Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
þeirra, barnabörnum og systk-
inunum frá Vatnsleysu innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Karlakórsins
Fóstbræðra.
Arinbjörn Vilhjálmsson
formaður.
Einar Geir sá ég fyrst á júbíl-
antamóti á Laugarvatni, þá nýút-
skrifaður stúdent. Í hópi þeirra
„gömlu“ 30 ára stúdenta var
Einar Geir, áberandi teinréttur,
myndarlegur maður sem geislaði
af í sínum hópi. Okkur nýliðun-
um fannst þetta fólk vera háaldr-
að en um leið spennandi að kynn-
ast og tala við. Ég vissi þá að
hann væri frá Vatnsleysu, af því
öfluga fólki sem þar hefur búið
og ættað er frá.
Næst lágu leiðir okkar saman
einmitt á Vatnsleysu eða í
Tungnaréttum á þeim fagra stað
við fossinn Faxa. Þar stjórnaði
Einar Geir hinum rómaða radd-
aða söng um árabil. Söng sem
dregur að alla helstu söngmenn
Íslands. Eftir réttirnar hélt svo
gleðin áfram heima á Vatnsleysu
hjá Braga bróður hans og Höllu
og einnig á hinum Vatnsleysu-
bæjunum. Þar var nú ekki sung-
in vitleysan. Ógleymanlegar
stundir og minningar sem gaman
og gott er að ylja sér við.
Seinna meir hafa leiðir okkar
legið saman á vettvangi Fram-
sóknarflokksins. Traustari mað-
ur er vandfundinn. Einar Geir
hefur alla tíð verið einn okkar
allra besti maður í starfinu í
Garðabæ og kjördæminu. Við
leiðarlok vil ég fyrir hönd Fram-
sóknar þakka honum farsælt
starf og samvinnu alla tíð.
Við Elsa sendum Ingveldi
Björgu, Stefáni, Þorsteini,
Guðna Geir, Áslaugu og fjöl-
skyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góð-
ur guð styrkja ykkur í sorginni.
Minningin um góðan mann lifir
um allan aldur.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsókn-
arflokksins.
Leiðir okkar Einars Geirs
lágu fyrst saman snemma á sjö-
unda áratug síðustu aldar er við
byggðum okkur hús í Garða-
hreppi, ég á Hagaflöt, hann
nokkru síðar á Móaflöt. Garða-
bær var þá hreppur í örum vexti
er orðið hefur á tiltölulega
skömmum tíma að þeim stórbæ
sem hann nú er.
Þá var í hreppnum líflegt póli-
tískt félagslíf. Við Einar vorum
sveitastrákar, hvor af sínu lands-
horninu, fundum þó að við vorum
undir svipuðum áhrifum og lífs-
sýn og Framsóknarflokkurinn
boðaði og var í samræmi við ald-
ur okkar, uppeldi og tíðaranda.
Einar skipaði sér fljótt í for-
ystusveit okkar framsóknar-
manna, var lengi formaður fé-
lagsins, sat í bæjarstjórn um
hríð og var vinsæll og réttsýnn
sveitarstjórnarmaður. Á fé-
lagsfundum fylgdi Einari jafnan
glaðværð og léttur hlátur hans
var smitandi, en í málflutningn-
um mátti ætíð kenna streng
festu og ábyrgðar.
Hin síðari ár töluðumst við
Einar nokkuð reglulega við í
síma, rætt var um lífið og til-
veruna, slegið á létta strengi og
mikið hlegið. Þess mun ég nú
sakna.
Störfum er lokið, höndin lögð til hlið-
ar.
Hjartað er brostið, gengin sól til viðar.
Gátan er ráðin, glíma lífsins búin.
Guðsnáðar-trú í hreina vissu snúin.
(KJJ)
Og nú ert þú horfinn á braut
og hefur fengið svar við gátunni
miklu. Ég sit eftir, um stund, en
vera má ef von mín rætist að við
eigum eftir að taka tal saman að
nýju. Farðu vel vinur.
Við hjónin vottum aðstand-
endum hins látna okkar dýpstu
samúð.
Gunnsteinn Karlsson.
✝ Kristín Önund-ardóttir fædd-
ist í Neskaupstað
27. apríl 1925. Hún
lést 27. júní 2019 á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Foreldrar henn-
ar voru Önundur
Steindórsson, f. 21.
nóvember 1896 í
Hrunamanna-
hreppi, Árnessýslu,
d. 31. maí 1979, og Guðrún
Kristjana Sigurðardóttir, f. 19.
október 1897 í Eyjum í Breið-
dal, S-Múlasýslu, d. 24. sept-
ember 1964. Kristín á fimm
systkini, Erling látinn, Steindór
látinn, Sigurð látinn, Þóreyju
og Stefaníu.
