Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 18.07.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Þór Magnússon, fyrrverandiþjóðminjavörður, kemur með þarfar ábendingar í grein sem birt- ist í Morgunblaðinu í fyrradag um ör- yggi í kirkjum landsins. Bendir hann á að í kirkjum um allt land sé mikil verðmæti að finna. Hins vegar sé hvergi nærri nógu vel hugað að brunavörnum auk þess sem í þeim séu verðmæti og helgigripir sem freistað gætu þjófa.    Þór segir að ráðamenn kirkj-unnar, prestar og umráða- menn kirkna verði að bæta úr. „Við getum ekki lengur í einfeldni okk- ar treyst á heiðarleika fólks ein- vörðungu,“ skrifar hann.    Í Morgunblaðinu í gær er rætt viðOdd Einarsson, framkvæmda- stjóra kirkjuráðs, í tilefni af grein Þórs. Hann segir að innan kirkj- unnar heyrist þau sjónarmið að verði gamlir helgigripir fjarlægðir og settir í söfn landsins missi kirkj- urnar hluta af sál sinni. Þessir grip- ir séu ásamt altaristöflum, pred- ikunarstólum og útskurði helsta aðdráttarafl gömlu kirknanna.    Eftir lesturinn mætti ætla að hérværi um tvo kosti að ræða og hvorugan góðan. Verði verðmæt- unum komið fyrir á öruggum stað glati kirkjurnar sál sinni, en láti rummungar greipar sópa glatist verðmætin að auki. Ýmislegt má þó gera til að verja kirkjurnar. Verð- mæti í kirkjum landsins eru ræki- lega skráð í ritröðinni Kirkjur Ís- lands, jafnvel þannig að þær ættu ekki að komast í hendur fingra- langra. Með þá heimild að leiðar- ljósi mætti fara yfir verðmætin og ákveða hvernig þau verða best varin, hvort sem þau verða áfram í kirkjunum eða ekki. Þór Magnússon Verðmæti geymd í kirkjum landsins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykja- víkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Skipið er væntanlegt að Skarfa- bakka í Sundahöfn klukkan 8. Það lætur úr höfn klukkan 14 á laugardag. Drottningin er mikið glæsiskip, sem gert er út af breska skipafélaginu Cunard. Skipið er 345 metrar að lengd og lengsta farþegaskip sem hingað hefur komið. Til samanburðar má nefna að keppnisvöllur í fótbolta er rúmlega 100 metrar að lengd. Farþegar eru 2.620 og í áhöfn eru 1.254 manns. Það var Elísabet Englandsdrottning sem gaf Quuen Mary 2 nafn 8. janúar 2014 og 14. sama mánaðar lagði drottningin af stað í jómfrúarsiglinguna frá Southamton til Fort Lauderdale. Skipið er 149.215 brúttótonn og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Síðan þá hafa verið sjósett fjölmörg stærri skip, enda hafa siglingar með skemmtiferðaskipum náð mikilli hylli meðal almennings. sisi@mbl.is Lengsta skip sem hingað hefur komið AFP Glæsiskip Koma Queen Mary 2 til Reykjavíkur mun án efa vekja athygli.  Queen Mary 2 væntanleg á morgun Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Land- spítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri. Hanna fæddist 10. apríl 1931 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sólveig Bergþóra Þor- steinsdóttir, húsfreyja á Húsavík, og Karl Guð- mundsson, útgerðar- maður frá Ólafsvík. Hanna flutti með móður sinni og sambýlismanni hennar og síðar eigin- manni, Einari M. Jó- hannessyni, til Húsa- víkur 1935. Hanna hóf nám í tannsmíði á Akur- eyri 1950 og lauk námi í greininni 1953. Hún vann við tannsmíðar á Ak- ureyri þar til hún flutti á Selfoss 1955. Þar vann hún við tannsmíðar til 1956, er hún hóf sambúð með Magnúsi L. Sveinssyni á Selfossi. Þau gengu í hjónaband 14. apríl 1957 og fluttu til Reykjavíkur í apríl 1958. Þau byggðu sér einbýlishús í Breiðholti 1968 og bjuggu þar síðan. Hanna vann ekki utan heimilisins framan af en árið 1978 hóf hún versl- unarrekstur með hálfsystur sinni, Dóru Petersen, í leiguhúsnæði á Hlemmi, með snyrti- og hreinlætis- vörur í versluninni Söru, sem þær stofnuðu. Síðar færðist verslunarrekstur Hönnu í Bankastræti 8 þar sem hún rak snyrti- vöruverslun í eigin hús- næði til október 2004. Samfeðra systir Hönnu er Dóra Schev- ing Petersen, f. 1936. Sammæðra systkini hennar eru Sædís Birna, f. 1938, látin; Einar Georg, f. 1941; Þórdís Steinunn, f. 1943; Þorsteinn, f. 1944, látinn; Jóhannes Geir, f. 1947; Baldur, f. 1948; Þórhallur Valdimar, f. 1953; látinn. Börn Hönnu og Magnúsar eru Sveinn, f. 1957, skrifstofustjóri hjá Eir hjúkrunarheimili; Sólveig, f. 1959, flugfreyja hjá Icelandair; Einar Magnús, f. 1966, sérfræðingur á Sam- göngustofu og kvikmyndagerðar- maður. Fyrir átti Hanna Ágúst Kvaran, f. 1952, doktor í eðlis- og efnafræði og prófessor við Háskóla Íslands. Sambýliskona hans er Ólöf Þorsteinsdóttir, f. 1959. Barnabörn Hönnu og Magnúsar eru fimm og barnabarnabörnin eru einnig fimm. Útför Hönnu verður gerð frá Há- teigskirkju miðvikudaginn 24. júlí klukkan 13. Andlát Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.