Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 KNATTSPYRNA Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Selfoss ............................................ 0:1 KR – Stjarnan........................................... 1:0 Breiðablik – Fylkir................................... 5:0 Staðan: Valur 9 8 1 0 33:7 25 Breiðablik 9 8 1 0 27:7 25 Þór/KA 8 4 2 2 13:13 14 Selfoss 9 4 1 4 9:13 13 Stjarnan 9 3 1 5 5:14 10 ÍBV 8 3 0 5 13:12 9 KR 9 2 1 6 8:18 7 Fylkir 8 2 1 5 7:21 7 Keflavík 8 2 0 6 14:17 6 HK/Víkingur 7 2 0 5 5:12 6 Meistaradeild karla Undankeppni, 1. umferð, fyrri leikir: Astana – CFR Cluj ................................... 1:0  Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik- inn með Astana. Ararat-Armenia – AIK ........................... 2:1  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK á 65. mínútu. HJK Helsinki – HB Þórshöfn ................. 3:0  Heimir Guðjónsson þjálfar HB. Brynjar Hlöðversson kom af bekknum á 81. mínútu. Nömme Kälju – Shkëndija ...................... 0:1 Sarajevo – Celtic....................................... 1:3 Dudelange – Valletta ............................... 2:2 Sudeva – Rauða stjarnan......................... 0:0 The New Saints – Feronikeli .................. 2:2 Evrópudeild karla Undankeppni, 1. umferð, fyrri leikir: St Joseph’s – Rangers.............................. 0:4 Gzira United – Hajduk Split ................... 0:2 CSKA Sofia – OFK Titograd .................. 4:0 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu, 1. umferð: Origo-völlur: Valur – Maribor.................. 20 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Þórsvöllur: Þór/KA – HK/Víkingur......... 18 3. deild karla: Sindravellir: Sindri – Vængir Júpíters.... 17 Ólafsfjarðarvöllur: KF – Einherji............ 19 KR-völlur: KV – Kórdrengir .................... 20 Fagrilundur: Augnablik – Álftanes ......... 20 Borgarnes: Skallagrímur – Reynir S ...... 20 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Fífan: Augnablik – FH......................... 19.15 Í KVÖLD! EM U18 kvenna B-keppni í Norður-Makedóníu: Sviss – Ísland ........................................ 86:35  Ísland hefur tapað fyrstu þremur leikj- um sínum og mætir Búlgaríu í síðasta leik riðilsins í dag.  KÓPAVOGUR/EYJAR/ VESTURBÆR Björn Már Ólafsson Arnar Gauti Grettisson Jóhann Ingi Hafþórsson Tímasetning marka getur skipt miklu í fótbolta. Bestu mörkin koma oftast í upphafi eða lok hvers hálf- leiks. Tímasetning marka Breiða- bliks var því nær fullkomin þegar liðið vann 5:0-sigur á Fylki í 9. um- ferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í gær því Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Blikum yfir strax á 5. mínútu. Því þurftu Blikar ekki að sýna þolinmæði til að brjóta niður vörn Fylkis. Annað mark Blika kom í lok fyrri hálfleiks og var það þungt högg fyr- ir Fylkisliðið sem hafði barist nokk- uð vel og skapað sér færi, þótt Blik- arnir væru sterkari aðilinn. Strax í upphafi seinni hálfleiks gerðu Blikar svo út um leikinn með þremur mörkum til viðbótar. Fylkisliðið er í meiðslavandræð- um líkt og þjálfari liðsins hafði orð á eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var þeirra tækifæri til að skora mörk en í þeim síðari reyndist þeim erfitt að stíga framar á völlinn gegn vel spil- andi Breiðabliksliði. Sérstaklega voru þar sprækar þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jó- hannsdóttir í liði Blika. Spilið fór mest fram á hægri kanti Blika en á vinstri kantinum sýndi Agla María Albertsdóttir einstaklings- frammistöðu þegar á reyndi. Leiksins verður þó líka minnst fyrir það hversu margar horn- spyrnur voru og tók það eiginlega taktinn úr leiknum á köflum að liðin þurftu endurtekið að stilla upp í þetta skemmtilega fasta leikatriði. Kapphlaup Blika og Vals heldur því áfram og eru liðin hnífjöfn með 25 stig, en mörkin voru Blikum mik- ilvæg. Bæði hafa fengið á sig sjö, en Valur hefur skorað 33 gegn 27 frá Blikum. Það gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. bmo@mbl.is Selfoss réði betur við aðstæður Selfoss vann Suðurlandsslaginn