Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar
EM U18 kvenna
B-keppni í Norður-Makedóníu:
Búlgaría – Ísland .................................. 75:68
Ísland vann einn leik af fjórum í riðlinum,
endaði í fjórða sæti af fimm liðum og fer í
keppni um sæti níu til sextán.
Belgíski knattspyrnumaðurinn Di-
vock Origi skrifaði í gær undir nýjan
langtímasamning við Evrópumeistara
Liverpool. Origi er 24 ára og hefur ver-
ið í röðum Liverpool í fimm ár en virt-
ist eiga litla framtíð þar þangað til
hann gerði mikilvæg mörk á loka-
spretti síðasta tímabils, þar á meðal
tvö gegn Barcelona í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar og eitt í úrslita-
leiknum gegn Tottenham.
Kvennalið ÍBV og Fylkis bættu við
sig erlendum knattspyrnukonum í
gær. ÍBV fékk til sín bandarískan varn-
armann, Mckenzie Grossman, sem
kemur frá Västerås í sænsku C-
deildinni og Fylkir fékk skoskan varn-
armann, Amy Strath, sem hefur leikið
með bandarísku háskólaliði und-
anfarin ár.
Keflvíkingar, sem leika í 1. deild
karla í knattspyrnu, fengu í gær lán-
aðan framherjann Þorra Má Þórisson
frá KA. Þorri sló í gegn með Dalvík/
Reyni í 3. deildinni í fyrra og hefur
komið við sögu í tveimur leikjum með
KA í úrvalsdeildinni í sumar.
Ítalski knattspyrnumaðurinn Dani-
ele de Rossi hefur lagt skóna á hill-
una, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.
Hann er 35 ára og lék 615 leiki með
Roma, sínu eina félagi, og spilaði 117
landsleiki fyrir Ítalíu.
Eitt
ogannað
asta liði landsins á erfiðum útivelli
en liðið hefur einungis skorað 5
mörk í sumar og þarf sárlega á
mörkum að halda. Sólveig Jóhann-
esdóttir Larsen er komin til liðsins
frá Breiðabliki á láni og HK/
Víkingar geta svo sannarlega nýtt
krafta hennar. Hún byrjaði leikinn á
kantinum en spilaði sem fremsti
maður undir lokin.
Það er gríðarlega sterkt fyrir Þór/
KA sem skoraði ekki í seinasta leik
gegn Stjörnunni að bæta við mörk-
um á töfluna. En 5 leikmenn skiptu á
milli sín mörkunum 6 sem er jákvætt
fyrir liðið. Stephany Mayor skoraði
tvö, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Lára
Kristín Pedersen, Heiða Ragney
Viðarsdóttir og Andrea Mist Páls-
dóttir eitt hver.
Bæði lið eiga mikilvæga leiki fram
undan. Þór/KA tekur á móti Vals-
konum á heimavelli á mánudag í leik
þar sem liðið getur reynt að stytta
bilið í toppliðin.
HK/Víkingur mætir KR-ingum á
þriðjudag í sannkölluðum sex stiga
leik. Liðið hefur því tækifæri til að
bæta upp fyrir slæmt tap í gær.
Markaveisla á
Þórsvellinum
Sex mörk Þórs/KA gegn HK/Víkingi
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Drjúg Andrea Mist Pálsdóttir skoraði eitt mark og lagði annað upp.
Á AKUREYRI
Baldvin Kári Magnússon
sport@mbl.is
Þór/KA valtaði yfir lið HK/Víkings í
leik í 9. umferð Pepsi Max-deildar
kvenna sem fram fór á Þórsvelli í
gær, 6:0. Leikurinn var einstefna á
mark gestanna frá upphafi til enda.
Sóknarleikur Þórs/KA gekk frá-
bærlega en varnarleikur HK/
Víkings var ekki boðlegur liði sem
ætlar sér að vera í efstu deild
kvenna á næsta ári. Leikmenn Þórs/
KA komust mjög oft inn fyrir vörn
gestanna með einföldum sendingum
og hefðu hæglega getað skorað fleiri
mörk. Stephany Mayor kom liðinu
yfir snemma leiks og þá var eins og
allur vindur væri úr liði gestanna.
