Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 51
með prinsinn okkar. Þarna var lagður grunnurinn að innilegu sambandi og vináttu okkar systra sem varði alla tíð. Seinna þegar ég eignaðist mín börn var Lilla mín alltaf til staðar, ef á þurfti að halda. Var það ómetanlegt fyrir mig. Þegar Sævar fór að æfa og keppa í fótbolta með KR þá var mætt á völlinn til að hvetja og hafa gaman. Það leiddi til þess að við gengum báðar í KR-konur, félag stofnað af eiginkonum og mæðr- um iðkenda í KR. Ekki átti ég þá neinn afkomenda sem var í KR, en fylgdi auðvitað með sem móður- systir og stuðningsmaður Sævars. Störfuðum við í þessu félagi um árabil og höfðum gaman af. Áfram héldum við systur að hvetja, styðja og fylgjast með börnum okkar við þeirra íþróttaiðkanir. Var það bæði gefandi fyrir þau sem einstaklinga og styrkti og efldi fjölskyldutengslin. Útilegur og ferðalög voru hluti af lífinu á þessum árum og er margs að minnast frá þeim, sem ekki verður rakið hér, en geymt í minninga- bankanum. Þegar halda átti veislu, var ómetanlegt að hafa Lillu í sínu liði, alltaf hvetjandi og hrósandi. Ein- hverju sinni þegar ég var að vand- ræðast með eitthvað, sem ég var ekki viss um að væri nógu flott sagði hún við mig: Ásta mín, ef þú vilt hafa þetta svona og finnst það flott, þá er það flott. Alltaf að hvetja og styrkja. Margar veislur undirbjuggum við saman og þá var gaman hjá okkur. Lilla var af- ar flink við að skreyta bæði brauð- tertur og kökur. Svo var hún líka svo skipulögð að auðvelt var að að- stoða hana. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Vertu kært kvödd, elsku systir, hafðu þökk fyrir þau áhrif sem þú hafðir á líf mitt. Megir þú lifa í ljósi Drottins. Þín systir, Ásta. Elsku Lilla frænka. Það er komið að kveðjustund í þessu jarðlífi, sem kom alltof snöggt og öllum að óvörum. Þú varst loksins komin inn á Hrafnistu og varst dugleg að taka þátt í starfinu þar. Loksins komin í eitthvað almennilegt fjör! Alex- andra Ásta hafði hitt þig á föstu- deginum, þegar að hún var á vakt, og boðið þér í útskriftarveisluna sína 22. júní. Þú stefndir á að koma og vissi ég að þú hlakkaðir mikið til. Ég sagði alltaf að þú værir uppáhaldsfrænkan mín, og þú vissir það. Þú hefur verið hluti af mínu lífi frá því ég fæddist þar sem þú ert systir hennar mömmu minnar og var alla tíð mikill sam- gangur á milli þessara fjölskyldna. Það var hist t.d. á gamlársdag/ kvöld, jóladag, afmælum, farið í útilegur, kíkt í kaffi eða bara hringt. Þegar ég komst á fullorð- insár og hætt var að bjóða í afmæli ár hvert fékk ég alltaf afmælis- símalið frá Lillu frænku. Það var gaman að tala við og umgangast Lillu frænku. Hún var hreinskilin, hreinskiptin, réttlát, húmoristi, góð, ljúf, beinskeytt og ákveðin en umfram allt á ég marg- ar góðar og skemmtilegar minn- ingar um og með henni. Ég vann t.d. með Lillu í eldhús- inu í Skúlatúni og sá þá með eigin augum hvað hún var mikils metin og allir í húsinu vissu hver Lilla var. Hún var alltaf viljug að passa dóttur mína ef á þurfti að halda og svo eru ófáar veislurnar sem hún aðstoðaði okkur við, t.d. með lax- atertum, sem hún var snillingur að gera. Ég sakna hennar mikið og finnst þetta allt svo óraunveru- legt, en þannig er víst gangur lífs- ins. Elsku Lilla frænka, takk fyrir samfylgdina, takk fyrir að vera frænka mín, takk fyrir allar góðu minningarnar og takk fyrir að vera þú, alltaf. Ég kveð þig í bili og þakka fyrir allar góðu samverustundirnar og minningarnar. Elsku Sævar, Hlynur og fjöl- skyldur og allir sem elskuðu Lillu frænku, ég sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín frænka, Nellý Pálsdóttir. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 besta vinkona mín og ég veit að hún fylgir mér í öllum ævintýrun- um mínum sem eftir verða. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman, sá tími er mér mjög dýrmætur og geymi ég hann alltaf í minningabankanum mín- um. Ég elska þig, elsku besta amma mín, ég veit þú segir: Ég elska þig líka, Þú ert best í heimi. Þín, Jannie Brynja. Elsku Jórunn. Það var mér mikill heiður að vera einn af þeim heppnu sem fengu að kynnast sterku, fallegu og umhyggjusömu konunni sem þú ert. Þín streitulausa vinna, ást, þrautseigja og vilji gáfu þér væng- ina sem þú þarfnast fyrir það sem þú kallaðir stærsta ævintýrið þitt. Megi vindar himins bera þig mjúklega. Við söknum þín. Frank. Ég kynntist Ingunni, dóttur Jórunnar, þegar við vorum átta ára stelpur í teygjutvisti í Norð- urmýrinni. Við urðum strax bestu vinkonur og erum enn 55 árum síðar. Jólý hitti ég síðan í kjölfarið og er mér minnisstætt þegar hún útbjó sumarbrauð með eggjum, tómötum og agúrkum og kakó- mjólk handa okkur úr Nesquik og reyndar stjanaði hún alla tíð við okkur Ingunni. Þegar við vorum unglingar saumaði Jólý á okkur báðar rauð- ar útvíðar buxur og anorakka. Jólý var mér alla tíð mjög góð og reyndist mér eins og besta móðir. Hún var hlý og skemmtileg kona með góða nærveru. Hún var smekkleg og ávallt vel til höfð og átti fallegt heimili. Við Jólý héld- um alla tíð mjög góðri vináttu og vorum nágrannar í áratugi í Háa- leitishverfinu. Tengsl okkar efld- ust mjög hin síðari ár og við hitt- umst reglulega. Við borðuðum oft saman og réðum krossgátur yfir kaffisopa og vöfflum. Oft setti Jólý stuðlög á fóninn og við tókum snúning á stofugólfinu og skelli- hlógum. Iðulega skruppum við í bíltúra á gömlu Brövunni, Fiat, í heimsóknir og gerðum fleira skemmtilegt. Ég minnist Jólýjar með hlýhug og væntumþykju. Ég votta Ing- unni og fjölskyldunni allri innilega samúð mína. Blessuð sé minning Jólýjar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Vilborg. ✝ Magndís Guð-rún Ólafs- dóttir fæddist á Bakka í Bjarn- arfirði 7. maí 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristjana Halldórsdóttir, f. 24. október 1905, d. 9. febrúar 1982, húsmóðir, og Ólafur Jóhannsson, f. 15. október 1908, d. 10. október 1964, sjómaður. Magndís Guð- rún átti sex alsystkini og sex hálfsystkini. Alsystkini hennar eru: Halldór Tryggvi (látinn), Benjamín (látinn), Lúðvík, Jó- hann Karl, Guðrún og Guðlaug. Hálfsystkini hennar eru: Matt- hildur (látin), Halldór (látinn), Snjólfur, Halldóra, Alda Jóna úar 1957, maki Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Magnús, f. 15. des- ember 1958, maki Jóhanna Kristín Hafsteinsdóttir. Svan- björg Kristjana, f. 29. nóv- ember 1959, maki Gissur Bald- ursson. Arnar, f. 2. nóvember 1962, maki Kristbjörg Eyjólfs- dóttir. Dagrún Njóla, f. 1. apríl 1964, maki Einar Svanberg Sig- urðsson. Brynja Bjarnfjörð, f. 26. maí 1977, maki Ólafur Magni Sverrisson. Björk, f. 26. maí 1977, maki Tómas Árni Tómasson. Bjuggu þau norður á Strönd- um til ársins 1971 en þá fluttu þau frá Skarði í Bjarnarfirði til Keflavíkur. Magndís vann lengst sem al- menn verkakona en síðasta starf hennar var sem sauma- kona hjá Álnabæ í