Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 „Mikið skelfing á ég eftir að sakna hans Einars. Hann hefur alltaf verið mér svo góður. Ég sé mikið eftir honum.“ Þetta sagði mamma við mig, þegar við fréttum af andláti Einars Geirs móðurbróður míns. Ég á góðar og fallegar minn- ingar um Einar frænda, sem var mér svo góður og kær, allt frá barnæsku. Þegar ég var krakki á Vatns- leysu á sumrin kom Einar oft í heimsókn og alltaf nennti hann að gefa sig að mér, sinna mér og leika við mig, enda með eindæm- um barngóður. Hann skammaði mig aldrei, talaði alltaf fallega til mín og gat talað mig til ef ein- hver ólund var í mér. Hann leyfði mér að skottast með sér um holt og hæðir, vippaði mér upp á háhest þegar fæturnir voru alveg að gefast upp og bauð mér í bíltúra um sveitina í drossíunni sinni. Á þessum árum fór Einar á námskeið til Ameríku og þegar hann kom heim gaf hann mér kjól, ég hafði aldrei séð né átt svona fallegan kjól. Í þessum kjól frá Einari frænda hóf ég skólagöngu mína. Eitt sumarið kom Einar í heimsókn að Vatnsleysu með unga og glæsilega konu. Það var Ingveldur Stefánsdóttir frá Syðri-Reykjum. Ég hafði heyrt talað um hana, hvað hún væri vel gefin og góð og svo var hún stúdent frá Laugarvatni. Mér leist strax vel á nýju kærustuna hans Einars, hann hafði valið vel. Inga og Einar giftu sig með pomp og prakt, stofnuðu heimili og eignuðust Stefán Árna, Þor- stein, Guðna Geir og Áslaugu, allt yndislegar manneskjur. Einar og pabbi voru mjög góðir vinir. Þegar pabbi dó 1966 tók Einar dauða hans mjög nærri sér. Hann hélt minningu pabba á lofti. Hann skírði son sinn Guðna í höfuð á pabba. Það var Einar sem færði mér þau tíðindi að pabbi væri dáinn á 16 ára afmælisdegi mínum. Ég var í bíói með vinkonum mínum í tilefni dagsins. Einar beið fyrir utan bíóið þegar sýningunni lauk, þegar ég sá hann vissi ég strax hvað klukkan sló. Það hefði enginn getað flutt mér þessi tíðindi betur en Einar. Fyrir nokkrum vikum hitti ég vinkonu mína, sem sagði allt í einu upp úr þurru við mig: „Sigga, ég man alltaf setningu úr ræðu sem Einar frændi þinn hélt í brúðkaupinu ykkar Sigga. Hann sagði að maður ætti að gera sér dagamun. Ég hef oft hugsað um þetta.“ Hún bætti síðan við: „Hann sagði líka að hjón ættu aldrei að leggjast til hvílu ósátt.“ Einar hafði sannarlega þetta tvennt í hávegum. Hann kunni að gera sér dagamun og var hrókur alls fagnaðar. Hann dáði hana Ingu sína og samband þeirra var mjög fallegt. Amma Ágústa hafði einhvern tímann orð á því við mig, eftir heimsókn til þeirra á Móaflötina, að heimilislífið þar væri með ein- dæmum gott. Við Siggi vorum svo lánsöm að umgangast Einar og Ingu og fallegu fjölskylduna þeirra reglulega. Við höfum átt með þeim dásamlegar og ógleyman- legar samverustundir í fjöl- skylduferðum, í Tungnaréttum, í Einar Geir Þorsteinsson ✝ Einar GeirÞorsteinsson fæddist 7. ágúst 1930. Hann lést 27. júní 2019. Útför Einars Geirs fór fram 9. júlí 2019. sumarbústöðum okkar í Frændgarði og hér og þar í gleði og sorg. Mér þótti óskap- lega vænt um Einar frænda. Ég hitti hann nær aldrei öðruvísi en hann segði eitthvað upp- örvandi og fallegt við mig. Þegar ég var al- veg ómöguleg yfir þessu öllu saman sagði mamma: „Ég á svo margar góðar og fallegar minn- ingar um bróður minn og ætla að ylja mér við þær. Hann hefur átt gott og fallegt líf.“ Það mun ég einnig gera, geyma minningar um glæsileg- an, góðan og skemmtilegan mann og ylja mér við þær. Sigríður Guðnadóttir. Einstakt prúðmenni. Það er það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minnumst mágs okkar og svila, Einars Geirs. Glaður með glöðum, nærgæt- inn með syrgjendum. Óhaggan- legur klettur fyrir fjölskyldu sína, konu, börn, tengdabörn og barnabörn og eins stórfjölskyld- una frá Vatnsleysu, sem þekkt er að ríkri samheldni. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra allra. Einari man ég eftir alveg frá því ég var unglingur, þegar hann var formaður ungmennafélags- ins. Hann stóð í dyrum litla sam- komuhússins á Vatnsleysu og seldi inn á böllin. Hann var bæði ballstjóri og lögga ef því var að skipta og það komst enginn upp með moðreyk þótt hann leysti málin hávaðalaust. Þegar þau Inga systir mín urðu par hitti ég hann oftar heima á Reykjum. Stundum fékk ég að fljóta með þegar Einar bauð kærustunni á jólaböll í næstu sveitum eða þegar storm- að var á Álfaskeið sem var útihá- tíð sem sjálfsagt þótti að heim- sækja uppi í Hrepp. Einar var þá kominn á fólksbíl sem ekki var algengt nokkru fyrir 1960. Margt rifjast upp eins og þeg- ar þau ungu hjónin komu sér fyr- ir í eignaríbúð við Brekkulæk, þar sem fyrstu börnin fæddust. Oft gisti ég þar í bæjarferðum og var alltaf notalegt að koma þang- að. Fyrir 1970 voru þau komin í raðhús í Garðabæ þar sem Einar átti mörg handtök við innrétt- ingu og viðhald allar götur síðan, ásamt sérlega vel snyrtum garði sem þau komu sér fljótlega upp. Fyrstu árin, eftir að þau fluttu suður var fastur siður að þau kæmu austur og héldu jól og ára- mót hér á Reykjum og Vatns- leysu. Þeir voru ekki stórir fyrstu bílarnir sem þau áttu en ein- hvern veginn flutu þeir yfir ófærð og óvegi og komust heim í sveitina. Löngu seinna eignuðust þau land og byggðu bústað í Vatns- leysulandi, þar sem sami mynd- arskapur ríkir og jafn notalegt er að koma og fyrir sunnan. Það hefur líka alltaf verið til- hlökkunarefni að fá þau í kaffi- sopa og spjall, þegar þau voru í sveitinni. Einar var Tungnamaður í húð og hár. Hann elskaði sveitina sína og fjallahringinn, sem við dáðumst svo oft að. Hann kom í Tungnaréttir á hverju hausti og stjórnaði þar réttarkórnum. Hann söng í kórum og kvart- ettum frá unga aldri og kom fram í óteljandi skipti til að gleðja samferðafólkið. Alltaf sami góði félaginn sem setti sjálfan sig ekki framar hinum, en fyllti myndina sem sönn fyrir- mynd. Hann gat sagt orðið vinur þannig að hlýjaði um hjartaræt- ur. Veri hann Guði falinn og megi fjallahringurinn, sem honum var svo kær, minna á hann og vaka yfir okkur öllum. Ólafur og Bärbel Syðri-Reykjum. Hnarreistur og vel til hafður, glóði af ljósu og liðuðu hárinu sem vandlega var greitt. Örlítið glott út í annað. Þannig kom Einar Geir Þorsteinsson mér fyrir sjónir. Hann hefur nú kvatt eftir langa og giftusama ævi. Á fundum í Framsóknarfélagi Garðabæjar lagði hann ávallt gott til málanna, rökfastur og lausnarmiðaður. Þegar hann fór fyrst fram í bæjarstjórnarkosn- ingum í Garðabæ 1978 blés ekki byrlega, óvinsæl ríkisstjórn í kjaraklípu og A-flokkarnir svo- kölluðu á siglingu. Einar Geir gekk hús úr húsi í bænum kvöld eftir kvöld, kynnti sig og áherslur sínar milliliðalaust. Öll- um að óvörum endurheimtist sæti flokksins í bæjarstjórninni og hélt Einar Geir því næstu tvær kosningar á sama tíma og íhaldið átti öruggan meirihluta sinn vísan. Það duldist engum að í pólitík- inni var Einar Geir keppnismað- ur, en líka mannasættir. Á hans árum stækkaði bærinn hvað hraðast, allir skólar sprungnir og fjölskyldufólk streymdi að úr öll- um áttum. Nýjung var að úthluta ungu fólki sérstaklega ódýrum litlum lóðum í Bæjargili. Einar Geir hvatti mjög til þessa enda vel heppnuð aðgerð til að auka fjölbreytni og valkosti í húsnæð- ismálum. Hann beitti sér líka fyrir því þegar endanleg lega Hafnarfjaðarvegar var ákveðin upp úr 1980 að vegurinn skyldi færður nær sjónum í stað þess að þvera byggðina. Skrifaði greinar í blöð, en hugmynd hans og framsóknarmanna í Garðabæ náði ekki fram að ganga. Þegar