Fleiri mörk fylgdu frá heimakonum í
kjölfarið. Það er ekki einungis varn-
arleikurinn sem Þórhallur Víkings-
son, þjálfari HK/Víkings þarf að
hafa áhyggjur af en sóknarleikurinn
var ekki sýnilegur í gær. Vissulega
þarf að taka inn í reikninginn að
gestirnir voru að mæta einu sterk-
Enska knattspyrnukonan Shameeka
Fishley er komin til Íslands þriðja
árið í röð og er gengin til liðs við
Stjörnuna. Hún kemur þar í staðinn
fyrir mexíkóska framherjann Rene
Cuéllar sem náði sér ekki á strik
með Garðabæjarliðinu og er farin
heim. Fishley er 25 ára og hefur tvo
undanfarna vetur leikið í ítölsku A-
deildinni með Sassuolo og Verona en
spilað á Íslandi á sumrin, fyrst með
Sindra á Hornafirði í 1. deild 2017
og síðan með ÍBV í úrvalsdeildinni
2018 þar sem hún gerði þrjú mörk í
14 leikjum. vs@mbl.is
Fishley er komin
til Stjörnunnar
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Stjarnan Shameeka Fishley kemur
í Garðabæinn frá Ítalíu.
Andy Murray frá Skotlandi og Ser-
ena Williams frá Bandaríkjunum-
eru úr leik í tvíliðaleik á Wimble-
don-mótinu í tennis sem fram fer í
London eftir 2:1-tap gegn Bruno
Soares frá Brasilíu og Nicole Meli-
char frá Bandaríkjunum í sextán
liða úrslitum mótsins í gær. Murray
og Serena gengu undir nafninu
„Murena“ á mótinu í ár. Serena er
komin áfram í undanúrslit mótsins í
einliðaleik kvenna þar sem hún
mætir Barboru Strycova en Serena
hefur sjö sinnum fagnað sigri í ein-
liðaleik á Wimbledon-mótinu.
„Ofurparið“ ekki
í átta liða úrslitin
AFP
Töpuðu Andy Murray og Serena
Williams fara ekki lengra.
1:0 Stephany Mayor 14.
2:0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 24.
3:0 Lára Kristín Pedersen 43.
4:0 Heiða Ragney Viðarsdóttir 58.
5:0 Andrea Mist Pálsdóttir 62.
6:0 Stephany Mayor 90.
I Gul spjöldEngin.
Dómari: Bjarni H. Héðinsson, 9.
ÞÓR/KA – HK/VÍKINGUR 6:0
Áhorfendur: 267.
MM
Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Stephany Mayor (Þór/KA)
M
Þórdís H. Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Heiða R. Viðarsdóttir (Þór/KA)
Íslenska 21-árs landsliðið í hand-
knattleik karla verður án tveggja
bestu manna sinna í lokakeppni
heimsmeistaramótsins sem hefst á
Spáni á þriðjudaginn kemur. Sel-
fyssingarnir Haukur Þrastarson
og Teitur Örn Einarsson, sem báð-
ir eru A-landsliðsmenn, gáfu ekki
kost á sér í þetta mót.
Haukur sagði við mbl.is í gær að
hann hefði ákveðið að sleppa þessu
móti vegna þreytu og álags en
hann útilokaði ekki að leika með
19-ára landsliðinu í lokakeppni HM
í ágúst. Ekki náðist í Teit, sem er
leikmaður Kristianstad í Svíþjóð.
Einar Andri Einarsson, þjálfari
21-árs liðsins, sagði við mbl.is að
það væru vonbrigði að þessir tveir
skyldu ekki gefa kost á sér, sem
og ÍR-ingarnir Sveinn Andri
Sveinsson og Arnar Freyr Guð-
mundsson. Þá verða Sveinn Jó-
hannsson og Birgir Már Birgisson
ekki með vegna meiðsla.
Ísland mætir Síle í fyrsta leik á
þriðjudagsmorgun en er einnig
með Argentínu, Noregi, Dan-
mörku og Þýskalandi í riðli. Þeir
sem skipa hópinn eru Andri Sig-
marsson Scheving, Darri Aronsson
og Orri Freyr Þorkelsson úr
Haukum, Ásgeir Snær Vignisson
og Sveinn José Rivera úr Val,
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og
Jakob Martin Ásgeirsson úr FH,
Daníel Örn Griffin og Sigþór
Gunnar Jónsson úr KA, Elliði
Snær Viðarsson og Gabríel Mart-
inez Róbertsson úr ÍBV, Hafþór
Már Vignisson úr Þór, Hannes
Grimm úr Gróttu, Kristófer Andri
Daðason úr HK, Viktor Gísli Hall-
grímsson úr GOG og Örn Vésteins-
son Österberg úr Amo.
Fara á HM án bestu
leikmannanna
Morgunblaðið/Hari
Álag Haukur Þrastarson fer ekki
með 21-árs landsliðinu á HM.