Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 16

Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 Það sem þjálfunin færir: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum • Koma hugmyndum sínum betur á framfæri og auka áhrif sín • Kynnast nýjum krökkum, bæta samskipti og styrkja sambönd • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvæðara viðhorf og minni kvíði Undirbúningstímabilið er aðhefjast Mætir barnið þitt í toppformi í skólann í haust? Copyright©2019DaleCarnegie&Associates, Inc. All rights reserved. Gennext_070519_iceland Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 7. ágúst 9.00 til 12.30 8 virka daga í röð 10 til 12 ára 23. sept. 17.00 til 20.00 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 7. ágúst 14.00 til 17.30 8 virka daga í röð 13 til 15 ára 19. sept. 17.00 til 20.30 8 skipti með viku millibili 16 til 19 ára 7. ágúst 18.00 til 22.00 tvisvar í viku 16 til 19 ára 18. sept. 18.00 til 22.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára 6. ágúst 18.00 til 22.00 tvisvar í viku 20 til 25 ára 17. sept. 18.00 til 22.00 8 skipti með viku millibili Skráning í kynningartíma fyrir börnog foreldra á dale.is/ungtfolk eða í síma5557080 fólk upp og erta.“ Ritin sem Marín hefur skoðað eru frá 19. og 20. öld og sögurnar ná sumar aftur til 18. aldar. Þegar líður á seinni hluta 20. aldar eru færri bækur með skemmtisögum af þessu tagi gefnar út að sögn Marínar. Hún bendir á að sjónarmiðið sem kemur fram í rannsókninni, að þarna sé um einelti að ræða, sé tiltölulega ný sýn á hlutina. Sagan af Jóni „kis kis“ Hún nefnir blaðamanni sögudæmi um „sérkennilegan“ einstakling sem var aðal- efniviður skemmtisögu: Jón Gizursson, vinnumann hjá Bernhöft bakara, sem uppi var á 19. öld í Reykjavík. Jón virðist hafa verið seinfær að einhverju leyti og sam- kvæmt sögunni varð hann aldrei almenni- lega talandi eða teljandi. Þegar Jón átti að lóga ketti og tókst það ekki varð hann að hlátursefni bæjarbúa. „Eftir það var hann alltaf kallaður Jón „kis kis“. Og hvort sem það var úti á götu eða í búðum mátti hann heyra hvarvetna kallað á sig „kis kis“ eða mjálmað á hann. Þótt hann hafi nánast þurft að heyra það daglega tók hann það alltaf nærri sér og virtist fara í mjög mikið uppnám,“ segir Marín og bætir við að þetta hafi ekki verið eina áreitið sem Jón virðist hafa þurft að þola. Mörg dæmi í frásögninni sýni hvernig Jón hafi verið espaður upp á ýmsan hátt og hafður að háði og spotti af svokölluðum gárungum í bænum. „Þessir gárungar koma oft fyrir í frá- sögnunum og það má segja að það sé nokk- urs konar samheiti yfir þá sem spiluðu með einstaklinga sem voru á einhvern hátt öðru- vísi en aðrir,“ sagði Marín. Annað sögudæmi er sagan af Stuttu- Siggu en hún er nokkuð frábrugðin sögu Jóns „kis kis“. Höfundur virðist hafa samúð með þolandanum og skýrir hvernig fortíð Sigríðar Benediktsdóttur, sem var einungis 125 sentímetrar á hæð, mótaði persónu hennar til lengri tíma. Marín segir að saga Stuttu-Siggu innihaldi gífurlegt ofbeldi sem hún varð fyrir, aðallega af hendi föður síns: „Það ofbeldi virðist hafa átt þátt í skerð- ingu hennar og þeim eiginleikum sem gerðu hana óvenjulega á lífsleiðinni. Því er til dæmis lýst hvernig faðir hennar refsaði henni með því að henda henni út í snjóskafl í fáum klæðum á meðan það var stórhríð úti. Hana kól á höndum og hafði hún kreppta fingur upp frá því,“ sagði Marín. „Það sem er kannski öðruvísi við þessa frásögn miðað við margar aðrar frásagnir sem ég hef fundið er að maður finnur fyrir því hvað höfundurinn finnur til með Siggu. Það er ekki verið að gera grín að henni en hins vegar er sagan rituð niður og gefin út í bók ásamt öðrum svipuðum sögum því fólki finnst áhugavert að heyra um ein- hvern einstakling sem var skrítinn í augum annarra, eins og Siggu. Uppeldið og ofbeld- ið sem hún varð fyrir var það sem gerði hana óvenjulega og sérkennilega.