Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Mér finnst mikilvægt að þeir kynn- ist sænskum almenningi og sænskur almenningur kynnist þeim,“ segir sænski sendiherrann Håkan Juholt, sem skipulagt hefur tónleika- ferðalag íslensku hljómsveitarinnar Spottanna um Svíþjóð. Eggert Jó- hannsson, söngvari og gítarleikari, leiðir hljómsveitina en með honum spila þeir Einar Sigurðsson á bassa, Karl Pétur Smith á trommur og Magnús R. Einarsson á gítar. Spott- arnir munu halda 10 tónleika í Suður- og Vestur-Svíþjóð. Þeir hita upp með tónleikum í Norræna hús- inu á morgun 11. júlí, kl. 20, áður en haldið verður utan. Vreeswijk í hávegum hafður Spottarnir munu spila íslenska og sænska vísnatónlist í bland, segir Juholt. Á efnisskrá verður mikið af tónlist Cornelis Vreeswijk, sem var sænskur söngvari og lagahöfundur af hollenskum uppruna, þekktur fyr- ir vísnatónlist sína. Auk þess spilar hljómsveitin íslensk þjóðlög sem og gömul klassísk sænsk þjóðlög. Egg- ert Jóhannsson, söngvari hljóm- sveitarinnar, stofnaði hana í kring- um Vreeswijk og sögu hans, að sögn Juholts. „Ég er sjálfur mikill aðdá- andi Vreeswijk. Ég hitti hann og sá hann spila mikið í kringum 1980. Ég dáist að tónlist hans, frásögnunum og textunum, hvernig hann lýsir því hvað það er að vera mennskur. Hann lýsir mennskunni á ofboðslega fal- legan máta. Tónlist hans og textar skerpast enn frekar í meðförum Spottanna,“ segir Juholt, sem telur hljómsveitina gera tónlist Cornelis Vreeswijk og annarri vísnatónlist góð skil. „Spottarnir eru alveg frábær hljómsveit. Tónlistarmennirnir eru mjög góðir og söngvarinn Eggert gefur þjóðlögunum persónuleika sinn og nærveru og mér þykir mikið til þess koma,“ segir hann og bætir við: „Spottarnir styrkja vísurnar og frásagnirnar.“ Sendiherra kippir í Spotta  Hljómsveitin Spottarnir heldur í ferðalag um Svíþjóð  Sendiherrann Håkan Juholt skipuleggur  Spila tónlist Cornelis Vreeswijk og aðra vísnatónlist Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðafélagar Sænski sendiherrann Håkan Juholt ásamt Magnúsi R. Einarssyni og Eggerti Jóhannssyni. Juholt segir ríka ástæðu fyrir því að Spottarnir spili í Svíþjóð, „Þar sem vísnahefðin er sterk í Svíþjóð og sterk á Íslandi er mikilvægt fyrir mig, sem hef það hlutverk sem sendiherra að styrkja tengsl tveggja landa, að löndin uppgötvi hvort ann- að enn frekar. Ég er mjög ánægður með að þetta geti orðið að veru- leika.“ Spáir nýjum aðdáendum Sendiherrann segist vera glaður yfir því að hafa fengið að vera með í því að skipuleggja þessa tónleika- ferð. „Það er mikil eftirvænting í Svíþjóð og margir vilja hlusta á þá. Ég held að Spottarnir muni eignast marga nýja aðdáendur þar,“ segir hann. Spottarnir ljúka tónleikaferð sinni með því að spila á stórri hátíð í Floda, sem er utan við Gautaborg, en það segir Juholt hljómsveitina hafa skipulagt sjálfa. Þegar hann komst að því að Spottarnir ætluðu þangað fannst honum upplagt að skipuleggja með þeim tónleikaferð og úr varð þessi rúmlega viku langi túr. „Mitt hlutverk í þessu öllu er að ég spurði Eggert hvort þeir vildu fara í tónleikaferðalag um Svíþjóð og hann svaraði að það vildu þeir mjög gjarnan. Svo hafði ég samband við skipuleggjendur, mest í þeim hluta Svíþjóðar sem ég er frá. Ég er frá Oskarshamn og talaði meðal annars við fólk þar.