Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 32

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sir Kim Darroch hefur sagt af sér embætti sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, eftir að tölvupóst- ur lak þar sem hann fór gagn- rýnum orðum um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í uppsagnarbréfi til utanríkis- ráðuneytisins sagði Darroch að lekinn hefði gert það að verkum að honum væri „ómögulegt“ að sinna störfum sínum áfram með hags- muni Bretlands að leiðarljósi, af því er fréttastofa AFP greinir frá. Í bréfi Darroch segir ennfremur: „Síðan leki varð á opinberum gögnum þessa sendiráðs hefur mikil íhugun átt sér stað á veru minni í embættinu og hversu lengi hún kemur til með að vera. Ég vil binda enda á þá íhugun. Í ljósi að- stæðna tel ég að skynsamlegast sé að skipa nýjan sendiherra í minn stað,“ stóð í uppsagnarbréfi Darr- och. „Ósanngjörn gagnrýni“ Í kjölfar lekans höfðu bresk stjórnvöld ítrekað fullan stuðning við Darroch. Trump hefur lýst því yfir að Bandaríkin gætu ekki leng- ur átt í samskiptum við Darroch undir sinni stjórn. Rétt eftir að fréttir af uppsögn Darroch barst tók fráfarandi for- sætisráðherra Bretlands, Theresa May, til máls á breska þinginu. Hún sagði að gagnrýni sem Darr- och hefði þurft að þola vegna lek- ans hefði verið ósanngjörn í það minnsta og á röngum forsendum. „Hann hefur sinnt starfi sínu heiðarlega og vel. Að mínu mati stöndum við í þakkarskuld við hann,“ sagði hún en í kjölfar lek- ans lýsti hún yfir stuðningi við Darroch. Leyniskjölin sem birtust í slúð- urblaðinu Mail on Sunday inni- héldu tölvupósta þar sem Darroch lýsti þeirri skoðun sinni að Trump væri vanhæfur og að óreiða ríkti í Hvíta húsinu með Trump við stjórnvölinn. Trump kallaði Darroch „mjög heimskan mann“ í kjölfar lekans og gagnrýndi einnig Theresu May fyrir stefnu hennar varðandi út- göngu Bretlands úr Evrópusam- bandinu. Tekinn af gestalistum Vegna lekans var Darroch tek- inn af gestalista fyrir kvöldverð sem Trump var einnig boðinn í sl. mánudag. Þá fær hann ekki að koma á ráðstefnu viðskiptaráð- herra Bretlands, Liam Fox, í Washington nk. þriðjudag, en þar verður ráðgjafi Trumps og dóttir hans, Ivanka Trump. Samkvæmt fréttastofu BBC telja talsmenn utanríkisráðuneytis Bretlands að um leka sé að ræða frekar en netárás, en formleg rannsókn á lekanum hófst á sunnudag. Utanríkisráðherra Bretlands, Sir Alan Duncan hefur sagt að talið sé að um leka innan breska stjórnkerfisins sé að ræða. Spurður hvort ráðherrar og aðr- ir embættismenn yrðu yfirheyrðir vegna lekans, sögðu talsmenn ut- anríkisráðuneytisins að það lægi ekki enn fyrir. Þó sagði Sir Alan að venjulegt væri að um 100 starfsmenn hefðu aðgang að skjöl- um frá sendiherra. Afsögn í kjölfar gagnaleka  Sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, Sir Kim Darroch, hefur sagt embættinu lausu  May þakkar Darroch fyrir vel unnin störf  Gagnrýndi Trump harðlega AFP Afsögn Sir Kim Darroch sagði af sér í kjölfar gagnaleka. Theresa May þakkaði Darroch fyrir vel unnin störf á þinginu í gær. Fjórða nautahlaupið af sex á nautahátíðinni frægu í Pamplona fór fram í gær og þurftu þátttak- endur að hafa sig alla við til þess að lenda ekki undir bola eða fá horn í síðuna. Á hverjum degi hátíðarinnar er tólf nautum sleppt stundvíslega klukkan átta að morgni að stað- artíma og látin hlaupa um 850 metra langa leið í gegnum stræti gamla miðbæjar Pamplona að nautaatshring bæjarins. Hátíðin á rætur að rekja til mið- alda, og mega allir sem náð hafa 18 ára aldri taka þátt. Hlaupið þykir mjög hættulegt en 16 manns hafa beðið bana í því frá árinu 1911, en þá hófst skrásetning þess. Síðasta dauðsfallið átti sér stað ár- ið 2009. Þá hefur hátíðin verið gagnrýnd á síðustu árum fyrir að þar sé sýnd óþarfa grimmd gegn dýrum. Hlaupið undan hornunum AFP Að minnsta kosti 24 voru drepnir, þar á meðal tvær barnshafandi konur, í átökum á milli ættflokka í fjalllendi Papúa Nýju-Gíneu í gær, að því er AFP greinir frá. Átökin eru þjóðinni mikið áfall og sagði forsætisráðherra lands- ins, James Marape, að gærdag- urinn hefði verið sá sorglegasti í lífi hans. Lögregluyfirvöld í landinu segja fólkið hafa fallið í Hela-héraði í vesturhluta landsins í þriggja sól- arhringa átökum milli ættbálka. Ættbálkar til fjalla í Papúa Nýju Gíneu eiga sér aldalanga sögu átaka en tilkoma sjálfvirkra vopna hefur gert átakahrinurnar mannskæðari nú en áður. Talsmenn lögregluyfirvalda í landinu segja að 24 dauðsföll séu staðfest en óttast að tala látinna muni hækka. Bæði konur og börn hafa verið myrt með höggvopnum og þau skotin til bana. Þá hafa yf- irvöld átt í vanda með að bera kennsl á nokkur lík vegna þess hve illa þau eru leikin. Aðdrag- andi átakanna er enn ókunnur. PAPÚA NÝJA-GÍNEA Fjöldi látinn í átökum ættflokka AFP Mannfall James Marape er forsætisráð- herra Papúa Nýju-Gíneu. Angela Merkel Þýskalands- kanslari sagði í gær að hún væri við hestaheilsu, þrátt fyrir að hún hefði fengið þriðja skjálfta- kastið á innan við mánuði. „Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði Merkel við fjölmiðla, en hún byrjaði að titra og skjálfa að þessu sinni á meðan verið var að spila þjóðsöngva Þýskalands og Finnlands, en Antti Rinne, for- sætisráðherra Finnlands, er í opin- berri heimsókn í Berlín. Fyrsta skjálftakastið var sagt hafa orsakast af ofþornun, en heim- ildarmenn AFP-fréttastofunnar sögðu að talið væri að orsakir seinni kastanna væru sálrænar, þar sem minningin um fyrsta kastið leitaði á Merkel. „Eins og þetta kom skyndilega mun þetta hætta einn daginn,“ sagði Merkel. ÞÝSKALAND Angela Merkel Merkel sögð við góða heilsu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.