“ Marín segir þessi dæmi, ásamt mörgum fleirum, eiga það sameiginlegt að í þeim kemur fram ofbeldi og einelti í garð einstaklinga sem voru óvenjulegir á einhvern hátt. Marín vinnur nú að því að rannsaka ein- eltisleg samskiptamunstur í skemmtisögum til forna og stendur til að gefa út niður- stöður rannsóknarinnar í bók í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar á næsta ári. Marín vonar að niðurstöðurnar geti aukið skilning á birtingarmyndum ein- eltis til forna, sem og í nútímanum. Eineltismenning frá örófi alda  Skemmtisögur af jaðarsettum Íslendingum vinsælar á 19. og 20. öld  Marín Árnadóttir, meistara- nemi í sagnfræði, segir nýjan heim blasa við í frásögnunum  Grín gert að jaðarsettu fólki Morgunblaðið/Árni Sæberg Rannsókn Marín Árnadóttir hefur kannað samskiptamunstur í yfir 100 frásögnum. VIÐTAL Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skemmtisögur af jaðarsettu og sér- kennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, sagnfræðinema við Háskóla Íslands, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning of- beldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð og það komi fram í sögum af „sérkennilegu“ fólki sem finna má í þjóðlegum fróðleik og sagnaþáttum. Þessir einstaklingar skáru sig úr í íslensku samfélagi á sínum tíma, m.a. vegna andlegra eða líkamlegra skerðinga og óhefðbundinna lífshátta, og voru oftar en ekki jaðarsettir í sínu nærumhverfi. Marín hlaut styrk úr Styrktarsjóði Marg- aretar og Bents Schevings Thorsteinssonar til rannsóknarverkefnis sem fjallar um þessar sögur með tilliti til eineltis og of- beldis sem birtist í þeim. „Þegar ég fór að líta á allar þessar frá- sagnir í heild sinni fannst mér blasa við þarna ákveðinn heimur. Ég fór að taka eftir því hvað háðslýsingar á þessum ein- staklingum voru áberandi í sumum sög- unum og það sem vakti sérstaka athygli mína var ofbeldið sem beindist gegn jaðar- settu fólki,“ sagði Marín. Sögur og lýsingar á sérkennilegu fólki, ævintýrum þess og óförum voru forðum sagðar til skemmtunar. Í þeim var oft gert grín að sérkennilegu fólki þar sem hlegið var að því, en ekki með því, að sögn Mar- ínar. „En þegar þessum létta og skoplega blæ er svipt af sumum sögunum finnst mér standa eftir skýr vitnisburður um hreint og beint einelti eða ofbeldi,“ sagði Marín. Espuðu fólk upp Heimildirnar sýna samskiptamunstur sem virðist hafa verið sterkur hluti íslenskrar alþýðumenningar á fyrri tíð. Í því fólst að einstaklingar, oftar en ekki svokallaðir gár- ungar bæjarins eða sveitarinnar, espuðu gjarnan jaðarsetta einstaklinga upp og ýttu af stað vissri atburðarás. Ofbeldið og einelt- ið er grunnskemmtanagildi sumra sagnanna að sögn Marínar: „Ég hef safnað saman yfir hundrað frá- sögnum og mér finnst áberandi hvað and- legt ofbeldi kemur oft fyrir – það að espa Á byrjunarstigi rannóknarinnar kynnti Marín sér bókina Á mörkum mennskunnar: Viðhorf til förufólks í söfnum og samfélagi, eftir Jón Jónsson þjóðfræðing, sem út kom síðasta haust. Bókin reyndist nytsamleg heimild en í henni er fjallað um flakkara og förufólk í ís- lensku samfélagi, sem margt var talið ein- kennilegt. Marín studdist við heimildaskrá bókarinnar sem reyndist mjög hjálpleg að hennar sögn. Grein um niðurstöður úr rannsókn Mar- ínar mun birtast í bókaflokknum Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, sem gefin verð- ur út á næsta ári, en Á mörkum mennsk- unnar tilheyrir einnig þeirri bókaröð. Á mörkum mennskunnar HEIMILDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.