Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 60

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI  Collin Pryor, landsliðsmaður í körfuknattleik, er hættur hjá bik- armeisturum Stjörnunnar en hann hefur spilað með liðinu undanfarin tvö ár. Collin, sem er 29 ára framherji, hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Ís- lands hönd en hann lék áður með Fjölni og með FSu á Selfossi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er óvíst að hann spili með íslensku liði á komandi tímabili.  Norska knattspyrnufélagið Start staðfesti í gær að Jóhannes Harð- arson yrði áfram aðalþjálfari liðsins sem leikur í B-deildinni. Jóhannes var aðstoðarþjálfari og tók við til bráða- birgða þegar Kjetil Rekdal var sagt upp störfum í apríl.  Nýliðar Þórs á Akureyri í úrvals- deild karla í körfuknattleik hafa fengið til sín þriðja erlenda leikmanninn í sumar. Það er Mantas Virbalas frá Litháen, sem leikur ýmist sem fram- herji eða miðherji. Hann hefur spilað í frönsku D-deildinni undanfarin tvö ár en áður m.a. með Jena í þýsku B- deildinni. Hann er 31 árs og 2,02 m á hæð.  Þórsarar á Akureyri hafa líka styrkt sig í fótboltanum því hollenski sóknarmaðurinn Rick ten Vo- orde, sem hefur leikið með Víkingi í Reykjavík í hálft annað ár, er farinn það- an og genginn til liðs við 1. deild- arlið Þórs á Ak- ureyri. Ten Vo- orde er 28 ára gamall og skoraði 5 mörk í 26 leikjum með Víkingi í úrvalsdeildinni. Eitt ogannað FRJÁLSAR Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það telst til tíðinda að Ásdís Hjálmsdóttir, fremsti kastari landsins undanfarin ár, mun ekki vera meðal þátttakenda á Meist- aramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli um helgina. Ás- dís hefur búið erlendis í mörg ár en ávallt komið heim til þess að keppa á meistaramótinu. Hún sleppti mótinu síðast árið 2010 og hefur raunar aðeins misst af tveimur mótum frá árinu 2004. „Ég flutti til Svíþjóðar í fyrra og mun keppa fyrir félag hér á sænska meistaramótinu. Svíarnir eru með reglur um að það má ekki keppa á meistaramóti annars lands sama ár. Annars hefði ég örugglega kom- ið heim, það hefur verið fastur lið- ur,“ segir Ásdís í samtali við Morgunblaðið, en sænska meist- aramótið er ekki fyrr en um mán- aðamótin ágúst og september. Eftir að hafa átt kröftugt undir- búningstímabil hefur lítið farið fyr- ir Ásdísi í sumar, en hún varð fyrir því óláni að meiðast í síðasta upp- hitunarkastinu á fyrsta móti ársins í maí og varð að draga sig úr keppni. Hún var frá í mánuð í kjöl- farið, en er nú að komast aftur á fulla ferð og stefnir á heimsmeist- aramótið í Doha sem fer fram í lok september. Bjartsýn að ná lágmarki á HM „Það er búið að vera pínu erfitt. Líkamlega er ég í mjög góðu formi, en ég missti út mánuð þar sem ég gat ekki tekið kastæfingar svo tæknin er svolítið að trufla. Ég er komin til baka núna og búin að keppa aðeins, kastaði 58,50 metra um daginn til dæmis. Nú þarf bara að laga tæknina svo ég geti komið kraftinum sem ég hef í spjótið og kastað miklu lengra,“ segir Ásdís. Íslandsmet Ásdísar er 63,43 metrar. Á morgun eru tvö ár upp á dag síðan hún setti það á móti í Finnlandi og sló um leið fyrra met sitt sem staðið hafði í næstum fimm ár. Hún þarf að kasta 61,50 metra fyrir 6. september til þess að ná lágmarkinu fyrir HM, sem er óvenju seint í ár, og er bjartsýn á að ná því. „Ég hefði verið í vandræðum ef HM hefði verið á venjulegum tíma, því þá væri fresturinn til þess að ná lágmarkinu að renna út á næstu vikum. Þetta er því eiginlega mjög mikið lán í óláni, ég hélt það yrði mjög leiðinlegt að hafa HM svona seint en það endaði á því að vera mjög fínt. Nú er bara spurningin að fínslípa tæknina og ef ég næ að laga það á þetta ekki að vera neitt mál,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Ásdís ekki með í fyrsta sinn í níu ár  Sænskar reglur koma í veg fyrir að Íslandsmethafinn keppi á heimavelli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Methafi Ásdís Hjálmsdóttir kastar spjótinu á Meistaramóti Íslands 2018. Ragnheiður Runólfsdóttir hefur verið ráðin yfirþjálf- ari S02 í Gautaborg, sem er eitt af stærstu sund- félögum Svíþjóðar. Blaðamaðurinn Skapti Hall- grímsson greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Ragnheiður er ein sigursælasta sundkona Íslands frá upphafi og Samtök íþróttafréttamanna kusu hana íþróttamann ársins 1991. Ragnheiður hefur undanfarin átta ár verið yfirþjálfari sundfélagsins Óðins á Ak- ureyri. Að sögn Skapta er Ragnheiður í Svíþjóð þessa dagana þar sem hún er með lið S02 á sænska ung- lingameistaramótinu en hún tekur síðan formlega við sem yfirþjálfari félagsins 1. ágúst. vs@mbl.is Ragnheiður til Gautaborgar Ragnheiður Runólfsdóttir Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Silvía og Sunna Björgvinsdætur, landsliðskonur í íshokkí og marg- faldir Íslandsmeistarar með Skautafélagi Akureyrar, hafa tekið skrefið út í atvinnumennsku og gengið í raðir Södertälje í Svíþjóð. Sérstaklega er tekið fram á heimasíðu félagsins að þrátt fyrir að þær beri sama föðurnafn séu þær ekki systur, til þess að rugla stuðningsmennina síður í ríminu. Þær hafa lengi spilað saman hjá SA og urðu bæði Íslands- og deild- armeistarar síðasta vetur þar sem liðið vann alla sína leiki. Silvía, sem er tvítug, var marka- hæsti leikmaður deildarinnar á síð- ustu leiktíð með 17 mörk í 11 leikj- um, auk þess sem hún gaf 19 stoðsendingar. Hún var valin ís- hokkíkona ársins 2018 af Íshokkí- sambandinu. „Ég er mjög spennt fyrir kom- andi tímabili með Södertälje. Ég veit að liðið vann sína deild í fyrra og keppti um sæti í úrvalsdeild- inni,“ sagði Silvía á heimasíðu fé- lagsins, en þar kom meðal annars fram að hún hefði þegar farið á fimm heimsmeistaramót með ís- lenska landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Sunna er 18 ára gömul og var með fjórða besta framlagið í deild- inni á síðustu leiktíð með níu mörk og fjórar stoðsendingar. Hún segist vera sterkur leikstjórnandi og nái vel saman við Silvíu á ísnum. „Ég hlakka til að spila í sterkari deild sem mun gera mig að betri leik- manni og hjálpa mér að þroskast sem einstaklingur,“ sagði Sunna á heimasíðu félagsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigursælar Silvía Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir hafa unnið marga meistaratitla með Skautafélagi Akureyrar. Silvía og Sunna til Södertälje

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.