Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Allir hálendisvegir hafa nú verið opnaðir, en Vegagerðin sendi á mánudaginn út tilkynningu um að nú væru allar leiðir færar. Síðast var Dyngjufjallaleið opnuð, það er leiðin úr Öskju og þaðan norðan Vatnajökuls suð- ur á Sprengi- sandsleið. Þá var leiðin um Stóra- sand að detta inn, en hún tengir saman efstu byggðir Borgarfjarðar og Kjalveg og er þá ekið norðan Langjökuls. Í ár eru fjallvegir opnaðir nokkru fyrr en í meðalári. Þannig var leiðin um Kjöl, það er frá Gullfossi norður í Blöndudal, orðin fær strax 21. maí sl. en í fyrra gerðist það 12. júní. Sprengisandur var opnaður 27. júní, það er tveimur dögum fyrr en í fyrra. „Kjalvegur er fínn þessa dagana, ástandið er með besta móti,“ sagði Páll Gíslason, staðarhaldari í Kerl- ingarfjöllum, í samtali við Morgun- blaðið. „Vegna þurrka að undan- förnu hefur fylling í nokkrum mæli rokið úr veginum, svo hann er á nokkrum stöðum hrjúfur og þar eru þvottabretti, eins og slíkt er kallað. Á góðum bíl með mátulega mikið loft í dekkjunum er þetta alveg ágætt.“ Í ýmsu hefur verið að snúast hjá Hálendisvakt björgunarsveitanna að undanförnu. Fyrstu hóparnir fóru til fjalla um mánaðamótin. Mannskapur hefur staðið vaktina á Fjallabaki og öræfunum norðan Vatnajökuls með bækistöð í Drekagili við Öskju. Nú í vikulokin fer björgunarsveitarfólk svo til starfa í Nýjadal á Sprengi- sandi og verður þar út sumarið. Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, var í gær í Nýjadal að gera klárt fyr- ir vaktina og segir hann ástand Sprengisandsvegar nú þokkalegt. Merkingar við ár verði bættar „Yfirleitt fer fólk ekki upp á há- lendið nema á þokkalega búnum bílum. Stundum gerist að fólk sem ekki er kunnugt staðháttum ekur ekki nógu varlega út í árnar eða á röngum stað, lendir því í vanda og þarf aðstoð. Við hjá björgunarsveit- unum höfum því rekið áróður fyrir því að merkingar við árnar verði bættar því það gæti sennilega komið í veg fyrir þessi óhöpp, “ segir Jónas. Allir hálendis- vegir nú færir  Stórisandur og Dyngjufjallaleið opin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Ekið af fullum krafti yfir Fjórðungskvísl á Sprengisandsleið, skammt fyrir norðan Nýjadal. Þetta er jökulá sem leynir á sér í ýmsu tilliti. Jónas Guðmundsson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tíminn sem græna ljósið logar fyrir umferð úr Geirsgötu hefur verið lengdur og var það gert til að bæta flæði umferðar um Geirsgötu og Kalkofnsveg/Lækjargötu. Þetta svar fékk Morgunblaðið þegar leitað var viðbragða við kvörtunum Seltirninga á dögunum, en þeir hafa kvartað há- stöfum yfir því að sitja þarna tím- unum saman í umferðarteppu. Lotutími umferðarljósanna er 90 sekúndur á annatíma, árdegis og síð- degis, en 75 sekúndur aðra tíma dagsins. Það þýðir að allir umferðar- straumar, ökutæki og aðrir vegfar- endur, þurfa að deila þessum 90 sek- úndur á milli sín. „Græni tíminn“ fyrir umferðar- strauminn af Geirsgötu og inn á Kalkofnsveg/Lækjargötu var lengd- ur um sex sekúndur og er nú venju- lega 32 sekúndur á annatíma, en var áður 26 sekúndur. Þessi breyting var gerð í byrjun júní, segja þau Nils Schwarzkopp, sérfræðingur í umferðarljósastýringum, og Guð- björg Lilja Erlendsdóttir, yfirverk- fræðingur samgöngumála, hjá skrif- stofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Vegna forgangs strætisvagna get- ur tíminn sem græna ljósið logar á hverjum umferðarstraumi breyst. Strætó „kallar“ á grænt ljós Þegar strætó nálgast gatnamótin sendir hann boð og kallar á grænt ljós. Græna ljósið annaðhvort fram- lengist á akstursleið strætó þar til hann er kominn yfir gatnamótin eða þá að umferðarljósin