Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 14

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 14
Langistígur Einn af þeim stígum á Þingvöllum sem Ófeigur flóraði. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ófeigur var óskaplega mikillhagleiksmaður, hann varkoparsmiður, söðlasmiðurog rennismiður. Hann smíð- aði þrjár kirkjur, skreytti tólf eða fjór- tán kirkjur, smíðaði fimm hundruð rokka, hélt hreindýr, var orðlögð refa- skytta, vegagerðarmaður og hagyrð- ingur góður,“ segir Guðfinna Ragnars- dóttir um alþýðulistamanninn og bóndann Ófeig Jónsson á Heiðarbæ í Þingvallasveit, en Guðfinna ætlar að vera með leiðsögn á Þingvöllum í kvöld þar sem hún segir frá Ófeigi og sýnir hluti eftir hann. „Ófeigur var stórmerkilegur maður sem vert er að draga fram í dagsljósið. Forvitni mín um hann vaknaði þegar ég sá í fyrsta sinn á heimili tengdamóður minnar litla blómum skrýdda prjóna- tínu og fallega snældu með stórum út- skornum snældusnúð sem amma hans hafði komið með þegar hún flutti að Neðra-Apavatni. Ég fór að grúska í sögu þessara gripa sem reyndust vera smíðaðir af Ófeigi, en langafi Magnúsar manns míns var tengdasonur Ófeigs.“ Guðfinna segir Ófeig hafa verið ómenntaðan átjándu aldar mann sem fæddur var árið 1770. „Hann bjó yfir einstakri tilfinningu fyrir litum og fylgdist vel með erlendum straumum og stefnum. Hann var ævinlega vel til- hafður og klæddi sig helst í kónga- blátt. Hann var fjölhagur, málaði, skar út og smíðaði, en þekktastur var hann fyrir kirkjuskreytingar sínar, hvort sem það voru altaristöflur, predik- unarstólar, söngtöflur, kórbitar, graf- skriftir eða annað. Frægust er altaris- tafla hans sem var í kirkjunni á Stóra-Klofa í Landsveit. Sú kirkja er löngu horfin en altaristaflan lifir á Þjóðminjasafninu. Önnur altaristafla eftir hann var í Þingvallakirkju, sem sýnir heilaga kvöldmáltíð og hana mál- aði Ófeigur árið 1834, en henni var skotið upp á loft í kirkjunni sextíu ár- um síðar þegar ný tafla var gefin kirkjunni. Þegar ensk hefðarfrú fékk að gista í kirkjunni árið 1898, þá tók hún eftir að tafla Ófeigs hékk ekki lengur uppi og keypti hana fyrir 10 krónur. Hún fór með altaristöfluna til Englands og gaf hana enskri kirkju til minningar um son sinn. Þar hékk alt- aristaflan í sjötíu ár eða þar til Magnús Magnússon gekk í að fá hana aftur til Íslands og frá 1974 hangir hún uppi á sínum gamla stað í Þingvallakirkju og við munum skoða hana í kvöld. Önnur altaristafla eftir Ófeig fékk að dúsa lengi uppi á kirkjulofti, en það var sú sem hann málaði fyrir Úlfljótsvatns- kirkju í Grafningi. Henni var kastað upp á loft þegar tveir betri bændur í Grafningnum héldu upp á silfurbrúð- kaup sitt og létu af því tilefni mála nýja altaristöflu. Sem betur fer var sú sem Ófeigur málaði dregin aftur fram tutt- ugu árum síðar.“ Rokkhjól var seta á kamri Ófeigur var þekktur um allt Suðurland fyrir handverk sitt, ekki síst rokkana, en hann smíðaði mörg hundr- uð slíka. „Allir hafa þeir glatast, en fyr- ir nokkrum árum frétti Þórður í Skóg- um af einhverju fornu hjá Skúla Lýðssyni, bónda á Keldum á Rangár- völlum, og fann þar í pörtum úti í mýri hjól af rokki sem notað hafði verið sem seta á kamri. Þetta hjól reyndist vera frá Ófeigi, og lét Þórður setja það sam- an úr þessum brotum.