Kristín giftist 28. maí 1950
10.3. 1964, maki Kolbrún Jóns-
dóttir, eiga þau eina dóttur og
tvö barnabörn. 5) Kristjana
Una Gunnarsdóttir, f. 19.11.
1966, maki Kristján Hjálmar
Ragnarsson. Fyrir á Kristjana
Una þrjú börn og eitt barna-
barn og Kristján Hjálmar tvö
börn og eitt barnabarn.
Kristín var uppalin í Nes-
kaupstað en flutti suður í
stríðslok 1945, 19 ára gömul.
Hún vann ýmis þjónustustörf
eins og á elliheimilinu Grund
og fór í húsmæðraskólann á
Ísafirði. Kristín og Gunnar
bjuggu lengi í Hafnarfirði þar
sem þau gerðu út, ásamt öðr-
um, aflaskipið Eldborgu GK
13. Ásamt því sinnti hún hús-
móðurstörfum. Árið 1967
fluttu þau í Garðabæ og Krist-
ín síðan í Kópavog eftir að
Gunnar lést. Síðustu árin
dvaldi hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Útför Kristínar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11.
júlí 2019, klukkan 13.
Gunnari Haraldi
Hermannssyni
skipstjóra, f. 2.
desember 1922, d.
8. júní 1977. Börn
Kristínar og Gunn-
ars eru: 1) Bjarni
Gunnarsson, f. 8.9.
1950, maki Helga
Gerður Gunnars-
dóttir, eiga þau
þrjár dætur og níu
barnabörn. 2) Sal-
óme Rannveig Gunnarsdóttir, f.
26.11. 1952, maki Þorkell Guð-
mundsson, eiga þau eina dótt-
ur, fyrir átti Salóme son sem
er látinn. 3) Kristján Gunnars-
son, f. 6.2. 1955, maki Hrafn-
hildur H. Rafnsdóttir, eiga þau
tvö börn og fjögur barnabörn.
4) Haraldur Gunnarsson, f.
Mamma er dáin 94 ára gömul.
Það verður seint sagt að lífshlaup
hennar hafi verið einfalt og átaka-
lítið. Hún nær háum aldri þrátt
fyrir að hafa meirihluta ævi sinn-
ar þurft að glíma við banvænan
geðsjúkdóm sem leggst yfirleitt á
fólk á besta aldri.
Því miður er það svo að for-
dómar gagnvart geðsjúkdómum
hafa í gegnum tíðina verið miklir
og þeir sem veiktust þurftu oftast
að burðast með sjúkdóminn í fel-
um fyrir samfélaginu og skömm
aðstandenda var mikil.
Sem betur fer hefur þetta
smátt og smátt verið að breytast
en það eru þó enn ákveðnir for-
dómar gagnvart geðsjúkdómum í
gangi og langt í land með að að-
staða til að takast á við jafn lífs-
ógnandi sjúkdóma verði ásættan-
leg hér á landi.
En það var ekki vont að alast
upp hjá mömmu þrátt fyrir það.
Hún elskaði alla afkomendur sína
þó að sjúkdómur hennar hafi oft
hamlað því að hún gæti látið það í
ljós með eðlilegum hætti.
Vissulega komu tímabil þegar
sjúkdómurinn tók yfir og sú
mamma sem ég þekkti hvarf sjón-
um en það var alltaf tímabundið
og alltaf tókst henni að koma til
baka og ná aftur yfirhöndinni í
baráttunni við veikindin. Hún var
hörkutól sem gafst ekki upp þrátt
fyrir að lífið legði fyrir hana
margs konar hindranir.
Síðustu 25 árin voru henni í því
tilliti mjög góð en eins og gengur
þá fóru annarskonar kvillar
tengdir háum aldri að hrjá hana.
Mamma var alltaf skemmtileg
á mannamótum þessi síðustu 25
ár og naut þeirra m.a. á ferðalög-
um um landið ásamt okkur Kol-
brúnu og tengdaforeldrum mín-
um meðan þeirra naut við. Það
voru afskaplega skemmtilegar
ferðir þar sem hún og tengdafor-
eldrar mínir, sem hún náði mjög
vel saman við, voru í einhvers-
konar keppni um hver ætti að
borga næst fyrir máltíðir eða ein-
hverja þá aðra þjónustu sem við
ákváðum að við þyrftum á að
halda. Þetta var oft mjög kóm-
ískt.