Keflavík. Ár- ið 2000, þann 25. ágúst, giftist hún Höskuldi Skarphéðinssyni, f. 15. júní 1932, d. 3. mars 2014, fyrrverandi skipherra, en þau höfðu búið saman síðan 1992. Barnabörn Magndísar eru 20 talsins og barnabarnabörn 14. Útför Magndísar fór fram í kyrrþey. Ósk og Ragnheiður. Magndís fæddist á Bakka í Bjarnar- firði á Ströndum og bjó þar, þangað til foreldrar hennar fluttu að Helganesi á Selströnd. Þar bjó hún til fimm ára aldurs en þá skildu foreldrar hennar. Móðir hennar Krist- jana sinnti víða vinnu sem ráðskona og mat- selja og fór Magndís með henni. Þær dvöldu lengst af norður í Árnesi, Árneshreppi. Þar gekk Magndís í Finn- bogastaðaskóla. Magndís giftist 6. október 1956 Magnúsi Ingimundarsyni, f. 2 mars 1936, d. 2. nóvember 1990, bónda, sjómanni og iðn- verkamanni. Eignuðust þau sjö börn: Ingimundur, f. 20. febr- Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefir gert með mér. Þú hugsaðir vel um okkur öll ég veit þú býrð nú í Kærleikshöll. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig við Kristbjörg elskuðum að geta gert ýmislegt fyrir þig. Mig langaði bara að segja, ég elska þig heitt þú ert nú farin, mér þykir það leitt. Varst samt tilbúin í Sumarlandið að fara þar ætlar þú ekki neitt að spara. Gefur frá þér kærleik, giftu og gæsku ég man svo vel eftir skemmtilegri æsku. Þú hljópst fim upp brekkur í berjamó þar fannst þú gróðurlykt, kyrrð og ró. Nú leikur náttúran við þig rótt. Guð gefi þér, elsku mamma, góða nótt. Arnar Magnússon. Elsku hjartans Dísa, tengdamóðir mín Ég segi það með stolti, að ég hef alltaf litið upp til þín Við náðum saman fljótlega eftir að við Addi kynnumst Nú við nokkur minningabrot minnumst Þú bjóst víða um Strandir með mömmu þinni Meðan hin systkinin bjuggu á Bakka með afa og ömmu sinni Þetta hefur verið erfitt en aldrei talaðir þú um það Svona var bara lífið, það þýðir ekkert að Væla yfir öllu, við verðum bara að vinna Gott er að hafa orku og heilsu til að sinna Börnum og heimili, Guð ætlar okkur hlutverk Í þessu lífi eigum við að vera öll jafn merk Í sumarbústaðnum í Bjarnarfirðinum fagra undum Þar var yndislegt að vera og fjör líka á stundum Tvíburarnir og Kolla bökuðu með þér jólakökur Deigið, lenti þó en ekki oftar, niður á þeirra hökur Þú varst metnaðarfull hannyrðakona, sko í þaula Úr stofunni eða herberginu heyrðum við í þér gaula Alls konar orð sem komu úr þínum munni Ragn, hlátur en meira kom úr þínum viskubrunni Elja, dugnaður, fagmennska á nefnilega við þig Að vera kraftakona og bogna ekki, borgaði sig Þú áttir með Magga sjö mannvænleg börn Þetta var, veit ég, aldeilis ofur törn Áttu heima á Skarði, þar til nítján hundr- uð sjötíu og eitt Fluttu þá suður, liggur við, ekki með neitt Með dugnaði og krafti, þau eignuðust sitt Dísa var ákveðin, sagðir: ég stend sko við mitt Varst ekkja ung en hafðir kraftinn móða Sýndir börnum og barnabörnum umönnun góða Lékst með Höskuldi þínum seinni æviárin Hann lést 2014, þá runnu niður kærleiks tárin Við sem eftir erum, söknum elsku bestu Dísu Sem við hugsum um, sem fallega eðalskvísu Því henni þótti gaman að gera sig fína Maður á að njóta lífsins, sýna takta sína Ég man þegar við fórum til Brompton áttatíu og níu Þú fórst í hjartaaðgerð, allt gekk vel, já upp á tíu Sú ferð tengdi okkur enn nánara saman Frá þeim tíma hefur verið hjá okkur gaman Þú varst góð við barnabörnin þín öll Oft heyrðust mikil og hvell hlátrasköll Þegar stór fjölskyldan