Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.2019, Blaðsíða 19
✝ Kjartan Haf-steinn Guð- mundsson blikk- smíðameistari fæddist á Búðum í Hlöðuvík á Horn- ströndum 18. júní 1923. Hann lést á dvalarheimilinu Höfða 29. maí 2019. Foreldrar Kjart- ans voru Guð- mundur Jón Guðna- son, f. 11.11. 1890 í Hælavík á Hornströndum, d. 8.12. 1972, og Jóhanna Bjarnadóttir, f. 21.8. 1891 í Neðri-Miðvík, d. 12.11. 1980. Systkini Kjartans: Tvíbura- systurnar Bjarney, f. 14.8. 1918, d. 15.7. 2011, Guðrún Soffía, f. 15.8. 1918, d. 26.9. 2006; Krist- jana Ólavía, f. 14.8. 1920, d. 1931; Herdís, f. 3.9. 1929, d. 31.1. 2012. Kjartan kvæntist 4. febrúar 1950 Auði Elíasdóttir frá Þing- eyri Dýrafirði, f. 28.8. 1930, d. 28.6. 2012. Þau hófu búskap sinn í Reykjavík og fluttu síðan á Akranes 1958. Börn Auðar og Kjartans: 1) Kolbrún, f. 12.3. 1950. Börn hennar: a) Auður Súsanna, maki Sigurður V. Aðalsteinsson, þau eiga eitt barn. b) Erla Linda, maki Bjarki Sigurbjörnsson, þau eiga tvö börn. c) Hafdís, maki Halldór Oddsson, börn þeirra útskrifaðist úr Iðnskóla Reykja- víkur 1947. Hann var þá við störf hjá Blikksmiðju Reykjavík- ur. Kjartan fluttist á Akranes 1958 og stofnaði þar Blikk- smiðju Akraness ásamt svila sín- um, Þorsteini Ragnarssyni. Þeir ráku fyrirtækið til 1967. Kjartan starfaði síðan hjá Þorgeir & Ell- ert, um tíma síðan lá leiðin í Sementsverksmiðjuna. Hann starfaði hjá Íslenska járnblendi- félaginu frá 1979 til 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs- sakir. Kjartan tók þátt í marg- víslegum félagsstörfum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni, þar með talið formennsku í Félagi blikksmiða í Reykjavík, Iðn- aðarmannafélagi Akraness, Sveinafélagi málmiðnarmanna Akranesi og var aðaltrún- aðarmaður starfsmanna Ís- lenska járnblendifélagsins. Hann sat í stjórn Félags eldri borgara og var formaður Stangaveiðifélags Akraness. Kjartan tók ungur þátt í starfi ungra jafnaðarmanna og var mikill jafnaðarmaður alla tíð. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðuflokk- inn. Jafnframt félagsstörfum spilaði Kjartan mikið brids, stundaði stangveiði eins lengi og heilsan leyfði. Hann var hag- mæltur eins og margir af Hæla- víkurættinni og eru til ótal tæki- færisvísur og ljóð eftir hann. Kjartan var sæmdur fálkaorð- unni 1995 fyrir félagsstörf. Útför Kjartans fer fram frá Akraneskirkju í dag, 11. júní 2019, klukkan 13. eru tvö. 2) Elín Hanna, f. 2.8. 1954, maki Jón Vest- mann, börn þeirra: a) Auður, hún á tvö börn. b) Eva Lind, maki Ágúst Auð- unsson, þau eiga fimm börn. c) Thelma, maki Jó- hann Eiríksson, þau eiga þrjú börn. 3) Guðmundur Haf- steinn, f. 19.10. 1961, maki Þur- íður Baldursdóttir, börn þeirra: a) Guðlaug Sif, hún á eitt barn, b) Jóhanna Gréta. Fyrir átti Þur- íður einn son, Atla Þór, maki María Björk Helgadóttir, þau eiga eitt barn. 4) Hörður, f. 19.10. 1961, maki Þórunn Elídóttir, þau eiga tvo syni, Elí og Kjartan. Fyr- ir átti Kjartan einn son. 5) Guðni, f. 10.12. 