Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Sigurður Már Jónsson blaðamaðurskrifar um nýja skýrslu mann- réttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í pistli á mbl.is. Skýrslan byggist á hundruðum viðtala við vitni að mannréttindabrotum í Venesúela og er, eins og Sigurður Már bendir á, „þungur áfellisdómur yfir sósíal- istastjórn Nicolas Maduro en stjórn- völd eru þar sökuð um pyntingar, kerfisbundnar nauðg- anir, skefjalaust of- beldi og ólögmæt manndráp í til- raunum sínum til að halda völdum í land- inu.“    Hann helduráfram og segir: „Það hlýtur að vera þungt áfall fyrir þá mörgu sósíalista víða um heim, sem reynt hafa að bera blak af sósíalistastjórn Maduro, að lesa skýrsluna. Þar kemur fram að sér- stakar drápssveitir stjórnarinnar (Special Action Forces (FAES)) eru taldar hafa drepið 5.287 manns fram til síðustu áramóta og aðra 1.569 fram til 19. maí á þessu ári. Voru drápin framkvæmd undir formerkj- um sérstakra aðgerða (Operations for the Liberation of the People) sem þessar drápssveitir stóðu fyrir að skipan stjórnvalda. Þetta staðfestir grun margra en eru auðvitað sláandi upplýsingar. Getur nokkur varið þetta? Er enn unnt að kenna Trump og Bandaríkjamönnum um ástandið í Venesúela eins og margir sósíalistar hér á landi hafa gripið til?“    Hvar sem sósíalismanum hefurverið hrint í framkvæmd hefur hann tekið á sig mynd ofbeldis og kúgunar.    Hvernig stendur á því að enn ertil fólk sem leggur nafn sitt við þessa andstyggilegu stjórn- málastefnu? Sigurður Már Jónsson Sósíalismi í framkvæmd STAKSTEINAR Nicolas Maduro Verkefnastofa borgarlínu hefur tek- ið formlega til starfa og mun sinna undirbúningsverkefnum fyrir fyrsta áfanga borgarlínu á höfuðborgar- svæðinu. Verkefnastofan starfar á grundvelli samkomulags milli Vega- gerðarinnar og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem lagður var grunnur að í samgönguáætlun. Samkomulagið felur í sér að Sam- tök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH) og Vegagerðin skipti með sér kostnaði vegna undirbún- ingsvinnu árin 2019 og 2020. Tilgangur verkefnastofunnar er að ljúka forhönnun borgarlínu, yfir- fara leiðakerfi almenningssam- gangna, kostnaðarmat, skipulags- vinna og gerð umhverfismats þannig að hægt verði í framhaldinu að hefja verkhönnun og undirbúa gerð út- boðsgagna fyrir framkvæmdir. Á verkefnastofunni eru þrír verk- efnastjórar, þau Bryndís Friðriks- dóttir samgönguverkfræðingur, Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræð- ingur og Lilja G. Karlsdóttir sam- gönguverkfræðingur. Verkefna- teymið mun njóta tilfallandi stuðnings sérfræðinga Vegagerðar- innar, sveitarfélaganna og Strætó bs. Undirbúningsvinnan mun jafn- framt vera í höndum utanaðkomandi ráðgjafa, bæði innlendra og er- lendra, segir í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. BRT Planning International mun vera til ráðgjafar í ferlinu. Fyrir- tækið starfar í Brooklyn í New York í Bandaríkjunum og hefur komið að skipulagi og framkvæmdum víða um heiminn. sisi@mbl.is Verkefnastofa borgarlínu stofnuð Ljósmynd/Vegagerðin Samið Páll B. Guðmundsson, SSH, og Bergþóra Þorkelsdóttir, Vegagerð. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýjar íslenskar kartöflur eru komn- ar í flestar verslanir á höfuðborgar- svæðinu. Þá eru fyrstu káltegund- irnar farnar að fást í búðum en fullt framboð verður þó ekki fyrr en síð- ar í mánuðinum. Íslensku kartöflurnar sem Sölu- félag garðyrkjumanna (SFG) selur fyrir bændur eru úr Hrunamanna- hreppi og Þykkvabæ. „Þær líta bara vel út en stærðirnar eru misjafnar enda kartöflurnar lítið flokkaðar,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs SFG. Best geymdar í maga Hann segir að kartöflurnar séu viðkvæmar og þoli illa geymslu og flutninga og því séu þær í takmök- uðum mæli á landsbyggðinni. „Þær eru best geymdar í maga,“ segir hann. Það bætist við magnið á nánast hverjum degi þannig að fljótlega ætti að vera unnt að fá nýjar ís- lenskar kartöflur alls staðar. Margar káltegundir koma á markaðinn í júlí, samkvæmt græn- metisdagatalinu. „Ég reikna með að við fáum spergilkál í þessari viku. Við erum aðeins farnir að sjá kína- kál og eitthvað af blómkáli. Það verður þó ekki alvöru magn af blómkáli fyrr en síðustu vikuna í júlí. Gulrætur byrja að berast í næstu viku,“ segir Guðni. Mest af útiræktaða grænmetinu kemur frá Flúðum og nágrenni. Í vor og það sem af er sumri hef- ur almennt verið góð tíð til græn- metisræktunar. „Það lítur ágætlega út með uppskeru og mun betur en í fyrra. Ýmislegt getur þó ennþá komið upp á,“ segir Guðni. Fyrstu káltegund- irnar á markað  Nýjar íslenskar kartöflur komnar í flestar verslanir Uppskera Nýjar íslenskar kartöflur eru komnar á markaðinn. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Bialetti mokka könnur Hönnun: Alfonso Bialetti Verð frá 2.590,- Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.