Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 29
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkost- urinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóð- legan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100 ár100 hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. 1994 SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Barstóllinn Lyra er hluti af stólalínu í mismunandi hæðum sem margir þekkja og eru framleiddir af fyrirtækinu Magis. Það sem ef til vill færri vita er að einn hönnuða hönnunarhópsins sem stendur að baki honum, Design Group Italia í Mílanó, er íslenski iðn- hönnuðurinn Sigurður Þorsteinsson (1965). Stóllinn er gerður úr krómuðu póleruðu stáli og skálarlaga sæti úr samlímdum beykikrossviði. Hönn- un stólsins var lokið árið 1994 og hefur hann lengi vel verið með vinsælli vörum fyrirtækisins Magis. Stóll- inn var á norrænu farandsýningunni „Scandinavian design beyond the myth 2003-2006“ og var gjöf til safnsins að sýningarferðalagi loknu. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Skálarlaga sæti við barinn Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Limited Litur: Svartur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque með FX4 off-road pakka, upphituð/ loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.350.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat Litur: Ruby red/gray, svartur að innan. (Ath. Myndin er af eins bíl en neðri litur er meira út í grátt). 6-manna bíll. 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque með FX4 off- road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.970.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Platinum Ekinn 10.000 km. Litur: Platinum white/svartur að innan. Upphækkaður, tölvubreyting 431 hö, lok á palli, Ceramic húðaður. Quad-beam LED hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 431 hestöfl 470 lb-ft of torque. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 Módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk Bandaríski rithöfundurinn Tayari Jones vann til hinna virtu Booker- verðlauna í flokki skáldskapar kvenna nýverið og skaut tveimur höfundum sem áður höfðu unnið verðlaunin ref fyrir rass, sam- kvæmt breska tímaritinu The Gu- ardian. Bók Jones, An American Marr- iage, fjallar um ungt nýgift banda- rískt par af afrískum uppruna og það þegar annar aðilinn er rang- lega ásakaður um nauðgun. Dómarinn Kate Williams sagði bókina „undraverða rannsókn á Ameríku og amerísku lífi sem hefur nánd hjónabandsins í brennidepli á gríðarstórum pólitískum striga.“ Barack Obama, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, og Oprah Win- frey, þáttastjórnandi og athafna- kona, hafa bæði lýst yfir aðdáun sinni á bókinni. Sigraði tvo fyrri verðlaunahafa Booker Ljósmynd/Rayon Richards Óvænt Sigurinn kom Jones á óvart en aðr- ir sterkir höfundar komu til greina. Söngkonan Madonna hefur nú bæst í hóp fjölmargra kvenna sem sakað hafa kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um óviðeigandi kynferðislega hegðun eða áreitni í sinn garð. BBC greinir frá þessu. Söngkonan segir að Weinstein hafi farið yfir hennar mörk þegar þau unnu í heimildarmyndinni Truth or Dare árið 1991. „Hann daðraði ótrúlega mikið við mig á kynferðislegan hátt og var mjög ágengur þegar við unnum saman,“ sagði Madonna í viðtali við The New York Times. „Hann var giftur á þessum tíma og ég hafði svo sann- arlega ekki áhuga,“ bætti hún við. Heimildarmyndin Truth or Dare sem fjallaði um líf Madonnu var framleidd af fyrirtæki Weinsteins, The Weinstein Company, sem varð gjaldþrota í fyrra eftir að hafa rek- ið Weinstein árið 2017. Madonna ásakar Harvey Weinstein AFP Madonna „Ég var meðvituð um að fleiri konur í bransanum lentu í honum.