1946, maki Magnea Erla Ottesen. Börn þeirra a) Harpa, maki Birgir Briem, þeirra börn eru fjögur, b) Haukur Ingi, maki Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, þeirra börn eru fjögur. c) Mar- grét Erla, sambýlismaður Gunn- ar Egill Daníelsson, þau eiga eitt barn. Æskustöðvar Kjartans voru Hlöðuvík á Hornströndum og bar hann alltaf afar sterkar taugar til heimahaganna. Kjartan flutt- ist alfarinn til Reykjavíkur 1941 og hóf síðar nám í blikksmíði og Fábreytta ævi mín fer ekki á þrykk, ég er farsæll í dagsins önnum. Heiti Kjartan og kenndur við blikk, kominn af galdramönnum. Í æsku ég var í ágætis höndum og alls ekki suður hraðaði för því nyrst er ég fæddur norður á Strönd- um, norðan við diska og hnífapör. Ég flutti á Skagann með konu og krakka og kann litla skýringu á þeirri för. Á langri ævi látið margt flakka og lærði á diska og hnífapör. Svona kynnti pabbi sig á hag- yrðingakvöldum og á fleiri stöð- um. Pabbi var Hornstrendingur í húð og hár og elskaði heimahag- ana. Hann sagði okkur margar sögur þaðan þannig að þegar við komum í Hlöðuvík í fyrsta sinn þekktum við hverja þúfu, svo lif- andi voru frásagnirnar. Pabbi var mjög lífsglaður maður og átti sér ótal áhugamál. Meðal annars spil- aði hann bridge, fór í laxveiði og hnýtti flugur seinni ár. Knatt- spyrnan var honum mjög hugleik- in þar stóð upp úr Arsenal og að sjálfsögðu ÍA og síðan Keflavík, svo framarlega að þeir voru ekki andstæðingar ÍA. Hann var góður hagyrðingur eins og margir af Hælavíkurættinni og liggur eftir hann ógrynni af tækifærisvísum og ljóðum. Hann hélt sig ávallt við hefðbundna bragfræði. Á Höfða var hann eins konar hirðskáld, orti ótal tækifærisvísur við hinar ýmsu uppákomur á Höfða og átti oft til að lauma vísum til starfsmanna sem og til samferðafólks í gegnum tíðina. Pabbi starfaði mikið í fé- lagsmálum og sagðist vera félags- málafíkill. Hann sat í stjórnum og nefndum í ýmsum félögum og gerði það svo vel að Vigdís forseti sæmdi hann fálkaorðunni 1995. Það er ótrúlegt að horfa yfir lífshlaup pabba, sem markaðist af miklum breytingum sem urðu í ís- lensku samfélagi frá byrjun tutt- ugustu aldar til dagsins í dag. Hann ólst upp í fámennri og ein- angraðri sveit á Hornströndum án allra nútíma þæginda en nýtti sér samskiptamiðla nútímans eins og Facebook á sínum efri árum. Pabbi sagði reyndar alltaf að þau hefði aldrei skort neitt því þau voru sjálfum sér nóg í stórkost- legri náttúru Hornstranda. Pabbi var ljúfur, glaðlyndur og ákaflega réttsýnn maður. Hann hafði gaman af að segja sögur, var með gott minni og stutt í húmor- inn. Við systkinin eigum margar og góðar minningar um góðan föð- ur. Við kveðjum nú elskulegan pabba með þökk fyrir allt og lát- um fylgja tvö síðustu erindin úr ljóðinu hans Æskuminning. Á Hornströndum var líf mitt ljúft langa sumardaga. Að vetri stundum veður hrjúft var nú gömul saga. Aldraður nú orðinn er, ennþá læt mig dreyma. Hugurinn því frjáls nú fer í fagra vorið heima. (KHG) Blessuð sé minning þín. Kolbrún, Elín Hanna, Hafsteinn og Hörður. Elsku afi minn. Mikið mun ég sakna þín. Ég tel mig hafa verið svo heppna að hafa fengið að kynnast þér, hlæja að ótrúlega skemmti- legu vísunum þínum, heyra magn- aðar sögur úr æsku þinni og öðr- um æviskeiðum og bara spjalla um heima og geima. Ég er alveg viss um að þú og amma eruð núna að skemmta ykk- ur ærlega hinum megin við. Það gleður mig mikið. Allt frá því ég man eftir mér á Skaganum hefur þú verið til stað- ar , órjúfanlegur partur af tilver- unni. Ófáar yndislegar samveru- stundir okkar sex frænknanna með ykkur, ömmu og afa á Höfða- brautinni og síðar Háholtinu. Það er ríkidæmi sem ég bý alltaf að. Eftir því sem maður hefur bætt á sig árum og