Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 72
Bragi Árnason flytur dægurlög eftir
sjálfan sig í bland við bítlalög á
Cafe Flóru annað kvöld kl. 20. Lögin
samdi hann undir leiðsögn Péturs
Ben og Sóleyjar Stefánsdóttur í
námi sínu í sköpun, miðlun og
frumkvöðlastarfi við Tónlistardeild
LHÍ þaðan sem hann útskrifaðist í
vor. Bragi lýsir tónleikunum sem
sögustund með sönglögum.
Trúbadortónleikar á
Cafe Flóru á morgun
FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Stjarnan og Breiðablik spila bæði
heimaleiki sína í fyrstu umferð Evr-
ópudeildar karla í fótbolta í kvöld
en Stjarnan tekur á móti Levadia
frá Eistlandi og Breiðablik á móti
Vaduz frá Liechtenstein. KR-ingar
eru hinsvegar komnir til Molde í
Noregi og leika þar við heima-
menn. Ljóst er að KR á fyrir hönd-
um erfiðasta verkefnið. »61
Evrópuleikir í Kópa-
vogi og Garðabæ
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Eyþór Franzson
Wechner, org-
anisti í Blöndu-
óskirkju, leikur
verk eftir Niels
Gade, Sigfrid
Karg-Elert og
J.S. Bach í Hall-
grímskirkju í
dag kl. 12. Ey-
þór lauk fram-
haldsnámi frá
Hochschule für Musik und Theater
Leipzig 2014 undir leiðsögn Stefans
Engels. Meðfram náminu sótti Eyþór
meistaranámskeið hjá ýmsum nafn-
kunnum organistum. Eyþór hefur
komið fram á einleikstónleikum á Ís-
landi, í Þýskalandi og Ástralíu. Miða-
sala fer fram á midi.is og í kirkjunni
klukkutíma fyrir tónleika.
Orgeltónleikar í Hall-
grímskirkju í hádeginu
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hvolpurinn Baltó er á góðri leið með
að verða eitt helsta aðdráttaraflið í
ferðaþjónustunni á Suðausturlandi
og keppir þar við heimsfræg nátt-
úruundur á borð við Jökulsárlón um
hylli ferðamanna. Atli Freyr Schev-
ing, eigandi Baltós, segir hundinn
taka þessari athygli með jafnaðar-
geði, enda viti hann fátt betra en að-
dáun.
Til marks um vinsældir Baltós
prýða myndir af honum veggi sund-
laugarinnar á Höfn og er falast eftir
myndum af honum víða að.
Baltó er rúmlega níu mánaða ís-
lenskum fjárhundur. Hann er fyrsti
hundur Atla, sem hafði eingöngu átt
ketti þar til Baltó komst í hendur
hans. „En mig langaði alltaf í hund
og mér hefur alltaf fundist íslenski
fjárhundurinn fallegastur,“ segir
Atli. „Í Baltó fékk ég alveg frábært
eintak.“
Atli rekur Jökulsárlón ferðaþjón-
ustu, sem býður meðal annars upp á
siglingar á lóninu. Baltó fer oft með
honum í vinnuna og fær sér þá
gjarnan spássitúr við lónið og nýtur
mikillar athygli. „Ég hef samt ekki
farið með hann í siglingarnar, en það
yrðu örugglega einhverjir mjög
ánægðir með það,“ segir Atli.
Vinsælt myndefni
Að sögn Atla er Baltó afar mann-
blendinn og félagslyndur og gefur
sig fúslega að þeim fjölmörgu ferða-
mönnum sem sækja svæðið heim.
„Hann elskar allt og alla og þegar
fólk fær svo að vita að hann er ís-
lenskur fjárhundur, þjóðarhundur
Íslands, vill það fá að taka myndir af
sér með honum. Fólki finnst stór-
merkilegt að við Íslendingar eigum
okkar eigin hund, það eru í rauninni
ekki margir útlendir ferðamenn sem
vita af því. Þannig að Baltó er oft
fyrsti, jafnvel eini, hundurinn af
þessari tegund sem þeir hitta.“
Ljósmynd/Atli Freyr Scheving
Í sólarlaginu Að sögn Atla kemur það mörgum erlendum ferðamönnum á óvart að Íslendingar eigi sér þjóðarhund.
Ferðaþjónustuhvolpur-
inn Baltó nýtur hylli
Eitt aðalaðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Suðausturlandi
Baltó Hvolpurinn er sagður mann-
blendinn og elska allt og alla.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
útsala
70%
sparaðu allt að
af völdum vörum
BRISTOL borðlampi. H10 cm. 9.995 kr. Nú 3.995 kr. Pera seld sér.
STOOL kollur, bambus.
Ø34 x H45 cm. 9.900 kr.
Nú 5.900 kr.
POGLI garðstóll. Ýmsir litir.
11.900 kr. Nú 7.900 kr.
PILOS blómapottur.
Lítill. Ø18 cm. 3.995 kr. Nú 2.397 kr.
Mið. Ø27 cm. 4.495 kr. Nú 2.697 kr.
Stór. Ø36 cm. 4.995 kr. Nú 2.997 kr.