Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili var
tekið í notkun á Sólvangi í Hafnar-
firði í gær og er gert ráð fyrir að
fyrstu íbúarnir flytji inn í byrjun
ágúst. Sóltún öldrunarþjónusta mun
sjá um rekstur nýja heimilisins.
Gamli Sólvangur mun áfram gegna
hlutverki í þágu aldraðra en þar
verða 33 hjúkrunarrými og 14 dag-
dvalarrými. Fjöldi hjúkrunarrýma á
nýja og gamla Sólvangi verður 93 í
stað 59, sem er fjölgun um 34 rými.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði daginn í gær stóran
fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga
og gleðidag fyrir alla sem brynnu
fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði
aldraðra. Heilbrigðisráðherra hefur
einnig veitt Hafnarfjarðarbæ
rekstrarheimild fyrir 12 nýjum
dagdvalarrýmum fyrir fólk með
heilabilun. Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, fagnaði því
að áform um öldrunarmiðstöð sem
hýst yrði á Sólvangi yrði að veru-
leika.
Samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneytinu er mikill skortur
á hjúkrunarrýmum á höfuðborgar-
svæðinu sem draga mun úr þegar 99
hjúkrunarrými verða opnuð við
Sléttuveg í Fossvogi. Þar til heimilið
við Sléttuveg verður tekið í notkun
mun Sóltún reka 38 hjúkrunarrými
tímabundið á Sólvangi.
Samkvæmt gagnagrunni land-
læknis biðu 395 einstaklingar eftir
varanlegri búsetu í hjúkrunarrými
1. janúar 2019 en það jafngildir 31,7
á hverja 1.000 íbúa 80 ára og eldri.
875 einstaklingar fengu hjúkrunar-
rými í fyrra en af þeim þurftu 502 að
bíða lengur en í 90 daga eftir plássi.
Nýtt hjúkrunarheimili
Öldrunarmið-
stöð rís á Sólvangi
í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Hari
Gleði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, klippa á borða
við afhendingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi. Hjúkrunarrýmum fjölgar um 34 með nýja heimilinu.
Varanleg búseta í hjúkrunarrými 2014-2019
Fjöldi á biðlista
40
30
20
10
0
2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Embætti landlæknis
Fjöldi einstaklinga á biðlista
Á hverja 1.000 aldraða íbúa 80 ára og eldri
Á hverja 1.000 aldraða íbúa 67 ára og eldri
31,7
9,0
6,1
19,1
226 á biðlista árið 2014
395 á biðlista árið 2018
Útigangsfólk hefur búið sér svefn-
stað á Laugarnestanga í Reykjavík
og heldur sig þar um nætur. Þessi
mynd var tekin í Laugarnesi nú í
vikunni. Þessir næturstaðir í borg-
inni hafa reyndar verið fleiri, má
þar nefna rjóður við Klambratún,
Öskjuhlíðina og Örfirisey.
Reynt er eftir föngum að koma
til móts við þennan hóp en hann er
gjarnan í alvarlegum vímuvanda
og þarfnast stuðnings, að sögn
Regínu Ásvaldsdóttur, sviðstjóra
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
„Við erum með vettvangshóp;
átta manns á okkar vegum sinna
þeim sem eiga í vanda og eru að
fóta sig í búsetu eða eru á göt-
unni,“ segir Regína.
Ekki liggur fyrir nákvæmlega
hve margt þetta fólk er nú. Í byrj-
un árs 2017 höfðust, skv. úttekt, 76
manns við á götunni, 118 voru í
gistiskýlum, 153 kváðust búa við
ótryggar aðstæður og 58 hafði ver-
ið tryggð búseta til lengri tíma.
Ljóst er þó að tölurnar hafa breyst
síðan fyrrgreint manntal var tekið.
Reykjavíkurborg er þegar með
pláss í gistiskýlum fyrir 35-40
manns, 65 eru í húsnæði fyrir fólk í
vímuefnavanda og nýlega hefur
borgin keypt húsnæði fyrir þriðja
gistiskýlið og nýtt heimili fyrir
konur með vímuefnavanda. Þá
verða 25 smáhýsi sett upp víð sveg-
ar um borgina á næstunni.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugarnes Föt í fjörukambi þar sem fólk liggur gjarnan við á næturnar.
Eiga svefnstað á
Laugarnestanga
Margir eru á götunni í Reykjavík
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Við munum beita okkur af öllum
krafti á móti þessu,“ segir Kristinn
Þórðarson, formaður Sambands ís-
lenskra kvikmyndaframleiðenda, um
tillögur að breytingu á lögum um
endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við
kvikmyndagerð
hér á landi.
„Þetta er ein stór
þversögn,“ segir
hann.
Upphaflegt
markmið laganna
var að efla ís-
lenskan kvik-
myndaiðnað og
laða hingað til
lands erlenda
kvikmynda-
gerðarmenn. Nú er m.a. lagt til að
spjall-, raunveruleika- og skemmti-
þættir fái ekki endurgreiðslu. Byggt
er á skýrslu starfshóps sem fjallaði
um málefnið, en þar er m.a. lagt til
þak á greiðslur til einstakra verk-
efna.
Margir gætu farið á hausinn
„Það er talað um að laða að er-
lenda kvikmyndagerðarmenn, en
samt er verið að skera niður. Með því
að setja þak á endurgreiðslurnar er
möguleiki á því að stærri verkefni
þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir að
fá endurgreiðsluna,“ segir Kristinn,
en undanfarin ár hafa endur-
greiðslur kostnaðar numið um og yf-
ir milljarði króna og gerð grein fyrir
aukaútgjöldum í fjáraukalögum, hafi
svo borið undir. „Þótt stóru mynd-
verin í Hollywood ráði við þetta eru
mjög margir sem eru ekki þaðan
sem koma til landsins. Þú getur samt
ímyndað þér fjármagnskostnaðinn
við að bíða í tvö til þrjú ár eftir fjár-
magninu til baka,“ segir Kristinn, en
endurgreiðslukerfið sé beggja hagur
(e. win-win) að hans sögn.
„Ef enginn kemur til Íslands að
taka upp kostar það ríkið ekki neitt.
Ef einhver kemur hingað og eyðir
milljón dölum fær hann 25% endur-
greidd, en ríkið er þá búið að fá inn
miklu meira, t.d. í formi skatta,“
segir Kristinn og bætir því við að
20% allra ferðamanna komi til Ís-
lands vegna þess að þeir hafi séð ís-
lenska bíómynd eða erlenda bíó-
mynd sem tekin var upp á Íslandi.
Kristinn kveðst óánægður með að
til standi að fella spjall-, raunveru-
leika- og skemmtiefni út úr kerfinu.
„Kvikmyndagerðarmenn lifa á því að
erlend verkefni komi hingað. Í bland
við innlendu verkefnin gera þau það
að verkum að við höfum um 1.500
manns hér, allt árið um kring, innan-
lands. Eitt af því sem fólk vinnur við
er það sem kalla má „skemmtiefni“
sem ekki byggist á handritum. Það
má skoða breytingar á þessu, en ef
þetta er þurrkað út í einu lagi er
hætt við að mörg fyrirtæki fari ein-
faldlega á hausinn,“ segir Kristinn.
Ósætti vegna breytinga
á endurgreiðslukerfinu
Tillögurnar „ein stór þversögn“ að mati formanns SÍK
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tökustaður Formaður SÍK segir félagið munu beita sér gegn breytingum.
Kristinn
Þórðarson