Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2019 Sumarsveinn Gestir á ættarmóti í Borgarfirði eystra um síðustu helgi brugðu sér í fjallgöngu og rákust þar á óvæntan vegfaranda, eða jólasvein á harðahlaupum, þó ekki til byggða heldur stefndi hann lengra til fjalls, líklega til heimkynna sinna hjá Grýlu og Leppalúða og hinum jólasveinunum. Hvaðan hann var að koma fylgdi ekki sögunni en 156 dagar eru til jóla. Eggert Klisjur? Já þær eru sífellt algengari í stjórnmálaumræðu samtímans. Merki- miðapólitík? Ekki verður annað séð en að þeim stjórnmálamönn- um fjölgi fremur en fækki, sem telja það til árangurs fallið að nota merkimiða á sig sjálfa en ekki síður á póli- tíska andstæðinga. Í pólitík merki- miðanna eru margir dugmiklir við að skreyta sig með fallegum orðum. Það þykir sérlega gott að kenna sig við frjálslyndi og ekki er verra að koma því til skila að viðkomandi sé víðsýnn og umburðarlyndur. Um leið eru andstæðingarnir stimplaðir – merktir í bak og fyrir. Þeir eru þröngsýnir, afturhaldssamir, for- stokkaðir fulltrúar gamalla tíma og úreltra sjónarmiða. Klisjur og merkimiðar eru oft ár- angursrík aðferð og gefa stjórn- málamönnum tækifæri til að forðast efnislegar umræður um mikilvægt mál. Það er miklu auðveldara að af- greiða andstæðinga með einum eða tveimur merkimiðum, en að eiga rökræður. Hugtök fá nýja merkingu Þeir stjórnmálamenn sem dug- mestir eru við að kenna sjálfa sig við frjálslyndi boða það sem þeir kalla „nýja pólitík“ – „stjórnmál framtíðarinnar“ til að takast á við áskoranir 21. aldarinnar. Í hug- myndaheimi þeirra fá hugtök og orð nýja merkingu. Með nýrri merkingu hafa stjórnlyndar hugsjónir fengið skjól. Nútímalegt frjálslyndi bygg- ist ekki á trúnni á einstaklinginn, getu hans og ábyrgð. Stjórnlyndi breytist ekki þótt það sé klætt í nýjan búning. Góð- hjartaðir stjórnmála- menn, undir fána hins nýfengna frjálslyndis, leggja verulega á sig að hafa vit fyrir sam- ferðamönnum sínum. Í hugum þeirra er það lífsnauðsynlegt að „barnfóstran“ sé stöð- ugt á vaktinni svo al- menningur fari sér ekki að voða. Lög um alla mannlega hegðun skal samþykkja. Reglugerð- ir eru taldar forsendur þess að hægt sé að verja einstaklinginn gagnvart sjálfum sér. Öflugt eftirlit undir stjórn velviljaðra embættis- manna á að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki fari eftir lögum og reglum. Hið nýfengna frjálslyndi kallar á að skattar séu lagðir á vöru og þjónustu í nafni umhyggju enda almenningur stjórn- og sinnulaus um eigin velferð og heilbrigði. Stjórnlyndir eru ekki þeir einu sem skreyta sig í tíma og ótíma með frjálslyndi. Frjálslyndi samtímans felst einnig í því að grafa undan tiltrú almennings, atvinnulífsins og erlendra aðila á íslensku efnahags- lífi og ekki síst krónunni. Patent- lausn flestra vandamála er að henda krónunni út í hafsauga og taka upp evruna – gjaldmiðil fyrirheitna landsins. Víðsýnin er staðfest í end- urteknum tilraunum til að kollvarpa skipulagi sjávarútvegs, sem þó er skattlagður sérstaklega á sama tíma og flestar aðrar þjóðir – Nor- egur, Bandaríkin að ekki sé talað um lönd Evrópusambandsins – hafa sjávarútveg í sérstakri súrefnisvél ríkisstyrkja. Umburðarlyndið elur á tortryggni í garð atvinnugreinar sem hefur staðist ríkisstyrkta sam- keppni. Stöðugt þyngri álögur eru kappsmál nútímalegs stjórnmála- manns, enda vasar útgerðarmanna sagðir svo djúpir að hægt sé að fjár- magna flest loforð. Upphafning Hið nýja umburðarlyndi sýnir ekki andstæðum skoðunum virð- ingu. Umburðarlyndi felst í sjálfs- upphafningu og fordæmingu „rangra skoðana“. Nýfrjálslyndi hefur litla þolinmæði gagnvart þeim sem hafa áhyggjur af því að með innleiðingu orkutilskipana á EES- svæðinu séu Íslendingar með bein- um eða óbeinum hætti að missa for- ræði yfir orkuauðlindum. Í stað þess að hlusta og skilja áhyggjurnar og svara þeim með rökum og stað- reyndum, eru þær afgreiddar líkt og hver