Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Undanfarnar vikur hefur dómgæsla í efstu deild kvenna í fótbolta verið nokkuð áber- andi í þessum pistli. Einn sam- starfsfélagi lýsti yfir að dóm- gæslan í efstu deild kvenna í sumar væri vægast sagt undir meðallagi. Annar velti því fyrir sér hvort KSÍ liti svo á að betra væri að gera mistök í kvenna- deildinni. Ég var alls ekki sammála öllu sem kom fram í þeim pistl- um. Tilfinning mín var sú að dómgæslan í efstu deild kvenna hefði heilt yfir verið góð og ég furðaði mig á þessum skrifum. Nú hef ég reiknað meðal- einkunn dómara í sumar sam- kvæmt einkunnagjöf Morgun- blaðsins. Meðaleinkunn dómara í efstu deild kvenna er örlítið hærri en í efstu deild karla. Leikir eru betur dæmdir í efstu deild kvenna að mati Morg- unblaðsins. Í 39 leikjum í efstu deild kvenna í sumar er meðal- einkunn dómara í Morgun- blaðinu 6,97 af 10. Aðeins einu sinni hefur dómari fengið 5 og aldrei hefur einkunnin verið lægri. Hæsta einkunnin er 9. Í 60 leikjum í efstu deild karla er meðaleinkunnin 6,8. Fjórum sinnum hafa dómarar fengið 5, sex sinnum 4 og einu sinni 3. Þrisvar hafa dómarar fengið 9 í karladeildinni. Að sjálfsögðu er þetta ekki heilagt, þar sem fleiri leikir eru í efstu deild karla, en oftar eru leikir í karladeildinni mjög illa dæmdir. Fá dómarar og KSÍ ósann- gjarna gagnrýni þegar það eru mistök í kvennadeildinni? Auð- vitað hafa verið slæm mistök í efstu deild kvenna í sumar og sum ráðið úrslitum. Þau eru hins vegar ekki endilega fleiri en í efstu deild karla. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is EVRÓPUKEPPNI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valsmenn mæta slóvensku meist- urunum í Maribor í 1. umferð und- ankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag í fyrri leik liðanna. Síðari leikur liðanna fer fram á Ljudski-vellinum í Maribor eftir viku, þann 17. júlí næstkomandi. Félagið Maribor var stofnað árið 1960 og er sögufrægasta lið Slóveníu en liðið er frá samnefndri borg þar sem rúmlega 94.000 manns búa. Borgin er í norðausturhluta Slóven- íu og er næstfjölmennasta borg landsins á eftir höfuðborginni Lju- bljana. Maribor hefur fimmtán sinnum orðið landsmeistari í Slóveníu frá því að landið sagði skilið við sambands- lýðveldið Júgóslavíu og lýsti yfir sjálfstæði árið 1991. Fyrst árið 1997 og síðast í vor þegar liðið vann deild- ina með nokkrum yfirburðum eða 9 stiga mun. Þá hefur Maribor níu sinnum orðið bikarmeistari frá 1991, síðast árið 2016, en liðið hefur átt fast sæti í Evrópukeppnum allt frá árinu 1992. Rík hefð í Evrópukeppni Liðið komst síðast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2017-2018 þegar liðið lagði meðal annars FH úr Hafnarfirði á leið sinni í riðlakeppnina. Fyrri leik lið- anna á Ljudski-vellinum í Slóveníu lauk með 1:0-sigri Maribor þar sem Marcos Tavares skoraði sigurmark leiksins á 54. mínútu. Maribor vann svo dramtískan 1:0-sigur á Kapla- krikavelli í seinni umferðinni þar sem Tavares var aftur á ferðinni þegar hann tryggði Maribor sigur. Markið skoraði hann í uppbótartíma eftir skyndisókn þegar Hafnfirð- ingar höfðu fært alla sína menn fram og freistað þess að jafna metin og knýja fram framlengingu í ein- víginu. Maribor lagði svo Hapoel Beer Sheva frá Ísrael í umspilinu þar sem slóvenska liðið fór áfram á útivall- armarki. Maribor dróst í E-riðil riðlakeppni Meistaradeildarinnar ásamt Liverpool, Sevilla og Spartak Moskvu. Maribor endaði í neðsta sæti riðilsins með 3 stig en liðið gerði jafntefli við Spartak Moskvu á bæði heimavelli og útivelli og 1:1- jafntefli við Sevilla í Slóveníu. Í fyrra fór liðið í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið féll úr leik í 3. umferðinni eftir tap gegn skoska liðinu Rangers. Mari- bor lagði albanska liðið Partizani í fyrstu umferðinni, samanlagt 3:0, og Shikhura Sackhere frá Georgíu 2:0 í annarri umferðinni. