Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Fyrir ökuskírteinið, passann, ferilskrána o.fl. Góð passamynd skiptir máli Engar tímapantanir Skjót og hröð þjónusta Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Lítil hrifning var meðal þeirra vegfar- enda sem Morgunblaðið náði tali af í Elliðaárdalnum í gær vegna fyrirhug- aðrar byggingar á 4.500 fermetra gróðurhvelfingu, verslunarrými og til- heyrandi bílastæði norðan við Stekkjarbakka. Andsnúnir framkvæmdunum Spurðir um afstöðu sína gagnvart framkvæmdunum lýstu allir viðmæl- endur Morgunblaðsins, sem flestir búa í grennd við Elliðaárdalinn, yfir andstöðu sinni við framkvæmdirnar. Í heimsókn blaðamanns fannst því eng- inn viðmælandi sem lýsti ánægju með fyrirhugaðar framkvæmdir. Í samtali við viðmælendur kom m.a. fram að íbúar teldu framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í fljótfærni, að byggingin hentaði ekki svæðinu og að búist væri við því að byggingin myndi raska friði svæðisins. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að nokkur hiti hefði ríkt meðal fólks síðan meirihluti borgarráðs sam- þykkti framkvæmdirnar á fundi ráðs- ins á fimmtudaginn í síðustu viku. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins gáfu í vikunni út yfirlýsingu þar sem samtökin ítreka andstöðu sína gegn áformunum og heita því að hefjast handa við að fá samþykkt borgarráðs hnekkt. Telja Hollvinasamtökin máls- meðferð borgaryfirvalda á nýju deili- skipulagi á svæðinu gefa tilefni til þess að málið verði kært til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála. Gestir dalsins lítt hrifnir  Vegfarendur í Elliðaárdal sögðust andsnúnir fyrirhuguðum framkvæmdum  „Það er bara fáránlegt að ætla að fara að skemma þetta hérna,“ sagði einn Morgunblaðið/Hari Elliðaárdalur Margir eru ósáttir við áform um að byggja stærðarinnar gróðurhvelfingu í Elliðaárdal. Örn Gústafsson, íbúi í Seljahverfi, sem gengur um Elliðaárdalinn á hverjum degi, er síður en svo ánægður með fyrirhugaðar fram- kvæmdir í dalnum. „Mér finnst þetta bara fárán- legt. Það má ekki vera grænn blettur í þessari borg þá vilja þeir byggja á honum. Það er bara ótrúlegt,“ segir Örn. „Það er bara fáránlegt að ætla að fara að skemma þetta hérna. Núna er þetta fimm sinnum stærra en þetta átti að vera í upphafi. Þann- ig að þetta er bara óskiljanlegt og gert að nóttu til þegar allir eru í sumarfríi.“ Má ekki vera grænn blettur í borginni Helga Helgadóttir er ein þeirra sem nýta sér grenndargarðana í Smálöndum í Elliðaárdal fyrir garðyrkju. Segir hún fólk sem nýtir sér garðana almennt ekki vera ánægt með fyrirhugaðar fram- kvæmdir við jaðar Elliðaárdalsins en gróðurhúsið mun að öllum lík- indum rísa í næsta nágrenni við garðana. „Við sjáum fyrir okkur að þetta eyðileggi bara fyrir okkur. Við er- um búin að vera hérna í tíu ár og ætluðum einmitt að fara að halda upp á tíu ára afmælið okkar. Við sjáum ekki alveg fyrir okkur hvern- ig þetta verður með fullt af ferða- mönnum, bílastæðum og fullt af fólki. Þetta er búið að vera okkar friðland.