“ Ófeigur var ekki aðeins mikill listamaður og smiður, hann var líka vegagerðarmaður og sprengjumeist- ari. Hann lagði vegi og stíga á Þing- völlum og þegar allt hrundi þar í jarð- skjálfta 1789, þá varð ómögulegt að komast niður í gjárnar. „Allar engjar hjá þáverandi Þing- vallapresti fóru í kaf, svo hann varð að heyja uppi hjá Brúsastöðum og Kára- stöðum. Þá þurfti að henda heyinu of- an í Almannagjá því ekki var fært nið- ur, en þá fékk Kristján í Skógarkoti hreppstjóri Ófeig til að flóra Stekkjar- gjána. Hann hellulagði þennan Langa- stíg sem liggur norðan við Öxarárfoss og upp úr Stekkjargjánni svo þetta varð kliffært og hægt að fara þar með heybandslestir. Þetta eru nokkur hundruð metrar og þurfti mann með verkvit og listfengan eins og Ófeig í verkið. Hann gerði líka Almannagjá færa hestum. Þetta ætlum við að skoða í kvöld.“ Veröldin hrundi við lát dóttur Guðfinna segir að Ófeigur hafi verið mikill fjölskyldumaður og við- kvæmur í lund. „Sorgin barði oft að dyrum hjá honum. Hann eignaðist sjö börn, en sex þeirra lifðu og ævinlega var mikil samheldni hjá fjölskyldunni. Aðeins þrjú af börnum hans giftust og ein dætra hans átti fjögur börn, en þrjú þeirra fæddust andvana og það fjórða lifði aðeins í þrjá daga. Guðrún yngsta dóttur Ófeigs lést af barns- förum 39 ára þegar hún fæddi frum- burð sinn, son sem var fyrsta barna- barn Ófeigs, en drengurinn lést líka í fæðingunni. Ófeigur tók afar nærri sér að missa uppáhaldið sitt yngstu dótt- urina og son hennar nýfæddan. Veröld hans hrundi og þau Þorbjörg kona hans fluttu frá Heiðarbæ í framhald- inu. Mæðginin Guðrún og sonur henn- ar hvíla í Þingvallakirkjugarði. Vigfús sonur Ófeigs dó úr holdsveiki aðeins rúmlega fertugur, en lét eftir sig tvö börn, sem eru einu barnabörn Ófeigs.“ Ófeigur var hagmæltur og skrautskrifaði líka grafskriftir. „Hann bjó síðustu sjö ár ævi sinn- ar hjá dóttur sinni í Mosfellssveit og var vinnandi til hinstu stundar. Þar smíðaði hann og málaði sjálfum sér grafskrift í bundnu máli á tréspjald, sem nú hangir í forkirkjunni í Mos- fellskirkju. Hann ætlaðist til að graf- skriftin væri lögð á brjóst hans í kist- unni en fólk gat ekki hugsað sér það, enda einkar fögur og getur glatt augu fólks um aldur og ævi.“ Fjölhagur og klæddist kóngabláu Ófeigi Jónssyni var margt til lista lagt, hann var skreytingameistari, smið- ur, refaskytta, sprengju- meistari og hagyrðingur, svo fátt eitt sé nefnt. Í kvöld verður ganga með leiðsögn á Þingvöllum þar sem sagt verður frá alþýðulistamanninum. Augnayndi Altaristöfluumgjörð eftir Ófeig í Tungufellskirkju. Kistill Ófeigur smíðaði og skreytti þennan handa eiginkonunni Þorbjörgu. Guðfinna Ragnarsdóttir Í kvöld, fimmtudag 11. júlí, mun Guðfinna leiða göngu um Þingvelli og segja frá Ófeigi sem var, ásamt Kristjáni Magnússyni hreppstjóra í Skógarkoti, máttarstólpi í Þing- vallasveit í byrjun nítjándu aldar. Lagt verður af stað kl. 20 frá bíla- stæði merktu P3 norðan við Hakið, gengið niður í Stekkjargjá og endað í kirkjunni þar sem altaristafla Ófeigs og fleira verður skoðað. Allir velkomnir og heitt á könnunni. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Brúðkaupskragar Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.