Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/RAX Svínafellsjökull Ísklifur í Svínafells- jökli þar sem nú er hættuástand. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Engar skipulagðar ferðir hafa verið farnar á Svínafellsjökul í sumar. Enn er í gildi viðvörun Almannavarna frá því í júní í fyrra, þar sem mælst var til þess að ekki yrði farið með hópa á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum á hann. Þá var því beint til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls. Ástæða þessa er stór sprunga í Svínafellsheiði sem liggur að jöklin- um, en vorið 2018 uppgötvaðist að hún væri lengri en áður var talið. Vatnajökulsþjóðgarður gaf ferða- þjónustufyrirtækjum undanþágu til að fara með hópferðir á Skaftafells- jökul til loka síðasta árs, en hún gildir einnig í sumar. Von á vísindamönnum „Staðan er óbreytt, en það er von á vísindamönnum þarna upp með fleiri mælitæki,“ segir Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóð- garðsvarðar á suðursvæði í Vatnajök- ulsþjóðgarði, en á síðasta ári komu vísindamenn fyrir mælitækjum til að mæla gliðnun sprungunnar. Steinunn Hödd segir aðspurð að samstarf við ferðaþjónustuaðila hafi gengið vel. „Við hugsum auðvitað um þessi mál og þetta veldur okkur miklum áhyggjum. Það er alltaf margt fólk á svæðinu og störf margra liggja að veði vegna þessara breytinga. Við er- um alltaf að meta það hvernig við get- um komið til móts við ferðaþjón- ustuna,“ segir hún. „Það er fínt samband þarna á milli, en það getur alltaf orðið betra. Við stefnum að því að halda annan fund í haust og halda áfram með þessa samvinnu,“ segir hún, en í Skaftafelli eru haldnir fund- ir milli þjóðgarðsfólks og ferðaþjón- ustuaðila vikulega. Þá eru slíkir fund- ir fyrirhugaðir við Jökulsárlón. Hrafnhildur Ævarsdóttir, aðstoð- armaður þjóðgarðsvarðar í Skafta- felli, segir að ákvörðun um ferðir á Skaftárjökul hafi breytt flæðinu inn í þjóðgarðinn, en þó hafi allt gengið að óskum. Frá því í mars hefur ekki ver- ið farið í ferðir á Skaftárjökul en á vorin kemur undan jöklinum og hann verður ótryggur. Hún segir að ein- staka ferðamenn hafi farið á Svína- fellsjökul. „Það eru merkingar þarna sem segja til um ástandið við jökulinn, en öll fyrirtækin fluttu ferðir sínar yfir á annaðhvort Falljökul eða Skaftafells- jökul. Það fór eftir gerð ferða. Ís- hellaferðir voru farnar á Skaftafells- jökul og þær hættu í mars. Gönguferðir voru farnar á Falljökul,“ segir hún, en engar frekari ákvarð- anir verða teknar að hennar sögn fyrr en hættumat Veðurstofunnar um svæðið liggur fyrir. Áfram engar ferðir á jökulinn  Viðvörun Almannavarna vegna Svínafellsjökuls enn í gildi  Sprunga í Svínafellsheiði ógnar öryggi  Ferðaþjónustuaðilar fara á Falljökul í staðinn  Framhaldið óákveðið þar til hættumat liggur fyrir Snorri Másson Þórunn Kristjánsdóttir „Þetta er náttúrlega bara svolítið sjokk og sérstaklega að heyra af þessum veiku börnum. Það er fyrst og fremst vonandi að þau jafni sig sem fyrst,“ segir Björgvin Jóhann- esson, einn eigenda ferðaþjónustu- bæjarins Efstadals II í Bláskóga- byggð, en yfirvöld upplýstu í gær að smit barna af E. coli-bakteríunni að undanförnu megi í langflestum til- vikum rekja til kálfastíu á bænum sem börn hafa heimsótt og leikið sér við kálfana. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær höfðu tíu börn verið greind með þetta smit og tvö þeirra orðið að liggja á Barna- spítala Hringsins með nýrnabilun af völdum bakt- eríunnar. Af þessum tíu börnum höfðu níu heim- sótt Efstadal II og talið að tíunda barnið hafi smitast af systkini sínu. Stíunni í fjósinu í Efstadal hefur verið lokað og kálfarnir sendir í sóttkví. Það var gert um miðja síð- ustu viku, þegar grunur um smitið kom upp, og lokað var á samskipti við dýrin á bænum. „Það er engin snerting við kálfana lengur í boði,“ sagði Björgvin. Að hans sögn benda rannsóknir til þess að smitið tengist kálfunum en ekki matvælunum sem seld eru á bænum í veitingasölunni eða ísbúð- inni. „Við höfum þegar sent sýni úr öll- um matvælunum okkar og þær nið- urstöður hafa verið mjög jákvæðar fyrir okkur,“ sagði Björgvin, og er sá rekstur því enn í gangi. „Auðvit- að er fólk slegið yfir þessu og það er mikilvægt, eins og sóttvarnalæknir bendir á, að þar sem samneyti hvers konar er við dýr þar er lykilatriði að passað sé upp á hreinlæti,“ segir Björgvin og bætir við að þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi metið alla ferla á staðnum góða hafi verið farið í að herða viðbragðsferlið. E. coli-bakterían sem sýkti börn- in fannst einnig í saursýni frá kálf- um á bænum en ekki er vitað með vissu hvernig smitið barst í börnin sem eru á aldrinum 20 mánaða til 12 ára. Vona að börnin jafni sig  Eigendur ferðaþjónustubæjarins Efstadals II miður sín vegna E. coli-smitsins Morgunblaðið/Hari Efstidalur Eigendur ferðaþjónustubæjarins eru miður sín eftir að E. coli-smitið kom upp á dögunum. Þar er rekin ferðaþjónusta samhliða landbúnaði. Björgvin Jóhannesson Hæstiréttur hafnaði að taka fyrir mál Sigríðar Sæland Jónsdóttur gegn Tryggingastofnun. Gildir því dómur Landsréttar frá því í maí síð- astliðnum sem er Sigríði í vil. Hann kveður á um að skerðing Trygg- ingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eldri borgara í janúar og febrúar 2017 hafi ekki haft lagastoð. Heild- arskerðing lífeyrisgreiðslnanna á þessum tveimur mánuðum voru 5 milljarðar króna, sem ríkinu ber nú að endurgreiða þeim sem fyrir henni urðu. Talið er að mistök hafi orðið við lagasetningu í árslok 2016 sem gerðu það að verkum að ákvæði, sem heimilaði skerðingu ellilífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum, féll út. Þrátt fyrir mistökin skerti TR greiðslur lífeyrisþega um næstu mánaðamót og var lögunum breytt afturvirkt til að heimila skerð- inguna. „Stórt slys“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður Landssambands eldri borg- ara, segir aðspurð ekki gleðjast yfir málalyktum: „Skerðingar hafa verið allan tím- ann og mismiklar en aldrei eins há- ar og núna, 45%. En þetta mál er bara algjörlega óháð því. Þetta er bara stórt slys. Ég vorkenni bara fólkinu sem reiknaði vitlaust eða las ekki betur yfir.“ Flokkur fólksins stóð að málsókninni en málið var rekið í nafni Sigríðar. Sigríður er móðir Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Inga sagði í gær í samtali við mbl.is að réttlætið hefði sigrað. Á sama tíma hefðu málalykt- ir verið áfall fyrir ríkið, enda þyrfti að greiða út háa fjárhæð. Lögmaður Sigríðar, Jón Steinar Gunnlaugsson, sagði í samtali við mbl.is þegar dómur Landsréttar féll í maí síðastliðinn að bækur réttarríkisins leyfðu ekki að lög- unum um greiðsluskerðingar í jan- úar og febrúar væri breytt afturvirkt, að hans mati. veronika@mbl.is Ríkinu gert að greiða ellilíf- eyrisþegum fimm milljarða  Sigríður Sæland hafði betur gegn Tryggingastofnun Útlendingastofnun fær 100 milljóna króna fjárveitingu, umfram það sem áætlað var, á næstu árum. Eiga fjármun- irnir meðal ann- ars að styðja við framkvæmd nýrrar reglu- gerðar í mál- efnum hælisleit- enda. Upplýsinga- fulltrúi stofn- unarinnar, Þór- hildur Hagalín, segir stofnunina hafa til skoðunar hvernig hægt sé að hraða máls- meðferð tiltekinna mála og hvernig nýta megi fjármunina til þess. Nú er Útlendingastofnun heimilt að taka mál barna til efnislegrar með- ferðar, hafi þau dvalist á Íslandi í 10 mánuði en áður voru það 12 mánuðir. Breytingin hefur í för með sér fleiri efnislegar meðferðir sem kalla á aukið fjármagn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar, dómsmála og nýsköpunar, hefur sagt að í haust verði smíðað frum- varp um breytingar á útlendinga- lögum en ekki liggi enn fyrir hverj- ar þær verða. Fá 100 milljóna fjárveitingu  Aukinn stuðningur við Útlendingastofnun Þórhildur Hagalín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.