þroska hef ég kom- ist betur að því hversu merkilegur maður þú varst. Fálkaorðan þín var fyrir félagsstörf, en svo ertu líka með síðustu ábúendum sem fæddust og ólust upp á Horn- ströndum, Hælavík sem er ein- göngu fær bátum. Sögurnar stóðu manni ljóslifandi fyrir augum í frábærum lýsingum þínum. Svo ég tali nú ekki um sögurnar af bresku hermönnunum á stríðsár- unum, og jú allar veiðisögurnar. Maður lifandi hvað ég vildi að ég hefði svona gott minni! Ég er glöð að eiga svona marg- ar minningar um þig og ekki síst að við fögnuðum vel 95 ára afmæl- inu þínu í júní í fyrra. Góða ferð og góða nótt, elsku afi minn Þín Hafdís. Elsku afi. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Þú sem hefur upp- lifað tímana tvenna; allt frá því að fæðast í torfkofa upp í að byrja á Facebook 89 ára. Það eru ekki margir sem hafa upplifað eins miklar tæknibreytingar og þú. Á Facebook gastu fylgst með fjöl- skyldu og vinum og settir inn skemmtilegar vísur eftir þig sem gaman var að lesa. Þú varst snillingur í að búa til vísur og gerðir fallegar vísur fyrir okkur og langafabörnin þín, þegar við komum í heimsókn, þótti þér gaman að fara með vísurnar upp- hátt fyrir okkur. Ekki má gleyma öllum skemmtilegu sögunum þín- um frá æskuheimilinu þínu á Hornströndum. Helsta áhugamál þitt var að veiða og þér þótti gam- an að búa til veiðiflugur sem þú varst svo duglegur að gefa okkur. Þú elskaðir að vera í félagsstörf- um og var það þér hjartans mál og fyrir það fékkstu fálkaorðu sem við erum ákaflega stoltar af. Þér þótti gaman að horfa á fótbolta og var uppáhaldsliðið þitt Arsenal, einnig varstu mikill stuðnings- maður ÍA og fórst mikið á leikina þeirra hér áður fyrr. Við eigum margar dásamlegar minningar með þér og ömmu, eins og veiðiferðir, sumarbústaðar- ferðir, jólin, þar sem þú varst allra spenntastur að opna gjafirnar, og matarboð hjá mömmu og pabba. Elsku afi, við munum sakna þín og nú eruð þið amma sameinuð á ný. Þínar afastelpur, Auður, Eva Lind og Thelma. Það er mér ljúft að skrifa nokk- ur orð um tengdaföður minn Kjartan Hafstein Guðmundsson. Samleið okkar Kjartans nálgaðist fimmta tuginn, eða frá því að ég kynntist yngstu dóttur hans. Kjartan var einn af þessum eðal- krötum og var mikill jafnaðarmað- ur alla tíð. Hann var maður sátta og leitaðist alltaf við að finna lausnir á málum. Ég átti því láni að fagna að vinna á sama stað og hann hjá Íslenska járnblendi- félaginu, þar sem hann var aðal- trúnaðarmaður. Þar naut hann trausts og virðingar þó að stund- um blésu erfiðir vindar í kjarabar- áttunni. Í blaðaviðtali er meðal annars sagt um hann meðal sam- starfsmanna hans í verkalýðs- hreyfingunni að hann reyni alltaf að ná farsælli lausn fyrir heildina og aldrei hafi orðið vart við að Kjartan beiti bolabrögðum í störf- um sínum þar. Þessi ummæli eiga svo sannarlega við um hann. Kjartan ólst upp í Hlöðuvík á Hornströndum og bar alltaf mikl- ar tilfinningar og ást til heimaslóð- anna. Hef ég hlustað á margar sögur frá honum þaðan, af óblíðri náttúrunni, ísbjörnum og draug- um, en alltaf stóð upp úr dásemdin Hlöðuvíkin, gott mannlíf, sólskins- bjartar sumarnætur, bjargsig, eggjataka, leikur barnanna í frjálsri náttúru og kveðskapur. Allt þetta hljómaði vel frá sögu- manni sem átti þessar dásamlegu minningar frá heimaslóðum sínum norður á hjara veraldar, eða norð- an við diska og hnífapör eins og hann sagði stundum. Var ég svo lánsamur að geta farið í ferð með Kjartani norður í Hlöðuvík og dvalið þar með honum. Er sú ferð ógleymanleg. Kjartan hafði unun af veiðimennsku og stundaði lax- og silungsveiði. Einhverju sinni hafði ég orð á því við Kjartan eftir einn laxveiðitúrinn hjá honum hvort hann hefði veitt upp í kostn- að. Horfði hann á mig og sagði mjög yfirvegaður og kíminn: „Nonni, hvenær hefur þú dansað upp í kostnað?