Morgunblaðið - 11.06.2019, Side 6

Morgunblaðið - 11.06.2019, Side 6
Morgunblaðið/Hari Forseti Alþingis Bindur vonir við að málin skýrist á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon forseti Al- þingis er ekki bjartsýnn á að þinglok náist fyrir 17. júní en telur engu að síður annan tón kominn í Miðflokks- menn. „Ég held að menn hafi hugsað sinn gang og velt ýmsu fyrir sér eftir að þetta róaðist aftur og menn sneru sér að því að ræða og afgreiða önnur mál. Ég held að það hafi verið góð breyting síðdegis á fimmtudag og allan föstudaginn þegar betri taktur komst í þetta,“ segir hann og kveðst vonast til þess að þannig haldi það áfram. Þingfundur hefst í dag klukkan 10.30. Fyrst er óundirbúinn fyrir- spurnatími á dagskrá til 11.15 og og svo taka við sautján mál sem eru komin í þriðju umræðu. Í mörgum þeirra má að sögn Steingríms búast við því að greidd verði atkvæðið um málið athugasemdalaust. Á meðal þeirra kunna að vera mál eins og frumvarp til breytingar á umferðar- lögum og frumvarp um hollustu- hætti og mengunarvarnir, sem bæði hafa farið í nefndir og komið aftur út í samkomulagi. Þingsályktunartillagan um þriðja orkupakkann er númer 38 á listanum í dagskránni, á sama stað og hún var á fimmtudaginn og föstudaginn. „Erfiðustu málin eru áfram höfð aft- ast. Við vonum að við getum notað tímann í önnur mál á meðan verið er að meta það hvernig má ná utan um þetta í heild,“ segir Steingrímur. Hann segir að um helgina hafi ver- ið að eiga sér stað samtöl og símtöl um hvernig megi komast að niður- stöðu um hvenær þinglok geta verið skipulögð. „Ég vona það sannarlega að það skýrist í fyrri hluta þessarar viku vegna þess að við búumst við fjármálaætlun um miðbik vikunnar og þá væri ákaflega æskilegt að geta snúið sér að henni,“ segir hann. snorrim@mbl.is Menn hafi hugsað sinn gang  „Góð breyting“ sem varð í lok síðustu viku  Tíminn nýttur í önnur mál en OP3 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Landið okkar er skóglítið og því eru Íslendingar í eftirsókn- arverðri aðstöðu þegar horft er til möguleika á kolefnisbindingu. Tækifærin eru mörg, bæði til að móta fallegan skóg í landið og ekki síður að stuðla að sjálfbærri við- arnýtingu á Íslandi, segir Jóhann Gísli Jónsson bóndi á Breiðavaði á Héraði og formaður Lands- samtaka skógareigenda. „Fáir bændur í heiminum eru í eins góðri aðstöðu til kolefnisjöfnunar, því hér á landi er lítið af skógi og nóg land. Íslendingar geta ekki mætt kröfum Parísarsam- komulagsins um bindingu kolefnis, nema með því að auka skógrækt. Og það liggur á, því tré ná mestri bindingu kolefnis um 15 til 20 ár- um eftir gróðursetningu. Við vilj- um því hvetja sem allra flesta bændur til þess að hefja skógrækt. Í því felast miklir möguleikar á því að efla auðlindina enn frekar. Skógur eflir allan landbúnað.“ Aukageta og góð búbót Í sveitum landsins er nytja- skógrækt nú orðin gildur atvinnu- vegur, stunduð af um 700 bændum á 500 jörðum í öllum landshlutum. Alls veitir ríkið um 240 milljónum króna á ári til skógræktarverk- efna bænda, en gangurinn er sá að jarðvinnsla, slóðagerð, girðingar, plöntur og vinna við gróðursetn- ingu þeirra er greidd af ríkinu. Alls eru framleiddar um 2,7 millj- ónir skógarplantna á ári sem er út- hlutað til bænda eftir því hve stór svæði þeir hafa undir. Misjafnt er svo milli bæja hvernig staðið er að málum, en í flestum tilvikum er skógrækt aukageta en góð búbót. „Fyrir hrun var liðlega 450 milljónum króna á ári veitt til skógræktarverkefna bænda. Í dag nær framlagið ekki helmingi af því sem var. Af því leiðir að æði mis- jafnt er milli ára hve mikið er gróðursett, sem í framtíðinni leiðir af sér að framboð af timbri til vinnslu verður takmörkum háð,“ segir Jóhann Gísli. „Menn hafa tal- að um að árið 2050-2060 geti við- arframleiðsla orðið raunverulegur iðnaður á Íslandi, en þá þurfum við líka að ganga að auðlindinni vísri. Vissulega hafa framlög ríkisins til skógræktar verið aukin hin allra síðustu ár svo allt horfir betur við, en yfir lengri tíma þarf atvinnu- greinin jafnvægi. Því hefði ég talið heppilegast að bændur í bænda- skógrækt fengju greiðslur eins og greitt er fyrir aðra ræktun.