Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  160. tölublað  107. árgangur  BRÆÐUR KEPPA VIÐ RÍKIÐ Á BAKKANUM FELDSKERI OG FÉLAGAR LÍTIL HRIFNING MEÐAL GESTA Í ELLIÐAÁRDAL SPOTTARNIR Í SVÍÞJÓÐ 28 HEIMSÓKN Í DALINN 6VIÐSKIPTAMOGGINN A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Risaflugfélagið Emirates, sem á heimahöfn í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hefur sent fulltrúa sína hingað til lands til að kanna innviði á sviði flugrekstrar. Fyrirtækið hefur um langt árabil haldið úti daglegu flugi milli Kast- rup-flugvallar í Kaupmannahöfn og Dúbaí og þá flýgur félagið einnig á Gardermoen-flugvöll í Osló og Ar- landa-flugvöll í Stokkhólmi. Floti Emirates samanstendur af breiðþotum sem hafa mikla flug- drægni. Ekkert flugfélag í heim- inum heldur úti jafn mörgum A380- risabreiðþotum og Emirates en í flota þess eru yfir 100 slíkar vélar. Þá er fyrirtækið með í pöntun A330- 900neo vélar, sömu tegundar og vél- arnar fjórar sem WOW air hugðist taka í notkun á árinu 2018. Heima- völlur Emirates er alþjóðaflugvöll- urinn í Dúbaí en um hann fara u.þ.b. 90 milljónir farþega á ári hverju. Flugtíminn milli Danmerkur og Dúbaí er um sex og hálf klukku- stund og þaðan liggja gríðarlega mikilvægar tengingar inn á Asíu- markað. »ViðskiptaMogginn Emirates A380 Í flota Emirates eru 111 risa- breiðþotur úr verksmiðjum Airbus. Risi með augastað á Íslandi  Emirates kannar aðstæður hér á landi Ungt par í Borgarnesi, þau Fannar Óli Þorvaldsson og Heba Rós Fjeld- sted, eignuðust stúlkubarn í vikunni og heilsast þeim mæðgum vel. Fann- ar verður 18 ára á þessu ári og Heba verður 19 ára. Í sjálfu sér eru þessi gleðitíðindi ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að stúlkan litla er sjötti liðurinn í ætt Fannars sem er á lífi á sama tíma. Að sögn Jónasar Ragnarssonar, sem heldur úti vefnum Langlífi á Facebook, hefur þetta aðeins gerst fjórum sinnum áður hér á landi, eftir því sem best er vitað. Langalangafi Fannars er Lárus Sigfússon, sem varð 104 ára þann 5. febrúar á þessu ári. Lárus hefur því nú eignast barnabarnabarnabarna- barn. Ættliðirnir sex hafa ekki enn komið saman á mynd en þeir eru: Lárus, 104 ára, Gréta Lárusdóttir, 78 ára, Hjalti Júlíusson, 60 ára, Þor- valdur Hjaltason, 41 árs, Fannar Óli, 17 ára, og stúlka Fannarsdóttir, þriggja daga gömul. Sex ættliðir voru á lífi á sama tíma árin 1974, 1989, 2008 og 2010. Til að þetta náist þarf aldursbil ættliðanna að meðaltali að vera um 20 ár. »4 Sex ættliðir á lífi á sama tíma Ljósmynd/Aðsend Nýfædd Stúlka Fannars- og Hebu- dóttir, sjötti liður í ætt pabbans.  Lárus, 104 ára, fékk barnabarnabarnabarnabarn Óvissa umhvort, hvenær eða hvar Sunda- braut verður lögð stendur skipulagningu Samskipa og Eimskips til lengri tíma fyrir þrifum. Fjárfest- ingar félaganna eru miðaðar við allt að 40-50 ára framtíðarsýn. Samskip eru í erfiðari stöðu en Eimskip þar eð meginstarfsemi fé- lagsins er öll fyrir innan fyrirhug- aða Sundabraut. Auk þess er at- hafnasvæði Samskipa minna en Eimskips og stækkunarmöguleikar takmarkaðir. »14 Sundabraut setur skipafélög í óvissu Lokað hefur verið á samskipti við dýr á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð og kálfar verið sendir í sóttkví eftir að smit í börnum af völdum E. coli-bakteríunnar hefur verið rakið til bæj- arins. Bakterían fannst einnig í saursýni frá kálfum á bænum en ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin. Í Efstadal er rekin ferðaþjónusta samhliða landbúnaði og eru ábú- endur miður sín vegna málsins. »2 Smit í börnum af völdum E. coli-bakteríu rakið til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II Morgunblaðið/Hari Lokað á samskipti við dýr og kálfar sendir í sóttkví Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Meirihluti skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkur samþykkti nýverið að vísa tillögum stýrihóps um stefnu- mörkun í bíla- og hjólastæðamálum til meðferðar hjá samgöngustjóra og umhverfis- og skipulagssviði. Stýrihópurinn lagði m.a. til að lengja gjaldtökutíma á ákveðnum svæðum, taka upp gjaldskyldu á sunnudögum, hækka bílastæðagjald á tilteknum svæðum og lækka ann- ars staðar. Fulltrúar minnihlutans í ráðinu sátu hjá við afgreiðslu máls- ins en lögðu fram bókanir. „Markmiðið með vinnu stýrihóps- ins var að jafna álag og reyna að tryggja að alltaf séu einhver bíla- stæði laus þar sem borgin er með stæði á borgarlandinu,“ segir Gunn- laugur Bragi Björnsson, annar af tveimur fulltrúum meirihlutans í stýrihópnum. Í bókun sinni segja fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins margt jákvætt í til- lögunum og mikilvægt að stefna liggi nú fyrir í málaflokknum. Fulltrúi Miðflokksins vill fyrstu 15-20 mín- útur í bílastæði gjaldfrjálsar. Vilja lengja gjaldskyldu  Borgin skoðar tillögur stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum  Leggja til hækkun gjalda, lengri gjaldtöku og rukkað verði líka á sunnudögum Stýrihópur um bílastæði » Fulltrúar meirihlutans í hópnum voru Gunnlaugur Bragi Björnsson og Kristín Soffía Jónsdóttir. » Fulltrúi minnihlutans var Valgerður Sigurðardóttir. MVilja tryggja laus bílastæði »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.