“ Sendiherrann sjálfur fylgir band- inu hluta leiðarinnar. Hann verður í það minnsta með í för þegar Spott- arnir spila í Västervik og heimabæ hans, Oskarshamn. Spottarnir hefja tónleika- ferðalag sitt í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudaginn 11. júlí, kl. 20. Fyrstu tónleikar þeirra á sænskri grundu verða 13. júlí í Linköping. Hljómsveitin heldur því næst til Västervik og heimabæjar sendiherrans Ju- holt, Oskarshamn. Spottarnir halda síðan til Hultsfred og Karlskrona og lýkur ferðalaginu á tónlistarhátíð í Floda 20. júlí. Heimsækja sex staði TÓNLEIKARÖÐ Í SVÍÞJÓÐ Daydreaming er heiti sýningar myndlistarkonunnar Jelenu Antic sem verður opnuð í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, Hafnarmegin, í dag, miðvikudag, kl. 18. Jelena fæddist í Serbíu en hefur búið og starfað hér á landi í fjögur ár. Hún er með meistaragráðu í myndlist og er einn listamannanna sem reka Gallery Korka í Reykja- vík. Myndheimurinn sem Jelena skap- ar er abstrakt og undir áhrifum af sálrænum pælingum, heimspeki og listheimspeki. Þetta er sjötta einka- sýning hennar. Jelena Antic sýnir í Grafíksalnum Abstrakt Hluti eins málverks Jelenu Antic á sýningunni í sal Íslenskrar grafíkur. Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder tilkynnti á tón- leikum sem hann hélt í Hyde Park í London í fyrradag að hann myndi gangast undir nýrnaskipti í septem- ber næstkomandi. Wonder er 69 ára gamall og ekki hefur áður verið greint frá því að hann glími við nýrnasjúkdóm. Hann kvaðst ætla að koma fram á þrennum tón- leikum til áður en hann tæki sér hlé vegna aðgerðarinnar. „Ég er kom- inn með nýrnagjafa og þetta lítur vel út,“ sagði hann. Stevie Wonder þarf nýtt nýra AFP Vinsæll Stevie Wonder hefur samið fjölda vinsælla laga á liðnum áratugum. Lofsamlega er fjallað um nýja bók um íslenskar bókmenntir eftir Erik Skyum-Nielsen í danska dagblaðinu Politiken og gefur bókmennta- rýnirinn Thomas Bredsdorff bók- inni fimm hjörtu af sex mögulegum. Danski þýðandinn Skyum-Nielsen hefur um langt árabil verið einn mikilvirkasti þýðandi íslenskra bókmennta á dönsku og þýtt yfir hundrað bækur eftir fremstu höf- unda landsins. Nýja bókin, sem nefnist Islands litterære mirakel og þýða mætti sem Íslenska bók- menntakraftaverkið, byggist á greinaflokki Skyum-Nielsen um íslenskar bókmenntir sem birtist í dagblaðinu Information. „Að mati Skyum eru þrjár ástæð- ur fyrir því að Ísland varð bók- menntalegt stórveldi á miðöldum. Íslenska ritmálið er vel hannað og endurspeglar vel hljóðfræðina. Ísland er innflytjendaland og það voru ekki þeir heimskustu eða löt- ustu sem lögðu á sig ferðalagið. Í þriðja lagi vantar hráefni á Íslandi fyrir aðrar listgreinar. Þannig er enginn marmari til að höggva í eða léreft til að mála á, en nægur tími til að segja sögur á bóndabæjunum á löngum vetrarkvöldum,“ skrifar Bredsdorff. Bendir hann á að þótt Skyum-Nielsen nálgist efnivið sinn með akademískum hætti pakki hann fræðimennskunni inn í skemmtilegan og læsilegan búning og hiki ekki við að grípa til líkinga úr samtímanum til að útskýra mál sitt. Þannig líki hann Laxdælasögu við „sveitaútgáfu af franskri ástar- kvikmynd“. „Hjá Skyum fær maður breidd, lifandi senur, mikið efni og fínar greiningar,“ skrifar Breds- dorff og segist öfunda Íslendinga að hafa fengið jafn framúrskarandi rit um bókmenntasögu sína og bók Skyum-Nielsen er. Morgunblaðið/Styrmir Kári Orðstír Erik Skyum-Nielsen á Bessastöðum haustið 2015 þegar hann hlaut viðurkenninguna Orðs- tír fyrir þýðingar sínar á dönsku. Öfundar Íslendinga af nýrri bókmenntasögu  Bók Eriks Skyum-Nielsen vel tekið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.