Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Spider-Man: Far FromHome, eða Kóngulóarmað-urinn fjarri heimahögum,er tíunda myndin um mið- skólanemann Pétur Parker sem bit- inn er af geislavirkri kónguló og öðl- ast með því krafta áttfætlunnar. Eru þá fyrstu sjónvarpsmyndirnar taldar með, þessar frá árunum 1977- 81. Tom Holland er fjórði leikarinn sem tekur hlutverkið að sér og gerir það ágætlega en er öllu drengslegri og meiri gelgja en fyrri leikarar, sem er skemmtilegt. Einhver þreyta virðist þó vera komin í Marvel- færibandið, sem rúllar nú á meiri hraða en nokkru sinni fyrr. Á þessu ári hafa sex Marvel-myndir verið frumsýndar ef nýjasta Men in Black-myndin er talin með, en út- gáfan sem gaf út þær myndasögur heyrir undir Marvel. Og það er bara júlí. Hvað varð um að skapa eftir- væntingu og tilhlökkun? Geta ung- menni, helstu aðdáendur Marvel- hetjanna, hlakkað til þegar aðeins líður mánuður milli mynda? Sem dæmi um hversu mikil og þétt fram- leiðslan er orðin má nefna að Samu- el Jackson birtist nú í þriðja sinn á þessu ári í hlutverki Nick Fury. Og eitthvað er hann orðinn þreytulegur í því hlutverki, sjötugur karlinn. Þessi nýjasta mynd um Kóngulóarmanninn er blanda tán- inga- og ofurhetjumyndar og hafði ég meira gaman af táningahlutanum og hefði gjarna viljað hafa hann fyrirferðarmeiri. Parker er orðinn dauðþreyttur á því að vera Kóngu- lóarmaðurinn og hlakkar til þess að fara í frí með skólasystkinum sínum til Evrópu, enda nýbúinn að bjarga heiminum og syrgja föðurímynd sína, Járnmanninn Tony Stark sem lést í Avengers: Endgame. En ofur- hetjur fá aldrei frí og May, frænka Parkers, pakkar búningnum hans niður í tösku án þess að hann viti af. Og viti menn, degi síðar í Feneyjum rís upp úr sæ skrímsli í manns- mynd, mótað úr vatni, og fer að brjóta allt og bramla. Kemur þá fljúgandi maður með skikkju og glerkúlu á höfði og stöðvar á end- anum skrímslið með geislaskotum úr höndum sínum. Er þar kominn Mysterio, ein af fjölmörgum per- sónum Marvel. Parker er í fram- haldi kallaður á leynilegan fund heimsvarnarsamtakanna S.H.I.E.L.D. í Feneyjum þar sem Fury kynnir hann fyrir Mysterio, sem leikinn er prýðilega af Jake Gyllenhaal. Segist Mysterio vera frá einni af mörgum öðrum útgáfum jarðarinnar og greinir viðstöddum frá því að skrímslið hafi í raun verið eitt af frumöflunum og að eldurinn sé næstur og mun skæðari. Þessu trúa allir eins og ekkert sé eðlilegra. Skólaferðalagið heldur áfram og er Prag næsti viðkomustaður. Þar birtist eldskrímslið og aftur kemur Mysterio til bjargar. Parker verður svo hugfanginn af honum að hann treystir honum fyrir hátæknigler- augum sem Stark gaf honum og veita aðgang að vopnabúri hans og græjum. Hrindir það af stað óvæntri atburðarás sem ætti þó ekki að vera svo óvænt þeim sem þekkja vel til persóna Marvel. Bannað að segja meira en það. Parker telur sig ekki tilbúinn að axla sömu ábyrgð og Stark enda bara 16 ára og ástfanginn af skóla- systur sinni Mary Jane, eða MJ. Hormónarnir eru alveg að fara með hann líkt og fleiri í ferðinni og gerir helsti keppinautur hans um ástir MJ, Flash, honum lífið leitt. Fyrir mistök munar litlu að Parker drepi Flash og ýtir það enn frekar undir þá ákvörðun hans að axla ekki meiri ábyrgð en nauðsynlegt er. Illmenni mikið kemur svo auðvitað við sögu og allt endar í London í æsilegum lokabardaga sem að þessu sinni er heldur óspennandi og langdreginn. Þó að handritið sé frekar þunnt og ráðabrugg illmennisins þreytt klisja í anda Dr. Evil í Austin Po- wers-grínmyndunum hefur myndin margt til síns ágætis. Sem fyrr fara tölvuteiknarar á mikið flug og þá sérstaklega í atriðum sem tengjast blekkingarvef sem Kóngulóar- maðurinn sogast inn í. Þar eru mikl- ar sjónhverfingar á ferðinni sem gleðja augað. Nokkur atriði eru líka spaugileg og létta um stund af manni fargi vitleysunnar sem óneitanlega er nóg af í myndinni. Spider-Man: Far From Home er sneisafull af kjánaskap og krútt- legheitum en þegar upp er staðið er hún lítið annað en sumarafþreying og stendur bestu Spider-Man- myndunum, þeim sem Sam Raimi leikstýrði, langt að baki. Aðdáendur Kóngulóarmannsins ættu þó ekki að vera sviknir og er bent á að bíða eft- ir lokaatriðinu, því sem kemur þeg- ar listi yfir þá sem gerðu myndina hefur rúllað í dágóða stund. Það er líklega besta atriðið í myndinni og það allra óvæntasta. Þreytuleg kónguló Sambíóin Keflavík, Álfabakka og Egilshöll og Smárabíó, Há- skólabíó og Laugarásbíó Spider-Man: Far From Home bbbnn Leikstjórn: Jon Watts. Handrit: Chris McKenna og Erik Sommers. Aðal- leikarar: Tom Holland, Jake Gyllenhaal, Zendaya, Samuel L. Jackson, Jon Favreau, Jacob Batalon og Tony Revo- lori. Bandaríkin, 2019. 