ég sjálfur fór í framboð fyrir Framsóknarflokkinn var Einar Geir hættur sínu bæjar- málavafstri fyrir nokkru. Öllu skipti hversu vel Einar Geir og hans samstarfsfólk hafði búið um hnútana og skapað sterka fé- lagslega einingu í bænum. Minn- ist ég sérstaklega samveru- stundar sem við áttum síðdegis á sunnudegi í sólstofunni á Móa- flötinni skömmu fyrir mínar fyrstu kosningar. Fyrir gæsku hans og hvatningu verð ég ævin- ega þakklátur. Einar Geir var Sunnlendingur eins og allt hans fólk, kominn af bændum og búaliði úr grösugum uppsveitum Árnessýslu. Hann var líka mikill söngmaður og stundum mátti sjá myndbrot í sjónvarpsfréttum eða í blöðum þar sem Einar Geir tók lagið undir réttarvegg Tungnarétta. Karlakórinn Fóstbræður átti í honum hvert bein, en þeirri hlið hans kynntist ég lítt. Einar Geir Þorsteinsson kvaddi snögglega á sólríku sumri. Framfarahugur og eðlis- læg bjartsýni var einkennandi í fari hans líkt og margra af hans kynslóð. Ingveldi og fjölskyldu Einars Geirs sendi ég samúðar- kveðjur. Einar Sveinbjörnsson. Fallinn er frá höfðinginn Ein- ar Geir Þorsteinsson. Einari Geir kynntist ég fyrir áratugum síðan þegar leiðir okkar lágu saman í starfi framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi og síðar Suðvesturkjördæmi. Hann var einn öflugasti liðsmaður fram- sóknarmanna í kjördæminu og í forystu okkar í Garðabæ. Hann var úrræðagóður og lipur í sam- starfi. Það var ávallt gaman og upplýsandi að ræða við hann um samfélagsmál. Hann var víðsýnn, sá samhengi hlutanna skýrt, enda fylgdist hann vel með þjóð- málaumræðunni og var góður greinandi. Einar Geir var heil- steyptur, traustur og sannur í öllum þeim verkum sem hann tók að sér fyrir okkur framsókn- armenn. Fyrir það vil ég þakka. Einar Geir var þeirrar gæfu að- njótandi að eiga sterka og sam- henta fjölskyldu. Ingveldur og börnin stóðu þétt við hans hlið. Því kynntist ég meðal annars í gegnum börn hans sem hafa ver- ið samferðarmenn mínir bæði í skóla og starfi. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Einari Geir fyrir allar góðar samverustundir. Ingveldi, Stefáni Árna, Þorsteini, Guðna Geir, Áslaugu og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð vegna fráfalls Einars Geirs. Megi Guð blessa minningu hans. Siv Friðleifsdóttir. Vinur minn Einar Geir Þor- steinsson er látinn eftir farsæla ævi. Við kynntumst innan raða Karlakórsins Fóstbræðra og tókst fljótlega með okkur vin- átta, þótt nokkur væri aldurs- munurinn. Er mér ljúft að minn- ast Einars Geirs með nokkrum orðum á þessari stundu. Einar Geir var í framvarðar- sveit Fóstbræðra um árabil og var m.a. formaður kórsins á fyrri hluta sjöunda áratugarins, á miklum umbrotatímum í sögu Fóstbræðra. Einar Geir naut mikillar virðingar innan Fóst- bræðra. Hann var ávallt boðinn og búinn til þess að vinna fyrir kórinn og var því iðulega kall- aður til þegar mikið lá við. Einar Geir var einn af Fjórtán Fóst- bræðrum, sem urðu feikilega vinsælir fyrir söng sinn upp úr miðri síðustu öld. Einar Geir var einstaklega þægilegur maður að vera með, úrræðagóður og skynsamur í ákvörðunum. Hann var af eðl- isfari léttur í lundu og hafði gam- an af því að gleðjast með vinum og samferðafólki. Hann sá frekar björtu hliðarnar á tilverunni og naut þess að lifa lífinu. Ekki verður Einars Geirs minnst án þess að nefna Ingu, hans góðu konu, en mikið bræðralag ríkti með þeim hjón- um og oft upplifði maður þá sam- heldni og hlýju sem ríkti á milli þeirra. Einar Geir ólst upp við mikla tónlistariðkun og söng á æsku- heimili sínu að Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Hann naut virðingar í sveitinni sem annars staðar, þar sem hann kom að málum. Réttardagur í Tungunum er flestum ógleymanlegur, sem