hittist á hátíðis- dögum Þú fylgdist með þeirra allra ráða- högum Ég elska þig elsku fallega tengdamóðir mín Ég á svo mikið eftir að sakna þín Ég skal hugsa um fjögur leiðin fín Ég skal líka hugsa um fallegu handverkin þín Sem þú bjóst fyrir börnin, Adda og mig Þú ert á stalli, ég skal tala vel um þig Þú gafst okkur margt og svo mikið Því, elska ég þig Dísa, svo mikið, fyrir vikið Ég veit að Sumarlandið á eftir að fara vel með þig Þú saumar, prjónar, föndrar, horfir stolt á mig Fylgist með okkur öllum, með brosi þínu bjarta Segir brosandi: Ég á alla þessa, ég, með mitt stolta hjarta Kristbjörg Eyjólfsdóttir. Amma Dísan mín. Það var alltaf nóg til hjá þér, elsku amma, þá meina ég nóg til af öllu. Það sem ég er samt þakklátust fyrir er að það var alltaf nóg til af ást hjá þér. Þú varst kannski þekktust fyrir röflið og góðan kjaft en ég veit að ég átti sérstak- an stað hjá þér og náði alltaf að draga fram þínar mýkstu og fal- legustu hliðar. Ég fann svo mikla ást og umhyggju í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til þín og þú vildir gera allt fyrir mig, sama hversu stórt eða lítið það var. Sem dæmi má nefna að á hverjum degi skutlaðir þú mér í Verzló með bros á vör (og smá kjafti í umferðinni) en þér fannst þú ekki gera neitt gagn og hefðir viljað færa skólann nær húsinu þínu svo ég þyrfti ekki að ferðast svona langt. Þetta lýsir þér svo ótrúlega vel, amma mín, alltaf að gera eitthvað fyrir okkur gullin þín en þér fannst það aldrei vera nóg. Ég vona að þú sjáir það núna, þetta var sko alveg meira en nóg. Afi, þú mátt segja henni það líka, hún getur verið svolítið þrjósk. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku amma, ég verð þér ævinlega þakklát. Ég elska þig. Þín Kristjana Guðrún. Magndís Guðrún Ólafsdóttir Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, EINAR BOGI SIGURÐSSON Suður-Reykjum 3, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 15. júlí klukkan 15. Kristján Ingi Jónsson Ágúst Rafn Einarsson Rakel Guðmundsdóttir Matthías Einarsson Clare Patricia Dilworth Erna Einarsdóttir Sigurður Ágúst Finnbogason Guðríður Einarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Kolding, Danmörku, lést á Sct. Maria Hospice sjúkrahúsinu í Vejle, Danmörku, 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Bramdrupdam-kirkjunni Í Kolding föstudaginn 12. júlí klukkan 13. Sigurgeir Skírnisson Skírnir Sigurgeirsson Asbjørn Sigurgeir Skírnisson Fanney Klara Sigurgeirsd. Mike Agerup Guðrún Helena Sigurgeirsd. Andreas Simonsen Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR GARÐARSDÓTTIR frá Patreksfirði, lést miðvikudaginn 29. maí á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fór fram í kyrrþey 5. júlí. Þökkum öllu því starfsfólki á Hrafnistu Hafnarfirði sem annaðist hana af alúð og hlýju. Helgi Einarsson Guðrún Þórðardóttir Brynjar Jakobsson Hafdís Ósk Sigurðardóttir Soffía Jakobsdóttir Rögnvaldur Jóhannesson Laura Hildur Jakobsdóttir Jónas Þór Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir og systir, MARÍA BJÖRK ALBERTSDÓTTIR sem lést á Spáni 12. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, í dag, fimmtudaginn 11. júlí, klukkan 15. Elí Pétursson Bergur Snorri Salomonsen Elí Xavi Bjarkar Elíson Ingibjörg Gísladóttir Albert K. Skaftason Emilía Davíðsdóttir Eyvindur Elí Albertsson Gylfi Geir Albertsson Skafti Þór Albertsson Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.