Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 17
reynt að taka mér til fyrirmyndar og mun halda áfram að reyna. Ég kveð Möggu stórfrænku mína, hjartavinkonu og fyrir- mynd í svo mörgu, með sorg í hjarta en jafnframt með miklu þakklæti, fyrir allt. Elsku Jón, Bjössi, Guðbjörg, Hrafnkell, Henný, Ásgeir, amma Lillý, mamma, Gummi og yndis- legu barnabörnin, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Dýrmætar minningar lifa. Þorbjörg Jensdóttir. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Margrét er látin eftir erfið veikindi sem hún bar af full- komnu æðruleysi. Magga var eig- inkona æskuvinar míns, Nonna. Lífið færði þeim myndarleg börn og krefjandi verkefni sem ævin- lega höfðu forgang. Ég sé Möggu og Nonna æsku- glöð í Sporðagrunni þegar fram- tíðin brosti við þeim. Leiðir skildi um hríð þegar menntun og störf leiddu okkur í sitt hvora áttina, austur um haf og vestur. Þegar heim var komið var myndaður lít- ill vinahópur og framleiðsluferli berjadrykkja stúderað, bragð og gæði metin blint og því fagnað þegar kassavín hafði vinninginn á fyrsta fundi. Við fórum í tvær framhaldsmenntunarferðir, aðra til Frakklands, hina til Ítalíu. Drykkirnir voru góðir, maturinn betri en félagsskapurinn bestur. Í Bourgogne í Frakklandi sáum við fyrsta kaþólska sjúkrahúsið þar í landi, reist á miðöldum. Rúm voru stutt og í hverju þeirra lágu sex til átta manns, sitt á hvað, höfuð og fætur. Sjúkrahús- umhverfi var ekki þá fremur en í dag heilsusamlegt. Í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur brann Margrét fyrir málum er snertu öryggi og gæði í þjónustu við sjúka og þegar í heilbrigðisráðu- neytið var komið varð það mála- flokkur hennar. Sem læknir varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með Margréti í sviðsstjórn lyflækn- inga-, tauga- og endurhæfingar á Borgarspítala á síðari hluta tí- unda áratugar síðustu aldar. Fljótlega komu upp hugmyndir um sameiningu Borgarspítala og Landakots og Sjúkrahús Reykja- víkur varð til. Þetta var talsvert viðamikið verkefni, á margan hátt ögrandi og tilfinningar margra blendnar. Deildir voru fluttar til og sameinaðar og starfsmenn þurftu að fóta sig í nýjum veruleika. Margrét hlust- aði vel, vann rólega, markvisst og af yfirvegun og fagmennsku. Í þessu ferli var flutningur barna- deildar frá Landakoti á Borgar- spítala Margréti sérlega hugleik- inn og stýrði hún því verkefni af stakri kostgæfni. Ég hef unnið með mörgum góðum hjúkrunarfræðingum en engum betri en Margréti. Hún mætti manni með fallegu brosi og reisn. Halda hefði mátt að Mar- grét væri ekki til stórátaka en ekkert var fjær sanni. Margrét vann linnulaust. Ef það var ekki hið mikilvæga starf utan heimilis, þá var það móðurhlutverkið og heimilið. Mér er nær að halda að Margrét hafi skilað þrjátíu og sex tíma starfi á sólarhring síðastlið- in þrjátíu ár. Ég minnist veiðiferðar að hausti fyrir tveimur árum með Möggu og Nonna og vinum. Eng- in var veiðin en það gerði ekkert til. Stundin og sólarlagið töfrandi og allir glaðir. Fáeinum vikum síðar dundi reiðarslagið. Lífs- hættuleg veikindi greind. Nú hef- ur lífslogi Margrétar slokknað og sorgin tekið hús. Hugur okkar Þórunnar Báru er hjá Nonna, börnunum, barnabörnum, aldr- aðri móður og systkinum. Minn- ing Margrétar Björnsdóttur er sveipuð heiðríkju og fegurð. Pálmi V. Jónsson. Á fallegri sumarnóttu þegar sólin hneig hægt í djúpan sæ og byrgði höfuð sitt til næturhvíldar, kvaddi