Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa  Handknattleikskonan Harpa Sól- veig Brynjarsdóttir, sem leikið hefur með liði Selfyssinga undanfarin ár er gengin í raðir danska B-deildarliðsins Vendsyssel. Harpa er 22 ára gömul og skoraði 58 mörk í 21 leik með Selfyss- ingum í Olísdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var þriðji markahæsti leikmaður liðsins. Hún er unnusta landsliðsmannsins Ómars Inga Magnússonar sem leikur með Aalborg og varð danskur meistari í vetur.  Bikarmeistarar Stjörnunnar í körfu- knattleik karla hafa samið við kanad- íska skotbakvörðinn Kyle Johnston um að leika með liðinu á komandi leik- tíð. Johnston, sem er 1,95 metrar á hæð og 31 árs gamall, er fæddur í Kan- ada en er með breskt vegabréf. Hann hefur leikið með landsliði Bretlands frá 2011 og lék frá 2016 með London Lightning þar sem hann varð tvisvar kanadískur meistari.  Stefán Arnarson, þjálfari kvenna- liðs Fram í handknattleik, hefur fram- lengt samning sinn við félagið til tveggja ára. Stefán hefur þjálfað Fram frá 2014 en þjálfaði áður kvennalið Vals í sex ár og undir hans stjórn varð Valur fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari. Fram varð Íslandsmeistari undir stjórn Stef- áns árið 2017 og varð bæði Ís- lands- og bikarmeistari í fyrra. Eitt ogannað 12. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingar eru með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla í fót- bolta eftir vinnusigur þeirra á ÍBV í Eyjum á laugardaginn, 2:1, og óvæntan ósigur Breiðabliks gegn HK í Kópavogsslagnum, 1:2, á sunnudagskvöldið. Þar með eru Vesturbæingarnir orðnir að líklegum meistaraefnum þó að Íslandsmótið sé aðeins hálfn- að. Sjö stiga forskot getur þó vissu- lega verið fljótt að fara. Gefum okk- ur að KR vinni aðeins einn af næstu fimm leikjum sínum og geri tvö jafn- tefli, og verði þá með 34 stig þegar fimm umferðum er ólokið. Á meðan komist Stjarnan, Valsmenn eða FH- ingar á flug, vinni flesta leiki sína og verði komin með 30-32 stig. Breiða- blik nái tíu stigum á þessum kafla og verði þá með 32 stig. Þar með væri þetta allt saman galopið fyrir loka- sprettinn í deildinni. En átta sigurleikir í röð gefa við- komandi liði gríðarlegt sjálfstraust og sagan er á bandi KR-inga. Frá árinu 1985, þegar Framarar náðu sjö stiga forystu í fyrri umferðinni en misstu hana niður og enduðu að lokum í fjórða sæti, hafa öll lið sem hafa komist í svipaða stöðu á miðju sumri farið alla leið og hampað Íslandsbikarnum í mótslok. Framarar lærðu af reynslunni og urðu meistarar 1988 eftir að hafa náð átta stiga forskoti í fyrri umferð. ÍA var með níu stiga forskot 1995 og FH náði níu stiga forskoti á þessum tíma meistaraárin 2006 og 2009. Mesta forskot sem lið hefur misst niður er fjögurra stiga forskotið sem FH var með á miðju sumri 2007, en þá varð Hafnarfjarðarliðið að sjá á eftir titlinum í hendur Vals í móts- lok. Fallbaráttan harðnaði heldur bet- ur þegar HK vann Breiðablik. KA hefur dregist niður í hana með þremur ósigrum í röð og nú skilur aðeins eitt stig Grindavík, KA, HK og Víking að í áttunda til ellefta sæti. Úr KR og ÍA til Vals Valsmaðurinn Andri Adolphsson var besti leikmaðurinn í 12. umferð- inni að mati Morgunblaðsins, en hann lék mjög vel í sigri Hlíðar- endaliðsins á KA, 3:1, síðasta fimmtudagskvöld. Hann lagði upp fyrsta mark Vals fyrir Patrick Pedersen og innsiglaði síðan sig- urinn með þriðja markinu eftir góð- an sprett frá hliðarlínu og inn í víta- teig norðanmanna. Andri fékk 2 M fyrir frammistöðu sína, eins og Pedersen sem sneri enn og aftur til Vals og var fljótur að setja mark sitt á liðið og deildina. Andri er 26 ára gamall kantmaður sem lék með KR í yngstu flokkunum en flutti á Akranes 12 ára gamall sumarið 2005 og var þar í tæp tíu ár. Andri lék fyrst 16 ára gamall með meistaraflokki ÍA í 1. deild sumarið 2009 og spilaði í sex ár með Skaga- mönnum. Hann gekk til liðs við Val í ársbyrjun 2015 og hefur verið á Hlíðarenda síðan, að undanskilinni stuttri lánsdvöl á Akranesi vorið 2018. Andri hefur unnið tvo Íslands- meistaratitla í röð með Val og varð bikarmeistari með liðinu 2016. Hann hefur gert 3 mörk í 11 leikjum í úr- valsdeildinni í ár og samtals 9 mörk í 105 leikjum í deildinni og þar af eru 66 