“ Lerki, fura og ösp Bændaskógrækt á Íslandi hófst um 1990 og þá austur á landi, en þar um slóðir er skógrækt- arhefðin orðin sterk. Rækt- unarverkefni í öðum landshlutum hófst svo um aldamótin og má nefna Suðurlandsskóga í því sam- bandi. „Vissulega standa skóg- arbændur á Austurlandi framar öðrum hvað varðar reynslu og ár- angur, enda hafa þeir tíu ára for- skot. En bilið minnkar með hverju árinu, aðrir landshlutar eru ekki síður vöxtulegir og áhuginn er vaxandi í öllum landshlutum. Fé- lag skógareigenda á Suðurlandi hefur til að mynda vinninginn hvað varðar fjölda félaga. Helsti munur á skógrækt eftir lands- hlutum er sá að lerki er einkenn- istré á Austur- og Norðurlandi en furan og grenið annarsstaðar. Öspin er svo framúrskarandi tré fyrir framræst land sem ekki er í notkun, hefur mikla kolefnisbind- ingu og timbrið af öpinni nýtist vel. Suðurlandið er til dæmis mjög hentugut fyrir asparrækt,“ segir Jóhann sem hefur stundað skóg- rækt lengi. Alls er hann með um 50 hektara undir á Breiðavaði, sem er í Eiðaþinghá norðan við Egils- staði. Nýtt útlit landsins Þekkt er úr fræðunum að skógur og gróandi gera sálinni gott og enginn fer heldur í graf- götur um að kolefnisbinding með skógrækt er sterkur krókur á móti bragði í baráttunni gegn hlýnun andrúmsloftsins. En er nægilega gott skipulag á skógræktarstarf- inu og því hvar plantað er? „Skipulagið er gott. Víða má sjá hvernig landið hefur gjör- breyst til batnaðar, þar sem skóg- ur skríður upp um hlíðar og svæði sem áður voru ber. Vissulega er landið mjög víða að fá algjörlega nýtt útlit, en hver segir að svipur þess megi ekki breytast? Svo verð- ur líka að hafa í huga að skógrækt í dag er að stórum hluta end- urheimt fyrri landgæða, samanber þá lýsingu Ara fróða að við land- nám hafi hér allt verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru,“ segir Jóhann skógarbóndi að síðustu. Skuldbindingum Íslendinga í kolefnisjöfnum verði mætt með trjárækt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ræktunarmaður Skógrækt er að stórum hluta endurheimt fyrri landgæða, segir Jóhann Gísli í viðtalinu. Auðlindin í skógunum  Jóhann Gísli Jóhannsson er fæddur árið 1960. Hann kom að búskap á Breiðavaði árið 1979 ásamt konu sinni Ólöfu Ólafsdóttur og töku þau við nokkrum árum síðar.  Formaður Landssamtaka skógareigenda frá 2013 og Búnaðarsambands Austur- lands frá sama ári. Hver er hann? Jens Stolten- berg, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), flytur í dag ávarp í Nor- ræna húsinu. Þar fer fram opinn fundur á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs og utanríkisráðuneyt- isins undir yfirskriftinni NATO og Ísland í 70 ár - Öflug samvinna á óvissutímum. Fundurinn hefst klukkan 15.20 og stendur til 16.15. Stoltenberg flytur ræðu í Norræna húsinu í dag Jens Stoltenberg Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Arabísk fornmynt fannst við rann- sókn á skála frá víkingaöld á Stöð í Stöðvafirði í síðustu viku. Er þetta níunda arabíska forn- myntin sem finnst við fornleifaupp- gröft á svæðinu. Þetta staðfestir Bjarni F. Einarsson, fornleifafræð- ingur sem stýrir rannsókn á Stöð. Að sögn Bjarna er nýfundna myntin ólík öðrum sams konar myntum sem fundist hafa á svæðinu, hún er til að mynda stærri og með ólíku skrauti. Hann segir erfitt að segja til um ald- ur myntarinnar sem stendur en tel- ur líklegt að hún sé frá níundu öld. Notuð sem þyngdareining Segir Bjarni myntina vera svo- kallað gangsilfur, þ.e. silfur sem not- uð var sem þyngdareining, til dæmis við verslun. Hefur myntin verið klippt niður vegna þessa. Bjarni seg- ir flestar arabísku myntirnar hafa borist til Norður-Evrópu frá kalífat- inu, sérstaklega frá Konstantínópel og nágrenni í kringum árið 800. Þær hafi einkum borist þaðan til Got- lands sem var mikill verslunarstaður með sterk tengsl við kalífatið. Þaðan segir Bjarni að myntirnar hafi borist með kaupmönnum eftir að menn á Gotlandi fóru að versla með myntina sem þyngdareiningu. „Þetta gerðist tiltölulega hratt á Gotlandi því verslun er orðin gríð- arlega öflug fyrir víkingaöldina. Þaðan berst hún smám saman til Ís- lands með fólki sem settist hér að,“ segir Bjarni. Segir hann að helsta vandamál fornleifafræðinga á svæðinu, við greiningu myntarinnar, sé að ekki sé vitað hvort hún hafi borist með fyrstu mönnum á svæðinu eða land- námsmönnum. Að sögn Bjarna var fyrsta byggð á Stöð svokölluð útstöð og því ekki um að ræða eiginlega landnema heldur fólk sem stoppaði í ákveðinn tíma til að nýta auðlindir landsins. Bjarni segir landnemana hafa komið síðar og byggt landnámsbýli ofan á rúst- um útstöðvarinnar. Segir hann að rannsókninni miði hægt en vel áfram.„Við erum búin að vera að í viku og núna hefst þolinmótt starf niður á við,“ segir Bjarni. „Við ætl- um að einbeita okkur að yngra hús- inu, sjálfum landnámsbænum, og svo þegar hann er búinn gætum við farið að rannsaka eldra húsið sem er miklu stærra.“ Arabísk forn- mynt á Stöð  Myntin líklega borist frá kalífatinu Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson Gangsilfur Myntin, sem líklega er frá 9. öld, er svokallað gangsilfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.