“ „Þetta er búið að vera okkar friðland“ Magnús Hreggviðsson, fyrrverandi útgefandi, sem hefur búið í ná- grenni við Elliðaárdalinn í 35 ár, telur að fyrirhugaðar fram- kvæmdir í dalnum hafi verið sam- þykktar í mikilli fljótfærni. „Miðað við hraðann á afgreiðslu þessa máls finnst mér orðatiltækið „kapp er best með forsjá“ eiga vel við. Ég hefði viljað fá meiri umræð- ur um þetta, bæði meðal stjórn- málamanna og embættismanna og svo okkar sem búum í hverfinu,“ segir Magnús. „Kapp er best með forsjá“ á vel við „Ég segi að það sé algjörlega ótímabært að gera þetta. Fyrir það fyrsta er svo margt annað sem við þurfum að forgangsraða áður en við gerum þetta. Svo held ég að þó að staðsetningin sé freistandi vegna náttúrunnar henti svona stórhýsi ekki hér. Það er mín skoðun,“ segir Aðal- heiður Diego, sem hefur búið alla sína ævi í hverfinu, aðspurð hvernig henni lítist á fyrirhug- aðar framkvæmdir í dalnum. „Þó þetta sé mjög spennandi held ég að við höfum eiginlega ekki efni á svona núna. Ég vil sjá pen- ingana fara í annað,“ bætir Aðal- heiður við og eiginmaður hennar, Sigurður Arnþórsson, tekur undir með henni. Hundurinn Snúður vildi ekki tjá sig um málið. Margt annað sem þurfi að forgangsraða Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Vigfús Ólafsson, karlmaður á sex- tugsaldri, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að valda eldsvoða í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi 31. október síðastliðinn, en tvær manneskjur létust í brunanum. Hann var dæmdur fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðs- dómi Suðurlands. Kona sem einnig var ákærð í mál- inu, fyrir að koma fólkinu sem lést ekki til bjargar, var sýknuð af ákær- unni. Farið hafði verið fram á sex mánaða fangelsisvist yfir henni. Kolbrún Benediktsdóttir, sak- sóknari í málinu, sagði í málflutningi sínum í júnímánuði að hæfileg refs- ing Vigfúsar vegna málsins væri allt að átján ára fangelsi. Í samtali við mbl.is sagði Kolbrún að Vigfús hefði verið dæmdur fyrir manndráp af gá- leysi og stórfellda brennu, en hún var einungis rétt svo búin að líta á niðurstöðu dómsins er blaðamaður náði tali af henni í dómshúsinu á Sel- fossi. Í málflutningi sínum við aðal- meðferð málsins benti Kolbrún m.a. á að aldrei hefði nokkur maður verið sakfelldur hér á landi fyrir tvö manndráp sem hlotist hefðu af sama verknaðinum. Óvíst um áfrýjun Ekki var fallist á aðalkröfu ákæruvaldsins þess efnis að Vigfús yrði dæmdur fyrir að hafa valdið brunanum og þar með andláti þeirra tveggja sem voru stödd á efri hæð hússins er eldurinn kom upp, af ásetningi á lægra stigi. Hvort málinu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins gat Kolbrún ekki tjáð sig um á þess- um tímapunkti, en sú ákvörðun er í höndum ríkissaksóknara. Vigfúsi er gert að greiða aðstand- endum hinna látnu á þriðja tug millj- óna í miskabætur vegna málsins, auk þess sem hann ber allan sakar- kostnað í málinu. Morgunblaðið/Eggert Frá vettvangi Vigfús var dæmdur fyrir að hafa valdið eldsvoða. Fimm ár fyrir brunann Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í lítilli íbúð á neðstu hæð á stúd- entagörðum á Eggertsgötu 24 í Reykja- vík síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í fyrstu, að sögn sjónarvotta, og var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins sent á vettvang auk sjúkrabíla og lögreglu. Vitni sáu konu koma hlaupandi út úr íbúðinni, með reykmökkinn á eftir sér, og lét hún öllum illum látum á vettvangi, að sögn lögreglu. Var konan í annarlegu ástandi og flutt í fyrstu á slysadeild til aðhlynningar. Reyndist hún ekki alvar- lega slösuð en grunur var uppi um reyk- eitrun. Greiðlega gekk hjá reykköfurum slökkviliðsins að ráða niðurlögum elds- ins. Íbúðin er töluvert skemmd og lagði mikinn reyk í aðrar íbúðir hússins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eggertsgata Reykkafarar að störfum en þeir náðu að slökkva eldinn. Engan sakaði en mikið tjón  Íbúi á vettvangi í annarlegu ástandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.