Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 ✝ MargrétBjörnsdóttir fæddist í Reykja- vík 31. janúar 1956. Hún lést á líknardeild Land- spítalans, Kópa- vogi, 1. júlí 2019. Foreldrar henn- ar eru Þorbjörg Rósa Guðmunds- dóttir húsfreyja, f. 16.8. 1929, og Björn Guðmundsson flugstjóri, f. 16.6. 1926, d. 19.1. 2003. Systkini Margrétar eru Þór- ey Björnsdóttir flugfreyja, f. 11.3. 1952, og Guðmundur Ás- geir Björnsson, munn- og kjálkaskurðlæknir, f. 6.9. 1962. Eiginmaður Margrétar er Jón Hrafnkelsson krabba- meinslæknir, f. 6.12. 1951. For- eldrar hans voru Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 16.9. 1930, d. 12.1. 2007, og Hrafn- kell Stefánsson lyfsali, f. 30.4. 1930, d. 23.12. 1983. Börn Margrétar og Jóns eru: 1) Björn verkfræðingur, f. 14.12. 1978, maki Henný Hraunfjörð hjúkrunarfræð- ingur, f. 3.2. 1978. Börn þeirra indadeild Háskólans í Linköp- ing, 1982-1984. Eftir að þau fluttust aftur til Íslands hóf Margrét störf við kennslu og stjórnun. Margrét starfaði sem sviðsstjóri hjúkrunar og hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur/ Borgarspítala frá 1987-1999. Margrét lauk rannsóknar- tengdu meistaranámi frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands árið 2002. Hún starfaði sem stundakennari við náms- braut í hjúkrunarfræði fram til ársins 2014 og var aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2005-2007. Margrét hóf störf í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, síðar velferðarráðuneyti og nú heil- brigðisráðuneyti árið 1999, fyrst sem deildarstjóri, sér- fræðingur og síðar skrifstofu- stjóri. Í lok árs 2009 var Mar- grét sett í embætti forstjóra Lýðheilsustöðvar 2010-2011 og stýrði hún sameiningarferli Lýðheilsustöðvar og Land- læknisembættisins í samstarfi við landlækni. Eftir þá samein- ingu sneri hún aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu og var skipuð skrifstofustjóri gæða- og forvarna árið 2015. Því embætti gegndi hún til dán- ardags. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. júlí 2019, klukkan 13. eru Jón Valur, Lárus Björn og Hrafnkell Flóki. 2) Guðbjörg lyflækn- ir, f. 28.7. 1984, maki Ásgeir Þór Másson læknir, f. 15.8. 1984. Börn þeirra eru Már og Margrét Halla. 3) Hrafnkell, af- greiðslumaður, f. 12.5. 1992. Margrét ólst upp í Voga- hverfinu, gekk í Vogaskóla og Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk stúdents- prófi vorið 1976. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands og út- skrifaðist hún með B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði árið 1980. Árið 1982 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Samhliða því námi hóf hún kennslu sem stundakennari við námsbraut í hjúkrunarfræði HÍ og starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Mar- grét og Jón fluttust til Svíþjóð- ar 1982 þar sem Margrét lagði stund á þverfaglegt framhalds- nám í heilbrigðisstjórnun og rannsóknum við félagsvís- Hún Margrét systir okkar fór í röntgenmyndatöku í október 2017 vegna höfuðverkja og ógleði. Þar greindist hún með fyrirferð í höfðinu. Síðar eftir að- gerð og greiningu kom í ljós að það var illkynja æxli af verstu tegund. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll. Við vonuðumst alltaf eftir kraftaverki. Meðferðin löng og ströng en allt kom fyrir ekki. Æxlið varð aftur sýnilegt við rannsókn haustið 2018. Á þessum tíma nutum við samvista áfram með Möggu. Mest gladdi hana að fylgjast með ungu barnabörnunum okk- ar. Þegar halla fór verulega und- an fæti nú um páska glitti helst í bros þegar ungviðið var til stað- ar. Þetta lýsir henni Möggu kannski best. Einstaklega barn- góð og alltaf tilbúin til að aðstoða aðra unga sem aldna. Réttsýnn og ósérhlífinn dugnaðarforkur. Vart leið sá dagur sem hún vitjaði ekki um aldraða móður okkar sem hefur verið ekkja síðastliðin 15 ár. Hún Magga