Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í  Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gerði sér lítið fyrir í gær og skoraði þrennu í síðasta æfingaleik CSKA Moskva fyrir keppnistímabilið í Rússlandi. Hann gerði þrjú fyrstu mörkin í 4:0 sigri CSKA á Rubin Kaz- an. Keppni í rússnesku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi en CSKA leikur við Krilia Sovetov á útivelli í Samara í fyrstu umferðinni á sunnudaginn.  Hlín Eiríksdóttir skoraði annað mark Vals í 5:1 sigrinum á Keflavík í úr- valsdeild kvenna í knattspyrnu í fyrra- kvöld, ekki Margrét Lára Viðarsdóttir eins og sagt var í blaðinu í gær.  Jóhann Berg Guðmundsson fékk nýjan liðsfélaga hjá enska knatt- spyrnuliðinu Burnley í gær þegar fé- lagið gekk frá kaupunum á enska framherjanum Jay Rodriguez frá West Brom. Hann er 29 ára gamall og kost- aði Burnley 10 milljónir punda.  Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik tapaði þriðja leik sínum á Evrópumótinu sem fram fer í Norður-Makedóníu þegar það mætti Sviss í gær. Sviss vann öruggan sigur, 86:35, en Ólöf Rún Óladótt- ir fór fyrir íslenska liðinu með 10 stig. Ísland mætir Búlgaríu í dag sem einnig hefur tapað öllum sínum leikjum. Eitt ogannað HANDBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrjú íslensk lið, Selfoss, FH og Haukar, taka þátt í síðustu útgáfunni af EHF-keppni karla í handknattleik sem hefst í lok ágúst og lýkur í maí- mánuði vorið 2020. Þessi keppni breytist í Evrópudeildina, European Handball League, sem hleypt verður af stokkunum með öðru fyrir- komulagi haustið 2020. Selfyssingar, sem ekki fengu að senda lið í Meistaradeild Evrópu þar sem ekkert löglegt keppnishús er á Íslandi, hefja keppni í 2. umferð í október og munu þar mæta ein- hverju liðanna sem komast áfram úr 1. umferðinni. Mögulega FH eða Haukum, sem bæði spila í 1. umferðinni en þar er FH í efri styrkleikaflokki og Haukar í þeim neðri. FH gæti þar m.a. dregist gegn West Wien, liði Guðmundar Hólmars Helgasonar í Austurríki, Winterthur frá Sviss, Malmö frá Svíþjóð og hinu fornfræga liði Metaloplastika frá Serbíu, svo einhver séu nefnd. Haukar gætu m.a. mætt Zaporoz- hye frá Úkraínu, Vojvodina frá Serb- íu, Riko Ribnica frá Slóveníu, Alpla Hard frá Austurríki eða Plzen frá Tékklandi. Skjern í flokki með Selfossi Í 2. umferð bíða svo, auk Selfyss- inga, lið á borð við Skjern frá Dan- mörku, með Patrek Jóhannesson, Elvar Örn Jónsson og Björgvin Pál Gústavsson innanborðs, Ademar León frá Spáni, Arendal frá Noregi, Gorenje frá Slóveníu og Benfica frá Portúgal, svo einhver séu nefnd. Sextán bestu liðin hefja keppni í 3. umferð en í þeim hópi eru RN Löwen (Alexander Petersson), Magdeburg, Melsungen, Nantes, Bjerringbro/ Silkeborg (Þráinn Orri Jónsson), Tvis Holstebro, Chambéry, Füchse Berlín og Nimes. Valsmenn fimmtu sterkastir Valsmenn leika í Áskorendabikar karla, sem breytist í EHF-bikarinn haustið 2020. Eftir góða frammistöðu fyrir tveimur árum eru þeir taldir fimmta sterkasta liðið og hefja keppni í 3. umferð um miðjan nóv- ember en þar munu þeir mæta liði sem fer áfram úr 2. umferð. Í þeim hópi eru m.a. Alingsås frá Svíþjóð (Aron Dagur Pálsson), Drammen frá Noregi (Óskar Ólafsson), Bregenz frá Austurríki, Karvina og Dukla Prag frá Tékklandi, Maribor frá Slóveníu, svo einhver séu nefnd. Níu sterkustu handboltaþjóðir Evrópu, samkvæmt styrkleikalista hverju sinni, mega ekki senda lið í Áskor- endabikarinn. Valur gegn Hildigunni? Eina íslenska kvennaliðið í Evr- ópukeppni í vetur er Valur sem fer í EHF-bikarinn en þar verður keppnisfyrirkomulagi breytt að ári eins og hjá körlunum. Valskonur leika í 1. umferð í sept- ember og eru í neðri styrkleika- flokki. Þær geta m.a. dregist gegn Bayer Leverkusen frá Þýska- landi, sem Hildigunnur Einars- dóttir gekk til liðs við í sumar, Byåsen frá Noregi, Craiova frá Rúmeníu, Skuru frá Svíþjóð, Quintus frá Hollandi, Zaglebie Lubin frá Póllandi, Besancon frá Frakklandi og fleiri sterkum liðum. Dregið verður til fyrstu umferð- anna í öllum Evrópumótunum á þriðjudaginn kemur, 16. júlí. Fimm lið fara í Evrópukeppni  FH og Haukar fara í 1. umferð EHF-bikarsins en Selfoss beint í 2. umferð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EHF-bikarinn Selfoss og Haukar gætu hugsanlega mæst í 2. umferðinni. Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs- maður í körfuknattleik, er form- lega orðinn leikmaður Zaragoza á Spáni en félagið kynnti hann til leiks í gær. Tryggvi, sem er 21 árs gamall miðherji, var samnings- bundinn Valencia tvö síðustu ár en var lánsmaður hjá Obradorio á síð- ustu leiktíð. Öll þessi félög leika í spænsku ACB-deildinni. Zaragoza hafnaði þar í sjötta sæti á síðasta tímabili, Valencia í fjórða sæti og Obradorio í fimmtánda sæti af átján liðum. Zaragoza leikur í Meist- aradeild Evrópu í vetur. vs@mbl.is Tryggvi staðfestur hjá Zaragoza Morgunblaðið/Hari Spánn Tryggvi Snær Hlinason leik- ur í Meistaradeildinni í vetur. Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óla- dóttir vonast til þess að vera orðin heil heilsu þegar lið hennar KR mætir Þór/KA í undan- úrslitum Mjólkurbikarsins 20. júlí, en þetta staðfesti hún við Morgunblaðið í gær. Guð- munda var borin af velli í 1:0-sigri KR gegn Tindastóli í átta liða úrslitum bikarkeppn- innar á Meistaravöllum í lok júní og í fyrstu var óttast að hún væri með slitið krossband. „Ég fór í myndatöku í fyrradag þar sem allt leit vel út og bæði krossbönd voru heil og lið- þófinn leit vel út. Ég hitti lækni í gær og mun taka því rólega á næstu dögum en mark- miðið er að ná bikarleiknum,“ sagði Guð- munda við Morgunblaðið. bjarnih@mbl.is Krossböndin eru heil hjá Guðmundu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon KR Guðmunda Brynja Óla- dóttir meiddist í lok júní. Tveir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í þriggja leikja bann fyrir „ofsafengna framkomu“ eins og það er orðað í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Um eru að ræða tvo leikmenn Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu, Bartlomiej Broda og Lukman Abidoye, en þeir voru reknir af velli í 10:1-tapi Afríku fyrir Hvíta riddaranum á dögunum. Þá var félagið sektað um 10 þúsund krónur. Þeir voru þó ekki einu leikmenn 4. deildar sem fengu bann fyrir ofsafengna framkomu, því Richard Már Guð- brandsson, leikmaður Úlfanna, fékk tveggja leikja bann með þeim rökstuðningi eftir rautt spjald í tapi fyrir KM. Tveir leikmenn í efstu deild karla voru úrskurðaðir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Guðmundur Kristjánsson, leikmaður FH, missir af leik liðsins gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn og Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, verður fjarri góðu gamni þeg- ar Grindvíkingar taka á móti Skagamönnum á mánudagskvöld. yrkill@mbl.is Þrisvar ofsafengin framkoma Brottvísun. Pepsi Max-deild karla í knatt- spyrnu er rúmlega hálfnuð og 1.127 áhorfendur hafa verið að meðaltali á leik í deildinni. 11. umferðin er sú best sótta hingað til, en þá voru 8.207 áhorfendur á leikjunum sex. Meistaravellir KR-inga trekkja mest að, en þar mæta að meðaltali 1.658 manns á leik. Næst kemur Breiðablik með 1.593 manns á Kópavogsvelli. Leikur þeirra í Vesturbænum er einmitt sá fjöl- mennasti í sumar, en 3.012 áhorf- endur voru þá viðstaddir. Meistaravellir trekkja að Morgunblaðið/Arnþór Birkisson KR Toppliðið hefur fengið flesta áhorfendur það sem af er í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.