Morgunblaðið - 10.07.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.07.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Tilboð/útboð Auglýsing Auglýsing á deiliskipulagstillögu í Narfastaðalandi. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28. maí 2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4. no.2A í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir garðyrkjubýli, þ.e íbúðarhús, geymslu og gróðurhús. Stærð landsins er 28.3 ha en deiliskipulagið nær yfir hluta þess, þ.e. 6.036 m². Deiliskipulagstillagan liggur fammi á skrif- stofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hval- fjarðarsveitar föstudaginn 12.júlí á milli 10:00 – 12:00 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Narfastaðaland”. fyrir 26. ágúst 2019. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar Bogi Kristinsson Magnusen Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9 - 12. Opin smíðastofa kl. 9- 15. Bridge kl. 12.30. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-15. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og blöðin við hringboðið kl. 8:50. Listasmiðja opin kl. 9-16. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Miðvikufjör Jóhanna Elísa kemur og skemmtir okkur kl. 11:50. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Postulínsmálun kl. 9. Göngutúr um hverfið kl. 13. Opið hjá okkur alla virka daga. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Hádegismatur frá 11:30 til 12:30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14:30 til 15:30 alla virka daga. Farið verður í minigolf í Skemmti- garðinum í Grafarvogi fimmtudaginn 11. júlí. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Gönguferð um hverfið kl. 13.30 og etir- miðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag, gengið frá Borgum. Opið hús í dag í Borgum frá kl. 13 til 16; félagsvist, hannyrðir, spjallhópur og gleðileg samvera, kaffi á könnunni og kaffimeðlæti. Allir velkomnir. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, síðdegiskaffi kl. 14.30, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10:30, botsía í salnum skólabraut kl. 10:00, upprifjunarnámskeið fyrir spjaldtölvur kl. 13:00, vatnsleikfimi ísundlaug seltjarnarness kl. 18:30. Krakkarnir í ungmen- naráði Seltjarnarness ætla að halda árlaga harmonikkuballið við smábátahöfnina á fimmtudaginn í næstuviku (18.júlí) Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hit- tist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkom- nir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Korpúlfsstöðum Mosfellsbæ kl. 10.00. Kaffistaður Bakaríið Mos- fellsbæ eftir göngu. Strætó til baka leið 7. Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is✝ Andrea Guð- rún Tryggva- dóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Fossheimum, Selfossi, 25. júní 2019. Andrea var dótt- ir hjónanna Jó- hanns Tryggva Jónssonar og Ólaf- íu Margrétar Andrésdóttur sem búsett voru lengst af í Hafnar- firði. Systkini hennar eru Jón Valur, f. 1931, Sigurður Rúnar, f. 1935, d. 2015, og Guðrún Mar- grét, f. 1946. Andrea giftist Sigurði Þórð- arsyni, f. 4. apríl 1928, d. 21. nóvember 2016, þann 12. janúar 1951. Hann var sonur hjónanna Þórðar Eyjólfssonar og Þuríðar Salóme Salómonsdóttur sem bjuggu á Brúsastöðum í hraun- inu vestan byggðarinnar í Hafn- arfirði. Andrea og Sigurður eign- uðust fjögur börn. 1. Ólafíu, f. 12. júlí 1950. Hún er gift Þor- varði Hjaltasyni, f. 1951. Þau Alexöndru Eir Andrésdóttur. Þau eiga tvo syni. b) Andrea Guðrún, f. 1989. Börn