Morgunblaðið - 18.07.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.07.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina á pallinn Nú getur þú fengið þér púðameð vatnsfráhrindandi Sunbrella® tækni og borðdregla í stíl við Pappelinamottuna þína. Motturnar henta í öll rými heimilisins, bæði úti og inni. 2012 að félagið fékk skuldir niður- felldar: „Á árinu náðist samkomulag við viðskiptabanka félagsins um endur- skipulagningu skulda þess. Í sam- ræmi við ákvæði samkomulagsins eru í ársreikningi félagsins tekju- færðar 10,4 millj. kr. vegna leiðrétt- ingar á skuldum við bankann. Að fenginni þessari niðurstöðu ættu skuldir félagsins nú að vera því við- ráðanlegar og rekstrargrundvöllur félagsins tryggður,“ sagði þar m.a. Skuldir Samskipta lækkuðu svo enn frekar milli áranna 2012 og 2013, úr 91,4 milljónum í 38,6 milljónir. Fram kemur í ársreikningi 2013 að það ár „lagði eigandi félagsins, Ís- landspóstur ohf., félaginu til aukið hlutafé að fjárhæð 55 milljónir króna“. Sérfræðingur í fyrirtækjarekstri, sem Morgunblaðið ræddi við, áætl- aði að verðmæti Samskipta gæti numið fimm- til sjöföldum hagnaði, eða 50-70 milljónum. Mikil sam- keppni væri á prentmarkaði og markaðurinn að dragast saman. Samkvæmt því gæti salan skilað hlutafjáraukningunni 2013 til baka. Flest bendir hins vegar til að kaup- verðið fáist ekki til baka og er þá horft framhjá ávöxtunarkröfu. Á móti koma möguleg samlegðaráhrif og önnur jákvæð áhrif á móðurfélag. Þá má nefna að tap dótturfélags getur mögulega komið til frádráttar skattgreiðslum móðurfélags. Horft til millilandaflutninga Íslandspóstur keypti næst 62,5% hlut í félaginu Frakt flutningsmiðlun í byrjun desember 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti í vik- unni var með kaupunum „fyrst og fremst litið til þess að efla þjónustu Íslandspósts á milli landa, þ.e. auka vöruframboðið“. Fraktin sinni flutn- ingi á alls kyns vörum fyrir fyrir- tæki. Reksturinn hófst í maí 2010 og kom ÍSP inn sem hluthafi í nóvem- ber sama ár en með því var hlutum fjölgað úr þremur milljónum í átta. Félagið Óra ehf. átti á móti 30% hlut í félaginu en samkvæmt fyrirtækja- skrá Creditinfo er Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fraktar, eigandi félagsins. Eigandi 7,5% hlutar var ekki gefinn upp í fyrstu ársreikning- um. Frá 2014 hefur Steingrímur Ell- ingsen verið skráður fyrir hlutnum. Samkvæmt skýringum með árs- reikningi var hlutafé félagsins aukið úr átta milljónum í 18 milljónir árið 2013, eða um 10 milljónir. Árið 2016 lagði stjórn félagsins til að greiddar yrðu út sex milljónir í arð vegna rekstrarársins 2015 og í ár lagði hún til sjö milljónir í arð vegna 2017. Gæti skilað 100 milljónum Frakt flutningsmiðlun er umsvifa- mesta dótturfélag Íslandspósts. Sér- fræðingur í fyrirtækjaviðskiptum taldi mögulegt að söluverðmæti fé- lagsins gæti orðið um 150 milljónir. Samkvæmt því gæti 62,5% hlutur Ís- landspósts skilað um 100 milljónum. Pósturinn horfði til möguleika netsins þegar viðskipti urðu pappírs- laus. Þannig boðaði Ingimundur for- stjóri í ársreikningi 2010 að Mappan myndi „verða bylting í dreifingu og vistun rafrænna skjala og [gæti] leitt til verulegs hagræðis fyrir bæði sendendur og móttakendur“. Íslandspóstur stofnaði næst dótturfélagið ePóst í nóvember 2012. Tilgangur félagsins var þróun og vinnsla á sviði rafrænna samskipta- og dreifilausna. Meðal annars vegna pósts sem var afritaður rafrænt fyrir viðskiptavini. Fulltrúi Íslandspósts lýsti starfseminni á þennan hátt: „ePóstur var stofnaður árið 2012 til að þróa og reka starfsemi á sviði rafrænna póstsendinga. Mappan var nafnið á kerfinu sem verið var að þróa. Þegar ePóstur var stofnaður var Mappan flutt yfir í ePóst. Með rafrænum póstsendingum er ekki síður átt við skjöl sem send eru beint inn í kerfið – líkt og gert er t.d. í heimabönkum eða á island.is. En