Morgunblaðið - 18.07.2019, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært úrval af
sundfatnaði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Það þarf að endurskoða kerfið al-
veg frá grunni,“ sagði Charlotta
Oddsdóttir, formaður Dýralækna-
félags Íslands, um þjónustusamn-
inga Matvælastofnunar (MAST) við
dýralækna í dreifðum byggðum.
Hún sagði að Sigurborg Daðadóttir
yfirdýralæknir hefði haft forgöngu
um að Matvælastofnun og Dýra-
læknafélagið leituðu lausna á vand-
anum. Hugmyndir sem urðu til í
þeirri vinnu voru lagðar fyrir Krist-
ján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra þegar dýra-
læknar gengu nýlega á hans fund.
Ráðherrann ákvað í fyrradag að
skipa starfshóp um þjónustu dýra-
lækna í dreifðum byggðum og vakt-
þjónustu dýralækna. Hópurinn á að
skila tillögum í október.
Einn sinnir allri þjónustu
MAST gerir þjónustusamninga
við dýralækna um þjónustu á tíu
þjónustusvæðum frá Eyja- og Mikl-
holtshreppi í vestri og áfram norður,
austur og suður um land að Mýrdals-
hreppi. Höfuðborgarsvæðið, Eyja-
fjörður og Suðurland eru utan þess-
ara þjónustusvæða. Svæðin eru
misjafnlega stór og strjálbýl.
„Það gildir um þau öll að ein
manneskja skuldbindur sig með
þjónustusamningi til að sinna allri
þjónustu við dýr á hverju svæði,“
sagði Charlotta. Sami dýralæknir
tekur einnig allar bakvaktir. Ætli
hann í sumarfrí, slasist eða veikist er
hann skuldbundinn til að útvega af-
leysingamann. Charlotta sagði að
Dýralæknafélagið hefði gert miklar
athugasemdir þegar samningurinn
var gerður en ekkert orðið ágengt
við að fá hann lagaðan.
Dýralæknarnir á þjónustusvæð-
unum starfa sem verktakar og fá
verktakagreiðslur. Þeir þurfa því að
semja við þá sem leysa þá af um
launagreiðslur. „Laun dýralækna á
þjónustusvæðum samsvara kannski
helmingi launa sem læknir í sam-
bærilegri stöðu fær af því að hann er
ríkisstarfsmaður. Læknirinn fær
auk þess afleysingar, vaktafrí og
fleira sem dýralæknirinn fær ekki,“
sagði Charlotta. Hún kvaðst binda
vonir við að starfshópurinn fyndi
ásættanlega lausn á málinu.
Tveir geti haft samstarf
„Það þarf að breyta kerfinu því
það virkar ekki. Kerfið er afsprengi
þess þegar matvælalöggjöf Evrópu-
sambandsins var tekin hér upp. Þá
var ákveðið að skilja að eftirlit og
þjónustu,“ sagði Charlotta. Hún
sagði að Matvælastofnun mætti ekki
sinna þjónustu en ekkert bannaði að
einn og sami dýralæknir gæti sinnt
bæði eftirliti og þjónustu í hluta-
störfum. Tveir dýralæknar gætu
einnig haft samstarf og skipt með
sér eftirliti og þjónustu og vöktum.
Eftirlitið felst m.a. í eftirliti með
dýravelferð og matvælaframleiðslu.
Þar má t.d. nefna heimsóknir á
sveitabæi þar sem athugað er hvort
allt er samkvæmt settum reglum.
Hún nefndi einnig að fiskeldi færðist
í vöxt til dæmis á Vestfjörðum og
það krefðist eftirlits dýralækna.
„Við sjáum fyrir okkur að tveir
dýralæknar geti starfað saman á
einhverjum af þessum svæðum og
sinnt hvoru tveggja, eftirliti og þjón-
ustu,“ sagði Charlotta.
Einkareknar dýralæknastofur
Nokkuð er um einkareknar dýra-
læknastofur t.d. á höfuðborgarsvæð-
inu, Suðurlandi og í Eyjafirði. Dýra-
læknar sem þar starfa hafa stundum
sinnt eftirliti í sláturhúsum í afleys-
ingum eða þegar mikið er að gera.
Charlotta taldi mögulegt að auka
samstarfið við einkareknu dýra-
læknastofurnar um ýmsa þjónustu
og eftirlit dýralækna.
Skortur er á dýralæknum hér á
landi og hefur oft reynst erfitt að
manna stöður héraðsdýralækna og
eftirlitsdýralækna. Charlotta sagði
að átta íslenskir dýralæknar út-
skrifuðust erlendis á hverju ári að
jafnaði. Dýralækningar eru ekki
kenndar hér á landi. Ein-
ungis um helmingur ný-
útskrifaðra dýralækna
kemur heim til starfa.
Talsverður hópur er-
lendra dýralækna
starfar einnig hér á
landi.
Endurskoða þarf kerfið frá grunni
Dýralæknafélagið er ósátt við samninginn við MAST Dýralæknar í dreifðum byggðum eru alltaf
á vakt Ýmsar hugmyndir um endurbætur Ráðherra skipar starfshóp um þjónustu dýralækna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nautgripir Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast
einnig með velferð dýra og hafa eftirlit með matvælaframleiðslu.
Enginn dýralæknir hefur verið
starfandi í fimm sveitarfélögum
á Vestfjörðum frá 1. júlí. Starfið
var auglýst í mars en enginn
hefur sótt um. Á þeim tíma
sagði eini starfandi dýralækn-
irinn á svæðinu upp þjónustu-
samningi sínum við Matvæla-
stofnun (MAST).
„Þjónustusamningurinn er
ómanneskjulegur og engum
bjóðandi. Ef ég vil komast í frí
þarf ég að redda einhverjum
fyrir mig og líka ef ég veikist
eða slasast,“ sagði Sigríður
Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir.
Hún hefur verið
dýralæknir í 20 ár
á Ísafirði en sagði
upp í mars. Eftir
að þjónustu-
samningarnir
fluttust yfir til
MAST árið 2011 hef-
ur hún ekki tekið sér frí
því enginn hefur
leyst hana af.
thorunn-
@mbl.is
Alltaf í
vinnunni
DÝRALÆKNAR ÚTI Á LANDI
Charlotta
Oddsdóttir