elsku Magga okkar þenn- an heim. Þótt hennar ævi lyki þar með fyrr en við höfðum gengið út frá er alveg ljóst að Magga náði því besta úr lífinu; var lánsöm bæði í einkalífi og starfi enda vel gefin, ósérhlífin, umburðarlynd, umhyggjusöm og yndisleg og ekki að undra að hún hafi verið elskuð og virt af öllum sem hana þekktu. Það var áhugasamur hópur sem hóf nám í hjúkrunarfræði við HÍ haustið 1976. Þar lágu leiðir okkar vinkvennanna fyrst saman og grunnur að ævilangri vináttu var lagður. Við vorum fjórði ár- gangurinn til að hefja nám í nýrri námsbraut. Því fylgdi tilhlökkun jafnt sem áskorun því undirbún- ingur okkar fyrir raungreinanám var ýmiss konar og sömuleiðis námsaginn. Við höfðum 4 ár til að slípa hvort tveggja til og lukum allar námi með góðum árangri á tilsettum tíma. Bakgrunnur Möggu eftir margra ára ballettnám mótaði hennar lífsstíl en hún var orðin dansari í Íslenska dansflokknum ung að árum. Glæsileiki, reisn og heilsusamlegt líferni einkenndu hana alla tíð. Við getum enda- laust skemmt okkur við að rifja upp snyrtilega nestispakka á skólaárunum þar sem hugað var að öllum næringarflokkum. Og alltaf var hún tilbúin að deila með okkur hinum hollustubita þegar við drógum upp kók og prins: „Stelpur, fáið ykkur nokkrar rús- ínur, þær eru svo orkumiklar. Smá ostbita? Hrökkbrauð?“ Snemma í náminu komu í ljós hæfileikar hennar sem áttu eftir að nýtast henni vel seinna á starfsævinni enda fljótt valin til ábyrgðarmikilla starfa innan heilbrigðisgeirans og síðar stjórnsýslunnar. Hún hafði ein- staka yfirsýn yfir flókin mál og gat greint hismið frá kjarnanum á augabragði. Skipulagsgáfu hafði hún sem og sjálfsaga, hún gerði allt vel og af mikilli fag- mennsku. Við sögðum stundum okkar á milli að meðan við sæjum kannski 2, 3 lausnir á tilteknu máli gat Magga útlistað 10 sjón- armið, fleiri en flestir aðrir. Fjölskyldan stækkaði með ár- unum, börnin urðu þrjú og barna- börnin fimm. Það var ekkert gef- ið eftir á þeim vettvangi og Möggu og Jón munaði ekki um það að fá alla stórfjölskylduna í kvöldmat eftir langan vinnudag. Henni þótti geysilega vænt um öll barnabörnin sín og stolt var hún af Bjössa, Guðbjörgu og Hrafnkeli. Þá var hún einnig lán- söm að eiga móður sína Þor- björgu að. Við þrjár og Ágústa ásamt fjöl- skyldum okkar bundumst sér- stökum böndum. Við höfum átt góðar samverustundir í matar- boðum og heimsóknum, en eigum einnig minningar frá ferðalögum innan lands sem utan. Ógleym- anleg er vinkvennaferð okkar fjögurra til Montreux í Sviss fyrir nokkrum árum, þar sem við nut- um þess að eiga góðar stundir við samtöl og „gourmet“ mat í fögru umhverfi. Hver sælustund sem við höfð- um hjá henni byrjar nú ljúft að tala í hjarta okkar, eins og eitt af skáldum okkar kvað hér forðum og við vitum, eins og skáldið, að fyrr en varir „röðull rís á ný og roðinn lýsir yfir nýjum degi“. Með þökk fyrir yndislega vin- áttu. Ásta Möller og Helga Hrefna Bjarnadóttir.  