í undankeppni Evr- ópumeistaramótsins í kvöld. Tyrkir voru óhressir með miklar tafir í Leifsstöð er þeir komu til landsins sem og ónefndan ferðamann sem otaði þvottabursta að Emre Belö- zoglu, fyrirliða Tyrkja, við komuna. Þessi framkoma er okkur Íslend- ingum til minnkunar að mati Senol Günes, landsliðsþjálfarans, en hann var heldur óhress á blaðamanna- fundi í Laugardalnum í gærkvöldi. „Ég er búinn að vera í fótbolta í 53 ár og aldrei lent í þessu. Ég kom til Íslands 1976, völlurinn ykkar er eins en fólkið er öðruvísi,“ sagði súr Günes áður en hann sneri sér loks að fótboltanum en Tyrkir eru í góðri stöðu í riðlinum eftir frækinn sigur á heimsmeisturum Frakka. „Ég hef alltaf sagt að leikurinn við Ísland er mikilvægari en leikurinn við Frakka.“ Það mátti heyra á bæði Günes og Ýrfan Kahveci, leikmanni, að Tyrk- ir væru fullir sjálfstrausts enda með gott lið og nýbúnir að leggja heimsmeistaranana. Hins vegar var líka ljóst að atburðarrás undanfar- inna daga situr í þeim og kemur brátt í ljós hvaða áhrif það hefur. Apagrímur gerðu út um HM vonir Wales-verja á sínum tíma er þeir mættu öskureiðum Íslendingum. Það skyldi þó ekki vera að upp- þvottabursti verði okkur að falli að þessu sinni? kristoferk@mbl.is Laugardalsvöllur eins, Íslendingar öðruvísi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.