Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ DagfinnurStefánsson fæddist í Hafn- arfirði 22. nóv- ember 1925. Hann lést 16. júní 2019. Foreldrar hans voru Júníana Stef- ánsdóttir húsmóðir, f. 14.6. 1891, d. 5.10. 1982, og Stef- án Ingimar Dag- finnsson skipstjóri, f. 10.7. 1895, d. 31.8. 1959. Systkini Dagfinns eru: Sigríð- ur, f. 15.9. 1922, d. 28.6. 1923, Þóra, f. 10.7. 1924, d. 26.1. 2006, Sigrún S. Hafstein, f. 18.12. 1926, d. 8.2. 2012, og Áslaug, f. 27.11. 1929. Dagfinnur giftist Soffíu Sig- urrós Haraldsdóttur, f. 2.10. 1929, þau skildu. Börn þeirra: 1) Inga Björk Dagfinnsdóttir, f. 17. 4. 1954, og 2) Stefán Dagfinns- son, f. 14.2. 1957. Barn Stefáns er Íris Stefánsdóttir, f. 1981, maki Kjartan Freyr Jónsson, f. 1980. 3) Leifur Björn Dagfinns- son, f. 18.3. 1968, móðir hans er Helga Kristín Bjarnason, f. 20.7. Dagfinnur flaug víða um heim og meðal hans mikilvæg- ustu verkefna var sjálfboðaliða- starfsemi fyrir hjálparsamtökin Orbis, alþjóðleg hjálparsamtök á sviði augnlækninga sem fljúga til þróunarlanda á sérútbúinni þotu og veita fátækum ókeypis lækningar við blindu og augn- sjúkdómum. Þá flaug hann einn- ig önnur hjálpartengd flug, m.a. með matarsendingar til Bíafra. Hann starfaði sem flugstjóri fyrir Loftleiðir, Flugleiðir, Air Bahama og Cargolux (dóttur- félag Loftleiða) og var til að mynda flugstjóri í fyrstu ferð þess félags. Hugmyndin að landgræðslu- fluginu var frá honum komin og að nýta DC3-vél Flugfélags Ís- lands (Páll Sveinsson) til land- græðslu í sjálfboðavinnu flug- manna, en vélin hafði þá lokið hlutverki sínu sem farþegavél. Dagfinnur sat í stjórnum ým- issa félaga og nefnda, m.a. Loft- leiða, Flugleiða, Þyts, FÍA og Lífeyrissjóðs flugmanna. Dagfinnur var sæmdur heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu þann 17. júní 2014 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi flug- og samgöngumála. Útför Dagfinns fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. júlí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. 1948. Maki Leifs er Hlín Bjarnadóttir, f. 26.12. 1972. Synir þeirra eru Aron Björn, f. 1999, Ísak Örn, f. 2002, Dag- finnur, f. 2008, og Bjarni, f. 2009. Barnabarnabörnin eru þrjú, Karen Júlía Kjartansdótt- ir, f. 2007, Hugrún Inga Kjartansdótt- ir, f. 2010, og Þórey Vala Kjart- ansdóttir, f. 2015. Dagfinnur fór utan til flug- náms í Spartan School of Aero- nautics í Tulsa, Oklahoma, og hlaut atvinnuflugmannsréttindi 1946. Dagfinnur var einn af stofn- endum Loftleiða og hóf strax störf sem flugmaður fyrir félag- ið að námi loknu. Hann tók með- al annars þátt í síldarleitarflug- inu við Miklavatn í Fljótum, þar sem ævintýri Loftleiða hófst. Að baki eru 73 flogin ár og vel yfir 31.000 flugtímar. Það segir sína sögu að flugskírteini hans er númer 26. Takk fyrir allt, elsku pabbi, ég minnist þín með þessum ljóðlínum. Flýg ég og flýg yfir furuskóg, yfir mörk og mó, yfir mosató, yfir haf og heiði, yfir hraun og sand, yfir vötn og vídd, inn á vorsins land. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún.) Þinn elskandi sonur, Leifur Björn. Það eru 23 ár síðan ég kynntist Dagfinni tengdaföður mínum. Leifur fór þá með mig í stutta kvöldheimsókn til að kynna okkur. Ég man svo greinilega hvað ég var heilluð af honum eftir þá heimsókn. Ég hafði aldrei hitt jafn mikinn töffara áður. Hann var ekta. Í sönnum töffara felast svo margir góðir og fallegir eigin- leikar. Það voru ekki bara gallafötin, tóbaksklúturinn og kúrekastígvélin sem gerðu hann að þeim ofur svala, síunga manni sem ég þarna kynntist og féll fyrir. Nærvera hans allt í senn svo djúp, afslöppuð og tignarleg. Tilgerðarlaus og öruggur í fasi, bros í augunum og áreynslulaus húmor. Sént- ilmaður og hógvær höfðingi. Það var alltaf gott að vera í kringum hann, hann var áhuga- samur og fordómalaus, frá hon- um streymdi væntumþykja. Af honum er hægt að læra svo margt. Hann kaus að hafa lífið einfalt og nálgaðist hluti og aðstæður þannig. Hann var mikill rútínumaður og sem sannur flugstjóri þá stemmir það. Alltaf á áætlun með tékk- listann á lofti. Við fjölskyldan vorum svo heppin að vera einn af áfangastöðum hans í helg- arrútínunni. Hann byrjaði hvern morgun á því að hitta fé- lagana á Kaffivagninum og svo leit hann inn til okkar. Stuttar, skemmtilegar og nærandi heimsóknir. Þegar við heyrðum „R U OK“ fákinn renna í hlað rukum við á fætur og nudd- uðum stírurnar úr augunum og hann var mættur galvaskur. „Hvernig hafið þið það? Eru strákarnir ekkert að keppa í dag? Er ekki nóg að gera? Flott!“ Hann var sáttur. Stund- um fengum við eina góða sögu. „Nú má ég ekki vera að því að tefja ykkur meira“ og hann var rokinn til Áslu systur. Sam- band hans við systurnar var fallegt og skemmtilegt. Þar ríkti virðing, húmor og djúpur kærleikur sem einkennir svo alla stórfjölskylduna. Í árlegum jólaboðum taka á móti manni ótal brosandi hlý augu, allir svo vandaðir. Hann var stoltur af sínu fólki og vildi allt fyrir alla gera. Hann var klettur. Ég ætla ekki að rekja öll hans af- rek hér en þau eru mörg og allskonar og efni í bíómynd eða bók. Hann lét verkin tala og vildi gera gagn sem hann svo sannarlega gerði. Það er skrítið að kveðja rúmlega 93 ára gaml- an mann sem hefur átt stór- kostlega ævi vægast sagt. Ég veit hann var þakklátur fyrir allt. Það er sama hvað ég hef reynt að setja þakklætið í önd- vegi þessar síðustu vikur þá er sársaukinn og söknuðurinn mikill. Það er bara svo erfitt að kveðja svona góðan dreng. Við hann vil ég segja, það verður allt í lagi með okkur, við pöss- um hvort annað og elskum þig af öllu hjarta. Hvíl í friði, elsku Dagfinnur. Þín tengdadóttir, Hlín Bjarnadóttir. Elsku besti afi minn. Það er enn svo skrýtið til þess að hugsa að þú sért farinn frá okkur. Í mínum huga varstu alltaf hálfgert ofurmenni, búinn að upplifa svo margt, ferðast heimshorna á milli, bjargast úr flugslysi ofan af jökli og alltaf svo sprækur og hress. Þú varst og verður um alla tíð hetjan mín og mín helsta fyrirmynd í lífinu. Ég er alltaf svo stolt að segja fólki að þú sért afi minn. Afi Dagfinnur sem gekk í gallafatnaði frá toppi til táar, í kúrekastígvélum með tóbaksklút og derhúfu. Afi sem flaug flugvélinni sinni norður á Miklavatn á níræð- isaldri, fór til Suðurskauts- landsins og var alltaf á hött- unum eftir nýjum ævintýrum. Þú kunnir að lifa lífinu til fulls og komst fram við fólkið þitt af alúð og ást. Maður gat alltaf leitað til þín, og fyrir mig, og síðar Kjartan og stelpurnar, varstu svo dýrmætur. Ég var þess aðnjótandi að alast upp hjá þér þar sem Haukanesið var mitt annað heimili. Við eyddum ófáum