“ Þannig var Kjart- an. Að ferðast með honum var fróðlegt og skemmtilegt. Hann var hafsjór af fróðleik, þekkti hverja ársprænu, hvert fjall og liggur við hverja þúfu sem farið var framhjá eða komið var að og hann var óspar á að miðla af þekk- ingu sinni til okkar hinna. Þegar árin færðust yfir hjá þeim Auði og Kjartani kom það oft í minn hlut að aðstoða þau við ýmsar lagfæringar á heimili þeirra. Að vinna með Kjartani í þeim verkefnum var lærdómsríkt og þegar ég var að velta fyrir mér hvernig við gætum gert hlutina sagði Kjartan mjög oft: „Jón, þetta er seinna tíma vandamál.“ Hann var ekkert að velta sér upp úr vandamálinu fyrr en kom að því að leysa það. Mörgum dýrmætum minning- um skjóta upp í kollinn og eitt er víst, að næsta aðfangadagskvöld verður ekki eins hjá okkur í fjöl- skyldunni. Kveð ég kæran tengdaföður með þakklæti og virðingu í huga. Blessuð sé minning hans. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (höfundur ókunnur) Jón Vestmann. Þeim fækkar óðum sem geta sagt frá lífinu á Hornströndum meðan byggð var þar og menn höfðu lífsviðurværi sitt af því sem sjórinn gaf og sótt var í björg, fugl og egg. Lífsbaráttan var oft hörð á þessum slóðum og bæri eitthvað út af urðu menn að standa á eigin fótum, duga eða drepast. Og snemma þurftu unglingar að taka til hendinni því að ekki var spurt um aldur heldur hvort menn kynnu til verka. Einn slíkra manna sem ólust upp við þessar aðstæður hefir nú kvatt sína jarð- vist, Kjartan Guðmundsson, sem fæddist á Búðum í Hlöðuvík í Sléttuhreppi á Hornströndum 18. júní 1923. Bærinn á Búðum stóð vestan undir Skálakambi sem skil- ur að víkurnar Hlöðuvík og Hæla- vík og talinn einn brattasti fjall- vegur á Hornströndum og oft illfær á vetrum í hálku og harð- fenni. Á þessum stað ólst Kjartan upp við óblíð kjör oft og einatt og fór ungur á sjó með föður sínum á lítilli skektu heimilisins. Ekki voru gerðar miklar kröfur til lífsins eða meiri en hornstrendskar byggðir buðu upp á. Þegar Kjartan var 13 ára árið 1936 varð afdrifaríkur at- burður í lífi fólksins á Búðum. Hinn 16. september 1936 varð mikið óveður á Búðum og slíkt hvassviðri að reif af torfþekju hússins og stóð stormur þar inn- um gat á þekjunni svo að húsið skalf og nötraði í mestu hviðunum. Tróð móðir Kjartans, kodda í opið á þekjunni og stóð þar á stól og hélt höndum upp fyrir sig þar til draga tók úr veðurofsanum. En Kjartan og fleiri börn á bænum höfðu lagst á panelþil sem svign- aði undan storminum. Þegar veðr- inu slotaði kom í ljós að þak hafði fokið af heyhlöðu og allt hey var fokið. Önnur hlaða full af heyi var horfin af grunni sínum og þar með farinn vetrarforði handa búfé. Af tveim bátum sást ekkert af öðrum en af hinum aðeins hnýfillinn sem brotnað hafði af stefninu og krappinn sem fangalínan var bundin um. Eftir þennan atburð fluttist fjölskyldan að Stað í Aðalvík 1937. Kjartan hleypti