Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 13
BRETLAND
Lokalistinn yfir
þá sem gefa kost
á sér sem næsti
leiðtogi breska
Íhaldsflokksins
liggur nú fyrir.
Framboðsfrest-
urinn rann út
klukkan 17.00 að
breskum tíma í
gær. Ellefu þing-
menn höfðu gefið kost á sér, nafn-
togaðastur hverra er Boris John-
son, en einn dró framboðið til baka.
Það var eini frambjóðandinn sem
styður aðra þjóðaratkvæðagreiðslu
um Brexit, Sam Gyimah.
Tíu munu bítast
um leiðtogastólinn
Sam Gyimah
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
AFP
Sakamaður Sanji Ram er færður fyrir dómara.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Þrír voru sakfelldir í gær fyrir hópnauðgun og
morð á átta ára stúlku, sem átti sér stað á Ind-
landi í janúar í fyrra. Aðrir þrír voru sakfelldir
fyrir eyðileggingu sönnunargagna tengdum mál-
inu.
Málið olli á sínum tíma uppþotum á Indlandi en
ekki var glæpurinn einungis hryllilegur heldur
blönduðust trúardeilur þar einnig inn í.
Stúlkan sem var nauðgað og myrt tilheyrði ætt-
bálki hirðingja, sem eru múslimar, og var að hirða
um hesta fjölskyldunnar þegar hún var numin á
brott og farið með í þorp í Jammu-fylki, sem er í
þeim hluta fylkisins þar sem hindúar eru í meiri-
hluta. Samkvæmt ákæru varði hrottaleg árásin í
fimm daga, þar sem stúlkunni voru gefin róandi
lyf, og henni ítrekað nauðgað áður en hún var
kyrkt og barin til bana. Rannsókn málsins leiddi í
ljós að stúlkan var sigtuð út í tilraun til að hræða
hirðingja og losna við þá af svæðinu.
Vonuðust eftir dauðarefsingu
Eins og áður segir voru sex sakfelldir í gær,
þrír voru dæmdir í ævilangt fangelsi en þrír í
fimm ára fangelsi. Tveir af þeim þremur sem
dæmdir voru í ævilangt fangelsi voru Sanjhi Ram,
sextugur fyrrverandi opinber starfsmaður og lög-
reglumaðurinn Deepak Khajuria.
Saksóknarar sögðu eftir að dómurinn féll að
dómurinn yrði grannskoðaður áður en ákveðið
yrði hvort þeir áfrýjuðu honum eða ekki. Fjöl-
skylda stúlkunnar, sem var ekki viðstödd rétt-
arhöldin, hafði vonað að allir sex sakfelldu yrðu
dæmdir til dauðarefsingar, sögðu saksóknarar.
Þrír í lífstíðarfangelsi
Sluppu við dauðarefsingu Einn dæmdu fyrrverandi opinber starfsmaður
Mótmælin
breyta ekki
áætluninni
Gríðarmikill fjöldi
fólks, yfir milljón
manns segja
skipuleggjendur,
gekk fylktu liði
um götur Hong
Kong á sunnudag
til að mótmæla
fyrirhuguðum
lagabreytingum
stjórnvalda þar
eystra sem heimila framsal brota-
manna frá Hong Kong til meginlands
Kína.
Carrie Lam, leiðtogi stjórnvalda í
Hong Kong, sem eru hliðholl stjórn-
völdum Kína í Peking, sagði í gær að
stjórnvöld ætluðu ekki að hætta við
áætlanir sínar um að innleiða lögin
umdeildu, þrátt fyrir mótmælin.
Sagði hún að löggjafinn myndi rök-
ræða frumvarpið á miðvikudag, og
myndi ekki afturkalla eða seinka mál-
inu. Andstæðingar hennar hafa kallað
eftir því að stuðningsmenn þeirra
mótmæli fyrir utan við þinghúsið á
miðvikudag eða boði til verkfalla.
Andstæðingar lagafrumvarpsins
telja að verði það samþykkt muni það
gefa stjórnvöldum í Kína kost á að
sækja gegn pólitískum andstæð-
ingum þess í Hong Kong.
Stuðningsmenn frumvarpsins
segja hins vegar að varnir séu settir
við því. Rök stjórnvalda með frum-
varpinu eru m.a. þau að koma verði í
veg fyrir að menn á flótta flýi til Hong
Kong.
Carrie Lam
Löggjafinn ræðir
málið á miðvikudag
Stuðningsmenn Pakistanska Þjóðarflokksins (PPP)
mótmæla handtöku fyrrverandi forsetans Asif Ali Zar-
dari í Karachi, stærstu borg Pakistans, í gær. Mótmæli
brutust út eftir að umsókn Zardari um lausn gegn
tryggingu var hafnað. Zardari er gefið að sök að vera
tengdur stóru máli sem varðar peningaþvætti, en for-
setinn fyrrverandi hefur löngum sætt ásökunum um
spillingu.
AFP
Mótmæltu handtöku fyrrverandi forseta
Pakistan
Einn lést þegar
þyrla brotlenti
ofan á skýjaklúfi
á Manhattan í
New York í
Bandaríkjunum í
gærkvöld. Eldur
kviknaði og öll
byggingin nötr-
aði við brotlend-
inguna. Talið er að þyrlan hafi
þurft að nauðlenda, eða lenda á
byggingunni af öðrum ástæðum,
sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri
New York, í gær.
Þyrla brotlenti á
skýjakljúfi í NY
BANDARÍKIN
Nærri hundrað manns létu lífið í
árás aðfaranótt mánudags í Malí.
Enginn lýsti strax yfir ábyrgð á
voðaverkinu en þeir sem létust eru
af Dogon-þjóðarbrotinu. Minna en
þrír mánuðir eru síðan 160 sem til-
heyra Fulani-þjóðarbrotinu létu lífið
í árás hóps sem skilgreindi sig sem
Dogon. Hafa átökin einkennst af
eins konar „auga-fyrir-auga“-
lögmáli.
„Akkúrat núna höfum við fundið
95 óbreytta borgara látna. Líkin eru
brennd, við höldum áfram að leita að
fleirum,“ sagði starfsmaður Ko-
undou-héraðs, hvar umrætt þorp er.
MALÍ
AFP
Flóttamannabúðir Margir sem til-
heyra þjóðarbrotinu hafa flúið átökin.
Nærri hundrað
létust í fyrrinótt