Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.alno.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Sir Kim Darroch, sendi- herra Bretlands í Bandaríkjunum, „hrokafullt fífl“ á twitter-reikningi sínum í gær, en um helgina birtust í breska slúðurblaðinu Mail on Sunday leyniskjöl frá sendiráðinu þar sem Darroch lýsti meðal annars þeirri skoðun sinni að Trump væri vanhæfur og að óreiða ríkti í Hvíta húsinu með Trump við stjórnvölinn. Trump réðst einnig á Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, en hún varði ummæli Darrochs í fyrradag, og sagði þau í samræmi við hlutverk sendiherrans. Sagði Trump að stefna May varð- andi útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu hefði verið heimskuleg. Sagðist Trump hafa veitt henni ráð um hvernig væri best fyrir Breta að bera sig að, en May hefði valið að fara eigin leiðir, og niðurstaðan væri stórslys fyrir Breta. Fagnaði Trump því að dagar May í embætti væru senn taldir og lýsti því jafnframt yfir að Hvíta húsið myndi ekki eiga í neinum frekari samskiptum við Dar- roch. Gagnrýnir Trump Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, svaraði gagnrýni Trumps og sagði hann hafa á röngu á standa um stefnu Theresu May. Þá hefðu ummæli Trumps borið vott um virð- ingarskort. Hunt etur nú kappi við fyrirrennara sinn í embætti, Boris Johnson, um það hver eigi að taka við af May sem leiðtogi Íhaldsflokks- ins og forsætisráðherra. Lofaði Hunt því að Darroch yrði um kyrrt í Washington ef hann yrði forsætis- ráðherra. Málið hefur sett samskipti Bret- lands og Bandaríkjanna í nokkurt uppnám. Boris Johnson sagði hins vegar að hann hefði átt í góðum sam- skiptum við stjórnvöld í Washington í gegnum tíðina, og að hann myndi leitast við að tryggja áfram sterk samskipti Bretlands og Bandaríkj- anna, næði hann kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins. „Bandaríkin eru, hafa verið og munu um fyrirsjáan- lega framtíð vera nánasti bandamað- ur okkar,“ sagði Johnson. Svarar fyrir ummælin  Trump Bandaríkjaforseti segir Darroch vera „hrokafullt fífl“  Mun ekki eiga í frekari samskiptum við sendiherrann  Hunt kemur Theresu May til varnar AFP Uppnám Samskipti Breta og Banda- ríkjamanna eru sögð í uppnámi. Safngestur Tate-nýlistasafnsins í Lundúnum þreifar hér á mosavegg, en hann er hluti af nýrri sýningu Ólafs sem var opnuð í gær. Eru um 40 verk eftir Ólaf til sýnis þar og sagði sýningar- stjórinn Mark Godfrey við AFP-fréttastofuna að Ólafur hefði meðal annars sótt innblástur sinn til íslenskrar náttúru og upplifana sinna þar í æsku. „Ólafur eyddi miklum tíma í æsku á Íslandi og umhverfið, landslagið hefur haft mikil áhrif á hann,“ sagði Godfrey. Ólafur býr meðal annars til foss og regnboga á sýningunni sem verður op- in fram til 5. janúar næstkomandi. AFP Sótti innblásturinn í íslenska náttúru Frakkar, Þjóð- verjar og Bretar ásamt Evrópu- sambandinu þrýstu á Írani í gær um að þeir létu af aðgerðum sínum sem ganga í bága við kjarn- orkusam- komulagið frá 2015. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sendi í gær Emmanuel Bonne, einn helsta ráðgjafa sinn í utanríkismálum, til Teheran í þeirri von um að hann gæti fundið leið til þess að bjarga samkomulaginu eftir að staðfest var í fyrradag að Íranar væru farn- ir að auðga úran umfram þau 3,67% sem samkomulagið leyfir þeim. Macron hefur á undanförnum dögum rætt bæði við Hassan Rouh- ani, forseta Írans, og Donald Trump Bandaríkjaforseta í þeirri von um að hægt væri að miðla mál- um milli ríkjanna tveggja, en Trump sagði í gær að Íranar þyrftu að íhuga næstu skref sín vandlega. Þá hermdu heimildir AFP- fréttastofunnar að Evrópuríkin þrjú væru treg til þess að setja sín- ar eigin refsiaðgerðir á Íran þrátt fyrir brot Írana á samkomulaginu, þar sem vonir stæðu til að óttinn við slíkar aðgerðir gætu fengið þá aftur að samningaborðinu. Vilja að Íranar hætti við aðgerðir sínar Emmanuel Macron ÍRAN Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hann væri mót- fallinn því að Rússar beittu Georgíumenn þvingunar- aðgerðum, en dúman sam- þykkti þings- ályktunartillögu þess efnis fyrr um daginn. Væri slík- um aðgerðum ætlað að svara fyrir ögranir af hálfu Georgíumanna, en vinsæll sjónvarpsþáttastjórnandi í Georgíu olli mikilli reiði í Rússlandi um helgina þegar hann réðst á per- sónu Pútíns með miklum fúkyrðum í beinni útsendingu. Umfangsmikil mótmæli gegn Rússum brutust út í Georgíu í síð- asta mánuði eftir að rússneskur þingmaður fékk að ávarpa ráðstefnu úr pontu þjóðþingsins. Hafa Rússar m.a. bannað beint flug milli land- anna í kjölfarið. Vill ekki viðskipta- bann á Georgíu Vladimír Pútín RÚSSLAND Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamanna- flokksins, lýsti því yfir í gær að flokkurinn styddi aðra þjóð- aratkvæða- greiðslu um út- göngu Breta úr Evrópusamband- inu að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, og að í þeirri atkvæðagreiðslu myndi Verkamannaflokkurinn berjast fyr- ir áframhaldandi veru Breta innan sambandsins. Sagði Corbyn að flokkur sinn myndi frekar vilja vera innan ESB en að yfirgefa það án samnings eða með samningi sem Íhaldsflokk- urinn hefði samið um. Corbyn vildi þó ekki segja hver stefna sín í út- göngumálinu yrði ef hann yrði for- sætisráðherra, en Corbyn hefur þótt fremur andsnúinn ESB. Kallar eftir annarri atkvæðagreiðslu BRETLAND Jeremy Corbyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.