Hún var alla tíð afskaplega
þrjósk og ákveðin og þegar hún
var búin að taka ákvörðun um
eitthvað þá varð því ekki haggað.
Dæmi um þetta er að þegar ald-
urinn fór að færast yfir þá tapaði
hún smátt og smátt heyrn.
Þegar við systkinin stungum
upp á því við hana að það gæti
verið sniðugt að fá heyrnatæki þá
varð strax ljóst að það kom ekki
til greina. Hún heyrði bara alveg
ágætlega, að eigin sögn. Ekki
einu sinni undir það síðasta þegar
maður þurfti að standa beint fyrir
framan hana og hálf kalla á hana
einfaldar setningar kom til álita
hjá henni að fá heyrnatæki, slík
var þrjóskan.
Maður skilur loksins hvaðan
við systkinin höfum fengið
þrjóskuna í arf.
Ég á eftir að sakna hennar
mikið. Ást hennar og kærleikur
var skilyrðislaus. Það var alltaf
gott að koma til mömmu og fá í
orðum staðfestingu á því hversu
duglegur, fallegur og gáfaður ég
var að hennar mati.
Farðu í friði, elsku mamma, ég
veit að þú ert hvíldinni fegin.
Þinn sonur,
Haraldur.
Mamma mín er látin 94 ára.
Síðustu daga hefur hugurinn
reikað fram og til baka og minn-
ingarnar hrannast upp. Allar
góðu minningarnar standa upp
úr. Á löngum köflum var hún með
storminn í fangið og glímdi við
sinn sjúkdóm. Þrátt fyrir veikindi
hélt hún fallegt heimili og hugsaði
vel um okkur systkinin.
Mamma var í eðli sínu hlátur-
mild og kát, fannst fátt skemmti-
legra en að fá sér í tána og sígó í
góðum félagsskap. Á sínum yngri
árum fiktaði hún við reykingar
eins og flestir á þessum árum en
ákvað svo að taka þær föstum
tökum þegar hún var 78 ára og
fór að reykja daglega. Á Hrafn-
istu, þar sem hún dvaldi síðustu
fimm árin, spurði ég hana eitt
skiptið hvort hún væri alltaf að
fara niður að reykja? Nei, nei, þá
sagðist hún vera hætt, ekkert
reykt í viku, sagðist vera í heilsu-
átaki og hló, enda þarna orðin 92
ára.
Hún passaði oft fyrir okkur og
þá gerði hún bara eins og ömmur
eiga að gera, gaf börnunum fullan
aðgang að kexskúffunni og
Cocoapuffsinu þeim til mikillar
gleði. Kenndi þeim að spila veiði-
mann og ólsen ólsen. Börnin mín
hugsa hlýtt til ömmu sinnar eins
og við öll.
Ég kveð mömmu mína með
sorg og þakklæti í hjarta.
Hvíl í friði, elsku mamma mín.
Kristjana Una.
Elsku mamma mín er dáin.
Hún átti langa og merkilega ævi
sem spannaði mestu framfarir og
breytingar sem Íslendingar hafa
upplifað. Mamma fæddist 1925,
rétt fyrir kreppuna miklu, og fjöl-
skyldan hafði ekki úr miklu að
moða. Lífið snérist um að hafa í
sig og á og hún fór að heiman fyr-
ir tvítugt. Flutti suður rétt eftir
seinna stríð og vann þar við ýmis
þjónustustörf, ráðskona í sveit,
þjónustustúlka á Grund og í ver-
búð suður með sjó. Fór síðan í
Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Hún kynntist pabba, Gunnari
Hermannssyni, 1947 og með þeim
tókust miklar ástir. Mamma
sagði mér og ég hef það staðfest,
að þau kynntust þegar þau „voru
að fara á ball“. Ég hef eftir Vig-
dísi svilkonu mömmu, sem var
viðstödd þennan atburð, að
„Gunnar kom og lýsti upp tilveru
hennar til frambúðar. Það var
augljóst strax þetta kvöld hvað
Stína varð skotin og engin furða,
Gunnar var svo fallegur og góður
maður“. Koníak í heitu vatni var
drykkurinn þegar þau fóru á ball,
það var á sjómannadaginn.
Þau hófu búskap í Hafnarfirði
1952 og síðan útgerð á fiskiskip-
inu Eldborg GK 13 þar sem
Gunnar var skipstjóri og gekk
vel, hann var vel liðinn og farsæll.
