Morgunblaðið - 10.07.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 10.07.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Myndirnarvoru slá-andi. Og minntu óþægilega á áþekkar myndir fyrir rúmum ára- tug, þegar að bankamenn báru boxin sín út úr Lehman Brot- hers. Árin þar á undan hafði verið töluverður sláttur á bankamönnum. Hvert hagn- aðarmetið af öðru slegið og bónusgreiðslur lutu áþekkum lögmálum og voru iðulega margföld ævilöng laun venju- legra viðskiptamanna. En þeir bónusar áttu ekki rót í þjónustu við þá. Það var fjárfestingar- bankaþátturinn sem gaf stærstu tölurnar. Það voru „díl- arnir“ sem töframenn í bank- anum framkölluðu með ekki síðri snillingum utan bankanna. Nú, eins og þá, sýndu mynd- irnar niðurdregið fólk að hraða sér með boxin sín út úr að- alstöðvunum í London og út úr kastljósi fjölmiðla. Nú var þýski heimsbankinn Deutsche að segja upp fólki þar. Bankinn tilkynnti að nú hæfust upp- sagnir 18.000 starfsmanna til að bregðast við fjárhagslegum vandræðum, sem leitt hafa til hruns á verði hans í kaup- höllum. Þau eru sögð stafa af mörgum ólíkum ástæðum, þar á meðal þátttöku í ólögmætri fjármálalegri starfsemi sem kostað hafa háar sektar- greiðslur á bankann. Nú er einmitt er verið að ljúka byggingu nýrra höfuð- stöðva bankans í London og banka- stjórinn segir að því verki verði lok- ið. En það voru ekki aðeins bankamenn með box sem vöktu endurminningar og umtal. Í fréttum var sagt frá að á sama augnabliki hefðu þekktir klæð- skerar frá Fielding & Nickol- son verið á ferð inn og út við að taka snið og máta föt á banka- menn sem ekki voru í hópnum sem hlupu burt með boxin sín áður en tölvan tók af þeim að- gangsheimildina og lokaði þá úti og neitaði að kannast við þá. Upplýst væri að hver föt kost- uðu 1.200 pund að lágmarki (um 180 þ.kr.) en gætu kostað miklu meira stæði vilji og heimild starfsmanns til þess. Það hefur styrkt klæðsker- ana í trú á framtíðina að banka- stjóri Deutsche, Christian Sew- ing, var sömu daga í heimsókn í London. Sewing ætti að vera næmur á saumaskap. Hann er þó ekki samansaumaður því hann sagði í tilefni aðgerðanna að sjálfur myndi hann nota drjúgan hluta grunnlauna sinna, sem eru 3,3 milljónir evra á ári (um 470 milljónir króna ári) til kaupa á bréfum í bankanum og að bónus- greiðslum til starfsmanna yrði haldið áfram í samræmi við þann árangur sem þeir næðu. Þetta voru góðar fréttir þótt þær væru ekki með í boxunum sem borin voru út. Falli bréfin í Deutsche meira gætu veðköll hafist með afleiðingum sem því fylgja} Kunnuglegar minningar Niðurstaðanýrrar skýrslu Landsnets, Afl- og orkujöfn- uður 2019-2023, er þess eðlis að hana verður að taka alvarlega. Í því felst að bregðast þarf við áður en í mikið óefni er komið. Í skýrslunni eru horfur í raf- orkumálum landsins metnar og sýnir hún neikvæða breytingu frá fyrri skýrslu. Nýja skýrsl- an bendir til að líkur á aflskorti í landinu fari yfir viðmið- unarmörk Landsnets eftir þrjú ár. Horfurnar eru nokkuð ólíkar eftir því hvernig eftirspurn þróast, sem ræðst meðal ann- ars af efnahagsþróun, upp- byggingu hjá stórnotendum og árangri í þeirri stefnumörkun stjórnvalda að fjölga rafbílum. Fjölgi rafbílum hratt eykst álagið á raforkukerfið og þar með líkur á aflskorti. Augljóst er að stjórnvöld verða að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni, ekki síst þegar stefna stjórnvalda er einn af áhættu- þáttum raforku- öryggis næstu ára. Ekki eru líkur á að stjórnvöld vilji snúa við blaðinu og banna raf- magnsbíla eða draga með öðr- um hætti úr notkun raforku, enda væri slíkt ekki æskilegt. Þess vegna er ekki annað að gera en að auka framboðið. Í skýrslu Landsnets segir að einungis fáeinar virkjanir séu komnar á það stig að fram- kvæmdir séu hafnar eða stutt sé í slíkt og að þar sé um smá- virkjanir að ræða, minni en 10 MW. Þá segir: „Ekki eru hafn- ar framkvæmdir við þær virkj- anir sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar og ólíklegt að þær verði komnar í rekstur á næstu fimm árum.“ Augljóst er að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum hafa sofnað á verðinum. Það er ekkert nýtt, sá svefn hefur var- að um árabil. Kominn er tími til að vakna og hefja fram- kvæmdir. Framkvæmdir þola enga bið enda fram- kvæmdatími langur} Sofnað á raforkuverðinum F rumvarpsdrög til nýrra laga um námsstyrkjakerfi Stuðningssjóðs íslenskra námsmanna (SÍN) hafa nú verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Að þeim hefur verið unnið á vettvangi mennta- og menningar- málaráðuneytisins um hríð, í góðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila. Markmiðið nýs kerfis er aukið jafnrétti til náms, jafnari styrkir til námsmanna, betri nýting opinbers fjár og aukinn stuðningur við fjölskyldufólk. Þetta er róttæk breyting á núverandi fyr- irkomulagi sem mun stuðla að betri stöðu námsmanna að námi loknu. Þetta er mik- ilvægt skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar. Skýrari stuðningur Grundvallarbreyting með nýju frumvarpi er að lán- þegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta framvegis fengið námsstyrk sem nemur 30% af höf- uðstóli námsláns þeirra. Það er mikil kjarabót fyrir námsmenn en styrkurinn er í formi niðurfellingar sem kemur til framkvæmda að námi loknu. Þá verður veittur námsstyrkur vegna framfærslu barna lánþega og veittar heimildir til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána, t.d. vegna lánþega sem stunda ákveðnar teg- undir náms og þeirra sem búa og starfa í brothættum byggðum. Aukið jafnræðiog frelsi Nýtt námsstyrkjakerfi mun stuðla að bættri námsframvindu háskólanema og þar með betri nýtingu fjármuna í menntakerfinu og aukinni skilvirki. Breytingarnar munu meðal annars hafa í för með sér að náms- aðstoð ríkisins verður gagnsærri, staða þeirra námsmanna sem þurfa á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra að- stæðna verður efld og aukið jafnræði verður milli námsmanna. Þá veitir nýja fyr- irkomulagið lánþegum meira frelsi til þess að velja hvernig þeir haga sínum lánamálum, til dæmis með því að lánþegar geta við námslok valið hvort þeir endurgreiði námslán sín með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Tímabærar breytingar Staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna er sterk og skapar kjöraðstæður til að ráðast í kerfisbreytingar sem lengi hafa verið í farvatninu. Nýtt styrkja- og náms- lánakerfi er að fullu fjármagnað en að auki verða fram- lög til sjóðsins endurskoðuð árlega miðað við fjölda lán- þega hverju sinni. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Stuðningssjóður íslenskra námsmanna Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigryggsson sisi@mbl.is Sundahöfn er mikilvægastahöfnin á Íslandi. Stærstihluti gámaflutninga lands-ins fer þar í gegn og öll stærri farþegaskip sem koma til Reykjavíkur leggjast þar að bryggju. Fjárfest hefur verið fyrir milljarða tugi á starfssvæði Sundahafnar, í innviðum og hjá fyrirtækjum sem þar starfa. Sundabrautin er enn og aftur komin í umræðuna vegna nýrrar skýrslu starfshóps undir forystu Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra. Eftir standa tveir kostir að mati skýrsluhöfunda, jarð- göng yfir í Gufunes eða lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík. Hvor kosturinn sem valinn verður, ef á annað borð verður ráðist í þessa framkvæmd, mun hafa áhrif á starf- semi