Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
FRISLAND 1941
Hinir svokölluðu „granna-
slagir“ í íþróttum draga oft að
sér talsverða athygli. Handbolta-
leikir Hauka og FH eru jafnan
með best sóttu viðburðum á
hverjum vetri og um síðustu
helgi urðu um 2.500 Kópa-
vogsbúar vitni að óvæntum sigri
HK á Breiðabliki í næststærstu
borg landsins.
Í kvöld er einn slíkur á dag-
skránni austur á Reyðarfirði. Þar
er mitt gamla félag, Leiknir á Fá-
skrúðsfirði, með sinn heimavöll, í
Fjarðabyggðarhöllinni, og tekur á
móti nágrönnum sínum í liði
Fjarðabyggðar.
Hér á árum áður spiluðum við
Leiknismenn fullt af slíkum
grannaleikjum, sem gátu meðal
annars verið við Val á Reyðar-
firði, Austra á Eskifirði eða Þrótt
í Neskaupstað.
Nú eru þessi þrjú félög sam-
einuð í einu liði, Fjarðabyggð, og
Leiknir tilheyrir strangt tiltekið
líka samnefndu byggðarlagi því
Fáskrúðsfjörður er hluti af
Fjarðabyggð og er fámennari en
hvert hinna þriggja!
En mínir menn hafa haldið
sjálfstæði sínu, spila stoltir undir
Leiknismerkinu og mæta til leiks
sem topplið 2. deildar. Fjarða-
byggð er í fimmta sæti, fimm
stigum neðar.
Margt gekk á fyrir austan í
„denn“. Ég man eftir rauðu
spjaldi sem var rifið í snepla,
kjaftforum áhorfendum og
mörgum skemmtilegum and-
stæðingum. Kannski það verði
einhvern tíma skráð á bók!
Íþróttadeild Morgunblaðsins
mun eiga fulltrúa á leiknum.
Hann ók reyndar austur til að
fara á Eistnaflug en ætlar að líka
að upplifa austfirskan granna-
slag í fyrsta sinn. Þetta tvennt
passar afskaplega vel saman.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EVRÓPULEIKIR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Breiðablik, KR og Stjarnan verða öll
í eldlínunni í dag og í kvöld þegar lið-
in spila fyrri leiki sína í 1. umferð í
undankeppni Evrópudeildarinnar í
knattspyrnu. Breiðablik og Stjarnan
byrja einvígi sín við mótherja frá
Liechtenstein og Eistlandi á heima-
velli og ættu að eiga ágæta mögu-
leika á því að komast áfram í næstu
umferð, miðað við umfjöllun
Morgunblaðsins sem hér á eftir
fylgir um andstæðinga.
KR-ingar, sem sitja í efsta sæti
deildarinnar hér heima, byrja hins
vegar á afar erfiðum útivelli í Nor-
egi. Þar mætast tvö topplið, því
heimamenn í Molde eru í efsta sæti
norsku úrvalsdeildarinnar með 30
stig eftir 15 leiki og freista þess að
vinna sinn fyrsta meistaratitil í fimm
ár. Óhætt er að segja að leiðin sem
Vesturbæingar þurfa að fara til þess
að komast áfram í næstu umferð er
nokkuð strembnari en sú sem bíður
Blika og Stjörnunnar, þó hún sé að
sjálfsögðu heldur ekki að fullu greið.
Allir andstæðingarnir þrír eiga
það sameiginlegt að hafa aldrei áður
mætt íslensku liði í Evrópukeppni,
þó þau hafi öll langa sögu í slíkum
keppnum. Árangurinn er þó ansi
misjafn.
Lítt reyndur eftirmaður
Solskjær hefur slegið í gegn
KR-ingar mæta Molde ytra klukk-
an 17 í dag að íslenskum tíma, en það
sem hefur helst vakið athygli varð-
andi gott gengi Molde í ár er að þjálf-
arinn Erling Moe er á sínu fyrsta
tímabili sem aðalþjálfari í efstu deild.
Eftir að Manchester United sótti Ole
Gunnar Solskjær í heimahagana var
leitað til Moe til bráðabirgða, en hon-
um svo gefið traust með nýjum
samningi í apríl til að halda áfram
eftir sterka byrjun á tímabilinu.
Auk þess að vera í efsta sæti er
Molde svo með markahæsta leik-
mann úrvalsdeildarinnar í sínum
röðum, Ohi Omoijuanfo, sem hefur
skorað 10 mörk í 15 leikjum. Hann
skoraði mikið fyrir yngri landslið
Noregs og Lars Lagerbäck hefur
notað hann í einum leik í A-
landsliðinu. Þá er liðið með marga
reynslumikla menn, til að mynda
miðvörðinn Vegard Forren og miðju-
manninn Mattias Moström, sem báð-
ir hafa spilað á fjórða hundrað leikja
fyrir Molde.
Molde hefur, með nokkrum
undantekningum, verið fastagestur í
undankeppni Meistara- og Evrópu-
deildar síðustu ár. Liðið hefur tví-
vegis komist í riðlakeppni Evrópu-
deildarinnar á undanförnum árum,
síðast veturinn 2015-16. Molde
komst þá upp úr riðlinum og í 32-liða
úrslit, en tapaði þar fyrir Sevilla sem
svo vann keppnina. Þremur árum áð-
ur, veturinn 2012-13, fór liðið einnig í
riðlakeppnina. Í fyrra var liðið svo
aðeins einu marki frá því að komast í
riðlakeppni eftir umspil við Zenit frá
Pétursborg.