stundum niðri í fjöru þar sem þú fræddir mig um fuglana og kenndir mér að kalla á svanina sem við gáfum brauð. Við ferðuðumst saman innan- lands og utan og á ég einstakar minningar um ferðina okkar til Flórída þegar þú flaugst vélinni heim í þínu síðasta flugi sem flugstjóri fyrir Flugleiðir. Þar fórum við í alla skemmti- garðana, lágum við sundlaug- arbakkann og ég man þú leyfð- ir mér að eyða öllum gjaldeyrinum mínum í stærstu dótabúðinni á svæðinu, mömmu til ekki svo mikillar gleði þegar ég kom heim með fulla ferða- tösku af Barbie-dóti. Þú varst alltaf hreinn og beinn, kenndir manni vinnu- semi og studdir mann í hverju sem maður tók sér fyrir hend- ur. Nú hefur þú kvatt okkur og ert floginn á veg. Elsku afi, ég sakna þín svo sárt, það er stórt skarð í hjarta mínu en ég fylli það af minningum um þig og samveru okkar sem verður aldrei tekin frá mér. Það var mér svo dýrmætt að hitta þig í júní í ár, eiga stundir með þér og ná að kveðja. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu og við munum halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Megi Guð og góðir englar varðveita þig. Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni. Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna. Ég fel minn allan hag einum þér nótt og dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu. (Sigurbjörn Einarsson.) Þín Íris. Elsku móðurbróðir minn er nú látinn á tíræðisaldri eftir stutt og snörp veikindi. Já hann Daddi var á tíræðisaldri, engan grunaði að hann væri orðinn svo háaldraður. Daddi bar aldurinn ótrúlega vel. Ekki alls fyrir löngu var ég spurð að því hvaða töffari þetta væri í gallajakka, cowboy-stíg- vélum og með Clint Eastwood- hálsklút. Ég fékk viðmælanda minn ekki til að trúa því að þetta væri hann móðurbróðir minn kominn yfir nírætt! Við héldum líka að hann yrði að minnsta kosti 100 ára. Hann sem var svo hress, flaug á flug- vélinni sinni þegar honum datt í hug þangað sem hugurinn bar hann, og síðast bara síðastliðið haust. Daddi var þjóðþekktur mað- ur en fyrst og fremst var hann okkur í fjölskyldunni móður- bróðir og frændi sem við hitt- um í fjölskylduboðum og í hin- um árlegu síldarboðum, þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar, nú síðast í desember. Daddi frændi var stór hluti af minni æsku þar sem ég ólst að miklu leyti upp hjá afa og ömmu og fjórum börnum þeirra, þ.e. móður minni, Þóru, Sirru og Dadda, á Hringbraut 32 í Reykjavík. Ég naut þar mikillar ástúðar allra systkin- anna sem ekki voru farin þá úr foreldrahúsum. Ég vil þakka honum frænda mínum fyrir allt það sem hann var mér, fyrir ameríska tyggjó- ið sem ég stal frá honum og gaf nágrannabörnum og uppskar fyrir bragðið miklar vinsældir í hverfinu, fyrir boðsferðina til New York, fyrir síðu kjólana sem hann kom með óbeðinn og alla umhyggjuna sem hans sýndi mér og fjölskyldu minni. Nú er móðir mín ein eftir af systkinunum og mikill er henn- ar missir, en þau systkinin hitt- ust alltaf á laugardögum og voru í miklu símasambandi. Megi elsku frændi minn hvíla í friði og minning hans lifa. Elsku Inga Björk, Stefán, Leif- ur og fjölskylda, við munum öll sakna hans og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveður. Hildur. Dagfinnur móðurbróðir okk- ar er látinn eftir viðburðaríka ævi. Hann var næstelstur