Morgunblaðið - 11.07.2019, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
glerþakið. Hann hljóp til móts við
okkur, kastaði sér á grúfu og setti
hendurnar yfir höfuðið eins og í bíó-
mynd. Við stóðum bara eins og hálf-
vitar og horfðum á vélina og áttuðum
okkur ekkert á sprengihættunni.“
Lóa húsfreyja stóð við glugga heima
á bæ og sá slysið. Hún sagði Bjarna
að litlu hefði munað að eitt spaða-
brotið hefði sneitt hann í tvennt þar
sem hann stóð næst slysstaðnum.
Sjálfur tók hann ekkert eftir þessu
því þetta gerðist svo hratt.
Fastur í þyrlunni
Mikil hljóð heyrðust innan úr
þyrlunni og fóru þeir og opnuðu
farmrýmið. Sá sem þar var hafði
fengið kassana á sig og var mjög
mikið slasaður. Hann lést fljótlega.
„Hinn flugmaðurinn var fastur og
hljóðaði mikið. Einar Sveinbjarnar-
son, bóndi á Ysta-Skála, glímukóng-
ur og kappi, kom þarna að. Við tók-
um beislið, nokkuð langan stálbita,
aftan af traktorunum. Einar réðist á
vélina eins og berserkur með beislið
að vopni, braut allar rúður og lá við
að hann mölvaði póstana. Þá var
flugmaðurinn við það að gefa upp
öndina, virtist vera að kyrkjast í ör-
yggisbeltinu. Við náðum að skera
beltið af honum og koma honum út.
Hann var skaddaður á hrygg og
höfuðkúpubrotinn en lifði þetta af og
var tiltölulega fljótur að jafna sig.“
Bjarni var sendur heim til að
sækja eitthvað til að breiða yfir hinn
látna. Lóa húsfreyja kom með sæng-
ina hans Bjarna og var hún breidd
yfir líkið. Fólk hópaðist þarna að og
læknir kom á staðinn.
Hercules-flutningavél kom frá
Keflavíkurflugvelli og áttu sjúkra-
flutningamenn að stökka út í fall-
hlífum. Rafmagnið var tekið af sveit-
inni svo að raflínurnar sköpuðu ekki
hættu fyrir þá. Skyndilega sneri
flugvélin frá vegna bilunar og engir
sjúkraflutningamenn komu.
Önnur þyrla kom og sótti þann
slasaða og lík þess sem fórst. Flug-
maðurinn sem slapp ómeiddur kom
heim að Hvammi og naut þar góð-
gerða enda var mikil gestrisni á
bænum.
Fékk slæma martröð
Dagur leið að kvöldi og Bjarni
lagðist til svefns, með sængina sem
breidd hafði verið yfir látna her-
manninn. „Ég hef aldrei á ævinni
upplifað aðra eins martröð og þessa
nótt og næstu nætur. Það var
ólýsanlegt. Þá var ekkert til sem nú
heitir áfallahjálp, ekki búið að finna
upp það orð,“ sagði Bjarni.
Tveimur dögum seinna kom flutn-
ingabíll að sækja flakið af þyrlunni.
Þegar búið var að hífa það upp á bíl-
inn skaut slökkviliðsmaður frá
Varnarliðinu blysi á túnið þar sem
þyrlan hafði legið. Um leið gaus upp
mikið bál og því var ljóst að mikill
eldsmatur var í jarðveginum. „Það
er mikil mildi að ekki skuli hafa
kviknað í vélinni því þarna stóðu
menn reykjandi allt í kring eins og
ekkert væri,“ sagði Bjarni.
Heiðraðir fyrir björgunina
Áður en sumri lauk kom flug-
maðurinn sem slapp ómeiddur við
annan mann í Hvamm til að þakka
fyrir sig. Þeir komu með stórar
vatnsmelónur og hafði enginn í
sveitinni séð neitt þessu líkt áður.
Komumönnum var boðið upp á
soðna ýsu, kartöflur og smjör og
passað vel að þeir fengju nægju sína
og vel það. Magnús bóndi talaði ekki
ensku en Logi Már kunni svolítið og
gat túlkað fyrir þá.
Bjarni sagði að síðar hefði hann
áttað sig á því að þegar þyrlan tók
hringina yfir höfði þeirra hallaði
henni öfugt, eða út úr hringnum í
stað þess að hallast inn í hringinn.
Líklega hefði einhver jafnvægisbún-
aður bilað í henni.
Guðlaugur, sonur Einars á Ysta-
Skála, sagði að foreldrum sínum og
hjónunum í Hvammi hefði síðar ver-
ið boðið á Keflavíkurflugvöll. Þau
voru sótt í drossíu og haldin veisla
fyrir þau í yfirmannaklúbbi. Þar
voru Einari og Magnúsi afhentir
viðurkenningarskildir fyrir björg-
unarafrekið sem þeir unnu. Hjónin
sneru svo aftur heim klyfjuð alls
konar ávöxtum og öðru góðgæti sem
ekki hafði áður sést þar um slóðir.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Liðsmenn brúarvinnuflokks Vega-
gerðarinnar á Hvammstanga vinna
um þessar mundir að endurbótum á
brúnni yfir Blöndu í Blönduósbæ.
Brúargólf, gangbraut og útkantur
neðan straums á brúnni, það er
norðanmegin, eru brotin upp og
verður steypt að nýju. Jafnframt
stendur til að setja upp nýtt vegrið
sem aðgreinir gang- og akbraut, í
því skyni að auka öryggi gangandi
vegfarenda. Áætlað er að fram-
kvæmdum þessum ljúki 20. október.
„Okkur miðar vel í þessu verkefni.
Mesta vinnan felst í því að brjóta
upp steypuna, en til þess notum við
afar öfluga háþrýstidælu. Með henni
hreinlega spænum við steypuna
upp,“ segir Sigurður Hallur Sigurðs-
son, verkstjóri vinnuflokksins. Sá
hópur endurnýjaði gólfið í akbraut
brúarinnar fyrir þremur árum, en
kominn var tími á viðgerðir á brúnni,
sem var byggð 1962.
Meðan á framkvæmdum stendur
er aðeins önnur af tveimur akreinum
á Blöndubrúnni opin og er umferð-
inni stýrt með ljósum. Sá búnaður
les umferðarþunga og tekur opn-
unartími til hvorrar áttar mið af því.
Getur hann verið allt að tvær mín-
útur í senn og má þar nefna að sl.
sunnudag var mikil umferð til suð-
urs, það er eftir fjölsótt knatt-
spyrnumót á Akureyri. Gátu þá allt
að 40 bílar komist yfir brúna í hverju
rennsli. Á móti kom að svigrúm sem
bílstjórar á norðurleið fengu var að-
eins 15 sekúndur í hvert sinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Umferð yfir Blöndubrú er nú öll á syðri akreininni sem er of-
an straums en á þeirri nyrðri brjóta menn og steypa og lagfæra mannvirkið.
Viðgerð á Blöndubrú
NÝTT
ÍSEYSKYR
VIÐBÆTTS SYKURS
OG SÆTUEFNA!
Ísey skyr kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir
án viðbætts sykurs og sætuefna. Hvort sem þú kýst suðræna ávexti eða
perur og banana er alltaf rétta augnablikið fyrir Ísey skyr.
Laktósalaust
BLÁTT
LOK
BLÁR BOTN