skipafélaganna. Lágbrúin til framtíðar en jarðgöng fyrst og fremst á framkvæmdatíma. Reykjavíkurborg hefur útilokað ódýrasta kostinn, landtöku í Geld- inganesi. Sá kostur hefði haft minnst áhrif á hafnarstarfsemina. Íbúða- byggð er nú skipulögð á nesinu og borgin hyggst halda því til streitu að byggja þar allt að 330 íbúðir. Fram kemur í skýrslunni að starfshópurinn fékk til fundar við sig fulltrúa frá Faxaflóahöfnum, Sam- skipum og Eimskip. Þeir lögðu mesta áherslu á að ákvörðun yrði tekin um hvort Sundabaut ætti yfirhöfuð að koma, hvar hún myndi liggja og hve- nær framkvæmdir myndu hefjast. Stórauknir vöruflutningar Þeir segja að óvissan í dag standi skipulagningu félaganna til lengri tíma fyrir þrifum enda sé upp- bygging og fjárfesting miðuð við allt að 40-50 ára framtíðarsýn. Samskip eru í erfiðari stöðu en Eimskip þar eð meginstarfsemi þeirra er öll fyrir innan fyrirhugaða Sundabraut. Auk þess sem athafnasvæði Samskipa er töluvert minna (24 ha. en 32 ha. hjá Eimskip) og stækkunarmöguleikar takmarkaðir, bæði hvað varðar við- legu skipa og bakland fyrir hús og gámasvæði o.fl. Bæði skipafélögin reikna með mjög auknum umsvifum í framtíðinni og nefndu fulltrúar Eimskips allt að þreföldun í Sundahöfn miðað við það sem nú er og Samskip reikna með tvöföldun á næstu 10 árum. „Verði slíkt að veruleika hlýtur það að kalla á mikla endurskipulagningu á land- notkun, óháð tilvist Sundabrautar,“ segir í skýrslunni. Sundabraut mun auðvelda flutninga frá höfninni til norðurs sem eru óverulegir. Mikill meirihluti flutninga að og frá höfninni er innan höfuðborgarsvæðisins og mikið fer auk þess til Suðurnesja og Suður- lands. Sundabraut nýtist því hlut- fallslega lítið í þeirri flutninga- starfsemi, að mati skipafélaganna. Mun meiri áhersla var af full- trúum skipafélaganna lögð á málefni Sæbrautar og sífellt erfiðari akstur flutningabifreiða vegna aukningar á almennri umferð. Höfðu þeir jafn- framt áhyggjur af því að tilkoma Sundabrautar og sú viðbót almennr- ar umferðar sem henni fylgir muni gera ástandið mun erfiðara en það þó er í dag. Bein áhrif Sundabrautar á hafnarstarfsemina eru m.a. háð því hvernig hafnarsvæðin verða tengd brautinni. Allir lögðu þunga áherslu á að því fyrr sem ákvarðanir liggja fyrir um framtíðina því betra fyrir skipulagningu og framtíðaráform hafnarstarfseminnar. Varðandi tæknilegar útfærslur mannvirkja kom fram að m.t.t. stækkandi skipa sé nú gerð krafa um að lágmarki 55 metra siglingahæð undir brýr (var 49 m áður) og krafa um siglingadýpi er nú 13-14 metrar í stað 12,3 m áður. Sundabraut hefur áhrif á skipafélögin Morgunblaðið/Eggert Sundahöfn Lagning Sundabrautar mun hafa mikil áhrif á starfsemi skipa- félaganna Eimskips og Samskipa, óháð því hvaða útfærsla verður fyrir valinu. Starfshópurinn telur þess virði að skoða gaumgæfilega hvort unnt sé að gera þær breytingar á starfseminni að upp- og út- skipun flytjist vestur fyrir Holtabakka (svæði Samskips) þótt gáma- og geymslusvæði verði áfram á sama stað og nú er. Það myndi verða til þess að þvera mætti Kleppsvík sunnan gámahafnar með lágbrú. Það væri ódýrari kostur en aðrir sem ræddir hafa verið. Hann nýttist auk þess betur fleiri samgöngumátum, svo sem gangandi og hjólandi vegfar- endum, og er einnig betri kostur en hábrú í illviðrum. Þeirri spurningu hafi verið varpað fram hvort ekki sé hagkvæmara að upp- og útskipun sé á einni hendi og á einum stað fyrir alla starfsemi Sundahafnar. Það hlyti þá að koma til skoðunar hvort opinberir aðilar myndu taka þátt í fjármögnun þeirra á móti sparnaði við gerð lágbrúar í stað annarra kosta. Skip losuð á sama stað? STARFSHÓPURINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.