þeirra fjögurra barna ömmu okkar og afa, sem komust á legg. Með honum og systrum hans þremur, Þóru, Sigrúnu og Áslaugu, var ætíð mikill kær- leikur, sem við og allir afkom- endur þeirra nutum góðs af og gerum enn. Oft minntust þau þess hversu mikil glaðværð ríkti á æskuheimili þeirra við Hringbraut. Daddi bjó yfir einstakri frásagnargáfu sem nýttist hon- um jafnt til að segja frá ferðum sínum vítt og breitt um heiminn sem og til gamansagna af sam- skiptum sínum við fólk sem hann kynntist á langri lífsleið. Í frásögnum sínum nýtti hann sér óspart leikhæfileika sína svo söguhetjurnar birtust manni ljóslifandi fyrir augum. Við minnumst þess að hafa hlustað opinmynnt á sögur frá framandi slóðum. Það kom blik í augun og sérstakur svipur yfir andlit hans þegar hann sagði sögur, sumar hverjar reyndar svo ótrúlegar að kannski voru þær eitthvað kryddaðar þegar hann sá að hann hafði óskipta athygli okkar allra. Flugheimurinn var ætíð sveipaður ævintýraljóma í okk- ar augum og ekki síst vegna Loftleiðaævintýrisins og hlutar Dadda í því. Öll fjölskyldan lifði sig inn í baráttu Loftleiða- manna fyrir tilvist fyrirtækisins og gladdist þegar vel gekk. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Dadda, þetta átti við um okkur sem börn og fram á hans síðustu daga. Oft kom hann færandi hendi, enn er til kjóll sem hann keypti handa móður okkar Þóru í New York í kringum 1950 og hafa margar ungar konur í fjölskyldunni klæðst honum við hátíðleg tækifæri æ síðan. Einnig var oft spenna í lofti á vorin þegar vonir stóðu til að Daddi frændi kæmi heim með fersk jarðarber frá Lúxemborg, amma Júna sá um að deila þeim á heimili systra hans. Daddi fór oft sínar eigin leið- ir, hafði einfaldan en persónu- legan smekk í fatavali og skráningarnúmer flugvéla og bíla sem hann átti vöktu at- hygli, til dæmis TF-XXL og R U OK. Amma Júna og syst- urnar pössuðu alltaf upp á strákinn sinn, ef engin þeirra hafði heyrt í honum í einhvern tíma erum við viss um að þær hringdu allar í hann og skömm- uðu fyrir að láta ekki vita af sér. Hann kom alltaf reglulega við hjá þeim öllum, en stoppaði aldrei lengi, hann var alltaf að drífa sig. Við munum minnast frænda okkar með þakklæti fyrir allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum með honum í gegnum tíðina. Ingu, Stefáni, Leifi og fjöl- skyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning kærs frænda. Stefán, Guðjón og Anna Sigga. Nú hefur einn af helstu frumkvöðlum flugs á Íslandi horfið á braut, „flogið“ á vit nýrra verkefna. Ég man fyrst eftir Dadda frænda, eins og pabbi heitinn kallaði hann, þegar ég var bara smástelpa og Daddi var að fara með pabba út á bát. Það var einhver ævintýraljómi en líka virðing yfir honum þessum góða vini og frænda pabba og hann kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Dagfinnur var flugstjóri hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og hafði lent í ýmsu og hafði frá mörgu að segja. Hann var t.d. einn af þeim sem komust lífs af í Geysisslysinu á Vatna- jökli árið 1950 og mannbjörg varð eftir marga daga á jökl- inum. Hann sagði skemmtilega frá og það kom vel í ljós við gerð myndar pabba „Alfreðs saga og Loftleiða“ þar sem hann sagði margar sögur og gerði myndina mjög skemmti- lega. Flugið var alltaf hluti af lífi Dagfinns, ekki