Morgunblaðið - 18.07.2019, Page 32
32 FRÉTTIRTækni og vísindi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2019
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
För Apollos ellefta til tunglsins og
til baka fyrir hálfri öld var óumdeilt
risaskref í þágu mannkynsins. För-
in breytti ekki aðeins viðhorfi fólks
til alheimsins, heldur breytti hún
og framvindu verkfræðinnar og
annarra vísinda. Ól hún af sér ýmis
vísindaafrek sem endurómar af og
enn skipta verulegu máli.
Til að tunglför yrði kleif þurfti
bandaríska geimferðastofnunin
NASA að yfirstíga og sigrast á
miklum tæknilegum hindrunum.
Það tókst henni einungis fyrir þá
sök að bandaríska þingið veitti
henni „opinn tékka“ – ómæld út-
gjöld – til að sigrast á Sovét-
mönnum í geimkapphlaupinu. Alls
kostuðu þrjú fyrstu geimferðaverk-
efnin 150 milljarða dollara. Hér á
eftir er stiklað á stóru varðandi af-
rakstur Apollo-ferðanna:
Tölvubylting
Fram á sjöunda áratuginn voru
tölvur risastórar umfangs og sam-
anstóðu af þúsundum orkuþyrstra,
lofttómra lampaglasa. Það breyttist
allt með tilkomu svonefndrar sam-
rásartölvu og smárum sem gerðu
kleift að smækka tölvurnar nógu
mikið til að koma þeim fyrir í geim-
förum.
„Það þurfti mikinn kný frá eld-
flaugunum en jafnframt þurfti að
minnka massa og auka orku um
borð fyrir tölvurnar,“ sagði G. Scott
Hubbard, fyrrverandi forstjóri
Ames-rannsóknarstofnunar NASA,
við AFP. Apollo-áætlunin flýtti
mjög fyrir þessum stakkaskiptum
og gat einnig af sér svonefndan
Kísildal í Kaliforníu, miðstöð tölvu-
tækni og -þróunar í Bandaríkj-
unum.
Vatnshreinsun
NASA þurfti að þróa lítið og létt
vatnshreinsitæki sem þyrfti lág-
marks orku og litla stjórnun.
Niðurstaðan varð 255 gramma tæki
sem komst fyrir í lófa manns og
hreinsaði vatn með því að losa í það
silfurjónir. Þurfti ekki klór í
hreinsiferlið. Þessi tækni er nú not-
uð um allar jarðir til að drepa ör-
verur í dreifikerfum neysluvatns.
Frostþurrkuð matvæli
Einn vandi sem við blasti í
geimnum var hvernig komast
mætti hjá því að geyma matvæli í
orkufrekum kælitækjum. Í rann-
sóknum sínum á því duttu sérfræð-
ingar NASA niður á frostþurrkun.
Fólst hún í því að tappa vatni af ný-
soðnum matvælum og þurrka þau
við mjög lágt hitastig og pakka
Vísindaleg risastökk með Apollo-
AFP
Lentir Richard Nixon forseti tekur á móti geimförum Apollo 11 sem settir
voru í einangrun í sérstökum gámi um borð í flugmóðurskipinu Hornet. Frá
vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins, Edwin Aldrin og Nixon.
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Vinnufatnaður frá
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
K371 sófi
Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir
3ja sæta 2ja sæta og stólar
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Erum á
facebook