leikir og 7 mörk fyrir Val. Markvörðurinn frá Suðureyri Markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson úr FH var besti ungi leikmaðurinn í 12. umferðinni að mati Morgunblaðsins. Daði var afar öruggur í marki FH í 1:0 sigrinum á Víkingi og varði glæsilega frá Kwame Quee úr besta færi leiksins. Daði, sem er tvítugur, er frá Suðureyri við Súgandafjörð og kom 16 ára gamall í mark BÍ/Bolungar- víkur í 1. deild árið 2015. Hann gekk til liðs við FH árið 2016 en lék síðan með Vestra sem lánsmaður í 2. deildinni 2017 og 2018 og var aðal- markvörður liðsins bæði árin. Daði hóf tímabilið sem þriðji markvörður FH en fékk tækifæri eftir að Gunn- ar Nielsen meiddist og Vignir Jó- hannesson nýtti sitt tækifæri ekki nógu vel. Daði, sem á að baki 15 leiki með yngri landsliðum, hefur hins vegar gert það í þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað með FH. Tveir með sinn 100. leik  Elfar Árni Aðalsteinsson varð annar KA-maðurinn í sögunni til að skora 20 mörk í efstu deild, á eftir Þorvaldi Örlygssyni, þegar hann gerði mark KA gegn Val á Hlíðar- enda. Elfar lék þar sinn 100. leik í deildinni, með KA og Breiðabliki, en hann hefur spilað 140 leiki í neðri deildunum með KA og Völsungi og gert samtals 92 mörk í deildakeppn- inni, 32 þeirra í efstu deild.  Hjörtur Logi Valgarðsson úr FH lék einnig sinn 100. leik í efstu deild hérlendis þegar FH vann Vík- ing 1:0. Hann lék nákvæmlega 100 leiki í efstu deild Svíþjóðar með Örebro og Gautaborg og 26 með Sogndal í norsku úrvalsdeildinni.  Óskar Örn Hauksson nær sögu- legum áföngum í hverri viku. Mark hans í 2:1 sigri KR-inga í Eyjum lyfti honum í 14. sætið á listanum yf- ir markahæstu menn deildarinnar frá upphafi með 73 mörk og hann fór með því fram úr Pétri Péturssyni og Steinari Jóhannssyni. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessir eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Óskar Örn Hauksson, KR 11 Ólafur Karl Finsen, Val 9 Aron Bjarnason, Breiðabliki 9 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 9 Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 9 Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 8 Ásgeir Börkur Ásgeirsson, HK 8 Guðmundur Kristjánsson, FH 8 Marcus Johansson, ÍA 8 Damir Muminovic, Breiðabliki 8 Tryggvi Hrafn Haraldsson, ÍA 8 Björn Berg Bryde, HK 7 Brandur Olsen, FH 7 Helgi Valur Daníelsson, Fylki 7 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 7 Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 7 Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 7 Víðir Þorvarðarson, ÍBV 7 Leikmenn með 6 M: Andri Adolphs- son, Val, Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki, Ásgeir Marteinsson, HK, Einar Logi Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 8 Elfar Árni Aðalsteinsson, KA 6 Ólafur Karl Finsen, Val 5 Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 5 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 5 Valdimar Þór Ingimundarson, Fylki 5 Óskar Örn Hauksson, KR 5 Pálmi Rafn Pálmason, KR 5 Markahæstir KR 66 Breiðablik 59 Stjarnan 56 ÍA 54 Valur 54 HK 51 Fylkir 49 KA 48 FH 47 Víkingur R. 46 Grindavík 44 ÍBV 33 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 12. umferð í Pepsi Max-deild karla 2019 4-4-2 Einarsson, ÍA, Elfar Árni Aðalsteinsson, KA, Gunnar Þorsteinsson, Grindavík, Hannes Þór Halldórsson, Val, Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki, Jónatan Ingi Jónsson, FH, Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylki, Kristinn Jónsson, KR, Marc McAus- land, Grindavík, Pálmi Rafn Pálmason, KR Daði Freyr Arnarsson FH Kári Árnason Víkingi Albert Hafsteinsson ÍA Atli Arnarson HK Arnþór Ingi Kristinsson KR Ásgeir Börkur Ásgeirsson HK Finnur Tómas Pálmason KR Andri Adolphsson Val Patrick Pedersen Val Marcus Johansson ÍA Josip Zeba Grindavík 3 2 3 2 2 Sagan á bandi KR-inga  Ekki gerst í 34 ár að lið hafi tapað niður slíku forskoti í deildinni  Andri Adolphsson besti leikmaður 12. umferðar og Daði Freyr besti ungi leikmaðurinn Morgunblaði/Arnþór Birkisson Bestur Andri Adolphsson lék mjög vel með Val gegn KA. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öruggur Daði Freyr Arnarsson stendur sig vel í marki FH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.