Bjargar úr fyrra hjónabandi eru; Sara, f. 1979, Helga, f. 1981, Stefán, f. 1983, og Ester, f. 1988 4. Guð- rún, f. 30. ágúst 1964, gift Sig- urði Inga Ásgeirssyni, f. 1959. Þeirra börn eru: a) Ásgeir Andri, f. 1986, b) Sigþór Ingi, f. 1989, c) Kristín Sóley, f. 1993, sambýlismaður hennar er Karl Sigtryggsson, og d) Arnór Val- ur, f. 1998. Andrea og Sigurður hófu bú- skap í Hafnarfirði 1950 og bjuggu þar til ársins 1970. Þá fluttu þau til Kollafjarðar þar sem Sigurður starfaði sem stöðvarstjóri Laxeldisstöðvar ríkisins. Árið 1986 tóku hjónin sig upp og fluttu austur fyrir fjall og settust að á Selfossi og bjuggu þar allar götur síðan. Andrea var gagnfræðingur frá Flensborgarskóla en gat ekki haldið áfram námi vegna heyrn- arskerðingar þrátt fyrir góðar námsgáfur. Eftir að börnin komust á legg starfaði Andrea við ýmis störf, verslunarstörf, á kjúklingabúi og á saumastofu. Andrea hafði yndi af söng og söng með kórum bæði á Kjal- arnesi og á Selfossi. Útför Andreu fer fram frá Selfosskirkju í dag, 10. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. eiga þrjá syni. Þeir eru: a) Guðjón Björgvin, f. 1971, kvæntur Helgu Dögg Sigurðar- dóttur, þau eiga tvo syni. b) Hjalti, f. 1973, kvæntur Jó- dísi Ástu Gísladótt- ur, þau eiga tvo syni. c) Sigurður Andrés, f. 1978. Sambýliskona hans er Brynhildur Fjóla Hallgríms- dóttir. Þau eiga fjórar dætur. 2. Kristján Tryggvi, f. 14. október 1954. Hann er kvæntur Ingi- björgu Jóhönnu Erlendsdóttur, f. 1958. Þau eiga tvo syni. Þeir eru: a) Sigurður Árni, f. 1991, sambýliskona hans er Guðný Þóra Guðnadóttir. b) Kristján Ingi, f. 1993. Sambýliskona hans er Viktoría Hinriksdóttir. Áður átti Ingibjörg Erlend, f. 1973, sem er látinn. 3. Hringur, f. 30. apríl 1958. Hann er kvæntur Björgu Jóhannesdóttur, f. 1958. Þau eiga sex börn. Börn Hrings og fyrrv. eiginkonu hans Ólafíu Láru Ágústsdóttur eru: a) Ágúst Arnar, f. 1988, kvæntur Við kveðjum í dag tengdamóð- ur mína Andreu Guðrúnu Tryggvadóttur. Hún ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar fram á miðjan aldur þar til hún flutti í Kollafjörð við Kjalarnes og síðar á Selfoss. Ég held að hún hafi samt alltaf litið á sig sem Hafn- firðing. Hún veiktist ung að aldri og bjó við varanlega heyrnar- skerðingu síðan en fékk þó nokkra bót meina sinna þegar hún var komin á fullorðinsár. Þessi veikindi mörkuðu framtíð hennar á þann veg að hún náði ekki að feta menntaveginn þrátt fyrir góðar námsgáfur. Þrátt fyr- ir þetta mótlæti tókst hún á við lífið með sinni eðlislægu bjart- sýni og góða skaplyndi. Hún gift- ist ung Sigurði Þórðarsyni frá Brúsastöðum í Hafnarfirði og eignaðist með honum fjögur mannvænleg börn. Ég kynntist henni fyrir 50 ár- um eftir að við Ollý elsta dóttir þeirra fórum að skjóta okkur saman. Það er stundum talað um tannhvassar tengdamömmur en það átti sannarlega ekki við um hana og ég man ekki til að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundur- orða á öllum þessum árum. Það var í mesta lagi að hún segði „jæja góði“ til að slíta umræðum ef það var einhver meiningar- munur. Hún var eins og áður sagði létt í skapi og gamansöm en hún var líka hörkudugleg og af- kastaði miklu ef þess þurfti. Hún var létt á fæti og kvik í hreyf- ingum og við uppvaskið gekk stundum svo mikið á að glertauið var í stórhættu. Hún var afar handlagin, prjónaði, heklaði, saumaði út og málaði á postulín og eins og í öðru sem hún tók sér fyrir hendur afkastaði hún miklu án þess að það kæmi niður á gæð- unum. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og lét sér annt um af- komendur sína. Þess fengu synir okkar sannarlega að njóta en þeir vissu fátt skemmtilegra en að fara í sveitina í Kollafirði til afa og ömmu. Þar fengu þeir að njóta frjálsræðis og góðs atlætis í hví- vetna og margoft tók hún þá í fóstur ef þeir veiktust og foreldr- arnir bundnir í vinnu eða skóla. Andrea átti langt og gott líf, hefði orðið níræð nú í júlímánuði, og kvaddi sátt við allt og alla. Góð kona er gengin. Veri hún kært kvödd. Þorvarður Hjaltason. Elsku systir, kæra kveðju kveð ég þér á þessum degi, almættið þig ávallt geymi og englafjöld á himnavegi. Allar stundir þér ég þakka, þakka kæra bernsku mína, seinna sumarlands á grundum saman munum rósir tína. Elskuleg systir mín, Andrea Guðrún Tryggvadóttir, eða Nunna systir, eins og ég kallaði hana frá því ég man fyrst eftir, er nú horfin héðan úr jarðheimi eftir langa og viðburðaríka ævi. Það vantaði aðeins þrjár vikur upp á 90 árin er hún lést hinn 25. júní sl. Margs er að minnast eftir meir en 70 ára samveru okkar, en hver og ein minning er umvafin ást og gleði frá þeirri ljúfu sál sem hún hafði að geyma. Það var 17 ára aldursmunur á okkur systrum, hún elsta barnið í fjölskyldunni og ég örverpið og dekruð eftir því. Bræðurnir tveir, Jón Valur og Sigurður Rúnar, sáu um það ásamt Nunnu að ég átti gleðiríka bernskudaga í litlu íbúðinni á Skúlaskeiði 38 í Hafn- arfirði. Það hefur þó líklega verið þeim óvænt og sérstök lífs- reynsla að allt í einu var mætt á staðinn lítil manneskja sem var bæði frek og þurfti mikla þjón- ustu. Þeirri þjónustu sinnti Nunna systir af einstakri alúð, svo mikilli að sumir bæjarbúar héldu að hún ætti sjálf þetta barn sem hún var með úti á göngu í vagni. Nunna var snillingur í hönd- unum. Ég minnist allra fallegu fatanna sem hún prjónaði á dúkk- urnar mínar, og seinna naut ég sjálf góðs af snilli hennar, falleg- ustu peysur, sjöl, dúkar og kjólar, sem ég á enn. Ég á líka safn af út- saumuðum jólakortum, gullfal- legt perlusaumað jólatrésskraut, málað jólapostulín, diska, kerta- stjaka og platta, allt svo listilega unnið. En hún skildi eftir sig svo miklu meira hjá mér. Nunna systir var sú manneskja næst móður minni, sem ég gat alltaf leitað til bæði í gleði og sorg. Hún átti einhvern veginn alltaf svör við öllu. Löngu eftir að ég flutti til Egilsstaða og hún á Selfoss og vík varð milli vina áttum við oft símtöl sem byrjuðu á setning- unni: „Sæl, er það frúin?“ Svo var spjallað um heima og geima í orðsins fyllstu merkingu, því að við deildum miklum áhuga á and- legum málum. Ég á líka ljúfar minningar um ferðir okkar systra til Boston með dætrum okkar 2006 og 2007. Þar stendur upp úr morgunleik- fimi frú Andreu, sem þá var hátt á áttræðisaldri liðug eins og kött- ur. Fleiri minningar sækja að um góðar heimsóknir í Kollafjörð og á Selfoss og heimsóknir þeirra Sigg mágs (d. 2016) til Egils- staða. Ég er þess fullviss að við hittumst öll aftur á grænum grundum sumarlandsins þar sem vaxa fögur blóm. Ég lýk þessum minningarorðum með línum úr Sóldegi, ljóði Stefáns frá Hvíta- dal: Það er sól yfir sundum, blærinn andar í birkilundum. Nú brosa mér bernskunnar hallir og dagsólardraumarnir allir. Þeir liðast um ljómandi vegi á sólbjörtum sumardegi. Fyrir handan höfin blá heiðan veit ég dag. Þar sumarþrá mín athvarf á eftir sólarlag. Við fjölskyldan biðjum börn- um Andreu og fjölskyldum þeirra blessunar, minning um fallega og góða systur lifir. Guðrún Margrét Tryggvadóttir. Andrea Guðrún Tryggvadóttir ✝ Magna Ás-mundsdóttir fæddist að Ketils- stöðum á Völlum 29. nóvember 1930. Hún lést á sjúkra- húsinu á Norðfirði 27. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ás- mundur Sigmunds- son, f. 10.12. 1874, d. 7.11. 1957, og Jóna Jarþrúður Jónsdóttir, f. 16.2. 1895, d. 15.4. 1978. Þá hús- fólk á Ketilsstöðum. Systkini hennar voru: Árni Hólm, f 15.11. 1916, d. 25.10. 1982, bóndi að Skálanesi við Seyð- isfjörð. Þórir, f. 10.9. 1918, d. 25.11. 1972, bóndi að Jaðri á Völlum. Sigurveig, f. 20.4. 1920, d. 30.12. 1980, saumakona í Reykjavík. Guðný, f. 16.6. 1922, d. 28.7. 1993, húsfreyja og verkakona á Seyðisfirði. Ingi sem þau ráku næstu árin. Eftir það fór Magna að vinna við síld- arsöltun, á sjúkrahúsinu og frystihúsinu meðan þrek og heilsa leyfði. Magna og Jón eignuðust þrjú börn. Sambýlis- maður hennar frá 1975 er Þór- oddur Már Árnason vélvirki, f. 9.7. 1945 að Stálpastöðum í Skorradal. Börn Mögnu eru: Ása Jar- þrúður Jónasdóttir, f. 26.3. 1949, sjúkraliði í Danmörku. Hennar maður er Ove Kurt Hansen vélvirki, f .4.2. 1945, eiga þau einn son. Jóna Járnbrá Jónsdóttir, f. 13.1. 1961, fisk- vinnslukona á Norðfirði. Henn- ar maður er Gísli Vigfús Ingva- son sjómaður, f. 12.12. 1944, eiga þau tvö börn. Ásmundur Jónsson, f. 10.12. 1961, bifreiða- stjóri í Garðabæ. Hans kona er Rosemarie Barriga Jónsson sundlaugarstarfsmaður, f. 17.10. 1972. Eiga þau tvær dæt- ur. Jón Gunnar Jónsson bif- reiðastjóri á Norðfirði, f. 18.7. 1963. Hans kona er Laicy Mör- köre, f. 15.11. 1958, leikskóla- starfsmaður á Norðfirði. Útför hennar fór fram frá Norðfjarð- arkirkju 5. júlí 2019. Ragnar, f. 8.11. 1926, d. 12.4. 2006, sjómaður og bóndi að Skálanesi. Þegar heimili foreldra hennar var leyst upp var hún með móður sinni í vinnu- mennsku, mest á bæjum í Skriðdal. Árið 1951 festi fjöl- skyldan kaup á jörðinni Skálanesi og samein- aðist aftur þar. 1949 eignaðist hún dóttur með Jónasi Tryggva Gunnarssyni, f. 15.7. 1927, d. 19.12. 2005, bifreiðastjóra frá Vík í Mýrdal. Árið 1959 hóf hún sambúð með Jóni Gunnari Sig- fúsi Björgólfssyni matsveini, f. 29.9. 1931 á Húsvík, d. 19.4. 1971 á Norðfirði. Hófu þau sinn búskap á Siglufirði. 1960 fluttu svo til Norðfjarðar og tóku við rekstri matsölunnar Matborgar Elsku Magna. Þá er komið að kveðjustund. Ég vil þakka allar ánægjustundir sem við höfum átt saman gegnum árin. Þegar þú áttir erindi á höf- uðborgarsvæðið þá gistir þú oft hjá mér og settir ekki fyrir þig þó ekkert væri gestaherbergið. Ekki þótti þér verra þegar Rúsla kom og kúrði hjá þér enda voruð þið miklir mátar. Margt var skrafað og skegg- rætt og iðulega farið að líða á nóttina þegar gengið var til náða. Fróðlegt var að hlusta á þig segja frá æsku og uppvexti fyrir austan og hvernig lífið var þá. Þú varst fróð og vel lesin og kunnir að segja frá. Dvölinni hjá ykkur bróður mínum fyrir nokkrum árum mun ég seint gleyma. Þegar ég kynntist svo börnunum þínum, þá sannaðist að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, hvert öðru elskulegra. Ekki spillti fyrir okkar vináttu sameiginlegt dálæti á kisum og aldrei heyrðumst við öðruvísi en að þú spyrðir hvernig mínar hefðu það. Ég get alveg séð þig fyrir mér í blómabrekkunni með þín elskuðu Mjöll, Jeppa og allar kisurnar í kring. Elsku Magna, ég þakka þér hvað þú varst mér hlý og góð mágkona alla tíð, það er ómet- anlegt. Elsku bróðir minn, Ása, Lilly, Ásmundur, Jón Gunnar og fjölskyldur, ég syrgi með ykkur. Góð kona er gengin, minning hennar mun lifa með okkur öllum sem þótti vænt um hana. Við hittumst síðar, kæra mágkona. Helga. Magna Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.