Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 38

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 38
Manstu hvað dansarar fortíðar voru alltaf töff til fara, í þröngum dansbolum og upphitunarbuxum yfir? Nú er þetta útlit að koma sterkt inn í hausttískunni. Í nýjustu línu Alexand- erwang.t má finna þennan fantaflotta dansbol sem er ansi heillandi. Hann er ekki bara fallegur við víðar buxur því hann get- ur í raun gengið við allar gerðir neðri parta. Það væri hægt að nota hann við grá- ar gallabuxur sem væru háar í mittið eða jafnvel Levi’s 501. Það fer eftir stemningu hverju sinni – eða hvert ferðinni er heitið. Mögulega gætu einhverjar litið á það sem galla að bolurinn felur ekkert auka- hold. Þið þurfið þó ekki að hafa áhyggjur því hausttískan er svo frjálsleg að það mega bara allir vera eins og þeir eru. Bara svo fram- arlega sem þeir eru ekki að skaða annað fólk með hegðun eða orðum. Bolurinn sem felur ekkert! Morgunblaðið/Árni Sæberg Marta María mm@mbl.is „Þetta er bara framtíðin, við þurfum að hugsa um jörðina og þetta er bara næsta skref. Þegar Smáralindin sagðist hafa áhuga á að gera þetta með okkur vissum við að þetta væri skref í rétta átt,“ segir Brynja í samtali við Smart- land. – Hefur þú mikinn áhuga á svona mörkuðum? „Já ég elska að fara í „vintage“ og „second hand“ versl- anir erlendis, það er alltaf eitthvert gull sem leynist þar,“ segir Brynja. – Finnst þér hugmyndir fólks um innkaup og neyslu vera að breytast? „Já, við erum klárlega orðin mun meðvitaðri um neysl- una okkar. Flest ef ekki öll heimili flokka í dag og allir eru farnir að hugsa meira um hvað þeir geta lagt af mörkum fyrir jörðina okkar.“ Þegar Extraloppan var opnuð á dögunum myndaðist röð fyrir utan. Þegar Brynja er spurð hvað hafi selst best segir hún að það hafi bara allt selst. „Bara allt milli himins og jarðar! Ekkert fór frekar en annað, hægindastólar, fatnaður, skór, húsbúnaður og bara allt. Þetta er bara fjársjóður þarna.“ – Hvers vegna finnst þér skipta máli að geta komið gömlum fötum í verð? „Það er í fyrsta lagi gott fyrir jörðina okkar, og það er bara komið að þeim tímapunkti að maður verður að fara að hugsa betur um hverju maður eyðir í. Fólk kaupa sér þá frekar kannski vandaðri flíkur og endingarbetri og leyfir þeim svo að öðlast nýtt líf þegar það ert hætt að nota þær. En svo er bara einhver góð tilfinning að losa sig við dót sem maður notar ekki. Það er líka andleg hreinsun í leiðinni en maður vill ekki henda og líður svo vel með að einhver annar geti notað hlutina.“ – Hefur þú verið dugleg að selja gömul föt af þér í gegnum tíðina? „Já, ég hef alveg verið það og í raun bara allt milli him- ins og jarðar.“ Hér leynast gullmolar Brynja Dan Gunnarsdóttir er einn af eigendum Extraloppunnar sem var opn- uð í Smáralind á dögunum. Extraloppan snýst um að gefa gömlum fötum og dóti nýtt líf með því að endurselja það. Endurnýting Brynja Dan Gunn- arsdóttir segir að fólk vilji fara betur með peningana sína og jörðina. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.