Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Bremsuviðgerðir Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins, segir Ríkis- endurskoðun komast að rangri niður- stöðu varðandi tap Íslandspósts. Nánar tiltekið að Íslandspóstur hafi ekki fengið sam- drátt í bréfasend- ingum að fullu bættan með hækkun á gjald- skrá. Það sé rangt og því geti sú starfsemi ekki skýrt fjárhags- vanda fyrir- tækisins. Ríkisendur- skoðun birti í lok júní úttekt á Íslandspósti (ÍSP) að beiðni fjárlaganefndar Alþingis. Til- efnið var uppsafnað tap 2013-18, alls 246 milljónir, og 500 milljóna lán frá ríkinu til að halda rekstrinum gang- andi. Við gerð fjárlaga 2019 var ákveðið að veita ÍSP lán eða hluta- fjáraukningu, allt að 1,5 milljörðum. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lögbundið eftirlit með starfsemi ÍSP. Stofnunin greinir afkomu fé- lagsins innan einkaréttar, samkeppni innan alþjónustu og samkeppni utan alþjónustu og hefur frá árinu 2013 birt úttekt á bókhaldslegum aðskiln- aði og kostnaðarbókhaldi þess. Tölur úr þeim úttektum eru endur- birtar í grafinu hér fyrir ofan. Má m.a. lesa úr þeim að afkoma ÍSP af einkarétti hefur verið jákvæð um samtals 984 milljónir frá árinu 2014, eða að meðaltali um 197 milljónir á ári. Vega þar þyngst árin 2016 og 2017, en þá var afkoman jákvæð um 497 og 414 milljónir. Einkarétturinn nær til bréfa sem eru undir 50 grömm. Reynir telur þessa afkomu sýna að þvert á niður- stöðu Ríkisendurskoðunar hafi ÍSP fengið bættan samdrátt í bréfasend- ingum á tímabilinu. Máli sínu til stuðnings bendir Reynir á ákvörðun PFS (21/2018) þar sem PFS hafnar beiðni ÍSP um 8% hækkun gjald- skrár. Þá bendi yfirlit PFS til viðvar- andi hagnaðar af bréfapósti. Hefði skert þjónustuna Fjallað var um skylda ákvörðun PFS (13/2009) í Morgunblaðinu sl. laugardag, en í henni féllst PFS ekki á frekari hækkun gjaldskrár ÍSP í einkarétti. Byrði ÍSP af alþjónustu hefði verið innifalinn í gjaldskrá fé- lagsins innan einkaréttar. „Ef ekki hefði komið til að tekið væri mið af þessum kostnaði vegna alþjónustu … hefði gjaldskrá félagsins innan einka- réttar verið lægri í dag, en hún er með því hæsta sem gerist innan Evrópu“. Þá benti PFS á að ÍSP hefði skert þjónustuna og með því dregið úr kostnaði af útburði bréfa. Meðal annars var vísað til þess að útburðardögum í dreifbýli hefði fækkað en með því „lækkaði alþjón- ustukostnaður vegna landpósta um 200 millj. kr. á ári og kom sú kostn- aðarlækkun fyrst og fremst fram í kostnaði innan einkaréttar. Árið 2018 var afkoma Íslandspósts af einkarétti jákvæð um 53 milljónir króna samkvæmt ársskýrslu Íslands- pósts. Samkvæmt 16. grein póstlaga skal gjaldskrá ÍSP fyrir alþjónustu „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði“. Reynir segir ríflega 900 milljóna frávik í hagnaði af einkarétti 2016 og 17 langt umfram lagaheimild. Tvær meginskýringar Fulltrúar Ríkisendurskoðunar gerðu grein fyrir fjárhagsvanda ÍSP á fundi með fjárlaganefnd Alþingis: „Að mati Íslandspósts eru tvær meginskýringar á rekstrarvanda fé- lagsins. Annars vegar mikill sam- dráttur í bréfasendingum sem ekki hefur fengist að fullu bættur með hækkun á gjaldskrá. Félagið fann sérstaklega fyrir þessu á árinu 2018 þegar bréfum fækkaði mun meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Hins vegar hefur félagið lagt í aukinn kostnað við dreifingu pakkasendinga erlendis frá, s.s. með fjölgun starfs- manna í póstmiðstöð og á pósthúsum, sem tekjur vegna slíkra sendinga (endastöðvagjöld) ná ekki [að] standa undir nema að hluta til. Með nýlegri lagabreytingu hefur félagið nú fengið heimild til að leggja viðbótargjald á móttakendur slíkra sendinga,“ sagði Ríkisendurskoðun um vanda Íslands- pósts. Með vísan til þess sem að fram- an greinir telur Reynir að fyrri hluti þessarar málsgreinar sé rangur. Tók til greina 1,5 milljarða Hvað varðar síðari hlutann hefur PFS tekið til greina kröfu ÍSP um bætur vegna taps af erlendum send- ingum. Samkvæmt ákvörðun PFS mun ÍSP fá 1.463 milljónir bættar vegna þessa árin 2014-18. Sendingarnar teljast alþjónusta innan samkeppni. Þetta óhagræði ÍSP af erlendum sendingum birtist í áðurnefndum úttektum PFS á af- komu félagsins. Eins og sjá má á grafinu hefur verið samfellt tap af al- þjónustu ÍSP innan samkeppni frá árinu 2011. Tapið var 791 milljón árið 2016 og bendir úttekt PFS til að 649 milljónir af þeirri upphæð skýrist af tapi af erlendum pósti. Þriðji þátturinn í rekstri ÍSP sem yfirlit PFS ná til varðar samkeppnis- rekstur. Samkvæmt yfirlitum PFS hefur verið samfelldur hagnaður af þessum rekstri frá 2013. Það ár var innleitt nýtt kostnaðarlíkan hjá ÍSP. Reynir bendir á að samkvæmt yfir- litum PFS hafi gjöld ÍSP af alþjón- ustu innan samkeppni aukist úr 2.586 milljónum 2012 í 3.295 milljónir árið 2013. Samtímis hafi gjöld innan sam- keppnisrekstrar dregist saman úr 1.282 milljónum í 908 milljónir, eða um tæpar 400 milljónir, milli þessara ára. Af þessu dregur Reynir þá álykt- un að ÍSP hafi fært kostnað vegna sóknar á samkeppnismarkaði undir alþjónustuna. „Ef rétt er að samkeppnisrekstur- inn beri ekki hlutdeild í föstum kostn- aði, líkt og kemur fram í skýrslu Rík- isendurskoðunar, skekkir það ekki aðeins samkeppni heldur skýrir einn- ig það mikla tap sem er af alþjónust- unni eftir árið 2013. Það er því mjög hæpið að tap ÍSP af alþjónustu innan samkeppni sé vegna sprengingar í er- lendum sendingum frá 2013, heldur er það fyrst og fremst tilkomið vegna breytinga á útdeilingu kostnaðar.“ Skýringin sé óráðsía Sem áður segir hefur PFS tekið til greina bótakröfu ÍSP varðandi er- lendar sendingar, alls að fjárhæð 1.463 milljónir. Þær heyra undir alþjónustu innan samkeppni. Reynir telur bótakröfuna ólög- mæta og hefur fyrirtæki hans, Póst- markaðurinn, kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Reynir vísar jafnframt til viðtals Morgunblaðsins við Birgi Jónsson, nýjan forstjóra ÍSP, 3. júlí sl. Þar hafi Birgir sagt að hagræða mætti um hundruð milljóna í rekstri ÍSP. Út frá því ályktar Reynir að tap ÍSP skýrist fremur af óráðsíðu í rekstri en raunkostnaði af þjónustu. Reynir segir Ríkisendurskoðun hljóta að þurfa að gera betur grein fyrir niðurstöðu sinni; hún sé í full- kominni andstöðu við þær upplýs- ingar sem koma fram í ársskýrslum ÍSP og yfirlitum PFS. „Niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar er í raun sú að Póst- og fjarskiptastofnun beri að stórum hluta ábyrgð á fjárhags- vanda Íslandspósts með því að hafa ekki veitt fyrirtækinu lögbundnar hækkanir á gjaldskrá bréfapósts,“ segir Reynir, sem kveðst hafa komið á framfæri ábendingum um þessi at- riði á fundi með fulltrúum Ríkis- endurskoðunar, áður en skýrslan kom út, og fylgt því eftir með tölvu- pósti en engin viðbrögð fengið. Röng greining á tapi Íslandspósts  Framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins telur Ríkisendurskoðun komast að rangri niðurstöðu  Úttektir Póst- og fjarskiptastofnunar sýni mikinn hagnað Íslandspósts af einkarétti á síðustu árum Afkoma einkaréttar-, alþjónustu- og samkeppnisþátta Íslandspósts Milljónir kr. Til og með 2012: ABC-kostnaðarlíkan Frá 2013: LRAIC-kostnaðarlíkan Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun: Yfi rlit bókhaldslegs aðskilnaðar 600 400 200 0 -200 -400 -600 -800 -1.000 -1.200 Einkaréttur 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Tekjur 2.660 2.505 2.578 2.768 2.598 2.747 2.875 3.191 3.320 2.789 Gjöld 2.672 2.624 2.652 2.648 2.616 2.739 2.862 2.694 2.905 2.736 -13 -119 -74 120 -18 7 13 497 414 53 Alþjónusta 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Tekjur 2.286 2.517 2.473 2.559 2.677 2.939 2.990 3.345 3.709 3.886 Gjöld 2.221 2.493 2.576 2.586 3.295 3.446 3.556 4.136 4.446 5.050 65 23 -103 -27 -619 -508 -566 -791 -737 -1.164 Samkeppni 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Tekjur 1.020 1.158 1.222 1.179 1.179 1.124 1.150 1.268 1.307 1.111 Gjöld 989 1.148 1.316 1.282 908 900 1.039 1.092 1.104 918 31 10 -95 -103 271 225 111 176 203 193 Eignarekstur 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Tekjur 45 216 108 77 280 306 298 269 398 553 Einkaréttur Alþjónusta Samkeppni Morgunblaðið/Rósa Braga Byrði Stjórnendur ÍSP segja félagið hafa tapað miklu fé á erlendum send- ingum. Fyrir rúmum mánuði var samþykkt aukagjald á sendingarnar. Reynir Árnason Ríkisendurskoðun hefur endur- skoðað ársreikninga Íslands- pósts. Forstjóri og endurskoð- andi stofnunarinnar taka þó fram að ábyrgðin sé félagsins. „Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu sam- stæðureikningsins í samræmi við alþjóðlega reiknings- skilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusam- bandinu … Við gerð samstæðu- reikningsins eru stjórn og for- stjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Íslandspósts ohf.“ Póst- og fjarskiptastofnun hefur svo lögboðið eftirlits- hlutverk gagnvart Íslandspósti sem birtist m.a. í úttektum. Endurskoðar reikninga ÍSP RÍKISENDURSKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.