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers reyndust hins vegar of stór biti í þriðju umferðinni þar sem skoska liðið vann samanlagðan 3:1-sigur. Fjölbreyttur leikmannahópur Leikmannahópur Maribor í dag samanstendur af bæði ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reynslumeiri leikmenn. Hryggjarsúla liðsins er skipuð reynslumestu leikmönnum liðsins, þeim Jasmin Handanovic, Marko Suler, Dare Vrsic og Marcos Tav- ares, en það er farið að síga á seinni hlutann á ferlinum hjá þeim öllum. Markmaðurinn Handanovic er 41 árs, miðvörðurinn Suler er 36 ára gamall, miðjumaðurinn Vrsic verður 35 ára í september og Tavarez er 35 ára gamall. Í hópnum eru einnig öflugir leik- menn á borð við hinn 23 ára gamala framherja Luka Zahovic sem skor- aði 18 mörk í 32 leikjum í slóvensku 1. deildinni á síðustu leikíð. Miðvörð- urinn Sasa Ivkovic er 26 ára gamall en hann skoraði sjö mörk í 35 leikj- um á síðustu leiktíð. Þá átti hinn 23 ára gamli Dino Hotic frábært tíma- bil en hann skoraði 9 mörk í 29 leikj- um fyrir Maribor í deildinni en hann leikur sem miðjumaður. Valsmanna bíður verðugt verkefni að reyna að slá Slóveníumeistara Maribor úr leik. Liðið veit upp á hár hvað þarf til þess að ná árangri í Evrópukeppni og reynslan í liðinu er mikil. Að sama skapi eru Slóveníu- meistararnir að koma beint inn í undankeppnina eftir mánaðarlangt undirbúningstímabil og það er eitt- hvað sem Valsmenn verða að nýta sér í leiknum í kvöld. Erfitt hjá Val gegn sigur- sælasta liði Slóveníu  Meistararnir í Maribor hafa leikið samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 1992 Morgunblaðið/Árni Sæberg Reyndur Varnarmaðurinn Aleksander Rajcevic hefur leikið með Maribor í níu ár og unnið átta meistaratitla með liðinu og á hér í höggi við Steven Lennon í leiknum gegn FH í Kaplakrika fyrir tveimur árum. Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Stemningin í liðinu er mjög góð og við erum spenntir fyrir komandi verkefni. Úrslitin hafa verið að detta með okkur upp á síðkastið og það er létt yfir öllu liðinu þessa dagana,“ sagði Hannes Þór Hall- dórsson, markmaður Vals, í samtali við Morgunblaðið í gær, en Vals- menn mæta Maribor í fyrri leik lið- anna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu á Origo-vellinum á Hlíðar- enda í kvöld. „Það er oft þannig í þessum Evrópukeppnum að þeim fylgir ákveðin óvissa og þú veist ekki al- veg hvað þú ert að fara út í. Við vit- um samt sem áður að við erum að mæta mjög erfiðum andstæðingum og það verður hægara sagt en gert að slá þá úr leik. Að sama skapi vit- um við að það er allt hægt í fótbolta og ef við spilum toppleik eigum við að geta náð í úrslit gegn þeim. Markmiðið er allan tímann að fara áfram í næstu umferð.“ Hannes fékk smjörþefinn af Evrópudeild UEFA á síðustu leiktíð þar sem fyrrverandi félag hans Qarabag fór alla leið í riðlakeppn- ina en hann telur Maribor vera í svipuðum gæðaflokki og lands- meistararnir frá Aserbaídsjan. „Þetta er að öllum líkindum mjög svipað lið að styrkleika. Bæði lið hafa verið fastagestir í riðlunum í Evrópukeppnunum á undanförnum árum en við höfum trú á okkur. Það eru margir reynsluboltar í Valslið- inu sem vita nákvæmlega út á hvað þessir Evrópuleikir ganga og við teljum okkur fullfæra um að ná í góð úrslit.“ Í svipuðum gæða- flokki og Qarabag Morgunblaðið/Árni Sæberg Reyndur Hannes Þór Halldórsson mætir Maribor á Hlíðarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.