sem háður var í Vestmannaeyjum þegar gestirnir unnu ÍBV, 1:0 á Há- steinsvelli. Barbára Sól Gísladóttir skoraði eina mark leiksins strax á 15. mínútu. Mikill vindur var í Vest- mannaeyjum sem gerði leikmönnum beggja liða gríðarlega erfitt fyrir. Það voru þó Selfyssingar sem réðu mun betur við aðstæður og náðu að halda boltanum vel innan liðsins í fyrri hálfleik, þrátt fyrir mikinn mótvind á sig, og uppskáru þær mark eftir gott spil. Þetta var annar 1:0-sigur Selfoss í röð sem er gríðarlega sterkt, en það er alltaf gott að halda hreinu og sér- staklega nokkra leiki í röð líkt og liðið er að gera. Með sigrinum styrktu Selfyssingar stöðu sína í efri hluta deildarinnar, en þær sitja í fjórða sæti og eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnukonur sem koma næstar. Eyjakonur eru hins vegar ekki í jafn góðum málum, en þetta var annar tapleikur þeirra í röð á heima- velli og þær sitja í sjötta sætinu, nú fjórum stigum fyrir aftan Selfoss. sport@mbl.is Mark sem gæti breytt öllu KR vann afar mikilvægan 1:0- heimasigur á Stjörnunni í Vestur- bænum. Sigurmarkið kom á loka- mínútunni frá Grace Maher, ástr- ölskum miðjumanni KR-inga. Báðum liðum hefur gengið illa að skora í sumar og það sást í gær. Þau skiptust á að komast í góðar stöður, en fara svo illa að ráði sínu. Hver efnilega sóknin á fætur annarri fór forgörðum. Munurinn var sá að KR komst yfirleitt nær marki Stjörn- unnar, áður en sóknirnar runnu út í sandinn. Ef annað liðið átti sigurinn skilið, þá var það KR. Sóknarleikur liðsins var aðeins kröftugri. Gloria Douglas lítur vel út í framlínunni og er kraftmikil og Ásdís Karen Hall- dórsdóttir er alltaf ófeimin við að sækja að marki andstæðinganna. Vörn KR átti svo frekar auðveldan dag gegn bitlausu liði Stjörnunnar. Stjörnukonur náðu stundum fín- um spilköflum, en svo fóru sóknar- mennirnir á taugum þegar markið nálgaðist. Ekkert lið hefur beðið eins lengi eftir sigri og marki eins og Stjarnan og liðin fyrir neðan eru að nálgast. Liðið er aðeins fjórum stigum frá fallsæti og þarf að hafa varann á. KR er hins vegar að bíta vel frá sér og ná í sterk úrslit hér og þar. Fyrir vikið er liðið verðskuldað komið úr fallsæti. johanningi@mbl.is Fimm mikil- væg mörk í titilbaráttunni  Blikar bættu markatölu sína vel  Allt í hnút á botninum eftir sigur KR Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvenna Alexandra Jóhannsdóttir með boltann fyrir Blika, en hún skoraði tvö mörk án þess að Stefanía Ragnarsdóttir, Fylki, næði að stöðva hana. 0:1 Barbára Sól Gísladóttir 15. I Gul spjöldCaroline Van Slambrouck, Clara Sigurðardóttir (ÍBV), Hólm- fríður Magnúsdóttir, Magdalena Anna Reimus (Selfossi). Dómari: Gunnar O. Hafliðason, 5. Áhorfendur: 149. ÍBV – SELFOSS 0:1 M Caroline Van Slambrouck (ÍBV) Helena Jónsdóttir (ÍBV) Emma Kelly (ÍBV) Anna María Friðgeirsd. (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Grace Rapp (Selfossi) Hólmfríður Magnúsd. (Selfossi) Kelsey Wys (Selfossi) 1:0 Berglind Björg Þorvaldsd. 5. 2:0 Agla María Albertsdóttir 44. 3:0 Alexandra Jóhannsdóttir 52. 4:0 Berglind Björg Þorvaldsd. 53. 5:0 Alexandra Jóhannsdóttir 68. I Gul spjöldKyra Taylor (Fylki). MM Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breið.) BREIÐABLIK – FYLKIR 5:0 M Alexandra Jóhannsdóttir (Breið.) Andrea Rán Hauksdóttir (Breið.) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) Berglind B. Þorvaldsdóttir (Breið.) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylkir) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir) Dómari: Gunnar F. Róbertsson, 7. Áhorfendur: 363. 1:0 Grace Maher 90. I Gul spjöldLaufey Björnsdóttir, Grace Maher (KR), Edda María Birgisdóttir, Sigurður Már Ólafsson liðsstjóri (Stjörnunni). Dómari: Steinar Berg Sævarsson, 6. Áhorfendur: 223. KR – STJARNAN 1:0 M Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR) Birna Kristjánsdóttir (KR) Gloria Douglas (KR) Grace Maher (KR) Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR) Berglind Hrund Jónasd. (Stjörn.) Anna María Baldursd. (Stjörnunni) María Sól Jakobsdóttir (Stjörn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.