Þrjú ný skip voru keypt á árunum
1958-1968 og það má segja að
Kristín hafi komist úr fátækt í
góðar álnir en það átti eftir að
breytast.
Upp úr þrítugu veiktist
mamma af geðsjúkdómi sem ein-
kenndi hana alla tíð. Á þeim tíma
voru meiri fordómar en nú og
læknavísindi skemmra komin.
Sjúkdómurinn gerði það að verk-
um að hún hrinti fólki frá sér en
börnin sín elskaði hún og hugsaði
um af myndarskap og ástúð. Lyf
fundust sem héldu sjúkdómnum í
skefjum.
Þegar smíði fjórðu Eldborgar-
innar var í fullum gangi 1977 fékk
Gunnar hjartaáfall og lést ein-
ungis 54 ára að aldri. Skipið kom
til landsins í lok árs 1978 og var
þá stærsta nótaveiðiskip lands-
ins. Aðstæður breyttust hratt á
þessum árum, loðnan hvarf og
gengið hrundi og 5-6 árum eftir að
skipið kom var útgerðin gjald-
þrota. Mamma varð aftur fátæk.
Hjá henni voru þetta erfið ár,
öryrki með tvö ung börn og litlar
tekjur. Hún stóð þetta af sér eins
og önnur áföll í lífinu, seldi húsið í
Garðabæ og flutti í Kópavog þar
sem hún bjó þar til hún fór á
Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2014.
Mamma var vel gefin kona og
skemmtileg. Hún gat verið hvöss
og húmorinn var oft kaldhæðinn.
Margt sem hún sagði lifir í fjöl-
skyldunni sem gamanmál en þeir
sem voru viðkvæmir skildu hana
ekki.
Hún var mikil hannyrðakona,
húsmóðir og okkur börnin sín
elskaði hún skilyrðislaust.
Elsku mamma, ég á eftir að
sakna þín. Þú varst frábær
mamma fyrir mig og ég hefði ekki
viljað eiga neina aðra.
Kristján Gunnarsson.
Elskuleg tengdamóðir mín er
lögð af stað í sína hinstu ferð. Ég
hef frá því ég kynntist henni fyrst
litið á hana sem vinkonu mína, við
höfum oft hlegið svo innilega sam-
an.
Foreldrum mínum og Kristínu
varð vel til vina og þótti mér afar
vænt um það. Við ferðuðumst
töluvert með þeim öllum, m.a. um
svæði sem tengdamamma hafði
aldrei komið á og hafði hún gam-
an af því hvað foreldrar mínir
voru fróðir um landið enda ferðast
mikið.
Eftir að pabbi féll frá ferðuð-
umst við Haraldur með þær tvær
í aftursætinu og það var reyndar
bráðskemmtilegt, hvorug þeirra
heyrði vel og úr varð stundum
bráðfyndið samtal.
Mér gleymist seint þegar við
vorum á leið norður fyrir nokkuð
mörgum árum og þegar við kom-
um að Blönduósi spurðum við
hvort þær vildu borða þar, nei nei
segja þær báðar.
Þegar við vorum á Öxnadals-
heiði segir tengdamamma „það
venst nú að svelta“ og augnabliki
seinna segir hún “„mig langar í
sígarettu“. Hún var alltaf hrein og
bein.
Ég hef alltaf litið á það sem
mína gæfu að hafa kynnst honum
Haraldi mínum og að fá hana
Kristínu sem tengdamömmu í
kaupbæti.
Farðu í friði, elsku tengda-
mamma
Þín tengdadóttir,
Kolbrún.
Kristín
Önundardóttir
✝ María ElísabetÁrnadóttir Fre-
deriksen fæddist í
Reykjavík 26. jan-
úar 1924. Hún lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 21. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru María El-
ísabet Bergsdóttir
og Árni Guðmunds-
son. Systur Maríu
voru Hjördís, sem
er látin, og Málfríður, Bíbí sú
eina sem lifir systur sína.
Systkini Maríu sammæðra
voru Jóna Marta, Bergþór, Guð-
mundur, Kristín, Jón Baldvin,
látinn, María Elísabet og Krist-
ófer Máni. 2) Baldvin Már, f. 22
maí 1952, giftur Sigríði Jó-
hannsdóttur. Börn þeirra eru
Bryndís, Jóhann Gunnar og
Baldvin Már. 3) Kristján Örn, f.
