Morgunblaðið - 10.07.2019, Page 4

Morgunblaðið - 10.07.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Það var gert með því að telja og skrásetja á hvaða svæðum mesta álagið sé og á hvaða tímum. Gunn- laugur segir að álag sé mikið í ná- grenni veitingastaða og þjónustu og því hafi hugmyndin um gjaldskyldu á ákveðnum svæðum á sunnudögum kviknað. Ójafn leikur við bílastæðahús „Gjaldskylda á borgarstæðum er skilvirkasta leið borga til að stýra nýtingu. Með því að hafa misdýrt á ákveðnum stöðum o.s.frv. Það hefur líka verið ójafn leikur að vera með gjalskyld bílastæðahús en enga gjaldskyldu á svæðum í kring og það jafnvel á annatíma. Borgin þarf að fá nýtingu í bílastæðahúsin sem er nokkuð góð í flestum húsum yfir daginn en hrynur svo á kvöldin,“ segir Gunnlaugur sem telur að það stafi kannski ekki síst af því að það sé hægt að leggja fyrir utan þau án gjalds. Gunnlaugur segir að hug- myndin að hækka verð á eftirsóttum svæðum og lækka á minna eftir- sóttum sé til þess fallin að nýta bet- ur þau stæði sem til eru og létta á skorti á mestu annatímunum. Ekki er lagt til að nýta hæsta gjaldflokk strax en Gunnlaugur seg- ir að hann sé tilbúinn þegar að því komi og það sé alveg klárt að með tíð og tíma muni bílastæðagjald hækka þar sem nýtingin er sem allra mest. Borgarbúar séu að kynn- ast betur kostum bílastæðahúsa og áfram verði unnið að því að safna gögnum reglulega til þess að fylgj- ast með þróuninni og bregðast við. lækkun á skammtímastæðum og hækkun á langtímastæðum og bentu á aukið álag á bílastæðum vegna bílaleigubíla sem lagt hafi verið um langa hríð í íbúða- og verslunar- götum. Flokkur fólksins ítrekaði að borg- in væri fyrir alla og sífellt væri verið að finna leiðir til að koma höggi á bíleigendur. Á meðan ekki sé boðið upp á strætó sem fýsilegan kost séu aðgerðir borgarinnar ósanngjarnar. Fulltrúi Miðflokksins lagði til að fyrstu 15 til 20 mínútur yrðu gjald- frjálsar í bílastæðum borgarinnar til að koma til móts við þá sem staldra stutt við. Það ætti ekki að vera ein- göngu á færi þeirra allra efnuðustu að leggja í miðborginni. Gunnlaugur segir að með tillögum stýrihópsins sé verið að skýra verk- lagið og auka skýrleika og gagnsæi með því að formbinda ákveðnar reglur. Sem dæmi um það sé hvern- ig brugðist sé við ábendingum um að það þurfi gjaldskyldu á ný svæði. Nú liggi ljóst fyrir hvað íbúar og at- vinnulífið geta gert til þess að óska eftir gjaldskyldu á nýjum svæðum, útvíkka eða jafnvel leggja niður gjaldskyldu. „Við lögðum til að lengja gjald- skyldutíma og taka upp gjaldskyldu á sunnudögum. Einhverjum kann að finnast það nokkuð róttækt. En ég fagna því að í fyrsta sinn sé verið að leggja grunninn að því að ákvarð- anir sem teknar eru séu byggðar á gögnum,“ segir Gunnlaugur sem bendir á að gögn hafi fengist í viða- mikilli athugun á nýtingu bílastæða. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Markmiðið með vinnu stýrihópsins var að jafna álag og reyna að tryggja að alltaf séu einhver bíla- stæði laus þar sem borgin er með stæði á borgarlandinu,“ segir Gunn- laugur Bragi Björnsson, annar af tveimur fulltrúum meirihlutans í stýrihóp um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum. Tillögur hópsins um stýringu bílastæða voru lagðar fyrir fund skiplags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur 3. júlí sl. Kristín Soffía Jónsdóttir var hinn fulltrúi meirihlutans og Valgerður Sigurð- ardóttir fulltrúi minnihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur. Stýrihópurinn lagði m.a. til að lengja gjaldtökutíma á ákveðnum svæðum, taka upp gjaldskyldu á sunnudögum, hækka bílastæðagjald á tilteknum svæðum og lækka ann- ars staðar. Á fundi skipulags- og samgöngu- ráðs var samþykkt með atkvæðum meirihluta ráðsins að vísa tillögum stýrihópsins sem snúa að stýringu bílastæða til meðferðar hjá um- hverfis- og skipulagssviði og til sam- göngustjóra. Bílaleigubílar til vandræða Fulltrúar Sjálfstæðiflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins og bókuðu um málið. Þeir sögðu margt jákvætt að finna í niðurstöðum stýrihópsins og mikilvægt að stefna lægi fyrir. Þeir vildu sjá frekari hvata fyrir skammtímanotkun bílastæða með Breytt fyrirkomulag bílastæða í miðborg Reykjavíkur Tillaga að breytingu á gjaldskyldu og ný gjaldskrá Heimild: Reykjavíkurborg Hækkun um einn gjaldfl okk í 200 kr./klst. Hækkun um einn gjaldfl okk í 400 kr./klst. Lækkun um einn gjaldfl okk í 100 kr./klst. Hækkun um einn gjald- fl okk í 400 kr./klst. Hækkun um einn gjald- fl okk í 200 kr./klst. Innleiðing hámarks- tíma (2 klst.) P1 P1 P2 P3 P4 370 kr./klst. 370 kr./klst. 190 kr./klst. 190 kr./klst.