129 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Samstarf Kóngulóarmaðurinn tekur í spaðann á Quentin Beck, sem kallaður er Mysterio. Tom Hol- land og Jake Gyllenhaal fara með hlutverk þeirra. Hatur og hefnd geta veriðbanvæn blanda. Ca-milla Läckberg, semþekkt er fyrir svo- nefndar Fjällbacka-bækur, kann þá list að búa til spennandi sögu- þráð, eins og Gullbúrið ber vitni um, og umfjöllunarefnið vekur ýmsar spurningar, en seint verður sagt að öll dýrin í skóginum séu vinir. Í Gullbúrinu tekur Camilla Läckberg karlaveldið fyrir af full- um þunga, þar sem söguefnið er hatrömm barátta karla og kvenna með „grímulausum feminískum boðskap“, eins og segir á bók- arkápu. Jack er hlaðinn öllu því versta sem hægt er að hugsa sér og enginn, hvorki karl né kona, getur ver- ið á bandi hans. Faye á hins veg- ar alla samúð og þó að hún beiti bellibrögðum helg- ar tilgangurinn meðalið. Konan er með ráð undir rifi hverju og er sterkari þegar allt kemur til alls. Sagan endurspeglar heim ríka fólksins eins og hann birtist gjarn- an almúganum. Nýríka fólkið á allt til alls, getur gert það sem það vill og þar fram eftir götun- um. Það er samt ekki nóg, mikið vill meira, og þegar það verður ljóst er of seint að berja í brest- ina. Eina leiðin er leið konunnar, krókur á móti bragði, stefna Faye, hvað sem hún kostar. Uppbygging sögunnar er þannig að ekki er annað hægt en að vor- kenna Faye, styðja hana og styrkja, þó að hún sé ekki öll þar sem hún er séð. Henni leyfist allt, einnig það sem Jack er for- dæmdur fyrir, og hún virðist líka geta allt. Ósnertanleg ofurkona sem er tilbúin að fórna öllu til að ná settu marki. Sagan rennur vel en er að sumu leyti fyrirsjáanleg og ótrúverðug. Tónninn er einóma og aldrei fer vel á því að upphefja einn á kostn- að annars, hvorki karl né konu. Höfundurinn „Í Gullbúrinu tekur Camilla Läckberg karlaveldið fyrir af fullum þunga,“ segir rýnir. Hinn fullkomni glæpur Glæpasaga Gullbúrið bbbnn Eftir Camillu Läckberg. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Sögur útgáfa, 2019. Kilja. 349 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, verður opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í ár og er frum- sýnd 26. september. „End of Sen- tence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æsku- slóðunum á Írlandi. Samband feðg- anna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin er í senn ljúfsár og kómísk en umfram allt hjartnæm,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Með hlutverk feðganna fara John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Ósk- arsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmynd- um þrátt fyrir ungan aldur. „End of Sentence er fyrsta leik- stjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stutt- myndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stutt- mynd ársins 2012, ásamt því að kom- ast í lokaúrtak BAFTA- og Óskars- verðlauna það árið,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að End of Sentence hafi nýlega verið frum- sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Edinborg, þar sem hún fékk lof- samlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. End of Sentence opnunarmynd RIFF Feðgar John Hawkes og Logan Lerman í hlutverkum sínum. Sigríður Rut Hreinsdóttir hefur opnað málverkasýningu í Kirsu- berjatrénu, Vesturgötu 4. Verkin á sýningunni eru unnin með olíu á striga á árunum 2013-18 og hafa ekki verið til sýnis áður. „Ég sæki innblástur til náttúr- unnar og hafa fíflar og lauf verið mér sérstaklega hugleikin. Hafa til- finningaleg tengsl og lærdómur um þetta fallega blóm þróast í gegnum myndsköpunina. Fíflalauf er eins og manneskja, hluti af náttúrunni og ég hugsa þau sem hamingjusamt fólk. Þau teygja sig upp á móti birt- unni lífsglöð og brosandi. Ég vonast til að myndirnar hreyfi við ímynd- unarafli áhorfandans og fái hann til að hugsa um sjálfan sig sem hluta af náttúrunni og um eigin ham- ingju. Náttúru í fullu jafnvægi sem við erum að eyðileggja og gleyma og sumir upplifa sem illgresi,“ segir Sigríður um myndir sínar. Sýningin stendur til 15. júlí. Sýnir fíflalauf í Kirsuberjatrénu Fíflar Ein mynda Sigríðar Rutar. Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.