Fleiri minningargreinar um Margréti Björns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÖNUNDARDÓTTIR frá Neskaupstað, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. júlí klukkan 13. Bjarni Gunnarsson Gerður Gunnarsdóttir Salóme Rannveig Gunnarsd. Þorkell Guðmundsson Kristján Gunnarsson Hrafnhildur H. Rafnsdóttir Haraldur Gunnarsson Kolbrún Jónsdóttir Kristjana Una Gunnarsdóttir Kristján Hjálmar Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ÁRNI SIGURÐSSON frá Skammdal í Mýrdal, lést á Bæjarási í Hveragerði föstudaginn 5. júlí. Útförin fer fram frá Víkurkirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 14. Guðgeir Sigurðsson Kristín Sunneva Sigurðard. Hallur Jónsson Sigurður Garðarsson Ármann Jón Garðarsson og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FRÚ HEIÐRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Birkigrund 61, Kópavogi, lést sunnudaginn 30. júní á hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður fimmtudaginn 11. júlí klukkan 13 í Hjallakirkju. Svanur Sveinsson Sveinn Halldór Svansson Marianne Toftdal Freyja Svansdóttir Nanna Sigrún Georgsdóttir Ólafur Örn Svansson Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Ljómatúni 11, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. júlí klukkan 13.30. Ólafur Ágústsson Lilja Ólafsdóttir, Þórólfur Steinar Arnarson og börn Ágúst Ólafsson, Valborg Rósudóttir og börn Þorsteinn Ólafsson, Thelma Björg Stefánsdóttir og börn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLVEIG ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, áður Otrateigi 4, lést í Mörkinni fimmtudaginn 27. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfólks í Mörkinni fyrir góða og elskulega umönnun síðustu árin. Vilhjálmur Óskarsson Elínborg Proppé Jónína Óskarsdóttir Ólafur Óskarsson Rannveig Óskarsdóttir Gerth Larsen barnabörn og langömmubörn Þann 16. júní lést elsku mamma okkar, hún ODDNÝ LÍNA SIGURVINSDÓTTIR Hún verður jarðsungin laugardaginn 13. júlí klukkan 16 í Hólskirkju í Bolungarvík. Öllum er velkomið að koma og heiðra minningu hennar og kveðja. Lífsfögnuður verður haldin henni til heiðurs á eftir á heimili hennar að Hreggnasa, Bolungarvík. Oddur Andri Thomasson Charlotta Rós Sigmundsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, vinur og amma, SVANHILDUR GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Fossvog fimmtudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 11. júlí klukkan 11. Halldór G. Guðmundsson Inga Rut Ingvarsdóttir Helga Katrín Emilsdóttir Guðbrandur Þór Bjarnason Emil Páll Jónsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, JAKOB ÁRNASON Helgamagrastræti 4, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13.30. Jóna Jónasdóttir börn og barnabörn Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR Fríða, Austurbrún 4, áður Miðtúni 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 26. júní. Útför hennar fer fram í Digraneskirkju fimmtudaginn 11. júlí klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Gunnar Sigurðsson Skarphéðinn G. Þórisson Ragnhildur R. Indriðadóttir Elsa Þ. Þórisdóttir Höskuldur Ásgeirsson Hermann Þórisson Michéle Klein Þórir Örn Þórisson Virginie Larue barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og bróður, ODDGEIRS BJÖRNSSONAR múrara. Rósa Ingibjörg Jónsdóttir Sigurður Björn Oddgeirsson Sigrún Oddgeirsdóttir Ólafur F. Rowell Oddgeir Hlífar Oddgeirsson Jón L. Ólafsson Björn B. Kristjánsson Birna Rún Björnsdóttir Hildur Rún Björnsdóttir Matthías Björnsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGEIR ÞORGEIRSSON læknir, til heimilis í Hafnarfirði, lést á hjúkrunar- heimilinu Ísafold fimmtudaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júlí klukkan 13. Bergur Þorgeirsson Sigríður Kristinsdóttir Lilja Þorgeirsdóttir Björn Erlingsson Finnur Þorgeirsson Fey Teoh Fjóla Þorgeirsdóttir Baldur Bragi Sigurðsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.