systir barðist við sjúkdóminn af aðdáunarverðri seiglu til aðfaranætur 1. júlí síð- astliðins. Þótt hún hafi verið án meðvitundar síðustu sólarhring- ana, þá yfirgaf hún ekki þennan heim fyrr en hún vissi að frum- burður frænku hennar væri að fæðast. Þótt sorgin væri yfir- þyrmandi við andlát Möggu vildi þannig til að það liðu eingöngu 12 tímar frá andláti þar til frískur og heilbrigður drengur fæddist í fjölskylduna. Þannig viljum við minnast Margrétar systur okkar, með trega í brjósti en gleði í hjarta. Þórey og Guðmundur Ásgeir. Það sem kann að vera hvers- dagslegt fyrir einum er minning fyrir öðrum sem lifir um ókomna tíð. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var í kringum fimm ára aldurinn. Ég kom vælandi og skælandi heim á Karfavoginn þar sem „risa“ járnsmiður hafði skriðið upp fótlegginn á mér. Frænka tók á móti mér með þeim orðum að íslensk skordýr væru almennt ekki hættuleg en ég var ekki á sama máli og taldi að ófétið hefði bitið mig og linnti ekki lát- um fyrr en hjúkrunarfræðinem- inn tilvonandi var búinn að búa um sárið með plástri. Það var ekki að sjá að Möggu væri hlátur í hug, miklu frekar umhyggja og nærgætni fyrir öðrum sem ein- kenndi hana alla tíð. Önnur bernskuminning er þegar Magga þurfti að fara á einhverja íþrótta- eða ballettæfinguna stóð ég vakt- ina í stofuglugganum og beið eftir að strætó beygði inn Skeiðarvog- inn. Magga beið í hinum endan- um í húsinu eftir að ég öskraði úr mér röddina að ég sæi strætó koma. Þá hljóp hún af stað eins og fætur toguðu. Vitanlega hefði hún getað labbað af stað nokkr- um mínútum fyrr en vissi að þessi fimm ára tók hlutverk vakt- mannsins alvarlega og vildi ekki fyrir nokkra muni hafa starfið af manninum unga. Þá man ég vel þegar frænka var að læra hjúkrunarfræðin sín og mér var gert að halda mig til hlés, fólk í námi þyrfti vinnufrið en Magga sagði að það væri eng- in truflun. Enda truflaði ég ekki neitt, að ráði. Þurfti bara að vita af hverju bókin væri svona þykk, hvort það væru alltaf svartir stafir í bókum, hvort það væri gaman að læra. En erfitt, er erfitt að læra, Magga? Einfaldar og eðlilegar spurningar ungs manns sem þoldu ekki mikla bið. Öllu þessu var svarað skilmerkilega og yf- irvegað þrátt fyrir að prófið væri á morgun. Og jú, Möggu þótti gaman að læra og það virtist ekki erfitt, ekki fyrir hana allavega. Seinna þegar ég átti sjálfur að læra virtist þýskan liggja eitt- hvað skökk fyrir mér. Þá var Magga kölluð til og saman beygð- um við sagnir eða hvað þetta nú heitir. Þökk sé frænku þá náði ég prófunum, með eins litlum glæsi- brag reyndar og hægt var að komast upp með. Aukakennaran- um verður ekki kennt um það, miklu frekar þakkað að ég náði í fyrstu tilraun. Í dag myndi ég treysta mér til að panta bjór á bar í Þýskalandi en þá aðeins ef barþjónninn væri íslensku- eða enskumælandi. En þótt áhuga- leysið á náminu væri rannsókn- arefni út af fyrir sig lét Magga það ekki á sig fá og var alltaf boð- in og búin að veita annan auka- tíma í þýsku. Einhvern veginn finnst mér minningar eins og þessar lýsa Möggu vel. Það var eins og hún ætti alltaf tíma fyrir aðra og tilbúin að leggja á sig auka vesen ef það skyldi hjálpa, sama hversu mikið hún sjálf hafði á sinni könnu. Magga var einfald- lega þannig gerð að þrátt fyrir að vera ávallt boðin og búin að veita öðrum aðstoð gaf hún sjálfri sér engan afslátt af nokkru því sem hún annars tók sér fyrir hendur. Það eru ekki allir þannig, bara alls ekki. Elsku Magga, þú hefur kvatt en einstök minning þín lifir um ókomna tíð. Ég sendi fjölskyldum okkar og vinum innilegustu samúðarkveðj- ur. Björn Róbert. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni ... (Hannes Pétursson.) Með sorg í hjarta og tár í aug- um vil ég minnast Margrétar Björnsdóttur, hjúkrunarfræð- ings og skrifstofustjóra í heil- brigðisráðuneytinu, sem látin er langt um aldur fram eftir erfið veikindi, aðeins 63 ára gömul. Þótt vissulega hafi verið ljóst að stundaglasið hennar væri óð- um að tæmast þá er það ævinlega svo að eðli mannsins er að þrá og halda í lífið eins lengi og hægt er, reyna að hindra komu hins óum- flýjanlega, dauðans sem bíður okkar allra, dauðans sem við að lokum lútum öll í lægra haldi fyr- ir. En vegir Guðs eru órannsak- anlegir og við, sem eftir sitjum og söknum, eigum erfitt með að skilja þá. Ég trúi því aftur á móti að allt þjóni sínum tilgangi og að nú hafi Margréti verið falin önn- ur og æðri verkefni í Sumarland- inu bjarta, handan við áttirnar, fjöllin og víðáttuna. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Margréti Björnsdóttur með djúpu þakklæti og virðingu fyrir þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Ég þakka henni ein- stakt samstarf og einlæga vináttu til fjölmargra ára sem aldrei bar skugga á. Hún var gull af manni í orðsins fyllstu merkingu, hjarta- hrein og svo falleg til orðs og æð- is. Hún bar ævinlega hag annarra fremur en sinn eiginn fyrir brjósti sér. Um leið og ég óska þér góðrar heimferðar, yndislega Margrét mín, er hugur minn hjá ástvinum þínum og ég bið þeim blessunar Guðs á sorgarstundu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, far vel og hvíldu í friði, mín kæra. Ingiríður Hanna Þorkelsdótttir. Það er erfitt að skilja að Magga mágkona sé farin frá okk- ur, hún sem bjó yfir svo mikilli orku og miðlaði af örlæti til allra sem voru í kringum hana. Ef eitt- hvað bjátaði á var hún fyrst manna til að rétta fram hjálpar- hönd, því einlæg umhyggja fyrir öðrum var henni í blóð borin. Þess fengum við öll í fjölskyld- unni ríkulega að njóta. Sérstak- lega sýndi hún börnunum í frændsystkinahópnum einlægan áhuga og fylgdist með velferð þeirra, því Magga var einstak- lega barngóð. Við kynntumst Möggu ungri þegar hún varð kærasta Nonna bróður. Það geislaði af Möggu og hún náði frábærum árangri í hverju sem hún tók sér fyrir hendur, enda fóru saman hjá henni leiftrandi gáfur og mikill dugnaður. Hún valdi sér lífsstarf þar sem hún gat hjálpað öðrum og komið að gagni í samfélaginu. Sem hjúkrunarfræðingur tók hún að sér ýmis ábyrgðar- og stjórnunarstörf og kom engum á óvart að hún væri kölluð til starfa sem reyndu á skipulagshæfni og leikni í mannlegum samskiptum. Ósérhlífnari manneskja en Magga er vandfundin. Hún vildi öllum gott gera og setti Magga sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti, þó hún væri mjög metnaðarfull í öllu sem hún gerði. Það var alltaf mik- il reisn yfir Möggu. Hún bar með sér innri sem ytri glæsileika og hjartahlýju sem ávann henni virðingu og velvild allra. Þegar fjölskyldan kom saman var engan veginn fullskipað fyrr en Magga mætti á staðinn. Það var gaman að tala við Möggu, jafn skörp og skemmtileg, áhuga- söm um menn og málefni, rökföst og sannfærandi sem hún var. Hún var hógvær í framkomu, en ráðagóð og á hana var hlustað. Hún hlustaði líka með athygli á aðra. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til Möggu og Nonna. Á heimili þeirra var bjart og fallegt á hvaða árstíma sem var. Ógleymanlegar eru veislurnar í Seiðakvíslinni þar sem þau tóku á móti gestum sínum með ein- stökum höfðingjabrag. Með fráfalli Möggu er höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn. Eftir stendur innilegt þakklæti fyrir allar góðu samverustund- irnar. Þær lifa með okkur. Við vottum Nonna og fjölskyldu, Þor- björgu og systkinum Möggu, Þórunni og öðrum ástvinum okk- ar innilegustu samúð. Ragnheiður, Sigríður og Guðrún. Það var mikil gæfa að eiga Margréti Björnsdóttur sem mág- og svilkonu. Henni var umhugað um að gera vel við gesti og alltaf vorum við velkomin, boðin eða óboðin, á glæsilegt heimili þeirra Nonna. Hún var skarpgreind og gaman að ræða við hana um allt á milli himins og jarðar. Hún