18 janúar 1955. Börn hans með
Elsu Björk Pétursdóttur eru
María Ósk, Eyþór Smári og Dav-
íð Snær. Kristján Örn er giftur
Aðalheiði Gunnarsdóttur. 4) Ell-
en María, f. 9. júní 1960, gift
Ólafi A. Ólafssyni. Börn þeirra
eru Díana Ósk, Gunnar Freyr og
Arnar Snær.
Langömmubörn eru 21.
María vann við verslunarstörf
og síðar hjá Reykjavíkurborg,
m.a. í grunnskólum, og í mörg ár
við Sundlaugarnar í Laugardal.
Einnig starfaði hún hjá Mæðra-
skoðun á Heilsuverndarstöðinni.
Útför Maríu fór fram í kyrr-
þey frá Langholtskirkju 4. júlí
2019.
Guðmundur Frið-
þjófur og Svava.
María giftist
Oswin Harry Green
5. júní 1943. Dóttir
þeirra er Þórunn
Elísabet, f. 24. jan-
úar 1944. Sonur
hennar er Ómar
Awad. Oswin Harry
lést 10. nóvember
1944.
María giftist
Gunnari Viggó Frederiksen 28.
mars 1949. Börn þeirra eru: 1)
Árni Gunnar, f. 10. október 1949.
Hans börn eru Guðbjörg María,
Ásta Björk, Gunnar Viðar sem er
Amma María var engin venju-
leg kona, hún var falleg, bein í
baki, sterkbyggð og hraust. Hún
hafði há kinnbein, fallegt bros og
ég man sem barn að hafa horft
aðdáunaraugum á vel lagaðar
augabrúnirnar og hárið sem var
alltaf vel lagt. Hún var einstaklega
vinnusöm og fann sér alltaf eitt-
hvað að gera og það sem hún tók
sér fyrir hendur lék í höndunum á
henni. Þegar ég kom í heimsókn
var hún ýmist að sýsla í garðinum
eða eldhúsinu, sauma fatnað eða
raða skargripum og keðjum fyrir
afa en þau voru með fyrirtæki
heima. Hún og afi kenndu mér að
leggja kapal og spila Manna og á
ég margar góðar og skemmtilegar
minningar frá þeim stundum.
Amma var frábær kokkur og
var mikið í mun að við fengjum nú
örugglega eitthvað gott í gogginn
hjá henni þegar við komum í
Karfavoginn. Hún gerði bestu
kindakæfu í heimi, lagaði marmel-
aði sem var engu líkt, bakaði
randalínur með rabarbarasultu og
ekki má gleyma „Ala Nabba“ kök-
unni sem hún gerði við öll sérstök
tækifæri. Eftir að ég varð eldri
laumaði hún að mér ýmsum hús-
ráðum og leynitrixum í matar-
gerð. Börnunum mínum tók hún
alltaf vel á móti og spurði um þau
og þeirra áhugamál. Einhverju
sinni vorum við að ræða fimleika
dóttur minnar, þá gerði hún sér
lítið fyrir og renndi sér í split, þá
93 ára gömul og sagði um leið,
þetta get ég ennþá og brosti. Við
amma glugguðum gjarnan í af-
mælisdagabókina hennar en hún
mundi alla afmælisdaga, barna,
barnabarna og langömmu barna
og tengdi gjarnan við aðra merk-
isdaga í fjölskyldunni.
Amma hafði flauelsmjúka og
dökka rödd sem mér fannst ein-
staklega falleg. Þegar við röbbuð-
um saman í seinni tíð sagði hún
mér frá gömlum tímum, þegar
hún bjó á Bergþórugötunni, var í
Austurbæjarskóla og söng í kór.
Hún var flink að radda og kunni
ógrynni af textum. Sem barn man
hvernig hún raulaði við dagleg
störf og einnig þegar hún söng
fyrir mig. Hvernig hún horfði í
augun á mér og söng blíðlega fyrir
mig „Lofið þreyttum að sofa“ eftir
Davíð Stefánsson við lag eftir
Sigavalda Kaldalóns, fallegan og
sorglegan texta sem snart hana
svo djúpt og einnig mig sem hef
munað þennan texta æ síðan.
Margs er að minnast og margt
er fyrir að þakka. Nú hefur elsku
amma fengið hvíldina og ég þakka
fyrir allt.
Þeim gleymist oft sem girnast söng og
dans
að ganga hljótt hjá verkamannsins kofa.
Ó, hafið lágt við litla gluggann hans
og lofið dagsins þreytta barni að sofa.
(Davíð Stefánsson.)
Bryndís Baldvinsdóttir.
María E. Árna-
dóttir Frederiksen
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar