Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
sögn Páls barst svar frá sýslumanni
fyrr í þessari viku og þar segir að
þar sem ekki hafi verið skipaður bú-
stjóri yfir dánarbúinu sé lítið hægt
að gera í málinu, hendur sýslumanns
séu bundnar þar til það hafi verið
gert.
„Sýslumaður bað okkur um frest
til að reyna að leysa þetta á farsælan
hátt. En okkur finnst liggja á að
þetta verið hreinsað,“ segir Páll.
Hann segir að málið myndi horfa
öðruvísi við ef húsin væru ekki á
opnu svæði svo nálægt byggð. „En
þetta er ekki afgirt, þetta er opið
svæði nánast inni í byggð, það er
fokhætta af ýmsu sem þarna er og
að auki slysahætta fyrir dýr og börn
sem okkur skilst að hafi verið að
sækja í þessi hús.“
Steingrímur Hauksson, sviðs-
stjóri umhverfissviðs Kópavogs-
bæjar, segir málið hafa verið á borði
sviðsins í nokkur ár. Bærinn hafi
margoft boðið eiganda landsins að
hreinsa svæðið, en því boði hafi ekki
verið tekið. „Landeigandinn á flest-
öll húsin, hann leysti nánast öll til
sín. Við höfum ekki getað fengið
leyfi til að fara inn á svæðið og
hreinsa þetta. Enginn nema eigandi
getur veitt leyfi til hreinsunar og við
megum ekki ryðjast inn á eigur ann-
arra, hversu mikla þörf við teljum
vera á því,“ segir Steingrímur. „Við
höfum lengi haft áhyggjur af þessu
og erum satt best að segja orðin
frekar þreytt á þessu ástandi. En á
meðan leyfið fæst ekki þá getum við
ekkert gert, því miður.“
Einu sinni var Vafalaust voru mörg húsanna eitt sinn falleg og hlýleg.
Brunninn bíll Gömul smárúta, sem stendur við eitt
húsanna, fékk ekki að vera í friði fremur en annað.
Haugur Sannkallaður ruslahaugur er á gólfi eins
húsanna; verkfæri, matarumbúðir og spýtnabrak.
Rúm í glugga „Okkur finnst liggja á að þetta verði hreinsað,“ segir Páll Stefánsson hjá heilbrigðiseftirlitinu.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratug
a
reynsla