Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.07.2019, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 KRÍA/KJALAR Hybrid jakki kr. 18.990.- icewear.is Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – HK/Víkingur............................ 6:0 Staðan: Valur 9 8 1 0 33:7 25 Breiðablik 9 8 1 0 27:7 25 Þór/KA 9 5 2 2 19:13 17 Selfoss 9 4 1 4 9:13 13 Stjarnan 9 3 1 5 5:14 10 ÍBV 8 3 0 5 13:12 9 KR 9 2 1 6 8:18 7 Fylkir 8 2 1 5 7:21 7 Keflavík 8 2 0 6 14:17 6 HK/Víkingur 8 2 0 6 5:18 6 Inkasso-deild kvenna Augnablik – FH........................................ 0:1 Staðan: FH 8 6 1 1 21:9 19 Þróttur R. 7 5 0 2 23:6 15 Tindastóll 7 4 0 3 19:17 12 ÍA 6 3 2 1 8:5 11 Grindavík 7 3 2 2 11:9 11 Afturelding 7 3 1 3 9:9 10 Augnablik 7 3 0 4 6:7 9 Fjölnir 7 2 2 3 10:13 8 Haukar 7 2 0 5 8:9 6 ÍR 7 0 0 7 2:33 0 3. deild karla Sindri – Vængir Júpíters ......................... 4:5 KF – Einherji ........................................... 1:1  Þremur leikjum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Meistaradeild karla 1. umferð, fyrri leikir: BATE Borisov – Piast Gliwice............... 1:1  Willum Þór Willumsson sat á vara- mannabekk BATE allan tímann. Partizani Tirana – Qarabag..................... 0:0 Sheriff Tiraspol – Saburtalo Tbilisi ........ 0:3 Ferencváros – Ludogorets Razgrad ...... 2:1 Slovan Bratislava – Sutjeska Niksic ...... 1:1 Dundalk – Riga......................................... 0:0 Linfield – Rosenborg ............................... 0:2 Valur – Maribor........................................ 0:3 Evrópudeild karla 1. umferð, fyrri leikur: Jeunesse Esch – Tobol Kostanay ........... 0:0 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, fyrri leikir: Samsung-völlur: Stjarnan – Levadia....... 20 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Vaduz ....... 20 1. deild karla, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Keflavík.......... 19.15 Grenivíkurvöllur: Magni – Þór............ 19.15 Ásvellir: Haukar – Grótta.................... 19.15 Rafholtsv.: Njarðvík – Víkingur Ó...... 19.15 Framvöllur: Fram – Leiknir R ........... 19.15 Varmá: Afturelding – Þróttur R ......... 19.15 2. deild karla: Jáverkvöllur: Selfoss – Kári ................ 19.15 Fjarð.höll: Leiknir F. – Fjarðabyggð. 19.15 3. deild karla: Valsvöllur: KH – Höttur/Huginn............. 20 Í KVÖLD! Hársbreidd frá jöfnunarmarki Valsmenn færðu sig framar á völlinn í síðari hálfleik og freistuðu þess að jafna metin. Ólafur Karl Finsen komst ansi nálægt því að skora þegar hann skallaði í átt að marki eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu á 52. mínútu en aðeins vantaði nokkra sentímetra upp á að boltinn færi allur yfir línuna. Piric markvörður náði að halda boltanum eins naumlega utan hennar og það gat orðið. Aftur refsuðu Slóvenarnir grimmilega og nokkrum mínútum síðar skoruðu Slóvenarnir annað mark leiksins, Dino Hotic eftir frá- bært samspil, 2:0, og eftir það var allur vindur úr Valsliðinu. Leik- menn Vals virtust algjörlega vera búnir að leggja árar í bát og leik- menn Maribor gengu á lagið og gerðu út um einvígið á 85. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Rok Kro- naveter skoraði úr henni, 3:0. Þegar allt kemur til alls voru Slóvenarnir einfaldlega sterkari á öllum sviðum leiksins og áttu sigurinn fyllilega skilið. Þeir virðast eiga nokkuð þægilegt verkefni fyrir höndum næsta miðvikudag þegar Valsmenn heimsækja þá til Maribor. Valsmenn á leiðinni til Búdapest eða Búlgaríu  Eiga nær enga möguleika eftir skell gegn góðu liði Maribor á Hlíðarenda í gær Morgunblaðið/Hari Hlíðarendi Spiro Pericic, sem skoraði fyrsta markið, og Patrick Pedersen, framherji Vals, í baráttu um boltann. Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Valsmenn geta farið að horfa til 2. umferðar Evrópudeildarinnar í fót- bolta því eftir skell á heimavelli gegn slóvensku meisturunum Mari- bor, 0:3, á Hlíðarenda í gærkvöld eru möguleikar þeirra á að fara lengra í Meistaradeildinni nánast að engu orðnir. Í Evrópudeildinni myndu þeir þá mæta tapliðinu úr einvígi Ferencv- áros frá Ungverjalandi eða Lu- dogorets Razgrad frá Búlgaríu en Ferencváros vann fyrri leikinn í gær á sínum heimavelli, 2:1. Valsmenn spiluðu fyrri hálfleik- inn af mikilli skynsemi og voru í raun óheppnir að vera undir í hálf- leik. Valsarar lágu vel til baka og leyfðu Slóvenunum að vera með boltann. Leikmönnum Maribor gekk afar illa að finna opnanir á þéttri vörn Valsara og í þau fáu skipti sem Slóvenarnir komust upp að endamörkum Valsliðiðsins klikk- aði fyrirgjöfin og Valsmenn voru fljótir að koma boltanum frá marki. Sofnuðu í lok fyrri hálfleiks Sóknarleikur Vals var ekki í há- vegum hafður enda varðist liðið aft- arlega og Patrick Pedersen var af- ar einmana í fremstu víglínu. Samt sem áður fengu Valsmenn tvö fín tækifæri til að skora en í heild var of langt á milli sóknar og varnar og liðinu gekk erfiðlega að spila bolt- anum upp völlinn. Liðið sofnaði hins vegar illa á verðinum í nokkr- ar sekúndur undir lok fyrri hálf- leiks og Slóvenarnir refsuðu grimmilega. Rok Kronaveter átti frábæra aukaspyrnu frá vinstri kantinum og í teignum var króat- íski miðvörðurinn Spiro Pericic grimmastur og skallaði boltann nið- ur í vinstra hornið. 0:1 Spiro Pericic 42. 0:2 Dino Hotic 59. 0:3 Rok Kronaveter 86.(v) I Gul spjöldHaukur Páll (Val), Cretu (Maribor). Valur: (4-3-3) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Sebastian Hedl- und, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja: Andri Adolphsson (Birnir Snær Ingason 82.), Lasse Petry (Einar Karl Ingvarsson 77.), Kristinn Freyr VALUR – MARIBOR 0:3 Sigurðsson, Haukur Páll Sigurðs- son, Sigurður Egill Lárusson (Kaj Leo i Bartalsstovu 75.) Sókn: Pat- rick Pedersen, Ólafur Karl Finsen. Maribor: (4-3-3) Mark: Kenan Pi- ric. Vörn: Martin Milec, Sasa Ivko- vic, Spiro Pericic, Mitja Viler. Miðja: Alexandru Cretu, Rok Kronaveter (Jasmin Mesanovic 88.), Blaz Vrho- vec. Sókn: Dino Hotic (Martin Kramaric 82.), Marcos Tavares (Rudi Pozeg 75.), Andrej Kotnik. Dómari: Krzysztof Jakubik, Pól- landi. Áhorfendur: 1.201. Peter Bronson, 47 ára gamall Bandaríkjamaður, hefur verið ráðinn þjálfari sameiginlegs kvenna- liðs Skautafélags Reykjavíkur og Fjölnis- Bjarnarins í íshokkíi fyrir næsta keppnistímabil. Bronson er fjölhæfur þjálfari því hann hefur starfað sem golfþjálfari hjá Golfklúbbi Mosfells- bæjar undanfarin tvö ár. Samhliða golfinu á hann að baki feril sem keppnismaður í íshokkíi í Pól- landi, Þýskalandi og Bandaríkjunum, ásamt því að þjálfa en Bronson er vottaður þjálfari frá bandaríska íshokkísambandinu. Hann var kynntur til sögunnar í gær og um leið var afhjúpað nýtt einkennismerki, litur og bún- ingar Reykjavíkurliðsins en það er hluti af átaki sem nú er í gangi til að stórefla kvennaíshokkí á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, eins og segir í tilkynningu frá liðinu. vs@mbl.is Bronson þjálfar sameinað lið Reykjavíkurfélaganna Fjölhæfur Peter Bronson þjálfar íshokkí og golf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.