Það er nokkur Íslendingahefð í
Molde eins og víðar í Noregi, en alls
hafa átta Íslendingar spilað með lið-
inu. Bjarki Gunnlaugsson varð þar
fyrstur árið 1997 og síðar fylgdu
Bjarni Þorsteinsson, Andri Sigþórs-
son, Ólafur Stígsson, Marel Bald-
vinsson, Björn Bergmann Sigurð-
arson og Óttar Magnús Karlsson. Þá
spilaði Eiður Smári Guðjohnsen þar
sína síðustu leiki á ferlinum 2016.
47-faldir bikarmeistarar
Tveir úr Breiðabliki þekkja and-
stæðinginn sem mætir á Kópavogs-
völl klukkan 20 í kvöld betur en
margir. Markvörðurinn Gunnleifur
Gunnleifsson og aðstoðarþjálfarinn
Guðmundur Steinarsson léku með
liði Vaduz frá Liechtenstein í nokkra
mánuði árið 2009. Það hjálpar þó lítið
í leiknum, en Blikar ættu að eiga
nokkuð góða möguleika í einvíginu.
Engin deildakeppni er í Liechten-
stein og liðin þar í landi leika í deilda-
keppninni í Sviss. Þau spila hins veg-
ar innbyrðis um bikarmeistaratitil
heima fyrir og sigurliðið fær sæti í
Evrópukeppni fyrir hönd þessa smá-
ríkis. Óhætt er að segja að Vaduz sé
þar í sérflokki, en liðið hefur unnið
bikarkeppnina 47 sinnum. Næsta lið
á eftir er með 11 titla.
Vaduz hefur tekið þátt í Evrópu-
keppni nú á hverju ári í 23 ár, ef frá
er talið árið 2012. Þá hafði liðið tapað
úrslitaleik bikarsins í fyrsta sinn í 14
ár, sem var saga til næsta bæjar. Það
ár, 2012, mætti íslenskt lið einmitt
liði frá Liechtenstein í fyrsta sinn í
Evrópukeppni og vann FH við-
ureignina við Eschen/Mauren sam-
anlagt 3:1.
Þrátt fyrir að vera þar fastagestur
hefur Vaduz ekki valdið liðum í álf-
unni teljandi vandræðum í Evrópu-
keppnum hingað til. Liðið hefur þó
komist í aðra umferð síðustu fimm ár
og alla leið í þá þriðju árið 2015. Af 26
leikmönnum í aðalliði Vaduz eru 17
útlendingar, þar af sjö Svisslend-
ingar, en það þykir tíðindum sæta að
aðeins þrír leikmenn liðsins voru í
síðasta landsliðshópi Helga Kolviðs-
sonar hjá Liechtenstein.
Vaduz féll úr efstu deild í Sviss
fyrir tveimur árum og hafnaði í
sjötta sæti í B-deildinni á síðustu
leiktíð. Önnur lið frá Liechtenstein
eru enn neðar í deildakeppninni í
Sviss. Tímabilið í ár er ekki hafið og
því er leikurinn á Kópavogsvelli í
kvöld fyrsti mótsleikur liðsins á
tímabilinu.
Stjarnan fær aftur Eista
Annað árið í röð mæta Stjörnu-
menn liði frá Eistlandi í fyrstu um-
ferð undankeppni Evrópudeild-
arinnar. Eftir að hafa slegið Nömme
Kalju úr leik í fyrra, 3:1 samanlagt,
kemur Levadia Tallinn í heimsókn í
Garðabæinn í fyrri leik liðanna
klukkan 20 í kvöld.
Ef miðað er við mótherjann í fyrra
má ætla að Stjarnan sé að mæta
svipuðu liði. Nömme Kalju varð eist-
neskur meistari í haust eftir að
Stjarnan sló á Evrópudraum liðsins
og lið Levadia hafnaði í öðru sæti.
Levadia hefur ekki orðið meistari
síðan 2014, en er engu að síður næst-
sigursælasta lið Eistlands. Á síðustu
tveimur áratugum hefur liðið unnið
níu meistaratitla, níu bikarmeist-
aratitla, fleiri en nokkurt annað, og
hafnað átta sinnum í öðru sæti.
Þrátt fyrir að ganga vel heima fyr-
ir hefur Levadia ekki riðið feitum
hesti frá þátttöku sinni í Evrópu-
keppnum. Liðið hefur tekið þátt á
hverju ári frá aldamótum, en aldrei
komist lengra en í 2. umferð hvort
sem er í Meistara- eða Evrópudeild.
Í fyrra datt liðið út í fyrstu umferð
fyrir írska liðinu Dundalk, sem sló
FH út í forkeppni Meistaradeild-
arinnar fyrir þremur árum.
Levadia er að mestu skipað heima-
mönnum og tveir leikmenn voru í
síðasta landsliðshópi Eista. Fjórir
erlendir leikmenn frá Brasilíu, Ka-
merún, Rússlandi og Úkraínu hafa
hins vegar samanlagt skorað rúm-
lega helming marka liðsins í deild-
inni í ár. Fyrirliðinn, hinn 35 ára
gamli Dmitri Kruglov, á að baki 114
leiki fyrir Eista og er reynslumesti
maðurinn í hópnum.
Liðið kemur hingað til lands,
nýbúið að tapa toppslag á heimavelli
og missti þar með lið Flora fimm
stigum á undan sér í deildinni. Þetta
var fyrsta tap Levadia í níu leikjum,
en síðast hafði liðið tapað í byrjun
maí.
KR-liðið á erfiðari leið
fyrir höndum en hin tvö
Breiðablik og Stjarnan eru líklegri til að komast áfram í Evrópudeildinni
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Evrópudeildin Martin Rauschenberg, Höskuldur Gunnlaugsson, Alex Þór Hauksson og Thomas Mikkelsen verða á
ferðinni með Stjörnunni og Breiðabliki í kvöld en leikirnir í Garðabæ og Kópavogi hefjast báðir klukkan 20.