skipta fyrr í grænt fyrir strætó. Hvor leiðin sem valin er fer eftir því hver staða ljósanna er þegar boð frá strætó berast. Vegna forgangs strætó fá aðrir umferðarstraumar styttri grænan tíma en venjulega, en það er síðan leiðrétt í næstu lotum á eftir til að jafna flæðið, segja þau Nils og Guðbjörg Lilja. Þau segja að vegfarendur merki vel í einhverjum tilvikum breytingar sem verða á ljósunum. Langoftast gildi grunnstilling kerfisins, sem er 32 sekúndur á annatíma, en um tíu sinnum á klukkustund er tíminn styttri og fellur þá oftast niður í 10- 18 sekúndur, en það er eins og áður segir jafnað í næstu lotu. Heildarumferð á annatíma árdegis við Geirsgötu var 1.400 bílar/klst. en 1.800 bílar/klst. síðdegis, þegar síðast var talið í janúar 2019. Einnig er mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót. Í fyrri mánuði ræddi mbl.is við Magnús Örn Guðmundsson, forseta bæjarstjórnar Seltjarnarness, en margir Seltirningar nýta sér þessa leið í og úr vinnu. Kvartaði Magnús yfir knöppum grænum beygjuljósum og birti myndskeið máli sínu til sönn- unar. „Við erum aðeins búin að vera að velta þessu fyrir okkur í bæjar- stjórninni. Bæjarstjórinn ætlar að setja sig í samband við borgarstjóra. Þetta er algjörlega ólíðandi,“ sagði Magnús. Græna ljósið logar nú lengur í Geirsgötunni  Seltirningar voru afar óhressir og kvörtuðu við borgina Morgunblaðið/sisi Miðbærinn Allt að 1.800 bílar fara um þessi gatnamót á annatíma síðdegis og því geta myndast langar biðraðir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samdráttur varð í fjölda seldra íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam 1,2%. Á sama tíma varð 6% aukning í fjölda seldra sérbýla. Á sama tíma hefur hins vegar meðalsölutími íbúða í sérbýli lengst meira en íbúða í fjölbýli. Í ár hefur meðalsölutími íbúða í sérbýli verið 109 dagar frá því fyrsta fasteigna- auglýsing er birt og þar til kaup- samningur er undirritaður. Á sama tíma í fyrra tók þetta ferli að með- altali 96 daga. Þegar litið er til íbúða í fjölbýli kemur í ljós að 94 daga hef- ur tekið að selja eignir í ár borið saman við 89 daga á fyrstu fimm mánuðum ársins í fyrra. Þetta kem- ur fram í nýju yfirliti frá Íbúðalána- sjóði. 80% undir ásettu verði Verð hefur þróast með þeim hætti að um 80% allra íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í maí voru und- ir ásettu verði en 8% íbúða seldust á hærra verði en sett var á þær. Er þá miðað við verð í nýjustu fasteigna- auglýsingu áður en kaupsamningur var undirritaður. Á sama tíma í fyrra seldust 71% undir ásettu verði en 11% yfir. Fram kemur í skýrslunni að engar sterkar vísbendingar séu um að Airbnb-íbúðir hafi ratað í auknum mæli inn á fasteignamarkað hér. Meiri hækkun á landsbyggðinni Leigumarkaðurinn hefur náð meira jafnvægi á liðnu ári eftir mikl- ar hækkanir á árunum 2017 og 2018. „Í maí 2019 var árshækkun leigu- verðs mest á landsbyggðinni og í ná- grannasveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins eða um 7,9% samanborið við 5,8% hækkun í Reykjavík og 4,6% hækkun í öðrum sveitarfélög- um á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur,“ segir í skýrslunni. Segir þar ennfremur að leigu- verðsþróun í nágrannasveitarfélög- um höfuðborgarsvæðisins skeri sig töluvert úr. „Heildarhækkun leiguverðs í Reykjavík hefur verið um 80,4% frá því í janúar 2012 og hefur meðal- hækkun verið um 8,8% á ári en mest hefur heildarhækkunin verið í ná- grannasveitarfélögum eða um 115% og nemur meðalhækkunin á því svæði um 11,7% á ári hverju.“ Fleiri íbúðir seljast undir ásettu verði  Aukin sala sérbýla en lengri sölutími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.