“ Sýning Magneu Ásmundsdóttur, Fjallið flutti í nótt, var opnuð 6. júní á kaffihúsinu Mokka og lýkur 8. ágúst. Magnea sviðsetur dulsögur – sögur sem láta ekki allt uppi við fyrsta augnatillit áhorfandans en eru þeim mun meira krefjandi þeg- ar betur er skoðað, eins og því er lýst í tilkynningu. „Magnea ögrar áhorfendum með því að umbreyta íslensku landslagi, endurvinna það; smækka það stóra og stækka það smáa. Markviss og nákvæm vinnubrögð listakonunnar byggjast á hefðum fluxus-listar, gjörninga og tímatengdrar listar. Þessa þætti notar hún til að ögra og tæla sýningargesti til þátttöku í verkunum sem hægt er að hand- leika og umbreyta,“ segir þar enn fremur og að á þennan óvenjulega hátt sverji verk Magneu sig í ætt við íslenska landslagshefð án þess að gestir skoði landslagið eingöngu utan frá á tvívíðum fleti. Hér gegni leikur og snerting lykilhlutverki. „Annar veigamikill þáttur í inn- setningunni Fjallið flutti í nótt er hið stóra í því smáa og smáa í því stóra. Í meðförum Magneu verða þessir kraftar að yin og yang þar sem andstæðupör tvíhyggjuhugs- unar leysast upp og verða eitt í öllu og allt í einu. Til að vera fær um að vinna á þennan hátt þarf Magnea að þekkja íslenska náttúru, heiðar og hraunbreiður, fjöll og hæðir. Þá vinnu hefur Magnea innt af hendi enda iðkaði hún fjallgöngur og hef- ur alltaf verið hrifin af fjöllum. Ann- að sem hefur fylgt henni er steina- safn foreldra hennar og hefur það safn orðið veigamikill þáttur í myndhugsun hennar svo og stein- völur sem hún hefur tínt upp á förnum vegi. Steinana hefur hún svo ljósmyndað og sést afrakstur þeirrar vinnu glöggt á þessari sýn- ingu. Við vinnsluna á steinunum öðlast þeir nýtt og óvænt líf sem er ekki af þessum heimi. Annað sem einkennir þessa innsetningu er að Magnea umbreytir fjöllunum í púsluspil og duft sem gestir geta hellt í lófa sér og skoðað ummynduð fjöll og steinvölur sem geta fokið út i veður og vind þegar minnst varir,“ segir í tilkynningunni en textann ritar Ynda Gestsson listfræðingur. Magnea lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík og hélt síðan til náms við Listaaka- demíuna í Þrándheimi og Myndlist- arakademíuna í Karlshruhe í Þýskalandi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum bæði hér á landi og er- lendis. Smækkar það stóra og stækkar það smáa  Magnea Ásmundsdóttir heldur sýningu á Mokka Steinn Magnea sýnir ljósmyndir á sýningunni Fjallið flutti í nótt. There We Go nefnist einkasýning myndlistar- mannsins Þórs Sigur- þórssonar sem stendur nú yfir í Gallerí Porti við Lauga- veg. Þar sýnir Þór skúlptúra úr misleitum efnivið sem lenda á óvæntum stefnumótum í gamansamri, fram- andlegri endurskoðun, eins og seg- ir á Facebook. Sýningunni lýkur 13. júní. Skúlptúrar á stefnumótum Frá sýningu Þórs. Ríkissjónvarp Rússlands vinnur að nýrri gerð af hinum lofuðu sjón- varpsþáttum Chernobyl. Í rúss- nesku gerð þáttanna verður brugð- ið allverulega frá fléttu þáttaraðar framleiðandans HBO. Þar verður sagt frá njósnara bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, sem á að hafa verið staddur í Chernobyl þegar kjarnorkuslysið varð. Rússneskir fjölmiðlar hafa sakað HBO um hlutdrægni og er þátta- röðin, sem sýnd verður á NTV sjón- varpsstöðinni í Rússlandi, sögð uppfylla kröfur um þjóðernislegri frásögn af atburðunum. Leikstjóri Chernobyl-þátta HBO lagði mikið upp úr að hafa allt sem nákvæmast en rússneska útgáfan leyfir sér mun meira frelsi. Sam- kvæmt vef The Guardian er sagan af bandaríska njósnaranum upp- spuni en leikstjóri rússnesku þátt- anna heldur því þó fram að þeir muni sýna áhorfendum hvað raun- verulega átti sér stað þegar kjarn- orkuslysið varð í Chernobyl. Rússar endurgera Chernobyl Endurgerð Stilla úr sjónvarpsþáttum HBO sem Rússar hyggjast endurgera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.