bara í vinnu heldur líka í frítímanum, hann átti sína eigin flugvél, flaug mikið og fór á flugsýningar. Hann átti líka bústað við Mikla- vatn þaðan sem Loftleiðamenn áður fyrr stunduðu síldarleit. Dagfinnur var íþróttamaður, hélt sér alltaf í góðu formi og stundaði t.d. körfuboltaæfingar og skíði. Við hittumst stundum í svokölluðum flugmannaskíða- ferðum og dáðist ég alltaf að krafti hans og dugnaði. Dagfinnur var mjög glæsi- legur og flottur, alltaf töff, í gallabuxum, gallajakka, kú- rekastígvélum og með derhúfu. En þó hann væri töffari þá var hann líka notalegur og ljúfur, með hjarta úr gulli og hafði góða nærveru. Ég náði því að fljúga með Dagfinni sem flug- freyja og hann var skemmti- legur og þægilegur vinnufélagi. Dagfinnur var mjög traustur, ákveðinn og fylginn sér og hann var mikill Loftleiðamaður enda einn af stofnfélögum Loft- leiða, hann stóð alltaf þétt við bakið á pabba og mömmu í þeirri baráttu. Hann sat í stjórn Loftleiða og síðar Flug- leiða í mörg ár. Dagfinnur var einnig liðtækur í félagsmálum flugmanna og sat í stjórn FÍA og eftirlaunasjóðs flugmanna um árabil. Þegar sonur minn (17 ára) fór í vetur að fá áhuga á flugi og uppgötvaði hversu mikill frumkvöðull og flugkappi Daddi frændi var, þá langaði hann endilega að fara og hitta hann og auðvitað varð það úr að þeir hittust úti á flugvelli. Þetta var ekkert flókið, sonur minn hringdi í Dagfinn og áður en ég vissi af var hann kominn út í flugskýli til Dagfinns sem tók vel á móti stráknum. Ekki veit ég nákvæmlega hvað þeim fór á milli en sonurinn er kominn á flugnámskeið. Vegna vinnu verð ég því mið- ur fjarverandi þegar Dagfinnur verður kvaddur, en elsku Inga, Stebbi, Leifur, fjölskylda og vinir, sendi ykkur öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Geirþrúður Alfreðsdóttir. Hann hét auðvitað ekkert annað en Daddi og var yfir ljómi. Ekki bara af því að okk- ur fyndist mikið til um ævin- týraljómann sem af honum stafaði heldur líka persónu- ljómann. Þetta hægláta glott út í annað, blik í auga, hnyttin at- hugasemd og örsaga sem hitti í mark, svo hlógu allir. Mestur var þó systraljóminn því þær Þóra, Sirra mamma og Áslaug höfðu bróður sinn í hávegum og „Daddi“ var alltaf orð sem hljómaði með sérstökum tón, sem upphaf að einhverju. Stundum sögur af ævintýrum eða tilsvörum. Amma Júna var að hans sögn „yndisleg móðir“ og afi Stefán „alltaf á sjónum“ þegar hann rifjaði upp bernskuminningar á Hring- brautinni. Uppi á lofti var stór- fjölskyldan og þar voru lögð á ráðin með stóra ævintýrið: Loftleiðir. Hnokkinn fylgdist með flugköppum í Vatnsmýr- inni og eftir það komst ekkert að nema flug. Safnaði aurum sem þingsveinn (var á þingi með Ólafi Thors) og í Breta- vinnu fimmtán ára. Safnaði upp í 3.500 dollara seðlabúnt til að fara vestur að læra flug (með sikkerhedsnælu yfir seðlunum í innri vasa enda öryggið í fyr- Dagfinnur Stefánsson HINSTA KVEÐJA Ég losnað hefi jarðarfjötrum frá, Í frelsi kannað leiðir himingeims, mót sólu klifrað, klofið loftin blá og komist inn í fögnuð æðra heims. Ég svifið hefi, sveiflast, hvolfst og steypst, og svifið aftur hærra og lengra en fyrr; mér allir vegir lífsins hafa leyfst í ljóssins ríki – opnar hverjar dyr. (Þýð. Sig. Júl. Jóhannesson.) Helga Kr. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.