eyða honum með fjölskyldunni frá Vatnsleysu. Söngur skipar stóran sess í Tungnaréttum. Þar var Einar Geir í forystusveit, því enginn bar við að stjórna al- mennum söng í réttunum nema hann, en hann tók við því hlut- verki eftir föður sinn. Á þessari stundu er mér ljúft að minnast margra ánægju- stunda með Einari Geir, bæði hér á landi og erlendis. Mun ég sakna þess að eiga ekki frekar við hann samræður og vera sam- vistum við hann, eins og við höf- um tíðkað í mörg ár. Fjölskyldu Einars Geirs sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Einars Geirs Þorsteinssonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Nú ertu horfinn, Einar Geir, enginn trúði að svona færi, og þig við sjáum aldrei meir, elsku hjartans vinur kæri. Með okkur sú minning býr, er málróm þinn ei heyrum lengur, að þú varst svo hjartahlýr, hugljúfur og góður drengur. Með því best við minnumst þín, í málum hvað sem yfir dynur, að sú blessun aldrei dvín, er þér fengum að kynnast vinur. Tíminn læknar sjaldan sárin, sorgin verður ávallt slík. Þú gladdir okkur gegnum árin, gleði þín var kærleiksrík. Megi sál þín finna frið í fögnuði við almættið. (Bj.Þ.) Elsku Ingveldur, börn, fjöl- skyldan öll, vinir og vandamenn, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Björgúlfur og Pálína, Jóhann og Sigrún, Steindór og Erla María, Þórarinn og Anna Kristín. Einar Geir látinn – mig setur hljóðan. Eftir áratuga vináttu og sam- fylgd er svo margs að minnast. Söngurinn í Fóstbræðrum leiddi okkur Einar fyrst saman og varð okkur strax vel til vina. Það var og er svo gott og gef- andi að syngja saman, söngæf- ingar hjá Fóstbræðrum, sam- söngvar, söngferðalög utanlands sem innan, skemmtiferðir, skipu- lagningar, kynnast öðrum söng- stjórum. Vinnan við Félagsheimili Fóstbræðra er eftirminnileg og margs að minnast frá þeim tíma. Erlendir kórar komu í heim- sókn og voru heimsóttir. Alltaf og ævinlega var þá Fóstbræðra- lagið sungið. Söngurinn var þó aðeins ein hlið á vináttu okkar Einars. Árið 1965 byggðum við raðhús hlið við hlið í Garðahreppi. Þar vorum við nágrannar Einars og Ingu í hartnær þrjátíu ár. Tveir aðrir Fóstbræður áttu heima í þessari sex húsa lengju áður en yfir lauk. Hún var enda kölluð Fóst- bræðralengjan af íbúum í Garða- hreppi; síðar Garðabæ. Fjölskyldur okkar Einars uxu þarna upp saman. Við þekktum börn hvorar annarra, nánast frá fæðingu, og voru þau saman bæði í skóla og leik. Við kynntumst einnig mjög náið foreldrum og systkinum þeirra Einars og Ingu. Á Móaflötinni var glens og gaman og margs að minnast, en það er saga, sem ekki verður sögð hér að sinni. Elsku Inga okkar, börn og þeirra fjölskyldur, við vottum ykkur innilega samúð, missir verður ekki bættur, en minning- in lifir. Einar, ég þakka góða viðkynn- ingu. Við sjáumst og syngjum saman í englakórnum. Helga, Garðar og börn. Alltaf fylgir söknuður þegar einhver nákominn kveður, en nú er komið að leiðarlokum hjá Ein- ari Geir frá Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Einar Geir var sannanlega maður lífsgleðinnar, skemmti- legur og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Einar Geir var ljúfur og glæsi- legur maður og gaf sér ávallt tíma til að spjalla um lífið og til- veruna, en hana kunni vissulega að njóta. Hann ólst upp í stórum systkinakópi ásamt systkinunum í Vesturbænum, en þau voru eins og ein stór fjölskylda og mikill kærleikur ríkti milli bæjanna. Á þau samskipti bar aldrei skugga og oft var glatt á hjalla og alltaf mikið sungið, eins og enginn væri morgundagurinn enda söngfólk gott. Þá má ekki gleyma öllum ballferðunum í samkomuhúsið á Vatnsleysu og ungmennafélagshátíðunum svo ekki sé nú talað um réttardag- inn. Þá var sungið á báðum bæj- um og