* 190 kr./klst. Núverandi svæði og gjaldskrá Tillaga að nýrri gjaldskrá 400 kr./klst.** 400 kr./klst. 200 kr./klst. 100 kr./klst. 200 kr./klst. Gjaldsvæði Svæði í hæsta gjaldfl okki (600 kr./klst.) hafa ekki verið skilgreind. *55 kr./ klst. eftir fyrstu tvær klukkustundir. **Íbúakort gilda ekki. Verðbreytingar Hámarkstími 2 klst. Bílastæðahús Skv. skýrslu stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum í júní 2019 Vilja tryggja laus bílastæði í borginni  Stýrihópur leggur til breytingar á gjaldskrá út frá nýtingu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta snýst aðallega um að gera sér grein fyrir því hvaða þarfir sam- félagið hefur og að uppfylla þær þarfir,“ segir Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar. Eins og Morgunblaðið greindi frá á mánudag kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets að líkur á afl- skorti séu meiri en í fyrri útreikn- ingum. Nefnt er að hætta sé á því einhvern tímann árið 2022 að fram- boð á raforku verði ekki nægilegt til að svara eftirspurn hér á landi. Hörður kveðst fagna skýrslu Landsnets enda sé mikilvægt að sviðsmyndir séu greindar. Hann bendir á að Landsvirkjun hafi tekið í notkun tvær virkjanir á síðasta ári, Þeistareyki og Búrfell, til að mæta aukinni notkun. Aðspurður segir Hörður að ör- yggi stórnotenda sé tryggt. Í þann flokk falla flest gagnaver sem sprottið hafa upp á liðnum árum eða eru í undirbúningi. „Það þarf hins vegar að huga sér- staklega að orkuöryggi fyrir heim- ilin og smærri fyrirtæki,“ segir Hörður. Hann segir jafnframt að eins og staðan er í dag sé óljóst hver beri ábyrgð komi upp sú staða sem teikn- uð er í skýrslu Landsnets og hvaða úrræði viðkomandi hafi. Stjórnvöld hafi með umræddri skýrslu Lands- nets fengið hvatningu til úrbóta. Hörður segir að nú standi yfir vinna að orkustefnu fyrir Ísland og við þá vinnu þurfi að ræða þörfina á uppbyggingu í raforkuframleiðslu. „Þetta hefur að mörgu leyti vantað inn í umfjöllun um rammaáætlun, það er aldrei gert ráð fyrir þörf- inni.“ Jafnframt bendir Hörður á að nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins sé að störfum og á verksviði hennar ætti að skýrast hver ber ábyrgð á raforkuöryggi á Íslandi. Sú nefnd skili vonandi af sér niðurstöðum í haust. Óljóst hver beri ábyrgð og hver úrræðin séu  Forstjóri Landsvirkjunar segir að tryggja þurfi orkuöryggi fyrir heimilin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Raforka Forstjóri Landsvirkjunar fagnar nýrri skýrslu Landsnets Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Það er ekki oft að sex ættliðir eru á lífi á sama tíma en það gerðist að- faranótt 7. júlí þegar Fannar Óli Þorvaldsson, sem verður 18 ára í október og er langalangafabarn Lár- usar Sigfússonar sem fagnaði 104 ára afmæli 5. febrúar, eignaðist dótt- ur. Móðir stúlkunnar er Heba Rós Fjeldsted en fjölskyldan er búsett í Borgarnesi. Í viðtali við Morgunblaðið í febr- úar sagði Hjalti Júlíusson, langafi stúlkunnar, að nauðsynlegt væri að byrja snemma í barneignum til þess að ná sex ættliðum. Ekki hefur náðst mynd af ættlið- unum sex sem eru: Lárus Sigfússon 104 ára, Gréta Lárusdóttir 78 ára, Hjalti Júlíusson 60 ára, Þorvaldur Hjaltason 41 árs, Fannar Óli Þor- valdsson 17 ára og stúlka Fannars- dóttir, þriggja daga gömul. Jónas Ragnarsson ættfræðingur segir að vitað sé um fimm tilvik þeg- ar sex ættliðir hafa verið á lífi á sama tíma; það var árin 1974, 1989, 2008, 2010 og svo núna. Jónas segir að til þess að mögulegt sé að sex ættliðir séu á lífi á sama tíma þurfi sá elsti í röðinni að vera um hundrað ára þeg- ar sá yngsti fæðist og kynslóðabilið þurfi þar af leiðandi að vera um tutt- ugu ár að meðaltali. Það sem sex ættliða fjölskyldur eigi sameiginlegt sé að þar stofni margir ættliðir í röð til barneigna á unga aldri. Oftast sé um að ræða elsta afkomanda hverr- ar kynslóðar. Algengara sé að fimm ættliðir séu á lífi og oftar í kvenlegg. Lárus fékk barnabarnabarnabarnabarn  Sex ættliðir á lífi á sama tíma í fimmta sinn á Íslandi Lárus Sigfússon er 104 árum eldri en langa- langlangafabarnið, stúlka Fannarsdóttir, sem fæddist á sunnudaginn  Fimmta skiptið, svo vitað sé 104 ára Ættfaðirinn Lárus Sigfússon. Þriggja daga Stúlka Fannarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.