var einstaklega falleg, hallmælti eng- um og virtist alltaf geta séð það jákvæða í fari fólks. Hún var vinnusöm með afbrigðum og oft heyrði maður henni hrósað af vinnufélögum, enda var vinnan henni mikils virði. Það fór ekki á milli mála hve mjög hún elskaði börnin sín, tengdabörn og barna- börn og var stolt af þeim mynd- arlega og duglega hópi. Velferð þeirra var ávallt í fyrirrúmi. Hennar verður sárt saknað en minningarnar um ljúfa, fallega konu lifa í hjörtum okkar. Hannes Hrafnkelsson, Sigríður Ólína Haraldsdóttir. Margrét Björnsdóttir hjúkr- unarfræðingur og náfrænka mín lést í björtu sólskini 1. júlí sl. eftir erfið veikindi. Þótt hvíldinni fylgi kærkomin líkn eru það þung spor að fylgja Möggu síðasta spölinn til grafar, því henni fylgdi alltaf sólskin og hún átti svo margt ógert. Hún hafði brennandi áhuga á starfi sínu en hitt var þó enn stærra erindi lífsins að frá henni og manni hennar, Jóni Hrafnkelssyni lækni, er kominn myndarlegur ættbogi sem þurfti á henni að halda og hún hefði af heitu hjarta viljað deila með dög- um og árum. Þeirra er missirinn stærstur. Magga sameinaði eðliskosti foreldra sinna á heillandi hátt. Fágun, glaðvær háttvísi, ná- kvæmni í framgöngu og öllum störfum en jafnframt hlý og al- úðleg nærvera, minnti oft á Þor- björgu móður hennar. Í kapp- semi hennar, metnaði og óbrotgjörnum dug var Björn Guðmundsson lifandi kominn. Þessir eðliskostir og fjölbreyttir hæfileikar gerðu það að verkum að snemma var ljóst að henni voru allir vegir færir. Að loknum menntaskólaárun- um sem meðal annars skiluðu henni inn á svið Þjóðleikhússins sem dansara, kaus hún hjúkrun- arfræði sem starfsvettvang, og stundaði nám sitt við Háskóla Ís- lands þegar hjúkrunarfræðin var splunkuný námsbraut við skól- ann. Síðar bætti hún við fram- haldsnámi við Háskólann í Lin- köping í Svíþjóð og við Háskóla Íslands, en þaðan lauk hún meist- araprófi þar sem kjarninn var rannsókn á mælingum og mati á gæðum í heilbrigðisþjónustu. Ef til vill var þar sleginn tónn sem hljómaði æ síðan. Eins og vænta mátti var Magga því rækilega undir ævi- starfið búin, en aðalstarfsvett- vangur hennar og ævistarf var við skipulag og stjórnun heil- brigðismála sem starfsmaður í heilbrigðisráðuneytinu. Starfs- ferill hennar var líka eins og vænta mátti óaðfinnanlegur. Undantekningarlaust fékk hún umsagnir á þá leið að hún væri heilsteypt, ötul og starfsöm, fundvís á lausnir og eins og á öðr- um sviðum lífsins, pottþétt. Metnaður hennar beindist að verkefnum en ekki athygli utan frá. Magga ólst upp við heimilisað- stæður þar sem samhentir for- eldrar skópu andrúmsloft þar sem aldrei lék vafi á að fjölskyld- an sem heild og einstaklingarnir innan hennar sátu í öndvegi, og hagsmunir þeirra höfðu forgang umfram allt. Hamingjan fólst í hamingju fölskyldunnar. Ég hygg að Möggu hafi tekist að feta að þessu leyti í fótspor foreldra sinna og uppskar að verða ham- ingjukona í sínu einkalífi og öðl- ast barnalán; börnin hennar þrjú bera foreldrum sínum fagurt vitni. Sorgin er því þung og verð- ur ekki sefuð með orðum. Margir ylja sér hins vegar við fagrar minningar um góða, fallega, hæfi- leikaríka konu sem skilur eftir sig dýrmætt ævistarf þótt hinsta kallið hafi komið alltof fljótt. Blessuð sé hin bjarta minning Margrétar Björnsdóttur og inni- legar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín Jóni manni hennar, afkomendum þeirra og allri fjölskyldunni. Guðmundur Þorgeirsson. Mánudaginn 1. júlí kvaddi Magga mágkona mín svo friðsæl og falleg. Sama dag leit dagsins ljós lítill ömmusnáði, svo friðsæll og fallegur eins og Magga frænka. Elsku Magga, yndislega mág- kona mín, var falleg að utan sem innan með sitt stóra hjarta. Magga var einstök kona, alltaf svo jákvæð og lausnamiðuð. Aldr- ei heyrði ég hana kvarta yfir einu eða neinu og það breyttist ekkert þrátt fyrir glímu við sinn erfiða sjúkdóm. Til hennar var ávallt gott að leita og hún var alltaf fyrst til að rétta fram hjálpar- hönd. Það var síðast í gær að okk- ur mæðgur vantaði svör við ýms- um spurningum varðandi nýfæddan ömmudrenginn, já nú hefði verið gott að leita ráða hjá Möggu. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir mig og mína fjölskyldu og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Sínum allra nánustu var hún stoð og stytta og hún hafði sérstaka ánægju að umgangast ömmu- börnin. Þegar þau voru nálægt þá ljómaði hún. Betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Ég á margar skemmtilegar minningar um Möggu enda náð- um við alltaf vel saman og gátum spjallað endalaust. Upp í hugann koma ógleymanlegar samveru- stundir á Harðbak og Glæsivöll- um eða notalegar stundir yfir góðum mat. Magga var gestrisin og frábær kokkur, hún gerði mánudagsfiskinn að hátíðarmat. Við Magga áttum svipuð áhuga- mál þegar kom að hreyfingu og hittumst gjarnan í leikfimitímum hér áður fyrr. Já, söknuðurinn er mikill og minningarnar margar. Elsku Magga, takk fyrir vin- áttu og samfylgd og ekki síst ómetanlegan stuðning í minn garð gegnum árin. Ég vann svo sannarlega í mágkonuhapp- drættinu. Þín Sæunn. Lífið er hverfult. Við Magga ræddum það stundum. Magga móðursystir mín var næst á eftir mömmu í þriggja barna systkinahópi. Það voru fjögur ár á milli þeirra systra. Gummi frændi var yngstur. Við Bjössi vorum fyrstu barna- börnin hjá ömmu Þorbjörgu og afa Birni. Magga var 13 ára og Gummi sjö ára þegar að Bjössi fæðist, ég kom sex árum seinna. Ég hef alla tíð átt sterk fjöl- skyldubönd við bæði ömmu Lillý og afa heitinn sem og systkini mömmu. Mér fannst ég eiga meira í þeim og að þau ættu meira í mér. Minningar um Möggu eru al- veg frá því að ég fór að muna eftir mér almennilega, á Ísafirði. Ein fyrsta minningin er að Magga er að mata mig af fljótandi meðali úr skeið. Minningarnar berast svo að Sporðagrunninu í Reykjavík þar sem ég var stundum í pössun eða heimsókn og svo berast minningar til Svíþjóðar þar sem foreldrar mínir og Magga og Jón bjuggu með börnin sín um tíma, vegna náms. Ég man eftir fyrsta Eurovision-partíinu mínu hjá Möggu og Jóni, skíðaferðum, úti- legum og öllum fjölskyldustund- unum á Íslandi um jól og áramót, fjölskylduferðum á Harðbak og Glæsivöllum. Minningarnar eru margar. Magga var á mínum yngri ár- um að miklu leyti í umhyggju- hlutverkinu gagnvart mér en hún hafði alltaf haft mikið móðureðli og lag á að passa sérstaklega upp á barnahópana á öllum manna- mótum með sérstökum matseðl- um og afþreyingu. Hjá Möggu voru börnin undantekningalaust í fyrsta sæti. Þetta þekkja börn, tengdabörn og barnabörn Möggu og Jóns vel. Árin liðu og á námsárum mín- um í Kaupmannahöfn átti Magga stundum erindi í vinnuferðir. Í stað þess að nýta sér velútbúin hótelherbergi sem stóðu henni til boða, þá óskaði hún þess mest að fá að gista hjá mér í litlum stúd- entaíbúðum. Mér þótti svo ofur- vænt um þessar heimsóknir. Þá borðuðum við góðan mat og mös- uðum fram eftir. Magga fór úr því að vera nán- ast einn af uppalendum mínum í að verða hjartavinkona. Alltaf vildi hún hlusta á það sem ég hafði að segja. Við hringdumst oft á, ég í hana, en ekki síður hún í mig, bara til að heyra hvernig ég hefði það. Alltaf gat ég rætt við hana verkefnin framundan og af mikilli vandvirkni ráðlagði hún mér heilshugar, í hvert einasta sinn. Hún hvatti mig áfram þegar ég þurfti mest á því að halda og hafði alltaf trú á þeim verkefnum sem ég tók mér fyrir hendur, bæði í leik og starfi. Það var aldr- ei spurning um hvort ég gæti eitt- hvað, heldur fremur hvernig ég ætlaði að gera það. Þegar að ég hugsa um Möggu er mér efst í huga: Vandvirkni, kærleikur og vilji til að láta gott af sér leiða. Eitthvað sem ég hef Margrét Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.