oftar en ekki stjórnaði Einar Geir söngnum. Þetta voru dýrðarstundir í huga okkar sem við geymum í minningunni. Þeim hefur nú fækkað frændsystkin- unum á Vatnsleysu, blessuð sé minning þeirra. Inga og Einar voru dugleg að ferðast og síðustu æviárin nutu þau hjón með stór- fjölskyldunni. Við í Vestubænum þökkum Einari Geir samfylgdina Augun lokast allt er svart svo opna ég augun og sé margt. Við mér blasir Gullið hlið sem sólin skín á eins og paradís. Ég stend hér og stari á svo fallegt er þetta að sjá. Ferðin er á enda hér því minn bústað ég sé. (Helena Sirrý.) Elsku Inga og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur Blessuð sé minning Einars Geirs Sigurður, Jóna, María og Þóra Katrín (Þóra Kata). Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum Í norðausturhorni samkomu- salar Fóstbræðraheimilisins er silfurskjöldur á vegg sem lætur ekki mikið yfir sér. Bak við hann er hornsteinn heimilisins sem þeir Jón Halldórsson, fyrsti söngstjóri kórsins, og Hallur Þorleifsson stofnfélagi lögðu við hátíðlega athöfn í apríl árið 1972. Heimilið hefur síðan verið þungamiðja í starfi söngfélags- ins. Þegar þessi merkisatburður í sögu kórsins átti sér stað var Einar Geir Þorsteinsson formað- ur en hann vermdi formannssæt- ið frá 1969-1974. Það tímabil var óvenjuviðburðaríkt, ekki aðeins vegna vígslu heimilisins heldu einnig vegna þess að þá skipti kórinn þrisvar sinnum um söng- stjóra. Ragnar Björnsson, Garð- ar Cortes, Jón Ásgeirsson og Jónas Ingimundarson voru söng- stjórar í formannstíð hans en frá upphafi hafa aðeins sjö menn stýrt kórnum. Aðspurður gerði hann af hógværð sinni frekar lít- ið úr þrautagöngu sinni í söng- stjóraskiptunum, hló þó góðlát- lega og bætti við: „Þetta var svakalegt maður.“ Á þessum ár- um tók kórinn í fyrsta sinn þátt í kórakeppni á erlendri grund í því mikla kóralandi Wales. Þá hlutu Fóstbræður, undir stjórn Garðars Cortes, silfurverðlaun. Einar Geir stóð traustum fót- um í íslenskri söngmenningu sem stundum er kennd við Fjár- lögin. Sú staða kom best í ljós þegar hann stýrði réttarsöng- num í Tungnaréttum sem arftaki föður síns Þorsteins í Vatns- leysu. Það var mikill fengur fyrir Fóstbræður þegar hann gekk til liðs við kórinn árið 1964 og starf- aði hann óslitið með kórnum til hinstu stundar, fyrst í starfandi kór og síðan með Gömlum Fóst- bræðrum. Það segir mikið til um mannkosti Einars Geirs að hon- um var ungum falin formennsk- an sem hann leysti vel af hendi eins og annað sem honum var trúað fyrir. Ekki er hægt að geta söngfer- ils Einars Geirs nema nefna að- ild hans að 14 Fóstbræðrum sem nutu feikilegra vinsælda á sínum tíma og flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur tengja æsku- minningum sínum. Hann var einn þeirra sem léði hópnum söngrödd sína og hið geðþekka yfirbragð sem þeir voru þekktir fyrir. Sem skemmtikraftar gáfu þeir Bítlunum lítið eftir í vinsældum á þeim árum þegar hvert manns- barn hlustaði á útvarp allra landsmanna. Þó að sönghópurinn hafi alla tíð verið starfræktur ut- an söngfélagsins runnu allar tekjur af flutningi hans óskiptar í húsbyggingarsjóð Fóstbræðra og stuðluðu að því að kórinn eignaðist þak yfir höfuðið fyrr en ella hefði orðið. Þó að Einar Geir væri kominn fast að níræðu var okkur bræðr- um brugðið við að heyra um frá- fall hans. Hann naut þeirrar gæfu að vera heilsuhraustur og unglegur til hinstu stundar og tók fullan þátt í samfélagi Fóst- bræðra. En brottganga hans er í takt við þá farsæld og reisn sem einkenndi hann alla tíð. Við Fóstbræður kveðjum nú einn mætasta félaga okkar og minnumst hans með virðingu og söknuði en fyrst og fremst með þakklæti. Við sendum Ingveldi, börnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.