heimdraganum 18 ára gamall og hélt til Reykjavíkur þar sem hann nam blikksmíði sem varð hans atvinnugrein í mörg ár. Um það kvað hann: Fábreytt ævi mín fer ekki á þrykk, ég er farsæll í dagsins önnum, heiti Kjartan og kenndur við blikk, kominn af galdramönnum. Lengst af bjó Kjartan ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Hann var félagslyndur, hagmæltur vel og fenginn stundum til að flytja gamanmál á fundum og skemmt- unum. Sá hið skoplega í hlutunum. Hugur hans var löngum bund- inn æskustöðvunum og um þær orti hann: Á bernskuslóðum: Hvergi litið fegri fjöll né fold í meiri blóma, vorsins skrúða vafin öll veröld leyst úr dróma. Kynni okkar Kjartans hófust eftir að ég kvæntist systur hans, Herdísi. Kjartan fagnaði 95 ára af- mæli sínu fyrir tæpu ári á dval- arheimilinu Höfða þar sem hann dvaldi sín síðustu ár. Var hann nokkurskonar hirðskáld heimilis- ins og vísur hans vel metnar. Þar heimsótti ég hann stundum er leið mín lá til Reykjavíkur. Umræðu- efnið var oftast Hornstrandir og heimahagar Kjartans og naut ég þess oft að fá að heyra sögur hans og kviðlinga. Góður drengur er kvaddur og börnum hans og afkomendum vottuð samúð. Sigurjón Jóhannesson. Kjartan Guðmundsson, sem var aðaltrúnaðarmaður verkalýðs- félaganna á Grundartanga í 15 ár af þeim tíma sem ég starfaði þar, lést á dögunum. Af minni hálfu er þetta ærið tilefni til að rifja upp og minnast þeirra starfa sem hann sinnti á þessum tíma. Það kallar eftir meira rými en gefst á síðum Morgunblaðsins. Hér verður því ekki fleira sagt en að vel gerður hæfileikamaður er fallinn frá í hárri elli og honum þökkuð sam- fylgdin. Minningargrein mína um Kjartan má finna á vefsíðu Morg- unblaðsins, mbl.is, undir liðnum „Andlát“. Meira: mbl.is/andlat Jón Sigurðsson, fv. framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins. Kjartan Hafsteinn Guðmundsson MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2019 Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og barnabarnabarn, BALDVIN RÚNARSSON, Háhlíð 10, Akureyri, lést föstudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. júní klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð sem stofnaður verður í hans nafni, reikn.nr. 565-14-605, kt. 020800-2910. Ragnheiður Jakbosdóttir Rúnar Hermannsson Hermann Helgi Rúnarsson Jóhanna Maríanna Antonsdóttir Hermann Jónsson Áslaug Þorleifsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DÓRA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þriðjudaginn 4. júní. Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 13. juní klukkan 14. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 5 fyrir frábæra umönnun í gegnum árin. Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Guðmundur Halldórsson Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Stefán Skarphéðinsson Halla S. Rögnvaldsdóttir Haukur Steingrímsson Magnús H. Rögnvaldsson Sigríður Valgarðsdóttir Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir Ólafur Jónsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BÁRA JÓNSDÓTTIR frá Hafnarnesi, lést þriðjudaginn 4. júní á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. júní klukkan 13. Katrín Sigurðardóttir Þorgils Þorgilsson Þóra Sigurðardóttir Einar Gunnlaugsson Jóna Sigurðardóttir Kristján Ólafsson Sigurður Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.