önnur vitleysa enda hinir áhyggjufullu örugglega forpokaðir einangrunarsinnar. Nýfrjálslyndi á ekki samleið með hugmyndum um fullveldi þjóðar og sjálfsákvörðunarrétt. Slíkar skoð- anir eru frá síðustu öld og gott bet- ur. Eðli máls samkvæmt eiga þær ekki upp á pallborðið hjá stjórn- málamönnum 21. aldarinnar. Stjórnmálamaður 21. aldarinnar er baráttumaður gegn krónunni, fyrir evrunni og þó fyrst og síðast fyrir aðild að Evrópusambandinu. Nýfrjálslyndi gefur lítið fyrir rétt lítillar þjóðar að eiga viðskipti við þjóðir heims á eigin forsendum. Sjálfstæð utanríkisviðskiptastefna er eitur í æðum nýfrjálslyndra. Umburðarlyndi stjórnmálamanna sem kappkosta að kenna sig við 21. öldina tekur mið af því að meirihlut- inn ráði svo lengi sem komist er að „réttri“ niðurstöðu. Málamiðlun er aðeins æskileg ef hún er á forsend- um handhafa nýfrjálslyndis. Aðrar sáttagjörðir ólíkra sjónarmiða eru aðeins sýndargjörningar í pólitískri refskák. Sættir eru rofnar ef það hentar og þjónar persónulegum pólitískum metnaði. Stjórnmálamaður 21. aldarinnar – nýfrjálslyndur, víðsýnn og umburð- arlyndur – sér enga þversögn í því að beita uppnefndum og brigslyrð- um. Nytsamleg vopn eru notuð, ekki síst gagnvart gömlum sam- herjum og stuðningsmönnum. Þeir eru hvort sem er íhaldssamir, – fulltrúar afturhalds og úreltra gilda. En nýfrjálslyndi er hagsýnt. Þegar hentar er sótt í kistur fyrrverandi samherja. Þingmál eru afrituð og endurnýtt. Fyrst helsta stefnumálið um fyrirheitna landið fellur í grýtt- an jarðveg hjá meirihluta þjóðar- innar, koma málefnakistur þeirra sem sitja undir brigslyrðum að góð- um notum. Klisjuvæðing stjórnmálanna Klisjur og einföld skiljanleg slag- orð hafa líklega fylgt stjórnmálum frá upphafi – verið óaðskiljanlegur hluti af því að vekja athygli og vinna málstað fylgi. Orðsnilld hefur alltaf verið góður vinur stjórnmálamanns- ins. En í gegnum frasana og slag- orðin hafa kjósendur yfirleitt áttað sig á þeirri hugmyndafræði sem að baki liggur. Stjórnmálamenn, sem segjast vera fulltrúar 21. aldarinn- ar, hafa hins vegar gert það að verkum að kjósendur eiga stöðugt erfiðara með að átta sig á því fyrir hvað frambjóðendur standa í raun. Búið er að henda hugmyndafræð- inni eða umbreyta merkingu hug- taka til að gera hugmyndafræði, sem hefur selst illa, meira aðlag- andi. Barátta frjálslyndra manna fyrir réttarríkinu, þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, er úrelt í hugum ný- frjálslyndra. Nútímalegt réttarríki skal fyrst og síðast byggja á að póli- tískur rétttrúnaður nái fram að ganga. Því er hafnað að frelsi ein- staklingsins og réttindi hans séu al- gild og óumbreytanleg. Allt er háð aðstæðum og tíðaranda. Barátta gamaldags frjálslyndra manna fyrir tjáningarfrelsi, trú- frelsi og athafnafrelsi – fyrir frelsi einstaklinga frá afskiptum ríkisins – hefur verið sett út í horn. Sannfær- ing um að uppspretta valdsins sé hjá borgurum er álitin jafn furðuleg og hugmyndin um fullveldi þjóðar. Nýfrjálslyndir eru margir sann- færðir um að uppsprettuna sé að finna í Brussel. Nýfrjálslyndi hefur reynst indælt fyrir marga og gefið þeim nýtt líf í pólitík. Frjálslyndar skoðanir fyrri tíma eru sagðar púkalegar og eigi ekki erindi við samtímann, hvað þá framtíðina. „Þar sem öllum mönn- um er náttúrulegt að vera frjálsir, jafnir hver öðrum og sjálfstæðir, má ekki svipta neinn mann þessum réttindum og setja hann undir lög- sögu annars, án þess hann veiti til þess samþykki sitt,“ skrifaði John Locke í Ritgerð um ríkisvald (The Second Treatise of Government) ár- ið 1689. Hversu úreltar geta hug- myndir gamalla frjálslyndra manna orðið!? Eftir Óla Björn Kárason » Sannfæring um að uppspretta valdsins sé hjá borgurum er álit- in jafn furðuleg og hug- myndin um fullveldi þjóðar. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Ó, þetta er indælt (ný-)frjálslyndi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.