Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 11
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Umsóknum um drónamyndatökur á friðlýstum svæðum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðsstjóra hjá Um- hverfisstofnun. M.a. var sótt um slíkt leyfi vegna jarðfræðileiðangurs til Surtseyjar sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. Ekki er blátt bann við drónamyndatökum á friðlýstum svæðum, en regl- ur um þetta er aftur á móti að finna í stjórnunar- og verndaráætlunum og reglugerð Samgöngu- stofu. Misvarlega farið eftir svæðum „Þetta er gjarnan háð leyfi og svo förum við alltaf mjög varlega yfir varptímann ef það er fuglalíf á svæðinu. Þar sem mikið er um gesta- komur hagi menn myndatökum með dróna þannig að það sé að morgni eða mjög seint og trufli gesti sem njóti svæðisins sem minnst,“ segir Sigrún, en svæði á borð við Surtsey eru þó í sérflokki. Þang- að fer enginn án þess að hafa til þess skriflegt leyfi Umhverfsisstofnunar. Almennt eru friðlýsingarskilmálar býsna fjöl- breyttir. „Svæðin eru um 115 talsins og fjölbreyti- leikinn er talsverður. Surtsey og Gullfoss eru til dæmis gjörólík svæði. Við viljum að margt fólk heimsæki Gullfoss og fari þangað þegar því sýnist. Við viljum búa til góða aðstöðu þar fyrir fólk til að njóta fossins, en við viljum aftur á móti helst ekki að neinn fari út í Surtsey,“ segir Sigrún. Aðspurð kveðst hún ekki muna til þess að fólk hafi verið staðið að því að brjóta reglur um dróna- flug á friðlýstum svæðum, en oft er í leyfum fyrir myndatökum kveðið á um eftirlit landvarðar eða sérfræðings gegn gjaldi. „Í Surtsey fer okkar fulltrúi með í ferðina og eftirlit er með öllu verk- efninu, alla leið. Á öðrum stöðum sem eru ekki jafn viðkvæmir er eftirlitið aðeins minna og þá er ekki setið yfir öllu verkefninu,“ segir Sigrún sem telur fjölgun umsóknanna m.a. skýrast af auknum fjölda dróna í eigu einstaklinga. „Fyrirtæki sem eru að búa til kynningar- eða auglýsingaefni sjá líka tækifæri í þessu. Dróninn kemst á staði þar sem maður kæmist ekki með öðrum hætti,“ segir Sigrún. „Við skiljum þetta,“ segir hún. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dróni Af fljúgandi drónum getur stafað nokkur hljóð- og ljósmengun. Umsóknum um drónaflug fjölgað Morgunblaðið/Björn Jóhann Bann Drónar eru víða bannaðir, meðal annars í Vatnajökulsþjóðgarði. Á vef Umhverfisstofnunar vekur athygli umsókn um leyfi til sam- komuhalds innan Djúpalónssands í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Um var að ræða giftingu sem stóð til að halda um síðustu helgi, þ.e. at- höfn á útsýnispalli staðarins sem yrði lokað meðan á henni stæði. Leyfi var veitt með nokkrum skil- yrðum, meðal annars að svæðið yrði ekki notað ef það væri of blautt og viðkvæmt. Þá var mælst til þess að gestir legðu í stæði of- an við vegamót að Djúpalóni ef þar væru margar bifreiðar og tek- ið fram að viðburðurinn hefði, til skamms tíma, neikvæð áhrif á upplifun annarra gesta svæðisins. Ennfremur væri óheimilt að trufla dýralíf og allur akstur utan vega væri bannaður. „Það koma öðru hverju beiðnir frá fólki sem vill gifta sig í þjóð- garðinum. Í reglugerðinni um hann segir að samkomur og starf- semi sé háð leyfi. Þannig féll þetta undir leyfisskyldu,“ segir Sigrún. „Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi gengið vel. Þjóð- garðar hafa alltaf ákveðið að- dráttarafl, ég get vel skilið það,“ segir hún. Athöfn við Djúpalóns- sand LEYFI VEITT FYRIR GIFTINGU Í ÞJÓÐGARÐI Forsvarsmenn fyrirtækisins Eldum rétt ætla ekki að tjá sig frekar um stefnu Eflingar nema fyrir dóm- stólum, að því er mbl.is fékk staðfest í gær. Efling hefur stefnt Eldum rétt fyrir hönd fjögurra starfsmana sem stöfuðu hjá fyrirtækinu tímabundið í gegnum starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Að mati Eflingar ber Eldum rétt lagalega ábyrgð á vangoldnum laun- um mannanna á grundvelli keðju- ábyrgðar og er krafist rúmlega fjög- urra milljóna króna frá fyrirtækinu. Upphæðin nær meðal annars til launa, miskabóta og lögfræðikostn- aðar. Þá hefur Kristófer Júlíus Leifs- son, einn stofnenda Eldum rétt, sagt að ef fyrirtækið myndi greiða full laun mannanna fyrir þessa fjóra daga myndi kostnaður vera upp á tvö til þrjú hundruð þúsund. Forsvarsmenn Eldum rétt segja að fyrrgreindir starfsmenn hafi að- eins starfað samanlagt í fjóra daga hjá fyrirtækinu en framkvæmda- stjóri Eflingar hefur sakað fyrir- tækið um að „skýla sér á bak við lagatæknilega fimleika“. Morgunblaðið/Hari Deila Efling stefnir Eldum rétt. Eldum rétt tjáir sig fyrir dómstólum  Efling krefst fjög- urra milljóna króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.