ePóstur hafði meðal annars það hlut- verk að kynna kerfið fyrir mögu- legum viðskiptavinum á þeim for- sendum. Kerfinu var svo einnig ætlað að birta skannaðan póst. Skönnunarþjónustan var sett á laggirnar af Póstinum árið 2012. Rekstur þjónustunnar, þ.e. skönn- unarhlutinn, var þá á könnu Póstsins en ePóstur sá um að birta rafrænt í Möppunni sem og að greiðsla fór fram í gegnum kerfið. Árið 2016 var framkvæmdin einnig flutt yfir til ePósts. Þegar ePóstur var lagður niður 13. des. sl. var þjónustan svo aftur flutt yfir til Póstsins,“ sagði í svarinu. Megintilgangur Möppunn- ar væri nú að halda utan um ýmsa þjónustu. Kerfið heiti nú Minn Póst- ur. Þróun ePóstsins kostaði sitt. „Félagið hefur unnið að frekari þróun eignarinnar í samstarfi við Canada Post Corporation. Þar sem eignin er enn í þróun eru tekjur fé- lagsins takmarkaðar og varð tap af rekstri að fjárhæð 79 milljónum króna,“ sagði í skýringum með árs- reikningi 2014. Sami texti er svo endurtekinn í skýringum með næstu ársreikningum, 2015 til 2017, en þau ár jókst neikvætt eigið fé félagsins. Sölustarfsemi ePósts var að meginstefnu hætt árið 2015. Deilt um vaxtakostnaðinn Milli áranna 2013 og 2014 var lán frá móðurfélaginu til ePósts lækkað úr 247 milljónum í 56 milljónir. Sú tilfærsla er ekki skýrð frekar. Í árs- reikningi 2015 segir hins vegar að skuld við móðurfélag hafi numið 294 milljónum 2014 og 310 milljónum 2015. Samkvæmt síðasta ársreikn- ingi, sem birtur var 2017, var skuldin við móðurfélag þá 284 milljónir. Óvíst er um endurheimtur lánsins. Aðgangur að afritum af lánasamn- ingum og skuldaskilmálum Íslands- pósts til ePósts ehf. varð efni úr- skurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál fyrr í þessum mán- uði. Nefndin taldi að vísa skyldi um- ræddri beiðni til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Íslandspósti. Ársreikningar ePósts benda til að fjármagnskostnaður félagsins vegna lánsins frá móðurfélaginu hafi verið nær enginn, aðeins nokkur þúsund krónur á ári. Fram kom í sátt Ís- landspósts við Samkeppniseftirlitið 2017 að dótturfélög Íslandspósts skyldu greiða markaðsvexti af lánum frá móðurfélaginu. Miðað við 8% vexti af lánum Póstsins gæti fjár- hæðin að meðtöldum vöxtum frá 2013 nú numið 400-500 milljónum. Óskað var eftir upplýsingum hjá Íslandspósti í vikunni um tekjur fé- lagsins af skönnunarþjónustu. Svar- ið var að um væri að ræða sundurlið- aðar tölur úr fjárhagsbókhaldi sem ekki væru birtar opinberlega. Pósturinn keypti síðast Gagna- geymsluna en í ársreikningi hennar 2014 sagði að félagið leigði út gagna- geymslur í Reykjavík. „Í upphafi árs voru tveir hluthafar í félaginu sem báðir seldu alla hluti sína, þann 28. júní 2014, til Íslandspósts ohf. sem er eini hluthafinn í félaginu í árslok 2014,“ segir þar m.a. Samkvæmt árs- reikningi árið 2013 voru þá tveir hluthafar. Pósturinn keypti félagið af félagi í eigu hjónanna Viðars Péturssonar og Lovísu Árnadóttur og jafnframt hlut í eigu Viðars. Afgerandi áhrif á fjárhaginn Póst- og fjarskiptastofnun birti í október 2014 athugasemdir við drög að skýrslu um rekstrarskilyrði Ís- landspósts. Skýrslan var unnin af starfshópi forsætis- og fjármála- ráðuneytis. Þar er fjallað um áhrif dótturfélaganna á móðurfélagið: „PFS bendir á að alls nema nei- kvæð áhrif dótturfélaga á fjárhags- stöðu móðurfélagsins nálægt hálfum milljarði króna á undanförnum ár- um, sem að mestu hefur verið fjár- magnað frá rekstri félagsins. Þessar ráðstafanir hafa því haft afgerandi áhrif á fjárhagsstöðu Íslandspósts og hljóta því að koma til skoðunar þegar skýringa er leitað á fjárhags- stöðunni,“ sagði þar m.a. Greiningin er nokkurra ára gömul og hefur eiginfjárstaða dótturfélaga, að frátöldum ePósti, batnað. Morgunblaðið/Hari Pósturinn Starfsemi félagsins er nú margbrotnari en áður var.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.